Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 66
G6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUjRT !Qf 1,988 Um sauðkindina og sjálf- stæða skoðanamyndun eftir Tryggva Jakobsson Miðvikudaginn 23. nóvember síðastliðinn birtist hér í blaðinu grein eftir Skjöld Eiríksson, undir fyrirsögninni Rofabarðafræði hinna skriftlærðu. Greinin, sem m.a. fjall- ar um rit sem Námsgagnastofnun gaf út fyrir rúmum tveimur árum og nefnist Gróðureyðing og endur- heimt landgæða, endar á þessum orðum: „Það er að bíta höfuðið af skömm- inni að Námsgagnastofnun skuli látin kosta útgáfu slíkra sértrúarrita til dreifingar í skólum, með þeim afleiðingum að sjálfstæð skoðana- mjmdun er fótum troðin. Er ekki mál að linni!" Af grein Skjaldar má helst ráða að framangreindur bæklingur sé sértrúarrit af því að í honum sé haldið á lofti ófyrirleitnum áróðri gegn sauðkindinni og sauðfjár- bændum. Enda segir hann: „Að lokinni umQöllun um áhrif veðurfars, eldgosa og mengunar ræða höfundar um rányrkjuna „ýmist af illri nauðsyn, skilnings- leysi eða skammsýni", eins og það er orðað. Þarf ekki að eyða orðum að því, hverra er höfuðsökin. Að sjálfsögðu er það búskapur sauð- fjárbænda.“ Ljótt, ef satt er. En ég held að hver einasti maður sem á annað borð les ritið geti séð að ekki er allt sannleikanum samkvæmt hjá Skildi. Hér hefur .verið iðkað það gamalkunna áróðursbragð að slíta orð og setningarhluta úr samhengi, raða saman upp á nýtt og draga svo af öllu saman ályktun, sem eng- inn fótur er fýrir. í upphafskafla ritsins, sem fjallar um gróðureyð- ingu á jörðinni, er fjallað um að gróður geti verið mælikvarði á land- gæði og veðurskilyrði, ef honum hefur ekki verið spillt eða eytt með rányrkju. Þangað sækir Skjöldur orðin „ýmist af illri nauðsyn, skiln- ingsleysi eða skammsýni", sem hann síðan skeytir við efnislegt inn- tak hluta annars kafla og fær síðan út að höfuðsökin sé hjá sauðfjár- bændum. Reyndar er það svo að á eftir öðrum kafla ritsins er frjallað um áhrif beitar og í framhaldi af því um gróðureyðingu á íslandi. Þar er ekki verið að sakfella einn eða neinn, heldur reynt að skýra orsakir og lýsa þvi ástandi sem við búum nú við. A bls. 7 segir að landið verði ekki byggt án landbúnaðar og að sauðfjár- og hrossabúskapur verði ekki rekinn án þess að nýta hin náttúrulegu beitilönd. Á bls. 8 er bent á að með hóflegri og skynsam- legri beit sé hægt að draga verulega úr rýmun landgæða og á bls. 12 þar sem sagt er að miðað við núver- andi beitarfyrirkomulag sé í landinu fleira búfé en úthagamir í heild þola, er skýrt tekið fram að átt sé við bæði sauðfé og hross. Hvergi eru sauðfjárbændur nefndir á nafn. Á hinn bóginn virðist Skjöldur ekki sjá nokkra ástæðu til að geta um efni síðari hluta ritsins, þar sem fjallaö er um mögulegar aðgerðir gegn eyðingu gróðurs og jarðvegs og hvemig stuðla megi að endur- heimt horfínna landgæða. Sá hluti ritsins er nánast hvatning til ung- menna þessa lands að fara nú út á mörkina og leggja baráttunni lið. Er það neikvæður áróður? Og getur nokkur maður talið það neikvætt ef skólamir reyna að efla jákvæð viðhorf meðal æskunnar til land- vemdar og landgræðslu? Nú er svo að handrit að umræddu riti sem Námsgagnastofnun var „látin" kosta útgáfu