Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 13

Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 13
) MORpVN.BLAjjIЄ LAjUGARlMGUR, JO, DESEMBRR ,1988 13 Selfoss: Framkvæmdir hafiiar við gerð þyrlupalls við sjúkrahúsið Selfossi. FRAMKVÆMDIR eru liafnar við gerð þyrlupalls við Sjúkrahús Suðurlands. í fyrsta áfanga verð- ur skipt um jarðveg í veginum að pallinum og undir honum. Verkið er unnið á vegum og að frumkvæði almannavarnanefnd- ar Selfoss og nágrennis og verð- ur eins og kostur er unnið i sjálf- boðinni vinnu fyrirtækja og ein- staklinga. Formaður almannavamanefnd- ar, Karl Björnsson bæjarstjóri, hef- ur skrifað fyrirtækjum og kannað hvort þau eru tilbúin að taka að sér verkþætti við pallinn eða láta í té efni. Jarðvegsvinna hófst mánudaginn 5. desember og er það Vélgrafan hf. á Selfossi sem gefur þann þátt verksins. Verkfræðistofa Suður- lands annast mælingar án endur- gjalds. Fossvélar hf. munu gefa efni og eigendur námanna fella nið- ur námugjöldin. Þá hefur þess verið farið á leit við vörubílstjórafélagið Mjölni að það gefi afslátt á efnis- flutningum. Þyrlupallurinn var teiknaður um leið og annar áfangi Sjúkrahúss Suðurlands. Það hefur verið til umræðu undanfarin ár að hefjast Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Guðbjörnsson tæknifræðingur Selfossbæjar, ritari nefiidarinnar, Eg^gert Vigfússon slökkvistjóri, varaformaður, Karl Björnsson bæjar- stjóri, formaður almannavarnanefndar, og Jón Pétur Guðmundsson ýtustjóri hjá Vélgröfúnni hf. handa og að sögn Karls Bjömsson- ar bæjarstjóra, formanns almanna- varnanefndar, hafa komið upp slysatilfelli þar sem nýta hefði mátt þyrluþjónustu Landhelgisgæslunn- ar meira en gert hefur verið. Þá sagði Karl að pallurinn væri nauð- synlegur öryggisþáttur ef stórslys yrðu en í áætlunum almannavama er gert ráð fyrir þeim möguleika að flytja fólk á brótt með þyrlu., — Sig. Jóns. Tæknibylting + ný hönnun 35% verðlækkun • tworimer • hágæða úr fjölnotaúr á ótrúlegu • sportur vprði • spariúr ver01 Fæst hjá úrsmiðum um allt land Paskval Dvarte og hyski hans eftir eittvirtasta skáld Spánverja, Camilo Jose Cela, hefur náð meiri útbreiðslu erlendis en nokkur önnur spænsk bók að Don Kikota einum undanskildum. Hér er fjallað um ævi ógæfumannsins Paskvals Dvarte sem á í stöðugri baráttu við umhverfi sitt og eigið innræti. Pýðandi bókarinnar, Kristinn R. Ólafsson, er löngu landskunnur fyrir fréttapistla sína frá Spáni. Veisla í farángrinura er skáldverk með minningablæ frá þeim árum er höfundurinn, Ernest Hemingway, dvaldist í París á þriðja tug aldarinnar. Hér leggja tvö Nóbelsskáld hönd á plóginn því Haildór Laxness íslenskar bókina af aikunnri stílleikni. Bókin kom iyrst út á íslensku í byrjun sjöunda áratugarins en hefur nú verið ófáanleg í yflr tuttugu ár. VAK4tS HELGAFELL Síöumúla 29 • Sími 6-88-300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.