Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 45
s?er íraawraæaa or fmoAaHAOUAj .aiOAiavmoHOM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
45
Stj órnarandstaðan í efri deild:
Atvinnutrygg-
ingarsjóður
verði lagður niður
í efri deild hefur stjórnarand-
staðan lagt fram nefndarálit sitt
vegna bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar. Þar er meðal ann-
ars lagt til, að Atvinnutryggingar-
sjóður verði lagður niður og í
hans stað stofnuð sérstök rekstr-
ardeild við Byggðastofiiun.
Minnihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar segir í nefndará-
liti sínu, að ekki sé hægt að tryggja
rekstur fyrirtækja í útflutnings- og
samkeppninsgreinum nema almenn
rekstrarskilyrði verði bætt. Við nú-
verandi aðstæður verði að horfast í
augu við þá staðreynd, að gengið sé
fallið. Jafnframt leiðréttingu gengis
þurfi svo að, treysta eiginfjárstöðu
fyrirtækja og gera þeim kleift að
skipta tapi sínú á mörg ár með skuld-
breytingu. Verði gengið fellt sé nauð-
synlegt að mæta því með lækkun
söluskatts á helstu nauðsynjar heim-
/ilánna.
^ Minnihlutinn leggur í nefndaráliti
sínu áherslu á að fyrirtækjum verði
auðveldað að skipuleggja fjárfest-
ingu sína fram í tímann og auðveld-
að að mæta sveiflum með breytingu
á skattalögunum. Stofnun Atvinnu-
tryggingarsjóðs er gagnrýnd og sagt
að skipun stjómar hans bijóti í bága
við þingræðishefð. Lagt er til að í
hans stað verði stofnuð sérstök
rekstrardeild við Byggðasjóð, sem
hafí það hlutverk, að treysta fjár-
hagsstöðu fyrirtækja í útflutnings-
og samkeppnisgreinum í tengslum
við fjárhagslega endurskipulagn-
ingu, meiriháttar skipulagsbreyting-
ar, samruna fyrirtækja og annað er
horfi til hagræðingar. Rekstrardeild-
inni verði heimilt að hafa milligöngu
um skuldbreytingu fyrir allt að 5
milljörðum króna í þessum tilgangi.
Minnihlutinn getur ekki fallist á
að tekjur Atvinnuleysistryggingar-
sjóðs verði skertar, en leggur í stað-
inn til að rekstrardeildin fái heimild
til 600 milljóna króna innlendrar lán-
töku, sem endurgreiðist af nkissjóði
og verði hluti af framlagi hans.
Minnihlutinn leggur enn fremur
áherslu á nauðsyn þess,' að hér á
landi verði komið á fót opnum hluta-
bréfamarkaði. Leggja því þingmenn
Sjálfstæðisflokks og Kvennalista til,
að stofnaður verði hlutafjársjóður við
Byggðastofnun, sem kaupi hlutabréf
í fyrirtækjum í tengslum við flár-
hagslega endurskipulagningu þeirra
eða samruna fyrirtækja. Sjóðurinn
afli sér hins vegar tekna með sölu
aðildarbréfa.
Að minnihlutaálitinu standa Hall-
dór Blöndal (S/Ne), Júlíus Sólnes
(B/Rn) og Eyjólfur Konráð Jónsson
(S/Rvk). Danfríður Skarphéðinsdótt-
ir (Kvl/Vl) sat fundi í fjárhags- og
viðskiptanefnd og lýsti sig samþykka
þessu nefndaráliti.
Afgreiðslu bráðabirgða-
laganna hraðað í efri deild
Önnur umræða um bráðabirgðalög ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar er hafin í efri deild Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur
lagt á það áherslu, að afgreiðslu laganna verði hraðað og sagði
Eiður Guðnason, formaður fjárhags- og viðskiptanefiidar deildarinn-
ar, að reynt hefði verið að koma til móts við þær óskir. I umræðun-
um var komið víða við og sagði Halldór Blöndal meðal annars, að
það bæri vott um slæman smekk Jóns Baldvins Hannibalssonar að
hann hefði nú lagst með Framsóknarmaddömunni.
