Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 24
24 m>.i HHHMHæaa .ot Mti;)Aa5íÁniiAJ aiaAjaniiDHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Áttaskynið þarf að vera í lagi Rætt við Jóhönnu Kristjóns- dóttur rithöfund og blaðamann Það er af sú tíð að íslendingar eigi ekki annars kost en ferðast inni í stofii hjá sér. Nú geta þeir sem döngun er i farið víða og þeir eru afskaplega margir sem notfæra sér það. Um það vitnar gott gengi ferðaskrifstofa hér á landi. Forvitni virðist flestu fólki í blóð borin svo þegar maður hefur svalað sárustu forvitninni í næsta nágrenni sínu þá liggur leiðin út í heim til frekari fróð- leikssvölunar. Þó Islendingar ferðist nú mikið er því samt ekki þannig farið að allir haldi á vit mikilla æfintýra., Þeir sem ferð- ast undir verndarvæng leiðsögumanna hafa miklu minni mögu- leika á að lenda í einhveiju mjög óvenjulegu, það segir sig sjálft. En allur þorri fólks er heldur ekki að leita slíkt uppi. Miklu frem- ur vill fólk sjá svona mátulega mikið og hafa það svo notalegt og þeir sem óska hvíldar í utanlandsferðum vilja vafalaust ekki sjá nein ógnvænleg æfintýr. En svo höfiim við meðal okkur nokkra arftaka Jóns Indiafara og Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður er ein af þeim. Hún hefiir nú gefið út bók um hinar ýmsu ferðir sinar til alls kyns landa sem við hin höfum kannski í mesta langi heyrt um i f réttum en aldrei dottið í hug að leggja á okk- ur langar ferðir til. Ég átti stutt spjall við Jóhönnu um ferðir hennar og aðdraganda þeirra. Hún sagði mér að sín ferðalög hæfust um leið og hug- mynd smeygir sér inn í undirmeð- vitundina. „Hugmyndimar fæðast af ólíklegustu tilefnum," sagði Jóhanna. „Það þarf ekki annað en t.d. að eitthvað framandlegt land komi fyrir í frétt sem ég er að skrifa eða að ég sjí ókunnugt nafn í bók, á ákveðinni stundu er maður móttækilegur fyrir ein- hveiju sérstöku. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað það er sem ræð- ur. Ég hef t.d. milljón sinnum skrifað fréttir um Moskvu en samt hefur mig aldrei langað þangað. Svo hefur komið fyrir að ég hafi einu sinni séð bregða fyrir nafni á landi eins og t.d. Djibuti í Afríku og skyndilega fæðist löngun til þess að komast að hvers konar land þetta er, hvemig fólk býr þar og hvað það er að gera og hugsa. En sagan er ekki öll sögð þar með. Héðan er miklu erfiðara að komast í ferðalög sem eru ekki innan hins þrönga hefð- bundna ramma sem ferðaskrif- stofumar setja okkur, heldur en ef maður byggi í Bretlandi eða á öðmm Norðurlöndum. Þetta er einkum og sérí lagi vegna allra þeirra formsatriða sem uppfylla þarf. Vegabréfsáritun getur verið meiriháttar mál. Fýrir kemur að það tekur langan tfma að bíða eftir slíkri áritun. Undirbúningur fyrir ferð felst í mörgu. Það hefur valdið mér erfíðleikum hve oft er erfitt að afla sér fróðleiks um það lands sem ferðinni er heitið til. Það er ekki hálft gaman að fara nema maður viti eitthvað í hausinn á sér. Hér er hins vegar oft ekki feitan gölt að flá í þeim efnum. Svo má ekki gleyma að það þarf að vökva peningatréið. Það er dýrt að ferðast og það setur manni skorður. Af stað kemst maður þó alltaf eftir 'mismunandi langan undirbúningstíma. Ég hef smám saman komist uppá að hafa meira gaman af að ferðast ein. Að vera einn á ferð býður uppá miklu meiri möguleika til að nálgast fólk í hinu framandi landi. Þá er manni stundum boðið inn á duggulítil heimili og lendir í alls kyns samræðum. Stundum eru þær samræður nánast á fíngra- máli en m aður sér þó hvemig fólkið lifír og hvað það hefur í kringum sig. Það er ótrúlegt hvað maður getur fræðst í samræðum sem fram fara með bendingum, brosum og hneigingum, fyrir svo utan hvað siíkar samræður geta verið skemmtilegar og leitt til alls kyns óvenjulegra hluta." Ég hef hlustað andugtug á frá- sögn Jóhönnu fram að þessu en nú get ég ekki varist því að hugsa um að það hljóti þó stundum að vera erfitt fyrir konu að ferðast ein, þó aldrei nema maður sé mjög flinkur í fingramáli. Hveijir skyldu vera gallamir við þennan ferðamáta? Nú hikar Jóhanna