Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 32
32 'aíorg'unblaðið, laugárdagur .ÖIQAJflMtJDHÖM 10. DESEMBER 1988 Greiðsluörðugleik- ar o g umdeild kaup Fjallað um fjárhagsörðugleika Hofsósshrepps og Hraðfrystihúss Hofsóss Hofsóshreppur hefur óskað eftir aðstoð félagsmálaráðuneyt- is vegna greiðsluörðugleika eins og þegar hefur komið fram í fjöl- miðlum. Samkvæmt sveitar- stjórnarlögum hefur Félags- málaráðuneytið heimild til þess að veita styrk eða lán úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga ef sveitar- félag kemst í greiðsluþrot og/eða skipa hreppnum fjár- haldsstjóra í tiltekinn tíma. Heildarskuldir Hofsósshrepps eru rúmlega 51 milljón, af því eru um 23 milljónir skammtima- skuldir. Fjárlög hreppsins fyrir næsta ár gera ráð fyrir rúmum 17 milljónum í tekjur. Útistand- andi skuldir hreppsins eru 12 milljónir. Mikil ólga er í mönnum þar nyrðra vegna þessarar fjár- málastöðu sveitarfélagsins og telja margir andvaraleysi hreppsnefhdarinnar fúrðulegt svo ekki sé meira sagt. Almenn- ingur í sveitinni virðist heldur ekki hafa séð hvert stefhdi þó til væru þeir sem óttuðust að þessi staða kynni að koma upp. Á Hofsósi hafa síðustu ár staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur. Hafnargarður sem var að skemmast hefur verið end- umýjaður. Lögð voru ný skolpræs- iskerfi í bænum og allar götur malbikaðar. Einnig var vatnsveitan endumýjuð að hluta en því verki er ekki lokið að fullu. Hraðfrysti- húsið á Hofsósi er burðarás at- vinnulífs þar. Frystihúsið er al- menningshlutafélag sem er í eigu hreppsbúa og fólks úr nærliggjandi sveitum. Hraðfrystihúsið dregst með miklar skuldir og telja menn að þar sé um að kenna bæði þeim vanda sem frystihús um allt land eiga við að stríða og svo hitt að útgerð báts sem húsið á gengur illa. Menn ræða líka um í þessu sam- bandi að fyrir nokkru keypti Hrað- frystihúsið á Hofsósi fyrirtækið Skagaskel hf., sem þá hafði verið rekið í þorpinu um nokkurt skeið og átt hafði í miklum rekstrarörð- ugleikum. Tveir eigendur Skaga- skeljar vom aðilar að þessum kaup- um fyrir hönd frystihússins, fram- kvæmdastjóri frystihússins, og einn stjómarmaður þess. Hinir Stjórnar- mennimir vissu að sögn núverandi stjómarformanns að fyrirtækið Skagaskel var skuldugt en ekki hve miklar skuldimar vom. Svo mikil- vægt er frystihúsið atvinnulífí þorpsbúa að talið er að mjög marg- ir yrðu að yfirgefa þorpið ef húsið hætti starfsemi sinni. Yrðu menn að yfirgefa þorpið vegna skorts á atvinnu þá er talið mjög ólíklegt að þeim tækist að selja hús sín þar og yrðu þeir af þeim sökum að byija með tvær hendur tómar á nýjum stöðum ef svo illa tekst til sem sumir menn á Hofsósi óttast nú. Einnig þykir mönnum kvíðvæn- leg sú tilhugsun að lagður verði á þorpsbúa 25 prósent aukaskattur en til þess er heimild í lögum þegar algert vandræðaástand skapast í fjármálum sveitarfélagsins. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð á Hofsósi fyrir skömmu og ræddi þar við sveitarstjóra Hofsóss- hrepps og stjómarformann Hrað- frystihússins. Einnig ræddi blaða- maður við nokkra menn úr þorpinu sem létu skoðanir sínar á stöðu hreppsins og frystihússins í ljós. Útgerð undirstaða atvinnu- lífs á Hofsósi Bjöm Níelsson sveitarstjóri sagði í samtali við blaðamann að hafnar- garðurinn sem endurnýjaður var, hefði skemmst mikið árið 1982, og ekki verið annað unnt en ráðast í endurbætur á honum. Hefði það ekki verið gert hefði smábátaútgerð á