Eiður Guðnason mælti fyrir áliti
meirihluta fjárhags- og viðskipta-
nefndar. Sagði hann meðal annars,
að ýmislegt mætti um setningu
bráðabirgðalaga segja, en allar
ríkisstjómir eða því sem næst,
hefðu gripið til þessa úrræðis. Eiður
sagði að hér væri um að ræða flók-
ið mál í afgreiðslu, meðal annars
vegna þess að um leið væri verið
að afgreiða tvenn bráðabirgðalög,
sem sett voru í maí, í tíð ríkisstjórn-
Virðisaukaskatturinn:
Samráð um
endurskoðun
Stjórnarfrumvarp um að
gildistöku laga um virðisauka-
skatt verði frestað var afgreitt
frá neðri deild Alþingis í gær.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins spurði Ólaf
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra hvort samráð yrði haft
Erlendar lántökur:
Tímabiindm gjald-
taka framlengd
Ólafur Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra mælti í gær fyrir frum-
varpi til laga um að tímabundin gjaldtaka af erlendum lánum og
leigusamningum verði framlengd um eitt ár. Er gert ráð fyrir því
í áætlunum um tekjuöflun ríkisins á næsta ári. Þorsteinn Pálsson
sagði að framlengingin væri ekki í samræmi við upphaflegt mark-
mið þessa skatts og að alltof algengt væri að timabundnir skattar
yrðu varanlegir.
Fjármálaráðherra sagði að auk
framlengingar gjaldtökunnar væru
heimildir til undanþágu rýmkaðar
hvað varðar lán sem tekin eru vegna
sérstakra aðgerða stjórnvalda í
þágu útflutningsgreina. Auk þess
væri skýrar kveðið á um undanþág-
ur vegna lána til kaupa eða rekst-
urs á kaupskipum og flugvélum,
sem notaðar eru í atvinnuskyni.
Ráðherra sagði að hér væri ekki
einungis um tekjuöflun að ræða,
heldur væri markmiðið með gjald-
tökunni einnig að draga úr erlend-
um lántökum. Hér væri um tíma-
bundinn skatt að ræða og við
breyttar aðstæður gætu verið rök
fyrir afnámi hans.
Þorsteinn Pálss.on (S/Sl) sagði
að upphaflegt markmið með þessari
skattheimtu hefði ekki verið tekju-
öflún heldur að draga úr ójafnvægi
og ofþenslu í hagkerfinu. I haust
hefði jafnvægi komist á og því
hefðu forsendurnar breyst. Hann
sagði of algengt að tímabundnir
skattar yrðu varanlegir og varaði
við því að þetta hagstjórnartæki
væri eyðilagt með því að gera það
að tekjustofni.
við stjórnarandstöðuflokkana
um endurskoðun laganna. Ólaf-
ur svaraði á þá leið, að hann
væri því fylgjandi, en ákvörðun
yrði ekki tekin fyrr en formenn
hinna stjórnarflokkanna kæmu
frá útlöndum.
Þorsteinn spurði íjármálaráð-
herra hvort honum hefði gefist
tóm til samráðs við forystumenn
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks um það hvernig endurskoð-
un laga um virðisaukaskatt verði
háttað. Einnig spurði hann hvort
til þess yrði skipuð nefnd, sem
skipuð yrði fulltrúum bæði stjórn-
ar og stjórnarandstöðu.
Fjármálaráðherra sagðist ekki
hafa rætt þetta við þá Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra og
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra, þar sem þeir væru er-
lendis. Hann hefði kynnt hug-
myndir sínar um þetta í ríkis-
stjóminni og þeim verið vel tekið,
en ákvörðun yrði ekki tekin fyrr
en þeir Steingrímur og Jón Bald-
vin hefðu fengið tækifæri til að
ræða málið.
Þorsteinn Pálsson þakkaði fjár-
málaráðherra fyrir jákvæðar und-
irtektir og sagði skiljanlegt að
ekki hefði gefist tækifæri til að
ræða þetta, þar sem forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra væru
erlendis að gegna mikilvægum
trúnaðarstörfum. Enn fremur
sagðist Þorsteinn ekki vilja gera
athugasemdir við mat ráðher-
ranna á mikilvægi erinda sinna í
útlöndum.
ar Þorsteins Pálssonar, og nokkrum
greinum þeirra hefði verið breytt
með lögunum í haust.
Eiður lagði á það áherslu, að
umræðan snerist ekki um fjarveru
forsætisráðherra. Hann hefði talið
að umræðan færi fram á þriðjudag-
inn eins og gert hefði verið ráð fyrir.
