Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 80
Dagvextir í stað dráttarvaxta; Gjaldheimtur fái aðlögunartíma MEIRIHLUTI Qárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis leggur til að fresta því til 1. júlí að dráttarvextir verði reiknaðir sem dagvextir af skattskuldum. I bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsaðgerðir er ákvæði um að dráttarvextir skuli reikn- ast sem dagvextir, og er þessi breyting a.m.k. þegar komin tii fram- kvæmda hjá Gjaldheimtunni i Reykjavík. Dráttarvextir á skattskuldir hafa, í Gjaldheimtunni, verið reikn- aðir út 3.-4. hvers mánaðar fyrir byijaðan mánuð, og þeir sem greiddu skuldir sínar 1.-2. hvers mánaðar sluppu við dráttarvexti. Um mánaðamótin október-nóvem- ber voru dráttarvextir hins vegar ekki reiknaðir, heldur voru dráttar- vextir fyrir nóvember reiknaðir út í lok mánaðarins og lögðust á skuld- ir strax 1. desember. Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar komu úr nefnd í gær, og þar leggur meirihlutinn til að eldri ákvæði um dráttarvexti skuli hald- ast óbreytt til 1. júlí 1989 hvað varðar innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs og sveitasjóðs. Eiður Guðnason formaður nefndarinnar sagði Morgunblaðinu að þessi til- laga væri samkvæmt ábendingu Sambands sveitarfélaga og væri ætlað að gefa sveitarfélögum aðlög- unartíma fyrir breytinguna á út- reikningi dráttarvaxta. Hins vegar hefði ekki verið ætlast til þess að þær gjaldheimtur sem þegar reikn- uðu dagvexti breyttu vaxtatökunni aftur í fyrra horf. Atvmnutryggingasj óður: -Heimildir til fyrir- greiðslu rýmkaðar Forsætisráðuneytið hefur breytt reglugerð sinni um Atvinnutrygg- ingarsjóð útflutningsgreina þannig að heimildir til að veita fyrir- greiðslu úr sjóðnum hafa verið rýmkaðar. Bráðabirgðalögin, sem reglugerðin er byggð á, eru nú til annarrar umræðu í efri deild Alþingis. I nefhdaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptaneihdar deildarinnar er lagt til að Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður og í hans stað stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofiiun. Iengri tfma er litið að loknum skipu- lagsbreytingum á fjárhag þeirra og rekstri. Sjá nánar á þingsíðu á bls. 45. í nefndaráliti minnihlutans er stofnun Atvinnutryggingarsjóðs gagnrýnd. Sagt er að skipun stjórn- ar hans brjóti í bága við þingræðis- hefð og veki tortryggni. Hér sé um að ræða viðbót við sjóðakerfið sem hafi óþarfa kostnað í för með sér. Minnihlutinn leggur til að í stað sjóðsins verði stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofnun. Hlutverk hennar verði að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu, meiriháttar skipu- lagsbreytingar, samruna fyrirtækja og annað er horfi til hagræðingar. Breytingamar sem forsætisráðu- neytið hefur gert á reglugerð um Atvinnutryggingarsjóð eru á þann veg að nú segir að fyrirtæki komi því aðeins til greina við lánveitingu eða skuldbreytingu að grundvöllur teljist fyrir rekstri þeirra þegar til Morgunblaðið/Sigurgcir Vetrarbeit í Lambhillu „Það þarf að kanna staðhætti og afla ýmissa upplýsinga. En ég lít ekki á þetta sem bráðatil- felli,“ sagði Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið, en honum hefur borist kæra Sam- bands dýraverndunarfélaga vegna þess að 6 gemlingar eru hafðir í vetrarbeit í Lambahillu í Stórhöfða. Bæjarfógeti fól rannsóknarlögreglunni í Vest- mannaeyjum málið til með- ferðar. Meðfylgjandi mynd af Lambhillu í Stórhöfða voru teknar í gær, en þá var svo hvasst, að gemlingarnir héldu sig í skjóli upp undir berg- veggnum, þar sem auga mynda- vélarinnar náði ekki til þeirra. Gulandar- stofiiinn er í hættn Fuglavemdarfélag íslands tel- ur að gulandarstofhinn hérlendis sé jafhvel í hættu vegna ólög- legra veiða á honum. Um þetta mál er fjallað í nýjasta frétta- bréfi félagsins. Gulöndin er al- firiðuð allt árið en hefur stundum verið litin hornauga af hags- munaaðilum í fiskeldi og fisk- rækt. Jóhann Óli Hilmarsson er ritar um málið í fréttabréfinu segir að gulendur hafi löngum verið skotnar við fiskeldisstöðvar hvort sem er í eigu eða umsjá opinberra- eða einkaaðila. Fé hafi verið lagt til höfuðs gulöndum á frægri laxveiðiá á Norðvesturlandi og greiðsla boðin fyrir hverja önd sem færð er veiðifé- laginu. Astæður þess