Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 í pontu var komínn Jón Arnason læknir Kafli úr Skuggaboxi Þórarins Eldjárns Þórarinn Eldjárn hefiir sent frá sér skáldsögu, sem nefiiist „Skuggabox“. Utgefandi er Gullbringa. Hér á eftir birtist kafli úr bókinni, sem höfimdur segir að sé nokkuð heilleg smásaga. í pontu var kominn Jón Ámason læknir sem hingað til hafði ekki lagt neitt til þessara mála. Elvis Bjömsson þjóðfræðingur kveikti á segulbandstæki sínu. Þaðan er eft- irfarandi frásögn Jóns fengin, nema hvað sleppt er orðasambandinu „nema hvað“ sem Jón hafði ófrávíkjanlega fremst í hverri setn- ingu í öllum frásögnum sínum. Þó hér sé vissulega um að ræða mjög snaran þátt í frásagnartækni Jóns læknis, verður hinu varla neitað að umræddur málkækur hlyti að þykja mjög hvimleiður til lengdar á prenti. — Víðavangi segirðu. Þá dettur mér eitt í hug. (Bandið fer af stað.) Það var um áramótin í fyrra, ekki ósvipað, sama reynsla. (Nema hvað ... o.s.frv. sleppt í framhald- inu, skv. umtali.) Eg var á vakt alveg fram undir klukkan ellefu á gamlárskvöld, en laus eftir það. Eg var einhvem veginn ekki í stuði til að taka hús á neinum sem ég þekkti, fannst ég svona vera búinn að missa af lestinni og ákvað því að gera eitthvað nýtt. Og fæ þá hugmynd að skella mér bara á Víða- vang, þar sem ég hafði aldrei kom- ið og sjá hvort þar væri ekki eitt- hvað að hafa. Eitthvað holdlegt. Þetta _var á spontantímabilinu hjá mér. Eg gat varla fengið hugmynd án þess mér fyndist hún vera bend- ing. Þannig að áður en ég veit af er ég búinn að koma við heima og á leið á Víðavang, nýbaðaður og í mínu fínasta pússi. Ég er mættur á staðinn þarna rétt fyrir miðnætti og verð strax dálítið hissa við innganginn að sjá ekki fleira fólk. En ég keypti mig inn, borgaði þama fyrir einhvem mat og fleira sem var innifalið í þessum svokallaða áramótadans- leik. Ég rölti svo niður í fatahengið með frakkann minn. Ég kíkka að- eins yfir staðinn og sé þá að þetta virðist vera rétt, það er bara enginn mættur nema ég. Mér fannst þetta náttúrlega andskoti klént, en helli mér á barinn og panta mér einfald- an svartrússa og kvarta um leið yfir þessu við þjóninn. Hann svarar bara að klukkan sé ekki alveg orð- in tólf, fólk vilji yfírleitt vera heima fram að því og það sé eins víst að allt eigi eftir að fyllast á svipstundu upg úr miðnætti. Ég var nú satt að segja ekki trú- aður á það, en ákveð þó að doka aðeins, gefa þessu séns, enda nýbú- inn að fjárfesta í þessum fjandans miða hvort sem mér líkaði betur eða ver. Ég hugsaði mér þá, að ég gæti að minnsta kosti gleypt í mig matinn og farið svo eitthvað annað. Ég fór því bara að svipast um eftir góðum stað og fann mér borð þar sem ég taldi leiðir skerast og virtust fjölfömustu gatnamótin í húsinu. Þetta var þrælstrategískur punktur og gæfi mér færi á að skoða vel allan kvenpening sem ætti vonandi eftir að mæta til leiks. Ég kallaði á þjóninn og pantaði matinn og bara glas af rauðvíni hússins. Hann kom og færði mér þetta á stundinni. Um leið sló klukkan tólf og það er þá reyndar bara eins og við manninn mælt að það fyllist allt af fólki á ótrúlega skömmum tíma. Það var bókstaflega eins og sumt af þvi hefði sprottið upp úr gólfinu. Og það reyndist