Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 89 69 Dagbjört Páls- dóttir - Fædd 2. september 1905 Dáin 25. nóvember 1988 Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sessu og sæti signaða Jesú mæti. Hún Dadda frænka er dáin! Nú hefur hún fengið langþráða hvíld. Síðustu árin hafa verið veikindi og þrautir. 83 ár er nokkuð löng ævi. Nú nálgast jólahátíðin og þá fer í hönd sá tími er minningar frá liðnum Minning æskudögum koma í huga manns. Þær eru margar, bæði með sorg og gleði. Því það er nú svo að meðan við sofum með sorginni, er gleðin á næsta leiti og öfugt. „Dadda frænka" var frænka okkar allra í fjölskyld- unni. Hvort sem hún var móður-, föður-, afa- eða ömmusystir okkar. Mínar fyrstu minningar eru frá Lindargötunni á Sigló þar sem afi og amma og frænkumar bjuggu. Afi Páll dó 1938 en samt man ég það enn eins og það hefði gerst í gær. Það var mín fyrsta stóra sorg. Kveðjuorð: Daníel Williams- son ljósameistari Sorgarfregn, við eigum erfítt með að trúa, en samt er það satt. Sá sem í gær var þátttakandi í hinu daglega lífí, hlekkur í tilverunni, honum er í dag kippt burtu af ástæðum sem við skiljum ekki, og komum ekki til með að skilja. Minningar streyma fram. Minningar frá ýmsum skemmtilegum samverustundum, ferðalag um Evr- ópu, margar fleiri og allar á sama veg. Minningar um rólyndan, þægi- legan, heiðarlegan, tryggan vin. Eg á ekki nema góðar minningar um mág minn, Daníel Willamsson, sem í dag verður til moldar borinn. Daníel fæddist á Ólafsfírði og ólst þar upp. Hann lauk námi í rafvirkj- un, og einnig stundaði hann leiklist- amám. Mestan hluta starfsævi sinnar helgaði hann Leikfélagi Reykjavíkur, sem ljósameistari. Það er mikil gæfa hverjum manni að fá tækifæri til að stunda vinnu sem jafnframt er helsta áhugamál við- komandi. Ég er þess fullviss að Leik- félagið sér á bak góðum og dyggum starfsmanni. Það hefur verið stórt skref sem Daníel sté, er hann gekk að eiga systur mína, Kristínu Egils- dóttur, sem þá var ekkja og fjögurra bama móðir. Um leið og hún eignað- ist tryggan og góðan eiginmann, eignuðust bömin, sem þá voru, föður sem alla tíð bar þeirra hag fyrir brjósti, en föður sinn höfðu þau misst er togarinn Júlí fórst. Saman eignuð- ust þau eina dóttur, Ágústu, sem heitin er eftir móður Daníels. Alla tíð var samband Daníels við barna- hópinn gott, og á hann sinn þátt í því að í dag em þau öll mannkosta- fólk. Það getur varla verið annað en erfítt hlutskipti að taka að sér slíkan bamahóp, en aldrei heyrði ég annað en að fyrir honum hafi þetta verið eðlilegt framhald kynna þeirra Kristínar. Sorg þeirra allra, Kristínar, barn- anna, tengdabamanna og bama- bamanna, er því mikil og missirinn stór. En áfram lifir minningin um góðar stundir, góðan eiginmann, föð- ur, tengdaföður og afa. Við sækjum styrk í bænina og biðjum algóðan Guð að veita honum ró, en ástvinum hans líkn. Við Ella þökkum samfylgdina og biðjum ykkur blessunar Guðs. Astbjörn Egilsson Vorið 1967 útskrifaðist ungur og glaðbeittur hópur leikara frá Leiklist- arskóla Leikfélags Reykjavíkur. Við stóðum niðri við Tjöm, þrír strákar og sex stelpur og framtíðin brosti við okkur. Nú er aðeins einn eftir af strákun- um. Daníel er skyndilega horfinn úr okkar hópi, en Guðmundur Erlends- son lést löngu fyrir aldur fram fyrir allmörgum árum. Það er alltaf jafn sárt að sætta sig við það þegar óvænt og