að gulöndin er svo illa séð er einkum sökum þess að hún lifir aðallega á smáfiski í ám og vötnum. Þannig sækir hún mik- ið í smásilung og laxaseiði sem eru undir 10 sm að stærð. I umfjöllun sinni segir Jóhann Óli: „Vafasamt er að íslenski gul- andarstofninn þoli miklar „veiðar" og sennilega er hætta á að þær aukist fremur en minnki ef tekið er mið af vaxandi umsvifum í fisk- eldi og þeirra gullkistna sem lax- veiðiárnar eru fyrir veiðirétthafa. Þessar „veiðar" eru oftast stundað- ar af misskilningi og vanþekkingu því gulöndin tekur venjulega bæði unga fiska og smáa . . . og er senni- legt að veiðar hennar hafi sáralítil áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna. Að auki er gulandarstofninn það lítill að telja verður ólíklegt að seiða- og smáfiskaát gulanda hafi einhver áhrif að ráði.“ Sovétmenn kaupa freð- fisk fyrir tæpan milljarð Samið um 5% verðlækkun og 1.000 tonnum minna en á þessu ári hefur á sjávarafurðum á síðustu SAMNINGAR um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna á næsta ári voru undirritaðir í sendiráði íslands í Moskvu í gær. Samið var um sölu á 9.700 tonnum að verðmæti 20,8 milljónir dala, um Eimskipafélagið fékk Keflavíkina Vík í Mýrdal UPPBOÐSHALDARINN í Vík í Mýrdal gekk í gær að 160,5 millj- ón króna tilboði Eimskipafélags íslands í Keflavík, skip Skipafé- lagsins Víkur hf. Hæstbjóðandi, Saltsalan hf, stóð ekki við 161 milljón króna tilboð sitt. Keflavíkin er nú á leið frá New York til Spánar og er skipið væntanlegt til landsins í janúar. Frestur sá sem Einar Oddsson, sýslumaður í Vik, hafði gefíð Finn- oga Kjeld, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Saltsölunnar og skipa- félagSllis . iiM.i, i.ii i.n aLaiiua við hæsta tilboð rann út síðdegis í gær. Þá tjáði Finnbogi sýslumanni símleiðis að ekki yrði staðið við til- boðið. Lögmaður Eimskipafélagsins var mættur í þinghaldið í Vík og að fengnu svari Finnboga, gekk sýslumaður til samninga við Eim- skip. Greiddi lögmaður þess fjórð- ung tilboðsijárhæðarinnar, auk kostnaðar, alls rúmlega 42,4 millj- ónir króna að sögn sýslumanns. Finnbogi Kjeld vildi ekki tjá sig um málið í gær. Fréttaritari 950 milljónir króna, til afhend- ingar á fyrstu 7 mánuðum árs- ins. Verðlækkun í dölum talið frá samningi síðasta árs er um 5% og magnið nú 1.000 tonnum mimia. Samningarnir voru gerðir sam- eiginlega af Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild Sam- bandsins, en í hlut SH koma tveir þriðju hlutar magnsins en einn þriðji til Sambandsins. Samið er um sölu á 700 tonnum af heilfrystum fiski, 3.600 tonnum af ufsaflökum og 5.400 af karfaflökum og flökum af öðrum tegundum. Á síðasta ári nam salan 10.700 tonnum að verð- mæti um 23,7 milljónir dala. Þá tókst ekki að ná samningum um frekari sölu á frystum fiski í austur- veg. Það atriði hins nýja samnings, að afhending skuli afmörkuð innan fyrstu 7 mánaða ársins, gæti hins vegar gefið vonir tii þess að á næsta ári verði mögulegt að auka söluna, enda mun ákveðið að það mál verði rætt er líður á veturinn. Verðlækk- unin frá samningi ársins í ár endur- speglar þá verðlækkun, sem orðið misserum. Samingsgerðina í Moskvu önnuð- ust þeir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, og Benedikt Sveinsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS. Morgunblaðið náði sambandi við þá Benedikt og Gylfa Þór í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Þeir sögðu, að þrátt fyrir ákvæði í hinum ný- gerða samningi um að afgreiðslu skuli vera lokið í júlí á næsta ári, lægju engin loforð fyrir um frekari kaup Svoétmanna síðar á árinu. Samningsaðilar væru hins vegar sammála um að leita bæri allra leiða til þess að unnt yrði að halda áfram viðskiptum út allt árið. Flying' Tigers koma 10. jan. BANDARÍSKA flutningaflugfé- lagið Flying Tigers hefúr ákveðið fyrstu lendingu sína hér á íslandi á pólleiðinni til Japans þann 10. janúar næstkomandi. Jafnframt verður það í fyrsta sinn, sem boð- ið verður upp á fragtflug héðan beint til Japans. Fyrst í stað verða lendingar hér 7 í viku, en fjölgar fljótlega upp í 11. Þá verður boðið upp á fragtflug héð- an austur á sunnudögum og þriðju- dögum og oftar, verði nægileg eftir- spurn eftir fragt, lágmark um 10 tonn hveiju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.