töluverða stund en segir svo: „Áður fyrri komu oft þær stundir að ég var einmana á kvöldin, það kemur fyrir alla. Þá skorti tilfínnanlega einvhem til þess að deila með upplifunum hvers dags. Það getur verið ótrúlega vond tilfínning. Ég er ekki laus við hana enn í dag, hún kemur stöku sinnum. En ég er miklu færari um að losa mig við þessa tilfinningu með því t.d. að skrifa í dagbókina og tala við sjálfa mig. Ég viðurkenni að ég skrafa við sjálfa mig á slíkum stundum og fer þá skemmta mér ágætlega. Stundum fer ég bara út að ganga ef það er hægt. Stundum er útgöngubann og stór- hættulegt að þvælast um á kvöld- in. En það er mikill misskilningur að það ér yfírleitt hættulegt að vera á ferli á kvöldin t.d. í Araba- löndunum. Það em engin lönd ömggari í þeim efnum. Oft sest ég inn á kaffihús í slíkum tilvikum og tek fólk tali og þá er einsemd- artilfínningin gufuð upp áður en við er litið. Jóhanna og jemenskur aðdáandi Þó ég sé blaðamaður þá er ég hreint ekki alltaf í erindum fyrir blaðið í ferðum mínum. En þó maður ætli í frí þá vill það nú fara svo að blaðamaður kemur upp í mér við allskyns kringum- staeður. Ég get ekki almennilega skilgreint hvar blaðamaðurinn endar og ferðalangurinn tekur við í mér. Þessir tveir nánast þrýsta sér hvor að öðmm. Þessi sammni hugnast mér afskaplega vel en hann er ekki beinlínis meðvitaður. Það hjálpar mér hins vegar á ferð- um mínum að vera blaðamaður vegna þess að víða í þessum ijar- lægu löndum er litið upp til blaða- manna, þeir em „in“. Það hjálpar líka að vera frá Islandi, jafnvel þó fólk hafí aldrei heyrt landið nefnt. Fólk verður forvitið og það horfír á mann öðmvísi en ef mað- ur segði að maður væri frá Þýska- landi eða Bandaríkjunum. Oft er gaman að heyra hvaða hugmynd- ir þetta framandi fólk gerir sér um Island. Núna á allra síðustu ámm virðast allir t.d. kannast við Hófi og margir, sérstaklega í blaðamannastétt, kannast við þorskastríðið og hvað við eigum góða skákmenn. Eldgosið í Vest- mannaeyjum er líka á margra vit- orði." í formála bókar Jóhönnu, Ffla- dans og framandi fólk, segir hún einlæglega frá öllu því sem hana langaði til áð verða þegar hún yrði stór. Það fór nú svona og svona með þá drauma en eftir stendur það að mann gmnar að dóttir hennar hafi kannski eitt- hvað til síns máls þegar hún reyn- ir að skilgreina hvað reki móður hennar sífellt á vit framandi landa. Dóttirin hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé f móð- urinni einhver bamsleg þörf fyrir að fara inn í æfintýraheim. En er það svo? „Ég get fallist á þessa skýringu að nokkra leyti," segir Jóhanna. „Hinsvegar er þetta ekki bara að fara inn í æfíntýraheim, þetta er ekki allt smjör og ijómi. Maður getur ekki bara farið í ferðalög á þessa staði og verið í rómantískum æfintýraleik. Þessi lönd em þannig að maður verður að hafa áttaskynið í lagi og standa með báða fætur á jörðinni, en misfast, standa fast í annan en tylla hinum svolítið inn í æfíntýra- heiminn." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Líf á landsbyggðinni eftir Jóhönnu A. Steingrímsdóttur Nú skammdegið á skuggavængjum fer um skrautlýst torg, um útnes, fjöll og höf neista innst í barmi sér það ber hin björtu jól, þá dýru ljóssins gjöf, mannkyn fagnar þeim við glaum og glys en gleymir oftast nær að tendra blys í hjarta sér... Aðventa — þetta orð hefur sér- stakan hljóm í eyrum bama og full- orðinna. Bömum vekur aðventa eftir- væntingu og óþreyju, fullorðnu fólki vekur aðventan að vísu einnig eftir- væntingu, þessa sérstöku tilfinn- ingu sem fylgir undirbúningi jóla- hátíðar, en aðventan vekur þó kannski fyrst og fremst minningar frá bemskudögum. Að vissu leyti hverfa menn aftur til æsku sinnar þessa daga, hafa galsafengna skemmtun af jóla- sveinum, Grýlu og Leppalúða, þess- um þjóðsagnaveram sem vakna til lífsins árvisst á jólafostunni, en full- orðna fólkið horfíreinnig með bljúg- um hug á kertaljósin og nýtur ljóma þeirra og kyrrðar. Uti á landsbyggðinni em kerta- ljós aðalsmerki aðventu, þá er á flestum heimilum kveikt á kertum hvem dag eftir að skyggja