Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Sagnalist og sögugleði Bókmenntir Erlendur Jónsson Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli: MINNINGAR ÚR MÝRDAL. Fyrra bindi. 180 bls. Örn og Örl- ygur. 1990. Fyrsta bók Eyjólfs Guðmunds- sonar, Afi og amma, kom út 1941. Halldór Laxness gat hennar afar lofsamlega. Að fá uppáskrift frá þvílíkum manni jafngilti reisupassa til frambúðar. Síðan fylgdu fleiri bækur frá Eyjólfi sem allar hlutu góðar viðtökur. Nú koma þessar endurminningar fyrir almennings sjónir, seint og um síðir. Eyjólfur lét þær eftir sig; entist ekki aldur til að ganga frá þeim tii útgáfu. Þórður Tómasson hefur búið bókina til prentunar. Reyndar var hann sjálfkjörinn til þess verks. Hann þekkti Eyjólf, er vel kunnugur í sveit hans, og fáir munu skilja betur tungutak þessa mýrdælska sagna- manns. Eyjólfur hafði ekki gefið þessum endurminningum heiti. Nafnið er Þórðar. Eyjólfur var af kynslóð þeirri sem Jónas Jónsson kallaði aldamóta- félags. Og sveitarblaði hélt hann úti sem gustaði af. Margur eldri bóndinn leit svo til að allur þessi fyrirgangur mundi draga fólk frá vinnu, auka sjálfræði og heimtu- frekju og þar með lama sjálfsbjarg- arviðleitni sveitarbúa. En þjóðfélag- ið var að breytast. Aldahvörf voru í vændum. Og kennarinn ungi hafði tímann með sér. Ritstörfm voru Eyjólfí fullkomið aukastarf. Sjötíu og eins árs var hann orðinn þegar fyrsta bók hans kom út. Samt liggur eftir hann næstum eins mikið og eftir margan atvinnuskríbentinn nú á dögum. Hvenær gafst honum tóm til starf- ans? Þórður Tómasson svarar því: »Kunnugir segja að aldrei kæmi hann svo inn til hvíldar frá bústörf- um að hann tæki ekki pennann og festi á blað það sem á hugann sótti hverju sinni.« Þar að auki átti hann »auðvelt með að setja æviferil sinn á svið«. Vant er að giska á hversu rit Eyjólfs höfða til lesenda nú á dög- um. En orð þau, sem Laxness hafði um hann fyrir fimmtíu árum, standa að mínu viti óhögguð. IÐUNN hefur gefið út bókina Kristján eftir Garðar Sverrisson. í kynningu útgefanda segir: „í bókinni er dregin upp rauntrú.mynd af Kristjáni Jóhannssyni óperu- söngvara og hann segir þar sögu sína frá bernskudögum á Akureyri uns hann stendur á sviði þekktasta óperuhúss heims. Þetta er hreinskil- in frásögn og einlæg, þar sem Krist- ján kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maðurinn, eldhuginn og listamað- urinn Kristján Jóhannsson er við- fangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Hér lýsir hann af ein- lægni æsku sinni og uppvexti, þar sem ekki ríkti alltaf dúnalögn, og segir einnig frá námi sínu á Italíu og söngferlinum heima og erlendis, frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan þess, frá töfraljóma sviðsljósanna og skugg- um öfundar og umtals, en ekki síst frá ást og sorgum í stormasömu lífí litríks listamanns." Bókin er prentuð i Odda hf. menn. En þá átti hann við menn sem komnir voru á fullorðinsaldur þegar nýja öldin gekk í garð. Eyjólf- ur stóð þá á þrítugu. Minningarnar hefjast 1892 í Mosfellssveit. Eyjólf- ur sýnist þá hafa ætlað að hefja langskólanám. En margt fer öðru- vísi en ætlað var. Svo bar nefnilega við að faðir hans hafði brugðið sér austur í Mýrdal. Meðal annars hafði hann þær fréttir að færa að hann hefði ráðið piltinn til barnakennslu þar í sveit veturinn næsta. Skyldi Eyjólfur kenna í fimm mánuði og fá 