staðnum verið illmöguleg. Sveit- arfélagið borgaði 25 prósent af þessum viðgerðum, sem voru mjög kostnaðarsamar, ríkið borgaði 75 prósent en eigi að síður var kostnað- urinn við þetta umtalsverður. í kjöl- far þessara framkvæmda kom svo endumýjun á öllum skolpleiðslum í bænum. Sagði Bjöm að ástandið í þeim efnum hefði verið gersamlega óviðunandi. Að þessu loknu vom allar götur bæjarins malbikaðar, sem einnig var kostnaðarsöm fram- kvæmd. Bjöm gat þess að gatna- gerðargjöldin greiðist af íbúum Hofsóss, en þeir em 267 að tölu. Hann gat þess og að malbikun á veginum sem liggur í gegnum þorp- ið verði greidd af svokallaðri þétt- býlisvegagerð og komi því ekki á þorpsbúa að greiða þá framkvæmd. Verið er að endumýja vatnsleiðslu sem talið var mjög nauðsynlegt að ráðast í. Bjöm sagði að vatnsleysi hafi oft bagað þorpsbúa og frysti- húsið og einnig hefðu menn horft til þess að gamla vatnsleiðslan er úr asbesti sem er talið heilsuspill- andi efni. Að sögn Bjöms var það mikið rætt .í hreppsnefndinni hvort ráðast ætti í allar þessar fram- kvæmdir en það var að lyktum gert með samþykki allra sem í hreppsnefndinni eiga sæti. Á Hofs- ósi er kosið í hreppsnefnd óháð stjómmálaflokkum. Lán til fyrmefndra framkvæmda voru að sögn Bjöms tekin hjá Lána- sjóði íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnun. Á þessu tímabili hefur fjármagnskostnaður aukist gífurlega og það ásamt umfangi framkvæmdanna kvað Björn vera að sliga sveitarfélagið. Atvinnu- ástand á Hofsósi sagði Bjöm að hefði verið fremur slæmt að undan- fömu en vonir stæðu til að það yrði mun betra á næsta ári. Hrað- frystihúsið tæki þátt í hinum svo- kölluðu togaraskiptum og ætla má að frystihúsið muni af þeim sökum fá meira og jafnara hráefni. Hrað- frystihús' Hofsós er aðili að Útgerð- arfélagi Skagfirðinga að einum þriðja. Það félag hefur rekið þrjú skip og aflinn hefur skipst á þijú frystihús. Við togaraskiptin verða §órir ísfisktogarar að veiðum á vegum félagsins, kvótinn eykst sem því nemur og skipin munu leggja aflann inn í þijú hús eins og áður. Ennfremur sagði Björn að útgerð væri undirstaða atvinnulífs Hofsóss og svo þjónustan við sveitimar, en búskapur í grennd við Hofsós hefur mjög dregist saman undanfarin ár. „Útgerð stærsta bátsins, Hafborg- ar, hefur gengið mjög illa. Hann var áður í eigu Skagaskeljar hf. en er nú í eigu frystihússins. Þegar skelin í Skagafírði reyndist minni en gert var ráð fyrir þá vildu eigend- ur Skagaskeljar selja bátinn. Þegar málið kom fyrir hreppsnefnd í júlí 87, vildu menn hins vegar heldur halda bátnum í þorpinu. Réttast hefði þó verið að selja bátinn í ljósi þess að útgerð hans hefur gengið mjög illa,“ sagði Björn og bætti svo við:„ Eg tel rétt að fram komi í þessu sambandi að áður en af sam- einingu Skagaskeljar og frystihúss- ins varð, var ákveðið af hálfu for- ráðamanna félaganna að Fjárfest- ingarfélagið hf. væri fengið til að meta vægi hlutabréfa beggja fyrir- tækjanna." I framhaldi af viðtalinu við Björn Níelsson er rétt að geta fréttar sem birtist í nóv. sl. í Feyki. Þar segir að á framhaldsaðalfundi Hrað- ftystihússins á Hofsósi fyrir helgi hafí verið ákveðið að bjóða Kaup- félagi Skagfirðinga kaup á 14 millj- ónum og Útvegsfélagi samvinnu- manna sömuleiðis 14 miiljónum í 30 milljón króna hlutafjáraukningu í félaginu. Bæði þessi fyrirtæki höfðu áður lýst áhuga sínum og viðræður standa nú yfír við þau um hlutafjárkaupin. Verkalýðsfélagið Ársæll og nokkrir