fer og gjama notaðir kertisstúfar frá síðustu jólum og látnir brenna niður í stjakana. Fyrsta sunnudag í aðventu er víðast hvar gerður aðventukrans og aðventuljós sett í glugga, að- ventukransinn er gjama skreyttur með lyngi og eini sem tínt er úti um holt og móa, afgangur af einin- um er síðan notaður sem reýkelsi og hér um slóðir talin hin eina sanna jólalykt. Aðventukrans og aðventu- ljós, sem heita má orðinn fastur siður hér á landi í tilhaldi aðventu, erlendur að vísu, en þetta er fal- legur siður, ekkert mælir á móti því að við tileinkum okkur það sem er gott og fagurt þó erlent sé ef við kunnúm að velja og hafna, en eltum ekki eins og sugukálfar hvern hala sem dinglar fyrir augum okk- ar. Við eigum margt gott sem mnn- ið er frá öðm upphafí en okkar eig- in og auðvitað emm við hluti af alheiminum og menningu hans þó að við viljum halda því sem sér- stætt er í okkar menningu og meg- um ekki glata því, ef okkur á að takast að halda sérstöðu okkar sem sjálfstæð þjóð. Kona ein hér í ná- grenninu var að gera aðventukrans, þegar hún hafði fest kertin og skreytt kransinn svo sem henni þótt hæfa lyfti hún honum upp og sagði við manninn sinn: „Er hann ekki fallegur?" „Þetta er útlendur siður," svaraði hann. Konan var skjót til svars: „Ekki var Kristur íslenskur." Þama em sannindin, það er ekki sjálfstæði að hafna samfélagi, heldur að kunna að velja og hafna. En kunn- um við það? Gamlir spádómar segja að heim- urinn eigi eftir að ganga í gegn um nær gereyðingu lífs og að frá ís- landi komi sú stefna sem tryggi fríð á jörðu. Ósköp fínnst mér það ólíklegt að við eigum eftir að leiðbeina veröld- inni þar sem við getum ekki einu sinni stjómað sjálfum okkur svo vel sé. En maður skyldi aldrei segja aldrei, böm eiga eftir að fæðast og vaxa upp, kannski ná þau meiri þroska en sú kynslóð sem nú bygg- ir landið okkar. Uti á landsbyggðinni er aðventan friðsæll og góður tími þó að bænd- ur verði að sinna búum sínum alla daga. Sveitabær er eins og lítil eyja í hafi skammdegjsmyrkursins þar sem íbúamir hafa, í'flestum tilfell- um, sama vinnustað og setjast sam- an að borði og við allar máltíðir og þá em rædd þjóðmál og dægurmál og nýjustu fréttir utan lands og innan. í auknum mæli verða þó all- ir íbúar sveitanna að sækja vinnu utan heimilis vegna samdráttar í landbúnaði. Einhvemtíma á áran- um milli 1960—70 lýsti Steingrímur Baldvinsson í Nesi versnandi ástandi búskapar á þessa leið: Áður byrði bóndans var bamamergð og Qárstofn kortur, nú eru æmar ómagar en aftur á móti bamaskortur. Svona var ástandið þá og er enn vegna þess sem við hér úti á lands- byggðinni álítum handvömm stjóm- enda, það er að segja lægð í mat- vælaframleiðslu álítum við hand- vömm, við trúum því nefnilega að íslenskar landbúnaðarafurðir væri hægt að selja sem algjöra lúxusvöm ef vel væri á haldið og efla sveitim- ar til aukinnar hagsældar og hejl- brigðara mannlífs í landinu öllu. Eg á mér þann draum að sveitim- ar eigi eftir að blómgvast undir stjóm framsýnna manna sem vilja ÓFELÍA er nafii á nýrri snyrti- vöruverslun i JL-portinu við Hringbraut. Elín Ellingsen er eig- andi hennar. Hún er snyrtifræð- ingur og „make-up artist" frá París. Ófelía selur alhliða snyrtivömr fyrir dömur og herra. Þar er boðið nýta og rækta landið allt, en ekki byggja borgríki. Eg á mér þann draum að bónda- bæjunum, litlu eyjunum í skamm- degismyrkrinu, fyölgi þar sem böm og fullorðnir ganga að sömu vinnu og sama borði, þar sem bömin al- ast upp við hönd foreldra sinna glöð og laus við allar þær áhyggjur sem nútíma þjóðfélag leggur flestum bömum á herðar og það óöryggi sem mörg þeirra búa við. Stundum rætast draumar og stundum ekki. upp á þekkt merki eins og Lancome, Sothys, Mila d’opiz og Gemetic. Ófelía mun kappkosta að veita við- skiptavinum sínum góða og persónu- lega þjónustu. Einnig býður Elín upp á litgreiningu og förðunamámskeið. Hún tekur við pöntunum í verslun sinni. Morgunblaðið/Sverrir Elín EUingsen í verslun sinni, Ófelíu, í JL-portinu. Ný snyrtivöruverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.