Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 16
sðei íiaaMaaaa .01 auoAaaADUAJ .aiaAjanuoaoM /
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DE.SEMBER 1988
Málarinn
Jón Engilberts
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Einn af þeim mönnum, sem
sópaði hvað mest að í borgarlífinu
um áratuga skeið, var án efa
málarinn Jón Engilberts
(1908—1972). Maðurinn var ein-
faldlega svo mikill á velli, að það
var tekið eftir honum, hvar sem
hann kom, og ekki spillti hið ein-
arðlega og ákveðna fas hans.
Hann var eins og maðurinn, sem
vissi hvað hann vildi, og það sem
hann ætlaði sér skyldi fram-
kvæmt, hvað sem það nú kostaði
og það þótt hrikti i máttarstoðum
himinsins. Og þó var hann eigin-
lega ekki ýkja hár vexti né mikill
um sig, heldur hafði hann einfald-
lega svo mikinn útgeislunarkraft.
— í tilefni útkomu langþráðrar
bókar um þennan ágæta málara
hefur allmörgum verkum hans
verið komið fyrir í húsakynnum
Listasafns ASI við Grensásveg.
Listaverkin spanna allan feril
hans og er sú elsta af Grettis-
götunni, þar sem hann átti sín
æskuár, og telst máluð árið 1926,
er hann var 18 ára að aldri, en
hinar elstu eru sértækar litasin-
fóníur frá sjötta áratugnum.
Það var líkast sem Jón væri í
útliti holdgervingur hinnar út-
hverfu innsæisstefnu (expressjón-
ismans), hijúfur á yfirborðinu og
skapmikill — viðbrögð hans gátu
líkst eldgosi, en samt var hann
viðkvæmur innst inni, eins og eld-
fiöll geta verið fegurst og blíðust
§alla á milli hamfaranna.
Þannig voru og einnig myndir
hans, karlmannlegar og ábúðar-
miklar, en inni í þeim voru fínir
glitvefír og miklar og heitar til-
finningar. Hann vildi gæða mynd-
ir sínar holdi og blóði og þoldi
enga hálfvelgju og þetta tókst
honum, enda eru myndir hans
ósvikinn óður til lífsins og náttúr-
unnar — ást til landsins, sem ól
hann, sköpunarverksins og kon-
unnar. Myndir hans voru og tíðum
út í fingurgóma ástleitnar og
munúðarfullar — hneyksluðu
ósjaldan samborgarana, hvað
nútímamaðurinn fær vísast ekki
skilið.
Þá hafði Jón ríka samúð með
lítilmagnanum og baráttu hans
fyrir betra lífi og mannsæmandi
kjörum, en að sama skapi hafði
hann ótrú á stjómmálamönnum
vegna nánasarsemi þeirra við
skapandi listir og skilningsleysi.
Fengu þeir ósjaldan ádrepu frá
honum á opinberum vettvangi, og
hér var hann ómyrkur í máli eins
og þeir hugsjónamenn, sem vita
sig hafa rétt fyrir sér og fylgja
sannfæringu sinni, jafnvel þótt
það komi niður á þeim sjálfum.
Jón Engilberts stóð alla tíð með
báða fætuma á jörðinni og vildi
fínna list sinni stað í safaríkri
gróðurmold, en varð að lifa við
skilningsleysi á útskeri fjarst í
eilífðar útsæ, en þau örlög voru
honum einmitt töm á tungu, og
má hann hafa haft mikið til síns
máls.
Sýning verka þessa kraftmikla
persónuleika má ekki fara fram
hjá neinum, er ann myndlistum,
og Qölmiðlum jafnt og ljósvaka-
miðlum er skylt að vekja góða
athygli á þessum listviðburði, ann-
að telst að storka landvættunum,
sem kann varla góðri lukku að
stýra...
eigu Lousiana-safnsins í
Humlebæk, þar sem hún hefur
lengi átt sinn sérstaka stað úti í
garðinum fagra, og fer þangað
aftur að vígslusýningunni lokinni.
Og þama em margar frægar
myndir frá ferli listamannsins,
sem eins og kunnugt er var fjöl-
hæfastur íslenzkra myndhöggv-
ara um sína daga og með meira
næmi í fíngurgómunum en þeir
allir. Á ég hér við formrænt næmi,
sem einungis næst við þrotlausa
þjálfun og er hlutur, sem mörgum
sést yfír í dag, en hér var hann
yfirburðamaður allt frá námsár-
unum við listaháskólann í Kaup-
mannahöfn og sú gáfa var stað-
fest og lagði verðskuldað í lófa
hins unga manns gullmedalíu
skólans.
Þijátíu og sjö myndir em á
sýningunni innanhúss og fjórtán
utanhúss og ábótin er svo fjaran,
sjónhringurinn og sögufrægt um-
hverfíð.
