Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 80

Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 80
Dagvextir í stað dráttarvaxta; Gjaldheimtur fái aðlögunartíma MEIRIHLUTI Qárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis leggur til að fresta því til 1. júlí að dráttarvextir verði reiknaðir sem dagvextir af skattskuldum. I bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsaðgerðir er ákvæði um að dráttarvextir skuli reikn- ast sem dagvextir, og er þessi breyting a.m.k. þegar komin tii fram- kvæmda hjá Gjaldheimtunni i Reykjavík. Dráttarvextir á skattskuldir hafa, í Gjaldheimtunni, verið reikn- aðir út 3.-4. hvers mánaðar fyrir byijaðan mánuð, og þeir sem greiddu skuldir sínar 1.-2. hvers mánaðar sluppu við dráttarvexti. Um mánaðamótin október-nóvem- ber voru dráttarvextir hins vegar ekki reiknaðir, heldur voru dráttar- vextir fyrir nóvember reiknaðir út í lok mánaðarins og lögðust á skuld- ir strax 1. desember. Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar komu úr nefnd í gær, og þar leggur meirihlutinn til að eldri ákvæði um dráttarvexti skuli hald- ast óbreytt til 1. júlí 1989 hvað varðar innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs og sveitasjóðs. Eiður Guðnason formaður nefndarinnar sagði Morgunblaðinu að þessi til- laga væri samkvæmt ábendingu Sambands sveitarfélaga og væri ætlað að gefa sveitarfélögum aðlög- unartíma fyrir breytinguna á út- reikningi dráttarvaxta. Hins vegar hefði ekki verið ætlast til þess að þær gjaldheimtur sem þegar reikn- uðu dagvexti breyttu vaxtatökunni aftur í fyrra horf. Atvmnutryggingasj óður: -Heimildir til fyrir- greiðslu rýmkaðar Forsætisráðuneytið hefur breytt reglugerð sinni um Atvinnutrygg- ingarsjóð útflutningsgreina þannig að heimildir til að veita fyrir- greiðslu úr sjóðnum hafa verið rýmkaðar. Bráðabirgðalögin, sem reglugerðin er byggð á, eru nú til annarrar umræðu í efri deild Alþingis. I nefhdaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptaneihdar deildarinnar er lagt til að Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður og í hans stað stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofiiun. Iengri tfma er litið að loknum skipu- lagsbreytingum á fjárhag þeirra og rekstri. Sjá nánar á þingsíðu á bls. 45. í nefndaráliti minnihlutans er stofnun Atvinnutryggingarsjóðs gagnrýnd. Sagt er að skipun stjórn- ar hans brjóti í bága við þingræðis- hefð og veki tortryggni. Hér sé um að ræða viðbót við sjóðakerfið sem hafi óþarfa kostnað í för með sér. Minnihlutinn leggur til að í stað sjóðsins verði stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofnun. Hlutverk hennar verði að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu, meiriháttar skipu- lagsbreytingar, samruna fyrirtækja og annað er horfi til hagræðingar. Breytingamar sem forsætisráðu- neytið hefur gert á reglugerð um Atvinnutryggingarsjóð eru á þann veg að nú segir að fyrirtæki komi því aðeins til greina við lánveitingu eða skuldbreytingu að grundvöllur teljist fyrir rekstri þeirra þegar til Morgunblaðið/Sigurgcir Vetrarbeit í Lambhillu „Það þarf að kanna staðhætti og afla ýmissa upplýsinga. En ég lít ekki á þetta sem bráðatil- felli,“ sagði Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið, en honum hefur borist kæra Sam- bands dýraverndunarfélaga vegna þess að 6 gemlingar eru hafðir í vetrarbeit í Lambahillu í Stórhöfða. Bæjarfógeti fól rannsóknarlögreglunni í Vest- mannaeyjum málið til með- ferðar. Meðfylgjandi mynd af Lambhillu í Stórhöfða voru teknar í gær, en þá var svo hvasst, að gemlingarnir héldu sig í skjóli upp undir berg- veggnum, þar sem auga mynda- vélarinnar náði ekki til þeirra. Gulandar- stofiiinn er í hættn Fuglavemdarfélag íslands tel- ur að gulandarstofhinn hérlendis sé jafhvel í hættu vegna ólög- legra veiða á honum. Um þetta mál er fjallað í nýjasta frétta- bréfi félagsins. Gulöndin er al- firiðuð allt árið en hefur stundum verið litin hornauga af hags- munaaðilum í fiskeldi og fisk- rækt. Jóhann Óli Hilmarsson er ritar um málið í fréttabréfinu segir að gulendur hafi löngum verið skotnar við fiskeldisstöðvar hvort sem er í eigu eða umsjá opinberra- eða einkaaðila. Fé hafi verið lagt til höfuðs gulöndum á frægri laxveiðiá á Norðvesturlandi og greiðsla boðin fyrir hverja önd sem færð er