vera staðreynd, eins og margir höfðu áður sagt mér, ég þekkti ekki einn einasta kjaft. Það var dálítið einkennileg tilfinning satt að segja að sitja þama svona þægilega aleinn og óþekktur í kösinni, en heyra samt íslensku talaða alstaðar í kringum sig. Það vakti líka athygli mína hversu glæsilegt allt þetta fólk var og vel búið. Og það skal ég segja ykkur dagsatt að annað eins kven- val hef ég aldrei séð samankomið á einum stað, hvorki fyrr né síðar. Þær voru svo fagrar og svo margar að ég fór eiginlega að sjá eftir að hafa sest þama, það var ekki nokk- ur leið að velja. Fólkið þyrptist til sæta, það var kátt og lífsglatt og virtist mjög vin- gjarnlegt í viðmóti. Áður en ég veit af er komið fólk að borðinu mínu og biður leyfis um að mega fá sér sæti, sem ég auðvitað góðfúslega veitti á samri stundu. Þetta voru hjón að því er mér virtist, mjög myndarlegt fólk á besta aldri og með þeim var dóttir þeirra sýndist mér, og sá ég brátt að væri yfir- leitt nokkur vegur að raga úr kven- vali staðarins þá var hún sú alguð- dómlegasta í allri þessari dýrð. Ekki er að orðlengja það að strax koma þjónar á vettvang, ég kannað- ist reyndar ekki við svipinn á nein- um þeirra heldur, en þeir byrja á því að ýta burt diski mínum og glös- um nær ósnertum af mér. Ungþjónn tekur þetta á bakka og getur ekki alveg leynt nokkrum viðbjóði í handaburði og nasavængjum. Æðri þjónn biður hann að skreppa fram fyrir og fleygja þessu. Ég ætlaði að mótmæla, en hafði eiginlega ekki ráðrúm til þess því borðið fyllt- ist af kræsingum og áður en hendi væri veifað var ég kominn með nýjan disk og ný glös. Nú upphefst þama einhver dýr- legasti mannfagnaður sem ég hef í komið. Maturinn virtist allur úr jurtaríkinu og ég hef aldrei bragðað neitt í líkingu við hann. Veigarnar voru guðdómlegar, hvorki áfengar né óáfengar, heldur eitthvað eitt enn sem ég get engan veginn lýst með orðum. Þannig líður borðhaldið í glaðværð og ljúfri löð og við und- urfagra tóna sem bárust frá hljóm- sveit sem allt í einu hafði eins og kraftbirst á sviðinu. Ekki kannaðist ég heldur við neinn í þeirri sveit. Gunni og Bjöggi höfðu átt að vera þama, en þetta voru svo sannarlega ekki þeir, að þeim þó alveg ólöstuð- um. Hljóðfærin vom mörg hver með öðru sniði en ég hef áður séð, eink- um vakti þama athygli mína snill- ingur einn ungur sem lék á hljóð- færi sem líktist einna helst raf- magnslangspili ef það væri til. Músík þessi minnti um sumt á veig- arnar, það var eins og hún væri samin og hugsuð út frá einhverjum enn einum kosti, einhveiju sem ekki hefði átt að vera til. Ég hef aldrei heyrt aðra eins ódáinstóna Þórarinn Eldjárn og finn að ég er næstum eins og í leiðslu. Ég átta mig allt í einu á því að fólkið er farið að stíga dans. Ég hef aldrei dansmaður verið, en nú bregður svo við að ég horfi sem hugfanginn á. Hjónin við borðið hjá mér stigu í dansinn og um leið varð mér litið á dótturina og fann það bara eins og ekkert væri að mér væri ætluð hún. Ég bauð henni upp og svo liðum við saman í þessum ljúfa dansi út á gólfið. Ég dansaði alveg til jafns við hvem annan, það var eins og mér væri gefinn ein- hver máttur og kunnátta sem ég hafði ekki búið yfír fram til þess. Ég dansaði við dótturina það sem eftir lifði