Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DKSEMBER1988 Ætíingjum og vinum þakka ég af alhug gjafir, blóm og skeyti á 80 ára afmœli mínu 21. nóv- ember og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Þuríður Filippusdóttir, Lönguhlíð 3. Happdrættisbíll — óekinn til sölu með miklum afslætti. Nánari upplýsingar í síma 19931. 5% lækkun söluskatts mundi að fullu vega upp verðlags- áhrif 13% gengisfellingar eftirEyjólf Konráð Jónsson Enginn getur mótmælt því að um það bil 5% lækkun söluskatts mundi að fullu vega upp verðlags- áhrif 13% gengisfellingar, þar sem hann leggst á miklu stærri stofn. Lækkun matarskatts að auki í t.d. 5% mundi gefa svigrúm til frekari gengisbreytingar eða beinlínis lækka verðbólgu þannig að kaup- máttur ykist en minnkaði ekki. Þá mundu menn almennt una við nú- verandi launakjör og verðbólgu- draugurinn drepast djöfli sínum. Gegn þessari sjálfsögðu stefnu berjast stjómarliðar innan og utan SIS ásamt sumum samtökum at- vinnurekenda, sem gefa mönnum tvo kosti, gífurlega kjaraskerðingu eða atvinnuleysi, nema hvort tveggja sé. Auðvitað hafa þessi öfl leyfi til að viðra sínar skoðanir en íslenskt alþýðufólk er fyrir löngu hætt að hlusta á þessa speki. Kerfiskarlar geta einfaldlega ekki drepið niður framkvæmda- og framfarahug þjóðarinnar nema þá til skamms tíma. Eyjóllur Konráð Jónsson „En framsækin og forrík þjóð á nú að snú- ast gegn vandanum með því að dreifa auð- legð sinni tii atvinnu- veganna og fólksins frá kerfínu og nota féð til að byggja á stórfellda aukningu auðs og vel- megunar.“ En hvernig eiga svo atvinnuveg- irnir að standa undir helmingi meiri útgjaldaaukningu, ekki hafa þeir vald til skattheimtu? Svari sá sem veit. Rétt er það að heilbrigt fólk reyn- ir að spara við sig þegar syrtir í álinn. En því miður eru þeir óhugn- anlega margir sem einfaldlega geta þetta ekki, a.m.k. er þeim um megn að bera þá 10—15% kjaraskerðingu sem boðuð er af stjórlyndisöflum til „vinstri“ og „hægri“. Hvað halda menn að fólk með meðallaun hafi mikið eftir til fæðis og klæðis fjöl- skyldunnar þegar það hefur borgað húsaleigu eða afborgun húsnæðis- lána, ljós og hita, síma, útvarp, sjón- varp og rekstur bíldruslu. Ætli sú upphæð yrði ekki nálægt núllinu eftir kjaraskerðinguna sem á að knýja fram? En framsækin og forrík þjóð á nú að snúast gegn vandanum með því að dreifa auðlegð sinni til at- vinnuveganna og fólksins frá kerf- inu og nota féð til að byggja á stór- fellda aukningu auð's og velmegun- ar. Við eigum með öðrum orðum að snúa uppgjafarvæli og kreppu- stefnu til stórfelldrar sóknar. Eina vörnin gegn ofstjórnaraulunum nú er stórsókn frjálslyndis og fram- farafólks í öllum stéttum og flokk- um. Besta vörnin er sókn. Nú er það svo að enn á að heita að atvinnuvegimir standi undir 2 hlutum launagreiðslna og annarra umsvifa í þjóðfélaginu en opinberir aðilar þriðjungnum. Ríkið ætlar sér ár hvert að hirða til sín í síhækkuð- um sköttum meiri hluta þjóðartekna og auðs og gerir það í nafni þess göfuglyndis að reka hallalausan ríkissjóð með þeim glæsilega ár- angri sem dæmin sanna. Við fjár- lagagerð í fyrra var áætlað að