Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Sá sem vill verða forsætisráðherra á þetta skilið Árum saman var Golda Meir í fréttunum og á hvers manns vörum um allan heim. Hún var brautryðjandinn í uppbyggingu nýs Ísraelsríkis, leiðtogi verkamannaflokks- ins, sendiherra lands síns, ut- anríkisráðherra og forsætis- ráðherra, þegar mest á reið um tilvist þess og afkomu. Golda Meir lést háöldruð fyrir 10 árum. Nú hefúr sonur hennar, Menahem Meir, sótt ísland heim í tilefiii útkomu sjálfsævisögu móður hans, „Golda Meir, ævi mín“. Ævi- söguna skrifaði hún þremur árum fyrir andlátið og segir þar ekki aðeins sögu þessarar merku konu heldur gefúr líka innsýn og bakgrunninn að þvi sem enn er að gerast i ísrael. Kvaðst Menahem mjög þakk- látur þýðandanum Bryndísi Víglundsdóttur og útgefand- anum Björgu Einarsdóttur í Bókrún fyrir að hafa komið ævisögu móður hans í hendur isienskra lesenda og gera sér fært að koma og þakka fyrir hennar hönd. Ekki er það þó í fyrsta skipti sem Menahem Meir hefúr viðdvöl á Islandi. Hann er sellóleikari og kennir á námskeiðum víða um heim og hefúr þá lagt Ieið sína hér um og litíð inn hjá vinum sínum á íslandi. í þetta sinn lék hann meðal annars á selló- tónleikum í sal Hamrahlíðar- skóla á vegum félagsins ís- land-ísrael. Fyrstu kynni hans af ís- landi voru þegar Golda Meir kom hingað í opin- bera heimsókn árið 1961 á ferð sinni um Norðurlönd. „Hún kom með gjafir til ^ölskyldunnar frá ís- landi, peysur, myndabækur og plötur með íslenskum þjóðlögum. Einnig plötu með orgelleik Páls Isólfssonar. Og hún sagði okkur frá þessu fjar- læga landi. Var svo hrifín af fólk- inu, landinu og andrúmsloftinu öllu. Fannst ísland og ísrael eiga það sameiginlegt að búa í og takast á við erfíðleikana í löndum með erfíð- um gróðurskilyrðum, þótt af ólíkum orsökum sé þar sem okkar land er skrælþurrt með fulum fenjamýrum og moskitóflugum á milli. Á báðum stöðum væri að takast að yfírvinna ákaflega erfíð skilyrði og skapa landsmönnum gott líf. Það væri svo uppörvandi. Þegar ég átti svo leið til Ameríku síðar langaði mig til að sjá þetta ísland sem hún hafði sagt okkur frá og hafði hér stutta við- dvöl. í næsta skipti var ég fram- kvæmdastjóri Tónlistarskólans í Tel Aviv og þurfti að fara til Banda- ríkjanna til að útvega námsstyrki og hljóðfæri, og þar sem ég hafði líka á minni könnu bágborinn fjár- hag skólans, tók ég ódýrasta farið — með Loftleiðum. Eftir að hafa verið hér einu sinni, greip ég hvert tækifæri og hefi nú komið hér fimm sinnum áður, þó aldrei að sumri til. í Tel Aviv kynntist ég Lillian Silber- mann, sem hafði búið hér austur í Biskupstungum. Hún gaf mér heim- ilisföng vina sinna, sem tóku mér ákaflega vel. Mér finnst einmitt svo Golda Meir, fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels, með syni sínum, Menahem Meir. einstaklega gott að koma hingað frá ísrael, það gera m.a. andstæðumar í veðurfari. Þegar Menahem Meir fór hér um laust eftir 1980, var hann á leið til Bandaríkjanna til að ganga frá út- gáfu á bók sem hann hafði sjálfur skrifað um móður sína „Móðir mín, Golda Meir“ og kom út þar í landi. Hann segir að sér hafí reynst ákaf- lega erfitt að skrifa þá bók, en Bandaríkjamenn sóttust eftir henni sem einskonar viðbót við sjálfsævi- söguna, sem Golda skrifaði þannig að hún las hana fyrir og lét bömin sín lesa með sér yfir handritið áður en hún lagði síðustu hönd á það sjálf. í sinni bók svarar Menahem spumingu sem oft er lögð fyrirhann: „Hvað gerði Golda eiginlega? í upp- vextinum spurðum við systkinin tvö okkur þess sjálf. Hún vann eins og hestur, ferðaðist tímunum saman með frumstæðum lestum og áætlun- arvögnum frá Cleveland, Chicago, Winnipeg og fjarlægum stöðum, gisti eina nótt hjá §ölskyldu ein- hvers félaga, næstu hjá annarri, stundum í heilan mánuð ... í hvert skipti sem hún Iagði af stað settist hún niður og útskýrði fyrir okkurað „ekki allir gyðingar í Bandaríkjunum skilja okkur". Meðan við hlustuðum á mömmu, eins og milljónir manna sem seinna vildu hlusta á hana, þá sannfærðumst við um að við yrðum líka að gera okkar gagn með því VIÐTALVIÐ MENAHEM MEIR UM MÓÐURHANS GOLDU MEIR OGNYUTKOMNA ÆVISÖGU HENNAR að láta hana fara ... Smám saman fór okkur að skiljast að móðir okkar var ekki eins og aðrar mömmur, ekki einu sinni neitt lík öðrum úti- vinnandi mömmum. Hún var engin goðsögn, hún var þá þegar kona sem fólk vildi hlusta á. Sterk kona, ákaf- lega vitur kona, sagði það hvað við annað. Móðir sem við gætum verið hreykin af, sagði það við okkur, og það vorum við líka.