óskiljan- legt slys tekur skyndilega fólk á besta aldri. Daníel Williamsson var rólyndur, dulur og prúður maður, en umbar okkur hin sem varla gátum talist í þeim hópi með miklum skilningi og þolinmæði. Hann var einlægur og trygglyndur við vini sína og leik- húsið. Hann kom úr áhugaleikhúsi úti á landi og fór til borgarinnar til að nema leiklist. Og hann varð góður leikari þótt hann legði það ekki fyrir sig. Honum lét ætíð best að tjá sig án orða. Hann stóð okkur flestum framar í látbragði og það er varla tilviljun að hann valdi síðar ljósa- hönnun sem starfsvettvang innan leikhússins. Það segir kannski mest um hann að hann skyldi kjósa að standa á bak við ljósgeislann, sem hinir böðuðu sig í. Einhvem tímann á góðri stundu sagðist hann njóta þess hvað best að beina ljósinu að okkur skólasystrum sínum og verk- um okkar. Fyrir það þökkum við honum nú. Við kveðjum Daníel með söknuði og trega og sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Tóta og Soffa + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, JÓNU GUNNLAUGARINGIMARSDÓTTUR frá Þórshöfn, Dyngjuvegi 10, Reykjavfk. Fyrir hönd annarra vandamanna, Karl Davíðsson, Ásgeir Sverrisson. Það voru að koma jól eins og nú. Þá fannst mér „Guð ekki góður að taka afa frá okkur“. Eftir það bjuggu þær þijár á Lindargötunni, amma Ágústa, „Dadda frænka" og Laufey. En sama árið og lýðveldið var stofnað fjölgaði á Lindargötunni, þá fæddist Óli, sonur Laufeyjar. Ári seinna eignaðist Dadda sitt eina barn, Erling. Þau Stefán Hallgríms- son höfðu gengið í hjónaband árið áður, svo nú var nokkuð margt á Lindargötu þó húsið væri lítið. En þar sem er hjartarúm, þar er hús- rúm. Næstu árin voru full af gleði og hamingju. Enn bættist f hópinn í Lindargötuhúsinu 1947 er Gunndís fæddist. Ég var elsta barnabarnið hennar Ágústu ömmu og eina stúlk- an, þar til Laufey átti Gunndísi. Svo ýmsar kröfur voru gerðar til mín á þessum árum. Enn líða nokkur ár í hamingju og gleði, en svo 1957 deyr faðir minn, „Gestur bróðir" eins og Dadda sagði alltaf. Ég var ekki heima er pabbi dó. Hún tók á móti mér á bryggjunni heima og sagði „nú verður þú að vera dugleg stúlka Vigga mín“. Hún var alltaf þannig. En tveimur árum seinna urðu þau fyrir sinni miklu sorg Stefán og Dadda að missa einkasoninn Erling, ljósgeislann sinn. Hann varð fyrir slysi. Ég held og veit að Dadda náði sér aldrei eftir þetta áfall. Þó svo hún ræddi það ekki við neinn. Fyrr en eitt sinn stuttu fyrir jól að hún var stödd hjá mér, 10 árum seinna. Þau fóru frá Sigló sama ár og Erlingur dó, fyrst til Vestmannaeyja á vertíð. Síðan lá leiðin til Hafnar- fjarðar. Eftir að Erlingur dó breiddi hún sig yfír okkur, systkinabörn sín. Og seinna böm okkar. Ég geymi ennþá gull er hún sendi bömunum mfnum fyrstu árin sem þau lifðu. Er ég eignaðist son 1955 var hún ekki að biðja mig um nafn. Hún vissi að ég myndi láta hann heita Gest eftir bróður hennar. En seinna er Jón bróðir og Lóa eignuðust dreng var hann látinn heita Erlingur. Ég veit að henni þótti mjög vænt um það og Stefáni einnig. Kannski á ég ekki að tíunda hvað Dadda og Stefán hafa gert fyrir okkur, það gera kannski aðrir. En þau voru alltaf að gefa, bæði tíma og peninga, en ekki síst af sjálfum sér. Margar voru ferð- imar er þau fóru f bíltúr með mig og bömin á Þingvöll, Hveragerði, o.fl. Oft var boðið f mat og alltaf var „veisla hjá þeim Döddu og Stefáni". Á