halli ríkissjóðs yrði um 3 milljarðar án nýrra skatta. Skattar voru hækkað- ir um 5 milljarða eða svo til vonar og vara. Afleiðingin er ekki afgang- ur á ríkissjóði heldur um það bil 6 milljarða halli. Nú á að bæta sömu upphæð við bijálaða skattheimtu sem fyrir er og eftir reynslunni að dæma verður hallinn næsta ár því 12 milljarðar eða meira því að útgjöld ríkissjóðs ijúka upp úr öllu valdi en tekjumar dragast stórlega saman í kreppunni sem stjómarherrar hafa hátíðlega „lofað" þjóðinni. Hrólfur Sveinsson: Bréfetúfiir til Þor- steins Gylfasonar Þorsteinn minn góður. Skelfing þykir mér leitt, að strák-óbermið hann Sveinki sonur okkar beggja skyldi fara að veit- ast að þér með dólgslegu gapuxa- geipi í Morgunblaðinu 9. þ.m. og þar með fremja þá óhæfu að svívirða sinn rétta föður. Þetta hefst af því, að ég skyldi fyrir þín orð leyna drengskrattann hinu sanna faðerni sínu. En eins og þú manst, gerði ég það fyrir þrá- beiðni þína óg loforð um ríflegt meðlag (sem ég minni þig hér með á) að gangast við þessum króga ykkar Kolgrímu sálugu, sem hafði verið þér eftirlát, en þú vildir síðan hvorki heyra né sjá. Nú mun ég hvetja strákinn til að ganga á þinn fund og biðja þig, sinn rétta föður, fyrirgefning- ar. En þér ráðlegg ég að láta þér þessa uppákomu að kenningu verða og gangast sjálfur við þínum eigin afkvæmum fram- vegis. Þinn vinur og velgerðarmaður, Hrólfúr Sveinsson. Símar 35408 og 83033 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íðum Moggans! •/ . • UiV Mosfellsbær: Sögulegt gildi Hraðastaða ekki talið vera 3 m.kr. virði - segir Páll Guð- jónsson bæjarstjóri P ÁLL Guðjonsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að það hafi legið fyrir að bærinn Hraðastaðir hafí verið boðinn Mosfellsbæ að gjöf í þeim tilgangi að húsin þar yrðu gerð upp. Áætlaður kostnað- ur við það hafí verið um 3 milljón- ir króna, auk viðhaldskostnaðar siðar, og meirihluti bæjarsljórnar hafi ekki talið sögulegt gildi hú- sanna nægilegt til að það rétt- lætti fjárútlátin. í pistli eftir Sigríði Halldórsdóttur f Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag sagði að Hraðastaðafólk hafi boðið Mosfellsbæ húsin og bæjar- stæðið að gjöf en yfírvöld þar hafn- að tilboðinu. Hraðastaðabærinn sé einn af örfáum sem eftir standi af þeim eftirlíkingum gömlu torfbæj- anna sem tíðkaðist að byggja á ís- . landi snemma á öldinnL Hann sé Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Hraðastaðir í Mosfellsdal er 60-70 ára gamall bárujárnsklæddur timl urbær með byggingarlagi í stíl torfbæjanna. 60-70 ára gamall, en vel byggður úr úrvalstimbri. Páll Guðjónsson sagði að ákvörð- un bæjarstjómar hafi verið tekin að vel athuguðu máli og meðal annars hafí verið fengið álit Harðar Ágústs- sonar á sögulegu gildi bæjarins. Meirihluti bæjarstjómar hafi að því fengnu ekki taiið gildi bæjarins nægilegt til að réttlæta kostnaðinn. Atkvæðagreiðsla um málið hafí farið 4-3 og ekki skipst eftir pólitískum línum, heldur aldri, þannig að hinir eldri Mosfellingar hafí verið hlynntir því að þiggja Hraðastaði og varð- veita húsin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.