Halldór Blöndal (S/Ne) sagðist
sakna þess í ræðu Eiðs, að gert
væri grein fyrir afstöðu Verka-
mannasambandsins, Farmanna- og
fískimannasambandsins og Alþýðu-
sambandsins til bráðabirgðalag-
anna, en þessi samtök hefðu álykt-
að gegn þeim.
Halldór sagði að sér þætti ástæða
til að breyta öllum ákvæðum bráða-
birgðalaganna nema þeim er snertu
bann við kjarasamningum og verk-
föllum. Bætti hann síðan við, að
nú hefði Alþýðubandalagið slegið
striki yfir allar upphrópanir sínar
um að samningsrétturinn væri heil-
agur og væri þannig sammála sér
og ýmsum þingmönnum um að viss-
ar aðstæður gætu réttlætt slíkar
aðgerðir. Halldór rifjaði upp, að
fyrir síðustu kosningar hefði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, „nuddað sér upp
við Sjálfstæðisflokkinn“ og jafnvel
sagst vera meiri sjálfstæðismaður
en þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Það bæri hins vegar vitni um slæm-
an smekk, að hann hefði nú lagst
með Framsóknarmaddömunni.
I ræðu sinni gagnrýndi Halldór
forystu Alþýðuflokksins harðlega
og sakaði hana um úthaldsleysi.
Sagði hann meðal annars að efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnar Þor-
steins Pálssonar í vor hefðu verið
ónógar fyrir áhrif Alþýðuflokks-
manna. Það hefði ekki mátt hjálpa
samkeppnis- og útflutningsgrein-
unura.
Að lokum sagði Halldór Blöndal,
að bjánalegt væri að kalla þetta
bráðabirgðalög um efnahagsað-
gerðir, því ekkert slíkt hefði falist
í þeim. Hann sagðist ekki kvarta
vegna fjarveru forsætisráðherra, en
spurði að síðustu hvort Alþýðu-
flokkurinn teldi kannski betra að
Steingrímur væri að heiman, hvort
verkstjómin í ríkisstjóminni gengi
þá kannski betur.
Júlíus Sólnes (B/Rn) tók næstur
til máls. Lýsti hann andstöðu við
skerðingu á samningsfrelsi og
frystingu launa. Einnig lýsti hann
því yfir, að Borgaraflokkurinn væri
eina stjórnmálaaflið í landinu sem
berðist enn gegn söluskatti á mat-
væli. Júlíus ræddi hugmyndir Borg-
araflokksins um að aftengja láns-
kjaravísitöluna og spurði Halldór
Asgrímsson, starfandi forsætisráð-
herra, hvort ætlunin væri að tvær
lánskjaravísitölur giltu í landinu
eftir 1. janúar næstkomandi.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) sagði Kvennalistann ekki
geta fallist á skerðingu samnings-
réttar og frystingu launa. Samn-
ingsrétturinn væri heilagur og
skerðing hans væri ekki réttlætan-
leg þótt eitthvað kæmi á móti.
Umræðum um bráðabirgðalögin
lauk ekki í efri deild í gær og verð-
ur þeim haldið áfram eftir helgi.
AIÞinGI
Bankamenn á ftindi
um Utvegsbankann
NEFND UM mál Útvegsbankans hf. hélt fund á miðvikudag með
fiilltrúum bankanna. Nefiidin var skipuð af viðskiptaráðherra í
ágúst síðastliðnum til að kanna möguieika á og undirbúa sölu
hlutabréfa ríkissjóðs í bankanum. Björn Friðfinnsson, formaður
hennar, vildi ekkert segja um eftii fundarins þegar Morgunblaðið
ræddi við hann.
Björn vildi ekki segja hvort
ákveðnar tillögur um málefni Ut-
vegsbankans lægju nú fyrir. Rætt
hefði verið við forráðamenn ein-
stakra banka að undanförnu, en á
fundinum nú í vikunni hittust þeir
sameiginlega með nefndarmönn-
um í fyrsta sinn. Björn vildi ekki
upplýsa hveijir hefðu setið fundinn
og sagði að málið leystist ekki í
kastljósi fjölmiðla.
Þegar Jón Sigurðsson skipaði
nefndina í lok ágúst var sagt að
eitt markmiðanna með að selja
hlut ríkissjóðs í Útvegsbankanum
væri að stuðla að sameiningu
bankastofnana. Væri einkum horft
til hlutafélagabankanna Ijögurra
og sparisjóðanna í því sambandi.