árunum 1962-1972 er ég bjó fyrir sunnan var hún alltaf boðin og búin að hjálpa. Þegar annað hvort bömin eða ég vorum veik. Varð bara að hringja, svo kom hún. Ekki má gleyma því sem tilheyrði jólaundirbúningi, það er laufabrauðs- bakstrinum sem fram fór í Firðinum, hjá Döddu og Stefáni. Hann kenndi bömunum mínum að skera út. Hann er snillingur í því. Svo var bakað og kökumar áttu að ná frá Hafnarfirði til Kópavogs, í að minnsta kosti eitt skiptið. Heimilið prýddi hún með handa- vinnu sem hún vann sjálf. Samt hafði hún aðeins annað augað meira en hálfa ævina. Einnig gaf hún margt af þvf sem hún vann í höndum, því henni féll varla verk úr hendi. Ola hjálpuðu þau er hann byrjaði lang- skólanám. Dætur Laufeyjar, Gunndísi, Ásu Dagbjörtu, Ástu og Ágústu, á þær allar held ég að hún hafí litið sem hálfgerðar dætur sína. Alltaf var hún að hugsa um hjörðina sína. Þijú börn á ég, Jón bróðir þijú og Matthías fjögur börn. Öll þessi böm fengu jólaglaðning hver jól. Og marga fleiri gladdi hún. Hún var gjafmild en helst mátti enginn fá að vita er hún stakk einu og öðru að manni. Já, það er margs að minnast og margt að þakka kæru frænku minni. Það er sárast að vita hve síðustu árin voru henni erfið. Stefán hefur líka haft það erfítt. Ég vil ekki síður þakka honum fyrir að hafa alltaf verið þolinmóður og verið nærri frænku, þennan síðasta tíma. Ég horfí yfir hafið um haust af auðri strönd í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála og auða, er stari ég héðan af, er ströndin striðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. Ég veit að Dadda fær góða heim- komu. Það verður tekið vel á móti henni af þeim sem á undan eru famir. Þar fær hún hvíld og frið. Eftir þessi erfíðu ár hér á okkar voluðu jörð. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Gunndísi vil ég einnig þakka allt sem hún var Döddu alla tíð. Hún reyndi að vernda hana síðustu árin fyrir vondum fréttum, svo henni gæti liðið sem best. Hún Gunndís var ljósgeislinn hennar nú síðustu árin. > Að lokum sendi ég Stefáni og öllum öðmm mínar samúðarkveðj- ur, og bið góðan Guð að varðveita ykkur öll. Viktoría Særún Gestsdóttir (stödd í Noregi) BESTA LAUSNIN ER AVALLT ODYRUST Kennsla Námskeið Starfsmanna- þjálfun Rekstrarráðgjöf Sölu- og markaðs. ráðgjöf Þjónusta Einkatölvur Fjölnotendatölvur Fylgihlutir LEIÐANDI HUGBÚNAÐUR SYNING ÍDAGTILKL. 18.00 Verið velkomin að skoða þetta einstaka viðskiptakerfi í Ármúla 38, (Selmúlamegin). Fjárhagsbókhald Skuldunautabókhald Lánadrottnabókhald Launakerfi Mælingauppgjör Verkbókhald Sölukerfi Frátektarkefi Birgðakerfi Framlegðarkerfi Framleiðslustýring Verðbréfakerfi Bifreiðakerfi Tilboðskerfi STÓLPA-tölvukerfin hafa fengið einstakar móttökur og fjölda viðurkenninga á stuttum tíma. Samhæfður hugbúnaður, sem markað hefur þáttaskil í gerð hugbúnaðar á íslandi og fæstfyrir einkatölvur, fjölnotendatölvur og nettenging- ar frá öllum helstu tölvuframleiðendum heims. Einstök afköst, fjölhæfni og öryggi fyrir lágt verð. STÓLPI - METSÖLUKERFI annað árið í röð! Á þriðja hundrað notendur í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Hægt er að byrja smátt og bæta síðan kerfum við að vild. Hjá okkur getur þú fengið alla þá þjónustu sem með þarf. KERFISÞRÓUN HF. Ármúli 38,108 Reykjavík SlMAR: 68 8055 - 6874 66 LEIÐANDI HUGBÚNAÐARHÚS •m*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.