60 krónur í kaup, auk fæðis og húsnæðis. Það svaraði þá til árs- kaups vinnumanns. Fyrir sömu íjár- hæð mátti kaupa úrvals reiðhest. Eyjólfur fór að ráðum föður síns, annað þótti ekki hæfa. Varla gat hann þó hlakkað til fararinnar. Fyrri kennari hafði hrakist frá starfi vegna þess að hann réð ekki við strákana. Það er að vísu nokkuð sem sumir mega reyna, aðrir ekki. Og ekki var laust við að kennarinn ungi fyndi fyrir glímuskjálfta þegar hann hóf kennsluna við frumstæð skilyrði, vægast sagt. En í Mýrdaln- um rótfestist Eyjólfur og kenndi sig við bæ sinn þar eins og títt var um hans daga. Kristján Jóhannsson Garðar Sverrisson Bók um Kristján Jóhannsson eftir Garðar Sverrisson En hvað var það í stíl og frásögn þessa sjálfmenntaða barnakennara sem svo mjög höfðaði til ungs og róttæks rithöfundar og heimsborg- ara um 1940? Því er auðsvarað. Það var hin hreina ósvikna íslenska frá- sagnarlist sem Eyjólfur rækti svo dyggilega að naumast varð á betra kosið. Kjarnmikill stíll Eyjólfs minnir um sumt á sagnaritun 19. aldar. Frásögn hans er gagnorð, blæ- brigðarík og hvarvetna með nota- legri gamansemi, en eigi að síður hrein og bein. Og teprulaus með öllu. Þótt Eyjólfur sé hvergi yfir- máta"berorður hefur maður á tilfínn- ingunni að hann reyni ekki að dylj- ast. Hvarvetna skyggnir hann sögu- efnið í nálægð. Sýnt er að hann hefur lagað stíl sinn að talmáli allt eins mikið og bókmáli. Víða notar hann orð og orðtök sem nú eru sjald- gæf orðin, jafnvel torskilin þorra manna. Vafalaust hafa þau talist til dagslegs máls í æsku hans. Út- úrdúrar og eftirþankar eru sparaðir. Vífílengjur er engar að finna. Ey- jólfur kemur jafnan beint að efninu, vafningalaust. En því aðeins. reynd- ist honum unnt að skrifa þann klára texta sem raun bar vitni að hann gat — eins og samtímamenn hans margir — byggt á frásagnarhefð sem tók í senn til talmáls og rit- máls. Menn gátu skrifað sögu af því að þeir kunnu að segja sögu. Eyjólfur beitti sér fyrir marg- víslegri félagsstarfsemi í sveit sinni. Bæði sakir þess og eins vegna kennslunnar kynntist hann náið öll- um sínum sveitungum. Hann kom inn á flest eða öll heimili sveitarinn- ar og lýsir mörgum þeirra náið, fólki og heimilislífi. Samstarfíð virðist hafa gengið að óskum og ber hann sveitungunum vel söguna, velflest- um. Auðvitað lenti hann í árekstr- um, hjá því varð ekki komist. Því ekki eru allir sauðir hvítir. Ekki reynir hann heldur að láta sem svo hafi verið. Hann vildi brydda upp á ýmiss konar nýjungum. Sumir tóku þeim vel, aðrir miður; einkum eldri bændur; hafa þá skóðað bægsla- ganginn í þessum unga manni sem yfirlæti og afskiptasemi. Oflugar félagsmálahreyfingar fóru þá um landið, sjálfstæðisbaráttan, bindind- ishreyfíngin en síðan ungmennafé- lagshreyfíngin svo nokkuð sé nefnt. Fátækt var almenn í sveitum, sums staðar sár örbirgð. Fundi sína og samkomur urðu Mýrdælingar að halda í heimahúsum eða í hellum. Eyjólfur beitti sér snemma fyrir byggingu samkomuhúss. Þess hátt- ar kostaði fé. Þrautalaust gekk það ekki sem geta má nærri. Fjöldi fólks kemur við sögu í minningum þessum. Skrítnir karlar og kerlingar voru á hvetju strái. Eyjólfur Guðmundsson Margur bar úfínn skráp vegna lang- varandi harðræðis og kvalræðis. Eyjólfur fór að þessu fólki með lempni og lagni og tókst oft að vinna á sitt band þá sem þverir voru í fyrstu. Hann vildi hafa líf og fjör í kringum