Borgarbúar eiga að meta það,
sem hér hefur verið gert, en safn-
ið hefur þegar unnið sér nafn og
virðingu út fyrir landsteinana, því
að veglegar greinar hafa birst um
það og framtakið að baki í stór-
blöðum Danmerkur. Trúlega er
það einungis byijunin, því að ef
rétt verður á málum haldið, er
ekki að efa að orðspor þess fari
víða og að hingað komi ferðalang-
ar frá útlandinu gagngert til að
skoða það og rannsaka list mynd-
höggvarans Siguijóns Ólafssonar.
Einfaldlega vegna þess að fólk
sækir stíft í slíka staði og safnið
er í senn einstaklega fallegur og
forvitnilegur rammi utan um
lífsverk mikils listamanns ...
Listasafiiið
á Laugarnesi
List Siguijóns er og allstaðar
nærverandi ásamt því sviði, er hún
var sköpuð í. Á sýningunni, sem
nú er uppi, má fylgja þróun hans
allt frá hinni gullfallegu stúlku-
mynd, sem hann gerði árið 1931
og til verka, sem hann gerði árið
1980 og mun vera með því síðasta,
sem hann lauk við.
Hér er og til sýnis hin þekkta
mynd „Kona" frá 1939, sem gerð
var .1 þýskan sandstein og er í
Listrýnirinn hafði ekki komið á
safn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugamesinu frá opnun þess 21.
október, er hann leit þar inn á
dögunum.
Var hann í fylgd nemenda sinna
við MHÍ og sá í raun allt safnið
í fyrsta skipti, því að hann skoðar
yfírleitt sýningar mjög lauslega
við opnanir.
Að til væri salur á annarri
hæð, hafði hann og ekki hugmynd
um, enda er hann þannig staðsett-
ur að auðvelt er að yfírsjást upp-
gangurinn. En það er skemmst
frá að segja, að sú viðbót er mjög
dijúg, eiginlega djásn safnsins,
því að þótt salurinn sé ekki stór,
er hann einstaklega fallegur og
fellur vel að myndverkunum, sem
til sýnis eru, auk þess sem að
útsýnið er dýrlegt yfír sundin.
Salurinn er hlaðinn innileika, „in-
timitet", og sem skapaður utan
um hin minni verk og ekki fer
hjá því, að maður verði gripinn
rammri stemmningu, sem er eins
og framhald galdrafjalanna á
jarðhæð.
— Þetta litla safn úti á Laugar-
nesinu er vissulega líkast djásni
í borgarlandmu og þangað er gott
að koma. Ég sannfærðist enn
frekar um það, er ég leit þangað
inn á afhallandi degi sl. laugardag
í ekta skammdegi, en þá var sem
ófreskur seiður léki um húsið allt
og umhverfíð og Q'aran svo töfr-
andi, að ég átti erfítt með að slíta
mig lausan. Hingað ættu skáldin
að koma og yfirhöfuð allir lista-
menn, þegar andagiftin er í lág-
marki og hlaða sig eldsneyti til
nýira og ferskra átaka.
Á borði í kaffístofu liggja sýn-
ingarskrár víða að til uppfletting-
ar, svo að eiginlega má dvelja
þama langtímum saman og njóta
menningaráhrifa.
Aðventukvöld
í Laugameskirkju
Guðsþjónusta með venjulegu
sniði verður sunnudaginn 11. des-
ember kl. 11.00 í Laugarneskirkju.
Kveikt verður á þremur kertum í
aðventukransinum og börnin fá
fræðslu við sitt hæfi í tveimur
aldurshópum samtímis þvf að
guðsþjónustan heldur áfram í
kirkjunni.
Um kvöldið kl. 20.30 verður að-
ventukvöld í kirkjunni. Ræðumaður
kvöldsins verður sr. Erik Sigmar, en
hann er vestur-íslenskur prestur, sem
lengst af hefur starfað í Banda-
ríkjunum. Kirkjukórinn flytur nokkur
aðventulög. Kristján Þ. Stephensen
og Þröstur Eiríksson flytja tónlist
fyrir óbó og orgel. Unglingar úr
æskulýðsstarfí kirkjunnar flytja
helgileik undir stjóm Bjama Karls-
sonar. Einnig verður almennur söng-
ur.
Eftir samkomuna í kirkjunni verð-
ur gengið niður í safnaðarheimilið
en þar verður á boðstólum heitt
súkkulaði og smákökur, en Kvenfé-
lag Laugamessóknar annast þann
þátt að venju.
(Fréttatilkynning)
Laugarneskirkja í Reykjavík
Jólavaka í
HafnarQarð-
arkirkju
HIN árlega jólavaka við kertaljós
verður haldin í HafnarQarðar-
kirkju 3. sunnudag í aðventu, 11.
desember, og hefst hún kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins verður
Guðrún Agnarsdóttir alþingismað-
ur. Flytjendur tónlistar verða Kór
Hafnarfjarðarkirkju, en stjórnandi
hans er Helgi Bragason organisti
kirkjunnar, Edda Kristjánsdóttir
flautuleikari og Ólafur Finnsson
orgelleikari.
Þjóðkirkjan í Hafnarfirði
Við lok vökunnar verður kveikt
á kertum þeim sem viðstaddir hafa
fengið í hendur. (Fréttatílkynning)