á, barst stofn- uninni frá höfundunum, Ingva Þor- steinssyni, deildarstjóra á Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, og Sigurði Blöndal skógræktarstjóra, sem báðir eru virtir vísindamenn á sínu sviði. Að höfðu samráði við námsstjóra í náttúrufræðum var ákveðið að taka ritið til útgáfu, enda full þörf á efni sem þessu. I kynningarriti Landgræðslunnar, sem Námsgagnastofnun dreifír í grunnskóla landsins segir m.a.: „Eyðing gróðurs og jarðvegs á sér enn stað víða um land óg rýmun landgæða er vafalítið alvarlegasta umhverfisvandamálið hér á landi, þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í baráttunni við_ gróðureyðinguna á síðari árum“. Ég held að skólamir verði að §alla um þessi mál og margumrætt rit þeirra Ingva og Sigurðar er einungis lítið framlag Námsgagnastofnunar til barátt- unnar fyrir endurheimt landgæða á íslandi, enda geta skólar nú fengið ritið út á kvóta sinn hjá Náms- gagnastofnun. Gagniýni á ritið hefur einkum borist úr einni átt, frá einum af ráðunautum Búnaðarfélags Islands og stjóm þess og verður vafalaust reynt að bregðast við efnislegum ábendingum um það sem betur má fara ef kemur til endurprentunar. Slíkar efnislegar ábendingar hafa þó enn ekki komið fram, ef frá er talið að í skrá um stofnanir sem starfa að gróðurvemdunarmálum láðist að geta um Búnaðarfélag ís- karlmannsins í ár! GJAFAKORT á matreiðslunámskeið hjá Hilmari og Sigurvin í Matreiðsluskólanum OKKAR Eiginkonur, kærustur, og mæður! Hér er gjöfin sem hentar þeim sem standa hjarta ykkar næst. Við bjóðum upp á 4ra daga verkleg byrjendanámskeið fyrir herra en einnig verkleg námskeið fyrir lengra komna, þ.e.a.s. fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir sér í pottunum. (Tími eftir Námskeiðin eru haldin á eða á laugardagsmorgnum og næstu námskeið byrja í janúar. Hringið og fáið upplýsingar í síma 651316 alla virka daga frá kl. 13.00 - 22.00. Greiðslukortaþjónusta. w 'f MATREIÐSLUSKÖLINN DKKAR BÆJARHRAUNI 16/P.O. BOX 308 220 HAFNARFJÖRÐUR / ® 91-651316 1 s Tryggvi Jakobsson „Sem betur fer virðist þeim sem gerst þekkja, að nú bendi ýmislegt til þess að unnt verði að ná þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að snúa vörn í sókn. Nú sé að myndast grundvöll- ur til að koma þeirri skikkan á nýtingu landsins að við getum snúið af braut jarðvegs- og gróðureyðingar.“ lands. Á hinn bóginn hafa þó nokkrir lokið lofsorði á ritið og má þá fyrst nefna nokkra af þeim kennurum sem hafa notfært sér það með góð- um árangri og ekki ómerkari mann en Steindór grasafræðing Stein- dórsson frá Hlöðum, sem sagði í ritfregn í Heima er best: „En ritið á erindi til allra og ætti að vera lesið og lært eins og hinn kristilegi bamalærdómur í gamla daga. Eins og kristnu fræðin lýsir það bæði syndinni, þ.e. rányrkjunni og hversu megi forðast hana og bæta fyrir afbrotin." í sama streng tók Hákon Bjamason, fyrrverandi skógræktarstjóri, í athugasemd við ritfregn í búnaðarblaðinu Frey. Um fræðilegar vangaveltur Skjaldar væri hægt að skrifa langt mál. Tvennt langar mig þó til að staldra við. Mynd af Galtalækjar- skógi í nágrenni Heklu telur hann að eigi „víst að sanna það, að Heklu- eldar séu enginn háski gróðri". Þetta er alrangt. Þvert á móti kem- ur fram