“ Minntur á þessi ummæli bætir Menahem Meir nú við: „Þegar ég var yngri var ég mjög feiminn við að vera sonur Goldu Meir. Fannst að fólk. ætlaðist til svo mikils af mér. En svo lærðist mér að hver verður að hafa sitt. Ég hefí mínar hugsjónir og hugmyndir og ræði þær auðvitað, en ég er ekki stjómmála- maður. Seinna fannst mér bara gam- an að vera sonur hennar." Menahem og systir hans Sara ól- ust upp með móður sinni og ísrael sríki, sem líka var að stíga sín fyrstu Sellóleikarinn Menahem Meir á íslandi í til- efniafútkomu sjálfsævisögu móður hans, Goldu Meir, á islensku. bemskuspor þegar foreldrar hans fluttust til ísrael frá Bandaríkjunum og hófust handa eins og aðrir inn- flytjendur í samyrkjubúi við að rækta upp þessi fúlu fen, sem eng- inn hafði haldist við í en keypt hafði verið fyrir fé úr söfnunarbaukum gyðinga um víða veröld af ríkum araba frá Líbanon. Og Menahem fylgdi móður sinni gegn um fátækt- arbaslið og uppbyggingu landsins. Seinni árin bjó hann með fjölskyldu sinni í parhúsi í Tel Aviv á móti móður sinni, sem þá var iðulega ráðherra. Og hann og kona hans, sem er geðlæknir, voru hennar hægri hönd. Systirin Sara fetaði í fótspor móður sinnar og bjó lengst af í sa- myrkjubúi. Hún er kennari með málfræði sem sérgrein og rak skóla fyrir eldri bömin, en er nú flutt í hús Goldu Meir í Tel Aviv og vinnur við greinaskrif og þýðingar á hebr- esku. Þarf mikið hugrekki Þótt stríð væri í hennar huga það hræðilegasta sem fyrir gat komið, að sögn sonar hennar, varð það hlutskipti Goldu Meir að vera utan- ríkisráðherra í Stnaí-stríðinu og hún hafði aftur verið kölluð til að veita stjómarforustu sem forsætisráð- herra 1969, þá yfir sjötugt, þegar Egyptar og Sýrlendingar réðust á ísrael og hófst svokallað Yom Kipp- ur-stríð 1973. „Það var henni erf- itt. En hún vék sér ekki undan ábyrgðinni, sagði bara: „Hver sem vill vera forsætisráðherra á þetta einfaldlega skiliðl", segir Menahem. Þegar Sex daga stríðið hófst 1967 með því að ísraelar gerðu loftárásir á flugflota Egypta, Jórdana og Sýrlendinga á jörðu niðri og eyði- lögðu þá, var Golda Meir nýhætt sem utanríkisráðherra og lá veik í rúminu. „Levi Eschkol forsætisráð- herra kom 1-2 dögum áður og sat á rúmstokknum hennar til að ráðg- ast við hana þar til kona mín fór að lokum inn um miðnætti og bað hann að fara. Við bjuggum í næsta húsi og hún hafði svo miklar áhyggjur af mömmu," segir hann er við ræðum þessi stríð. Það sýnir hve mikil áhrifamanneskja Golda var að svo afdrifaríkar ákvarðanir var ekki hægt að taka án hennar. Og Menahem bætir við: „Móðir mín hafði miklar áhyggjur, því allur egypski herinn var í viðbragðsstöðu við Sínaí. Við áttum von á að varp- að yrði sprengjum á borgir okkar á hverri stundu og beitt gasi sem við vissum að var til reiðu. Þess- vegna var engin önnur leið en þessi skyndiaðgerð til að eyðileggja flug- flota þeirra. Þetta kom best fram, þegar í ljós kom að þáverandi for- seti Egyptalands, Nasser, hafði sent Hussein konungi í Jóráaníu skeyti sem hljóðaði svo: „Tel Aviv bomb- arderuð, enginn ísraelskur flugher til meir. Komið inn.“ Og Hussein trúði honum og réðist inn hinum megin. Þannig ginnti Nasser hann til þátttöku og missi lands. Levi Eshkol hafði þó aðvarað Hussein að blanda sér ekki í málið. Og mamma sagði: „Við hverju býst Hussein nú, að við gefum honum Jerúsalem í sárabætur fyrir að hafa ekki tekist að þurrka okkur út?“ Við ræðum áfram um böl allra þessara stríða fyrir botni Miðjarðar- hafsins, sem ekki er rúm til að fara nánar út í hér, en kemur svo vel fram í ævisögu Goldu Meir. Hún reyndi að koma á samningaviðræð- um við Sadat. En málið var ekki nægilega undirbúið þá, að dómi sonar hennar. Það var ekki fyrr en seinna að Anwar el-Sadat kom til ísrael til sátta. „Til þess þurfti mik- ið hugrekki, enda hefur hann líklega goldið fyrir það með lífí sínu. En það er sami vandinn nú. Huss- ein Jórdaníukonungur vill setjast niður og ræða málin. Mamma tal- aði oft við hann á laun. En hann þarf líka geysilegt hugrekki. Það sem vantar er hugrekki og ráð- vendni — hjá öllum aðilum. Ef við höldum friðinn, þá er allt hægt. Það er alveg hræðilegt að Palestínu- arabamir skuli senda öll þessi böm og unglinga til að varpa molotov- kokteilum og kasta gijóti að her- mönnunum. Ekki hefðu íslendingar sent böm og unglinga til að beijast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.