veiðifé- laginu. Astæður þess að gulöndin er svo illa séð er einkum sökum þess að hún lifir aðallega á smáfiski í ám og vötnum. Þannig sækir hún mik- ið í smásilung og laxaseiði sem eru undir 10 sm að stærð. I umfjöllun sinni segir Jóhann Óli: „Vafasamt er að íslenski gul- andarstofninn þoli miklar „veiðar" og sennilega er hætta á að þær aukist fremur en minnki ef tekið er mið af vaxandi umsvifum í fisk- eldi og þeirra gullkistna sem lax- veiðiárnar eru fyrir veiðirétthafa. Þessar „veiðar" eru oftast stundað- ar af misskilningi og vanþekkingu því gulöndin tekur venjulega bæði unga fiska og smáa . . . og er senni- legt að veiðar hennar hafi sáralítil áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna. Að auki er gulandarstofninn það lítill að telja verður ólíklegt að seiða- og smáfiskaát gulanda hafi einhver áhrif að ráði.“ Sovétmenn kaupa freð- fisk fyrir tæpan milljarð Samið um 5% verðlækkun og 1.000 tonnum minna en á þessu ári hefur á sjávarafurðum á síðustu SAMNINGAR um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna á næsta ári voru undirritaðir í sendiráði íslands í Moskvu í gær. Samið var um sölu á 9.700 tonnum að verðmæti 20,8 milljónir dala, um Eimskipafélagið fékk Keflavíkina Vík í Mýrdal UPPBOÐSHALDARINN í Vík í Mýrdal gekk í gær að 160,5 millj- ón króna tilboði Eimskipafélags íslands í Keflavík, skip Skipafé- lagsins Víkur hf. Hæstbjóðandi, Saltsalan hf, stóð ekki við 161 milljón króna tilboð sitt. Keflavíkin er nú á leið frá New York til Spánar og er skipið væntanlegt til landsins í janúar. Frestur sá sem Einar Oddsson, sýslumaður í Vik, hafði gefíð Finn- oga Kjeld, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Saltsölunnar og skipa- félagSllis . iiM.i, i.ii i.n aLaiiua við hæsta tilboð rann út síðdegis í gær. Þá tjáði Finnbogi sýslumanni símleiðis að ekki yrði staðið við til- boðið. Lögmaður Eimskipafélagsins var mættur í þinghaldið í Vík og að fengnu svari Finnboga, gekk sýslumaður til samninga við Eim- skip. Greiddi lögmaður þess fjórð- ung tilboðsijárhæðarinnar, auk kostnaðar, alls rúmlega 42,4 millj- ónir króna að sögn sýslumanns. Finnbogi Kjeld vildi ekki tjá sig um málið í gær. Fréttaritari 950 milljónir króna, til afhend- ingar á fyrstu 7 mánuðum árs- ins. Verðlækkun í dölum talið frá samningi síðasta árs er um 5% og magnið nú 1.000 tonnum mimia. Samningarnir voru gerðir sam- eiginlega af Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild Sam- bandsins, en í hlut SH koma tveir þriðju hlutar magnsins en einn þriðji til Sambandsins. Samið er um sölu á 700 tonnum af heilfrystum fiski, 3.600 tonnum af ufsaflökum og 5.400 af karfaflökum og flökum af öðrum tegundum. Á síðasta ári nam salan 10.700 tonnum að verð- mæti um 23,7 milljónir dala. Þá tókst ekki að ná samningum um frekari sölu á frystum fiski í austur- veg. Það atriði hins nýja samnings, að afhending skuli afmörkuð innan fyrstu 7 mánaða ársins, gæti hins vegar gefið vonir tii þess að á næsta ári verði mögulegt að auka söluna, enda mun ákveðið að það mál verði rætt er líður á veturinn. Verðlækk- unin frá samningi ársins í ár endur- speglar þá verðlækkun, sem orðið misserum. Samingsgerðina í Moskvu önnuð- ust þeir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, og Benedikt Sveinsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS. Morgunblaðið náði sambandi við þá Benedikt og Gylfa Þór í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Þeir sögðu, að þrátt fyrir ákvæði í hinum ný- gerða samningi um að afgreiðslu skuli vera lokið í júlí á næsta ári, lægju engin loforð fyrir um frekari kaup Svoétmanna síðar á árinu. Samningsaðilar væru hins vegar sammála um að leita bæri allra leiða til þess að unnt yrði að halda áfram viðskiptum út allt árið. Flying' Tigers koma 10. jan. BANDARÍSKA flutningaflugfé- lagið Flying Tigers hefúr ákveðið fyrstu lendingu sína hér á íslandi á pólleiðinni til Japans þann 10. janúar næstkomandi. Jafnframt verður það í fyrsta sinn, sem boð- ið verður upp á fragtflug héðan beint til Japans. Fyrst í stað verða lendingar hér 7 í viku, en fjölgar fljótlega upp í 11. Þá verður boðið upp á fragtflug héð- an austur á sunnudögum og þriðju- dögum og oftar, verði nægileg eftir- spurn eftir fragt, lágmark um 10 tonn hveiju sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.