balls. Hún vafði sig utan um mig eins og vafningsviður og hvíslaði ástarorðum í eyru mér. Svo var fagnaðinum lokið og fólk tók að þyrpast heim. Stúlkan mín bað mig fylgja sér heim. Ég sótti yfirhafnir okkar í fatahengið og saman gengum við út í nýjársnótt- ina. Ég fann bílinn minn og við sett- umst upp í. Hún nefndi heimilisfang sem ég kannaðist bara ekkert við, en ég lét ekkert á því bera, til að ég þyrfti ekki að særa hennar heimaslóðir en sagðist í staðinn ekki vera flinkur að rata út úr þessu hverfí. Hún kvaðst mundu leiðbeina mér jafnóðum. Það gerði hún skammlaust, sagði vinstri hér og hægri hér og upp þarna og beint áfram og loks vissi ég ekkert hvert við vorum að fara, fannst helst að við værum búin að fara marga hringi og komin út af alfaraleið. Hér er það, sagði hún svo allt í einu og ég stansaði bílinn og við stigum út. Myrkrið var svo mikið að ég sá ekki handa minna skil, en hún leiddi mig og virtist feta troðna slóð hvergi bangin. Hvemig sem á því gat staðið vorum við svo allt í einu komin inn í íbúðina hennar, bjarta og fagra. Ég ætla ekki að reyna að lýsa fyrir ykkur því sem nú fór í hönd, þið mynduð hvort sem er aldrei trúa mér, en ég læt mér nægja að segja að þarna fékk ég að reyna mestu sælu lífs míns. Þið megið alveg hlæja og ásaka mig um púerílar fantasíur, sama er mér, ég veit hvað ég lifði þarna og það nægir mér takk fyrir. Við lékum langa hríð og sofnuð- um svo loks í faðmlögum þreytt og sæl, allar hlustir úthvíslaðar af ást- arorðum. Næst vissi ég af mér klukkan rúmlega átta á nýjársmorgun. Þá vakna ég við að lögregluþjónar opna dymar á bílnum mínum og byija að hrista mig óþyrmilega þar sem ég sit undir stýri. Bíllinn stóð utan vegar á eyðilegu holti, en byggð greindi ég óljóst í fjarska. Það varð fátt um svör hjá mér þegar þjónarnir fóm að þýfga mig um hvað ég væri að gera þarna, ég vissi ósköp vel að þetta leit ekki vel út. Þeir vom handvissir um að ég væri kengfullur og létu mig blása í hveija blöðmna á fætur annarri, en þær sýndu auðvitað ekki neitt og á endanum urðu þeir að sleppa mér, með semingi þó. En auðvitað var ekkert ólöglegt við það að halla sér í sínum eigin bfl, jafnvel þó á nýjársnótt væri. Ég ók heim og hafði löggubflinn í humáttinni á eftir mér alla leið. Það var eins og þeir gætu ekki sætt sig almennilega við að finna ekki einhvern flöt á fólsku minni. Ég skreiddist beint í rúmið, sæll en örþreyttur, ég hafði áreiðanlega ekki verið búinn að sofa lengi í bílnum þegar þeir komu. Ég vaknaði einhvern tíma um miðjan dag og fór þá auðvitað strax að hugsa um þessa ljúfu atburði og þessa yndislegu konu, mig lang- aði ósegjanlega mikið til að hitta hana aftur. Eg ilmaði af henni og tímdi varla að fara í sturtu. Maður- inn er þefdýr. Þá fyrst áttaði ég mig á því að ég vissi ekki einu sinni hvað hún hét né yfirleitt nokkuð hver hún var. Einhvern veginn hafði ég þó á tilfinningunni að allt þetta fólk sem var þarna á Víðavangi heyrði á einhvem hátt saman, mér fannst liggja í loftinu að þetta væri einhvers konar félagsskapur eða samtök. Fatnaður sýndur í Gallerí Grjóti Úppákoma verður í Gallerí Grjóti, Skólavörðustíg 4a, laug- ardaginn 10. de8ember kl. 17. Þar verður sýndur fatnaður á böm og unglinga á aldrinum 4—16 ára