Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 70
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 70 n ik í fréttum LISTIÐNAÐUR „Flíkur og- form“ í Stöðlakoti -i Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, á verkum Kristínar Sehmidhauser Jónsdóttur. Kristín er handavinnu- kennari að mennt og starfar við kennslu en hún hefur einnig starfað sem hönnuður um árabil. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis en sýningin „Flíkur og form“ er hennar fyrsta einkasýning. I litlum en smekklegum sýning- arsal getur að líta fallegar prjóna- flíkur. Kristín notar eingöngu íslenska ull en gömlu handbrögðin sem hún hefur notað í gegnum árin segir hún að borgi sig ekki lengur. En hver er þessi gamla aðferð og hvar lærði hún hana? „Til að byrja með fæ ég úrvals- ull hjá góðum bónda. Þá handþvæ ég hana og fer síðan að aðgreina í þel og tog. Þelið er silkimjúkt og glansandi en það er meiri spenna í toginu. Þá er ullin kembd, spunnin og loks er hægt að fara að prjóna. Hér áður fyrr kembdu karlmennirn- ir oft ng börnin voru jafnvel við togvinnuna iíka. Svona hef ég kynnst ullinni, en ég lærði sem bam að spinna á snældu. Margrét Jakobsdóttir Líndal leiðbeindi okkur fyrir norrænt heimilisiðnaðarþing sem haldið var í Reykjavík árið 1977 og þar lærði ég mörg af þess- um heillandi vinnubrögðum". — Nú hannar þú bæði og prjónar úr ullinni, hvað hefur helst áhrif á formið? „Við hönnun vinn ég út frá efn- inu og fæ tilfrnningu fyrir eiginleik- um þess. Upp frá því vex formið en það verður til fyrir áhrif hvað- anæva úr umhverftnu. Maður vinn- ur sig alltaf áfram með eitthvað nýtt. — Attu önnur áhugamál en prjón? „Það er knipl. Ég knipla á sumr- in þegar birtan er góð. En ég vil þekkja handbragðið vel áður en ég fer að knipla frjálst og hanna. Ég hef áhuga á að knipla úr íslenskum togþræði sem ég verð þá að hand- spinna sjálf". — Kunna íslenskar telpur að prjóna? „Reyndar læra þær mun seinna að prjóna nú en áður og flestar hafa aldrei haldið á prjónum fyrr en þær læra það í handavinnu. Strákar læra líka að prjóna og það sést enginn munur á handbragði þeirra og stelpnanna svona í byrj- un. Þeir kvarta þó frekar yfir því hvað það sé leiðinlegt. En það vant- ar band sem hæfir skólum, yngri nemendur þurfa gróft band en þeir eldri geta notað fínna band: íslensk- ir unglingar þekkja varla okkar band og munu því tæplega velja það síðar“. — Hvaða kosti hefur íslensk ull umfram erlendan lopa? „íslensk ull er létt og lifandi. Hún er svolítið gróf en af því hvemig hún vex geymir hún mikið loft í sér og er hún miklum mun hlýrri en erlenda ullin. Við þurfum sjálf að kunna að meta okkar ull og vinna úr henni það sem hæfir. Innan- landsmarkaðnum þarf að þjóna bet- ur en gert er. Við sem viljum vinna úr íslensku ullinni verðum að hafa greiðan aðgang að henni“. BENAZIR BHUTTO Móðirin valdi henni eiginmann BENAZIR Bhutto er ein af fáum kvenforsætisráð- herrum heims og fyrsta konan sem verður leiðtogi múslíma. Hún er aðeins þrjátíu og fimm ára gömui, er í hjónabandi og á lítinn son. Hún er að mörgu leyti alin upp sem Vest- urlandabúi, og að- eins sextán ára hóf hún nám í Eng- landi, var glæsi- lega klædd og hrókur alls fagnaðar. Þrátt fyrir það vald sem henni hefur verið falið nú fékk hún sjálf litlu um ráðið hver yrði eiginmaður hennar. Hún hafði þó oftlega mót- mælt ábendingum móður hennar um væntanlegan eiginmann, í sex tilfell- um þótti henni enginn þeirra álitleg- ur. Það var móðir hennar sem valdi fýrir haria eiginmanninn, Asif Ali Zardari. Asif er sterkríkur kaupsýslumað- ur, á sama aldri og Benazir. Reynd- ar er talað um hann sem milljóna- mæring, og helsta áhugamál hans er póló. í fyrstu hittust þau aðeins formlega til þess að „skoða" hvort annað. „Mér leist ekki á hann strax," segir Benazir en nokkru síðar, í des- ember á síðasta ári, gengu þau í hjónaband. Asif hafði lengi vitað af Benazir og dáðst að henni úr fjar- lægð. „Ég hafði lesið um hana í blöð- unum og séð hana í sjónvarpi. Ég dái hana og hef sterka samkennd með þessari konu. Það er tilgangs- laust að lýsa ást í orðum en ég hafði alltaf sterkar til- finningar til henn- ar. I okkar landi er það ekki óvana- legt að maður verði ástfanginn af konu sem hann hefur aldrei hitt, “ segir eiginmaðurinn. Smám saman segist Benazir hafa fengið áhuga á Asif, segir hann hafa frábært skop- skyn og hún hafi komist að því að hann virti hana sem sjálfstæða manneskju. Aður en hjónavígslan fór fram kallaði hún saman blaða- mannafund og sagði þar meðal ann- ars: „Ég hef mátt læra það í þessu landi að ástin kemur eftir brúðkaup- ið. Við tvö höfum enn ekki verið einsömul saman og þekkjum hvort annað mjög lítið. En með því að gift- ast erum við að lofa hvort öðru því að standa saman að eilífu.“ Benazir eignaðist son tveimur mánuðum fyr- ir áætlaðan fæðingardag en þá var kosningabaráttan þegar hafin. í dag kiæðir hún sig að hætti pakistanskra kvenna, gallabuxur og Chaneldragtir frá Oxford-árunum geymir hún inni í skáp. Henni er lýst sem framagjamri konu sem hafi lofað föður sínum að taka við stjóm landsins hvað sem hún þyrfti að leggja á sig til þess að svo yrði. Menn segja hana hafa mikla mögu- leika á að vinna virðingu mótheija sinna í landi þar sem búa 100 millj- ónir íbúa og 97% þeirra eru múslím- ar. —Hafðu hugann heldur við kjúklingalærið á diskinum þínum. I St! Félagsmála- námskeið á Flateyri Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Félagsmálanámskeið var haldið á Flateyri í nóvember fyrir nemendur gmnnskólans, fólk frá æskulýðsráði og íþróttafélaginu Gretti. Um 40 manns sóttu námskeiðið sem stóð yfir í fjóra daga. Námskeiðsstjóri var Jóhanna Leopoldsdóttir frá Ungmennafélagi íslands. í lokin var brugðið á leik þar sem Flateyrar- hreppur hélt „alþjóðjegt boð“ og var mikið um dýrðir. Á myndinni má sjá gervi margra þekktra manna, svo sem Gorbatsjovs og Raisu, Ara- fats, Bjargvættarins á Flateyri og margra annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.