Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 57
%?/>l flafiMSftííd .0! ííU',j/Xlíí/O*J/. í ,ÍIIflAJ3HUÖHOtó MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 aa 57 arí. Stjórnandi Helgi Bragason. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Samverustund verður helg- uð undirbúningi jólanna. Börn úr sunnudagaskólanum sýna helgi- leik. Organisti Smári Olason. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Barna- samkoma í Stóru-Vogaskóla í dag, laugardag, kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sameiginleg fjölskylduguðsþjón- usta í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. Rútuferö frá safnaðarheimilinu kl. 10.45. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aðventu- samkoma fyrir börnin i umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragn- ars Karlssonar kl. 11. Aðventu- kvöld kl. 20.30. Kórsöngur, upp- lestur, einsöngur og almennur söngur. Jólalögin sungin með kór Keflavíkurkirkju, sem nýverið hefur gefið út plötu og verður hún til sölu í kirkjunni. Organistar og stjórnendur Siguróli Geirsson og Örn Falkner. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJ A: Sunnudaga- skóli verður kl. 11. Tveir góðir gest- ir koma frá Reykjavík í heimsókn. Munið Sunnudagaskólapóstinn. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRJA: Sunnudaga- skólinn verður í grunnskólanum í Sandgerði kl. 14. Tveir góðir gest- ir frá Reykjavík koma í heimsókn. Munið Sunnudagaskólapóstinn. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Messa kl. 14. Hjón úr hjónahreyfingunni ME koma í heimsókn ásamt börnum sínum. Samvera með þeim í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. Organisti Anna Guðmundsdóttir. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. KAPELLA NLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Aðventusam- koma kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Sr. Tómas Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknarprestur. EYRARB AKKAKIRKJ A: Barna- messa kl. 10.30. Sóknarprestur. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Aðventuhátíð kl. 20.30. Kórar Leir- ár- og Saurbæjarsókna syngja. Ragna Kristmundsdóttir syngur einsöng. Börn flytja helgileik. Snorri Þorsteinsson flytur ræðu. Einnig upplestur og samleikur á flautu. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Síðasta almenna guðsþjónustan fyrir jól. Mánudagur: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 17.30. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPREST AKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10. Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Altarisganga. Sóknarprestur. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI Úr myndinni Apaspil, sem sýnd er í Háskólabíói. BESTIVINUR MANNSINS Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Apaspil („Monkey Shines"). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri og hand- ritshöfixndur: George A. Romero. Byggð á samnefndri skáldsögu Michael Stewarts. Framleiðandi: Charles Evans. Kvikmyndataka: James A. Contner. Tónlist: David Shire. Helstu hlutverk: Jason Beghe, John Pankow, Kate McNeil og Joice Van Patten. Orion. 1988. George A. Romero hefur gert ansi magnaðan hrylli úr vináttu manns og apa í nýjustu mynd sinni, Apaspili „Monkey Shines"), sem sýnd er í Háskólabíói. Þessum meistara B-myndarinnar hefur tek- ist að skapa mjög raunverulega, sannfærandi og á endanum raf- magnaða spennu með frjálslegum vísindaskáldskap, hraðri frásögn og glettilega kaldhæðnislegum húmor hinna bestu B-mynda. Og Apaspil er með þeim bestu. Romero hittir næstum alltaf á réttar nótur í henni og það truflar ekkert þótt þær hljómi einstaka sinnum falskt. Það getur verið viðkunnanlegt þegar Romero er annars vegar. Apaspil segir frá hinum ítur- vaxna Allan sem fer út að skokka einn daginn og kemur heim mörg- um mánuðum seinna af spítala, lamaður frá hálsi og niður úr, eftir að hafa orðið fyrir bíl á skokki sínu. „Núna færð þú öll bestu bfla- stæðin," eru huggunarorð vinar hans. Það er ekki félegur söfnuður- inn í kringum Allan; hjúkrunarkon- an, sem á að hugsa um hann heima, hugsar meira um páfagaukinn sinn; mamma Allans er stútfull af falskri móðurást og gervivorkunnsemi; konan hans stingur af með læknin- um hans og svo kemst Allan að því að læknirinn hefði getað komið í veg fyrir lömunina með svolítið meiri vandvirkni. Ekki nema von að Allan sé stund- um við það að springa í hjólastóln- um, en hann getur lítið gerL Það breytist harkalega þegar hann fær nýjan vin, lítinn, krúttlegan apa, sem þjálfaður hefur verið til að vera fjölfotluðum innan handar. Ella heitir apinn og er eins og besta vinnukona, þrífur glugganá, dustar af rykið, setur spólu í tækið, hring- ir í símann. Þau verða mjög náin, • Allan og Ella, það myndast sérstakt samband á milli þeirra, svo ef Allan t.d. hugsar einhveijum þegjandi þörfina í vanmáttugri reiði, sér Ella um framkvæmdina. AUan er alls ekki hrifínn af því en Ella er mjög leikin morðingi. Að fráslepptum B-vísindum — Ella er sérstaklega grðindur api af því vinur Allans er vísindamaður sem sprautað hefur í hana soðnum mannsheila, B-brellum, þrumur og eldingar í lokaatriðinu og B-Ieik, Romero hefur aldrei verið léikstjóri leikaranna, stendur éftir fyrsta flokks skemmtun og háspenna, sem fær þig til að grípa eftir öryggis- beltinu í sætinu. Handritið er vel gert, persónumar eru mjög skýrt dregnar og skemmtilega gerðar, allt frá eiturfúlli hjúkkunni og slepjulegum lækninum til apans Ellu, stjömu myndarinnar, sem er kannski vorkunnsamasta persónan af þeim öllum, því illvirki hennar eru aðeins misskilin góðverk. Ert þú í húsgagnaleit Ný sending Borstofuhúsgögn úreik og kirsuberjavið. Borð, 6 stólar, skenkur og glerskápur. A.llt þctta aðeina kr. 205.000,- stgr. Líttu í gluggann um helgina. VALHÚSGÖGN ÁRMÚLA 8. SlMI 82275 Happdrætti Dregið hefur verið í merkjasöluhappdrætti Blindra- vinafélags íslands, sem var 15. og 16. okt. sl. Vinningsnúmer eru þessi: 16991 -3855-19770 - 23325 - 19970 -13183-5121-2823 Vinninga má vitja í skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti 16, Reykjavík. Biindravinaféiag íslands. Við minnum á okkar vinsælu brúðukörfur ásamt ýmsum öðrum körfum, sem eru góð jólagjöf. ERT ÞU IVANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæöar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum. ’ 1 y‘y|í,y,• V luiaioill I IC záÉ^KRÝSUVÍ! KURSAMTOKIN DEMANTSSKART Á VERÐI FYRIR ALLA iión SipunilsGon Skorlpripaverzlun LAUCAVECI 3 • SIMI 13383 0 0 íar er hljómplata SIGURÐAR BRAGASONAR, söngvara FÆST í ÖLLUM HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.