sig og efla menningu sveit- arbúa. í því skyni beitti hann sér meðal annars fyrir stofnun lestrar- GLÆSILEGT fÓLAHLAÐBORÐ Á GÓÐU VERÐI ú þegar jólin eru í nánd færist jóla- stemmningin yfir Skrúð. Þar er gestum og gangandi boðið upp á stórglæsilegt jólahlaðborð, heitt og kalt, á hagstæðu verði. Jólahlaðborðið er á boð- stólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1400 kr. og á kvöldin frá kl. 18-22 á 1900 kn Aö sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu. i Ath. Feðgarnir Jónas Dagbjartsson og Jl Jónas Þórir leika jólatónlist öll kvöld. Skrúður kemur öllum í jólaskapið! Inojrely lofargóðu! HEIMILISLEG HUGTÖK _______Myndlist Eiríkur Þorláksson Í þessum mánuði ákafra pólit- ískra væringa, fjárhagsþrenginga og loks jólainnkaupa er frískandi að líta stutta stund í aðrar áttir. Á sama hátt og Gallerí Sævars Karls í Bankastræti hefur oft áður með sýningúm sínum boðið upp á góða hvíld frá amstri dagsins (auk þess sem útsýnið er ágætt), hefur nú ungur listamaður, Daníel Magnússon, sett þar upp fímm verk sem hann nefnir „minnis- varða heimilislegra hugtaka". Daníel stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann 1983-87, og auk sýningar sem hann setti upp í Nýlistasafninu á síðasta ári, hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum, og verk hans skreyttu m.a. veggi menntamála- ráðuneytisins fyrr á þessu hausti. Daníel hefur greinilega mikinn áhuga á að velta fyrir sér hug- myndum og hugtökum, þýðingu þeirra í hinu daglega lífí og hinni sjónrænu útfærslu þeirra; hann gerir sér hins vegar engar grillur um háleitt eðli slíkra verka, eins og hin súrrealíska tilvitnun sem hann hefur valið sýningunni ber með sér: „ ... Raunverulega eru myndir hvorki góðar né slæmar, þær eru í eðli sínu natural, eins og fingrafar sem hinn glaðvaknaði og allsgáði kviðdómur notar til að ákvarða sína eigin sekt eða sak- leysi ....“ (Viktor Staalhanzk, 1923). Hin heimilislegu hugtök sem Daníel fjallar um eru ekki skápa- skipulag eða val á mynstri kristal- vasa. „Hraðlest lyginnar" fjallar um eina af ókræsilegri afurðum eldhúsumræðnanna, lygasöguna, og hvað þarf til hennar; stóra skyttu í vefstól (til að vefa lygavef- inn), nálar (til að bæta í því sem á vantar) og þau hugtök sem þarf til að þetta falli allt vel saman: Vilja, hefnd, vonleysi, ótta, sköp- un, spurningar, sektarkennd ... Þetta er allt hægt að loka niðri í kassa, en er tilbúið til notkunar (aftur) hvenær sem er. í þessu verki hefur listamaður- inn tekið í notkun efni sem hann kallar á afar smekklegan hátt eld- húsfílabein. Þetta efni nýtur sín enn betur í hinu munúðarfulla verki „Libido" sem svignar undan heftri kynorkunni — sem er vissu- lega einnig heimilislegt hugtak, ekki satt? íslendingum er ákaflega annt um veðrið og umræður um það marka allt þjóðlífíð á stundum. Tvö verk hér minna á þetta. Allir hafa heyrt um „Stofuveður" (en hafa ef til vill ekki séð það fyrir sér fest niður á þennan hátt), en færri geta ímyndað sér „látið“ veðurfar og hvernig er hægt að ganga frá því í líkkistu - en það er einmitt það sem Daníel gerir í „Vcðurlík". Þessi litla sýning er krydd í til- veruna og upplífgandi fyrir alla sem inn koma, og væri auðveldur viðkomustaður fyrir vegfarendur um Laugaveg og Bankastræti á jólavertíðinni, en sýningin mun opin fram á Þorláksmessu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.