ásamt leðurfatnaði á unga menn. Fötin eru hönnuð af Ingi- björgu Þ. Gestsdóttur, sem hefur nýlega lokið námi í fatahönnun í Kaupmannahöfn. Karlmannafatnaðurinn var hann- aður fyrir tískusýningu sem haldin var sl. sumar í Falkoner Center í Kaupmannahöfn. Bama- og ungl- ingafatnaðurinn er unninn fyrir þessa sýningu. Ingibjörg notar gjarnan leður við hönnun sína og í barna- og ungl- ingafatnaðinn notar hún að hluta til leður frá Iðnaðardeild Sambands- ins á Akureyri. Sýning á fötum, sem hönnuð eru af Ingibjörgu Gestsdóttur, verð- ur í Gallerí Gijóti á laugardag. Skeyti frá loðniisjómönimm: Fimm stórhveli í nótínni LOÐNUSJÓMENN hafa nú af því miklar áhyggjur hve ágangur stórhvela á loðnumiðunum er orðinn mikill. Vegna þessa hafa skipstjórar 39 skipa sent skeyti til fjölmiðla þar sem þeir vekja athygli á ástandinu og því tjóni, sem hvalirnir valda. Skeytið fer hér í heild ásamt nöfnum þeirra, sem undir það skrifa: „Skipstjórar á loðnuveiðiskipum vilja vekja athygli á því ógnvæn- lega ástandi, sem hefur verið á loðnumiðunum í haust og vetur vegna mikils ágangs stórhvela á loðnumiðunum. Undanfarin ár hefur orðið vart við vaxandi fjölda hvala, sem fylgja loðnugöngunum frá Vestíjörðum og austur fyrir land. Verst hefur ástandið verið síðastliðna viku. Þessi fjölgun stórhvela á miðun- um hefur valdið loðnuveiðiskipun- um miklum erfiðleikum. Bátar hafa þurft að hætta veiðum tíma- bundið og oft eru allt að fimm hvalir í nótinni eftir kast. Ef stór- liíiimn Iiii!liiii4ilii!'ii ii hvelin Ienda í nótinni ráðast þau á nótina og rífa úr henni stór stykki, þegar þau bijótast út. Tölu- vert veiðarfæratjón og veiðitap hefur hlotist af þessum sökum og bátar orðið að sigla í land með rifnar nætur og lítinn afla. Ein loðnunót kostar um 20 milljónir króna og fást slík tjón ekki bætt af tryggingarfélögunum. Ef ágangur stórhvelanna vex getur farið svo að hætta verði veiðum um tíma.“ Þorsteinn Erlingsson Erling KE Maron Bjömsson Guðmundur Ólafur OF Hinrik Þórarinsson Daíffari ÞH Jón Eyfjörð Harpa RE Grétar Rögnvaldsson Jón Kjartansson SU Lárus Grímsson Hilmir II SU Í-8:* h í t* **■-*.•* & 4 Reynir Jóhannsson Vfkurberg GK Bjarni Gunnarsson Hólmaborg SU Aðalgeir Bjarnason Björg Jónsdóttir ÞH Gísli Runólfsson Bjami Ólafsson ÁR Kristján Ámason Sigurður RE ísak Valdimarsson Guðrún Þorkelsdóttir SU Magnús Þorvaldsson Sunnubeg GK Guðm. Garðarsson SjávarborgGK GunnarGunnarsson SvanurRE Jónas Hrólfsson Júpiter RE Pétur Sœmundsson Þórshamar GK Hákon Magnússon Húnaröst ÁR PéturGuðjónsson VaðlabergGK Grímur Jón Grímsson Guðmundur VE Geir Garðarsson Helga II Sævar Þórarinsson AlbertGK Bjami Bjamason Súlan EA Marteinn Einarsson Höfrungur AK EinarGuðmundsson Keflvíkingur KE Hörður Bjömsson Þórður Jónasson EA Sigurður Kristjónsson Skarðsvík SH Wiíliard Ólason GrindvíkingurGK Sævald Pálsson Bergur VE Ingvi Einarsson Fífill HF Eyjólfur Guðjónsson Gullberg VE GunnlaugurJónsson JónFinnsonRE Eggert Þorfmnsson Hilmir SU Sigurður Sigurðsson Öm KE Helgi Valdimarsson BörkurNK Siguijón Valdimarsson Beitir NK Guðm. I. Guðmundsson Huginn VE Guðm. Sveinbjöm8son Sighvatur Bjarnason VE Ólafur Einarsson Kap II ■ . i s «í-m k i & j i * «i g t i iá ts-iítí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.