einstaklingar á Hofsósi ætla að kaupa 2 milljónir í hlutafjáraukningunni. Leitað var til Gísla Kristjánsson- ar framkvæmdastjóra til þess að fá fram hans sjónarmið hvað varðar sameiningu Skagaskeljar hf.og frystihússins. Gísli sagðist ekki sjá ástæðu til þess að svara neinu um þetta mál að sinni. Frystihúsið látið kaupa illá statt fyrirtæki Blaðamaður leitaði álits nokk- urra þorpsbúa sem hann hitti af tilviljun um málefni Hofsóshrepps og Hraðfrystihúss Hofsóss. Sigur- bjöm Magnússon er starfandi raf- virki á Hofsósi. Þegar blaðamaður spurði hann hveijum augum hann liti fjárhagserfiðleika Hofsóss- hrepps þá svaraði hann því til að samfara geysimiklum framkvæmd- um þá hefði komið upp sú staða að frystihúsið gæti ekki borgað sín gjöld til hreppsins, og þá væri ekki von að vel færi. Ástæðumar fyrir erfiðleikum frystihússins kvað hann vera að sínu mati, fyrir utan þann vanda sem frystiiðnaður í landinu stríddi nú við, m.a. þær að frysti- húsið hefði keypt nær gjaldþmta fyrirtæki, Skagaskel hf., í árslok 1987, og yfírtekið skuldir þess. í sambandi við þau kaup ræddu menn um að Bjöm Níelsson hreppsnefnd- armaður og núverandi sveitarstjóri og Gísli Kristjánsson oddviti og framkvæmdastjóri frystihússins, sem stofnuðu og ráku Skagaskel ásamt þriðja manni, hefðu borið hagsmuni frystihússins mjög fyrir borð þegar kaup þessi voru gerð. Sigurbjörn sagði að hreppsbúar hefðu flestir verið mjög andvígir þessum kaupum enda þá grunsemd- ir uppi um að Skagaskel hf. stæði afar illa. Fram að þeim tíma hefði frystihúsið staðið mjög vel að vígi. Hann kvað menn nú óttast að frysti- húsið geti ekki staðið undir kaupum á þeim fiski sem því kann að standa til boða þegar togaraskiptin verða. Hvað snertir framkvæmdir hreppsins þá kvað Sigurbjöm það óumdeilt að allt sem gert hafi ver- ið, hafi verið nauðsynlegt. Hvort hraði framkvæmdanna hefði þurft að vera slíkur sem raun bar vitni, væri annað mál. Allir hafí séð að framkvæmdir vom mjög miklar hins vegar fyndist fólki að hrepps- stjómin hefði ekki fylgst nægilega vel með hvað væri að gerast í fjár- málum sveitarfélagsins, fyrirhyggj- an hafí ekki verið nægileg. Þar teldu menn að yfirvöld hreppsins hefðu brugðist. Að endingu gat Sig- urbjöm þess að það hefði komið fólki í opna skjöldu þegar farið var fram á aðstoð félagsmálaráðuneytis og þorþsbúar hefðu fyrst heyrt þessi tíðindi í útvarpinu og orðið mikið um. Menn óttast 25 pró- senta aukaskatt Blaðamaður hitti að máli þijá aðra íbúa þorpsins, þá Jón Trygga Jökulsson, sem vinnur á skrifstofu Síldarfrysting' hafín á Höfíi í Hornafírði Höfn. DAGURINN í Fiskiðjuveri Kaup- félags Austur-Skaftfellinga byrj- ar yfirleitt klukkan átta en í ein- staka tilfellum er byrjað að vinna klukkan sex. Unnið er á laugar- dögum en ekki á sunnudögum. Vinnudagurinn í síldinni er þvi 10 stunda langur og stundum 12 stundir, því hætt er um kvöld- matarleytið. Stærstur hluti fryst- ingarinnar eru flök og heilfryst síld, en hvort tveggja fer að mestu á markað á Bretlandseyj- um. Heilfryst síld er þyngri en 300 grömm. Vinnslan er einföld, raðað er í pönnur og þeim komið beint í frost- ið. Það tekur 2,5 klukkstundir að frysta afurðina og frystigeta húss- ins er 50—60 tonn á dag. Þegar frysta síldin er komin í áfangastað í Bretlandi hefst vinnsla hennar í „kippers". Síldin er þídd Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Starfsstúlkur í Fiskiðjuveri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.