í ritinu að eldgos geta ver- ið háskaleg gróðri. Og Skjöldur leið- ir til sögunnar tvö stórgos í grein sinni, gos í Heklu fyrir 2.700 ámm og Skaftárelda 1783, sem bæði höfðu afdrifaríkar afleiðingar á allt lífriki landsins. En er það ekki um- hugsunarefni að þrátt fyrir að hálf- gerður kjamorkuvetur hafí ríkt eftir gosið í Heklu, þá er talið að um 65% landsins hafi verið gróin um land- nám og að skógar hafí þakið um 25% af flatarmáli landsins? í kjölfar móðuharðindapna og allt fram til loka síðustu aldar má hinsvegar ætla að skógeyðing hafí orðið hvað örust í gjörvallri íslandssögunni. Og hver er ástæðan? Árið 1961 skrifaði Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur: „Meginorsök uppblástursins er hvorki að finna í eldsumbrotum né versnandi loftslagi. Maðurinn og sauðkindin em meginorsök þess óhugnanlega uppblásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýrmæta gróð- urlendi í „íslands þúsund ár“. Hér er vísast hægt að bæta hrossinu við. En að lokum aðeins um_ sjálf- stæðu skoðanamyndunina. Ég fæ ekki varist þeirri tilfínningu eftir að hafa lesið grein Skjaldar Eiríks- sonar að sjálfstæð skoðanamyndun felist að mati hans í því að vera á sömu skoðun og hann sjálfur. Skoð- anir hinna em afgreiddar sem „stofuspeki hinna skriftlærðu" og þeim gefíð í einu orði heitið „Rofa- barðafræði". Nú vill bara svo til, sem betur fer, að þjóðfélagið er sífelldum breytingum undirorpið. Eitt af því sem virðist gerast, eftir því sem sífellt stærri hluti þjóðarinn- ar fjarlægist gamla bændasamfé- lagið, er að menn fara að velta fyr- ir sér deilumálum sem þessu út frá fleiri forsendum og mismunandi sjónarmiðum. En það er einmitt for- senda sjálfstæðrar skoðanamyndun- ar. Sem betur fer virðist þeim sem gerst þekkja, að nú bendi ýmislegt til þess að unnt verði að ná þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að snúa vöm í sókn. Nú sé að mynd- ast grundvöllur til að koma þeirri skikkan á nýtingu landsins að við getum snúið af braut jarðvegs- og gróðureyðingar. Ég held að á meðan svo steftiir, séu skrif á borð við þau sem hér hafa verið gagmýnd afar óheppileg og þjóni helst þeim til- gangi að ala á úlfúð og tortryggni manna á meðal um mál sem jafnvel gæti varðað áframhaldandi tilvist þjóðar í þessu landi. Höfundur er starfsmaður & náms- ethissviði Námsgagnastofhunar. Stjarnvísinda- félag Islands stoftiað 2. des. Stjarnvísindafélag íslands var stofiiað föstudaginn 2. desember, og er markmið félagsins að efla stjarnvísindi á íslandi. Mun félag- ið m.a. Ieitast við að efla kynni íslenskra stjarnvísindanianna inn- byrðis og við aðra áhugamenn um stjarnvisindi á landinu. Eitt af meginverkefnum félagsins er að beita sér fyrir auknum sam- skiptum íslenskra og erlendra stjamvísindamanna. Það mun koma fram fyrir hönd félagsmanna á er- lendum vettvangi og vera aðili að alþjóðasamtökum og samvinnu á sviði stjamvísinda. Formaður félagsins er Einar H. Guðmundsson stjameðlisfræðingur, en auk hans sitja í stjóm stjamfræð- ingamir Einar Júlíusson og Karl Jósafatsson. Félagsmenn geta orðið allir þeir sem lokið hafa háskóla- prófí í stjömufræði, stjameðlisfræði eða öðrum skyldum greinum. Getraunanúmer VALS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.