Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Nauðsynlegar breyt- ingar á jarðalögum Schiesser® eftir Gunnar Jóhann Birgisson Á Aiþingi hefur verið lagt fram merkilegt frumvarp um breytingu á jarðalögum nr. 65/1976. Flutn- ingsmenn eru alþingismennirnir Geir H. Haarde og Friðrik Sophus- son. Frumvarpið gerir ráð fyrir tvenns konar meginbreytingum ájarðalög- um. í fyrsta lagi að úr núgildandi lögum falli brott ákvæði þess efnis að ekki megi selja jarðir eða fast- eignaréttindi utan þéttbýlissvæða nema með samþykki sveitarstjórar og jarðanefndar. í öðru lagi að nið- ur falli forkaupsréttur sveitarfélaga við_ sölu fasteignaréttinda. í greinargerð með frumvarpinu segir, að flutningsmenn telji að hvoiutveggja ákvæðin setji óeðli- legar hömlur á ráðstöfunarrétt manna yfir eignum sínum. Eignarréttarákvæði stj órnarskrárinnar Séreignarfyrirkomulagið er einn af hornsteinum íslenskrar stjórn- skipunar og án þess fengist fijálst markaðshagkerfi ekki þrifist. Eign- arrétturinn er varinn í 67. gr. íslensku stjórnarskrárinnar, en þar segir orðrétt: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til þess að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Þetta stjórnarskrár- ákvæði verndar þá meginreglu að mönnum sé frjálst að ráðstafa eign- um sínum með þeim hætti sem þeir telja heppilegast enda fari það ekki í bága við „almenningsþörf“ eða lögvarin réttindi annarra. í lögfræði hefur eignarrétturinn verið skilgreindur sem einkaréttur ákveðins aðila yfir tilteknum líkam- legum hlut innan þeirra marka sem þessum rétti er sett í lögum. Ein- staklingar geta öðlast réttindi yfir FRA CHINON CHINON GL-S AD • FASTUR FÓKUS • SJÁLFVIRK FILMUFÆRSLA • SJÁLFTAKARI • ALSJÁLFVIRKT FLASS • MÖGULEIKI Á DAGSETNINGU INN Á MYNDIR Verð kr. 6.950 Verö kr. 15.440 16.980 m/dagsetningu Tl'i ■O Cí'-‘ ■ ■ ov' TÆKNILEGA FULLKOMIN - AUÐVELD í NOTKUN CHINON AUTO 4001 • ALSJÁLFVIRK AÐDRÁTTARLINSA(35-70 mm) • ÞRIGGJA GEISLA SJÁLFVIRK SKERPUSTILLING • ALSJÁLFVIRKT FLASS HflNS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Metsölubhð á hverjum degi! eignum eða eignast hluti með ákveðnum hætti svo sem með kaup- um eða í gegnum erfðir. Það er frumforsenda séreignaskipulagsins að eignir geti gengið kaupum og sölum. Að öðrum kosti er séreignar- skipulagið ekki sá aflvaki viðskipta eins og til er ætiast. Ef einstakling- ar geta ekki hindrunariaust selt eignir sínar verða eignirnar fljótt byrði eða kvöð á viðkomandi og raunhæft verðmat á eignum er úr sögunni. Sveitarstjórnum og jarðanefnd falið of vítækt vald - Það hljóta margir að fagna því að frumvarp þetta hefur verið lagt fram á Alþingi. Hindrun sú sem er í núgildandi lögum og frumvarpinu er ætlað að fella brott hlýtur að teljast mjög óeðlileg. Sveitarstjórn- um og jarðanefnd er falið of víðtækt vald til þess að hindra að einstakl- ingar geti selt fasteignaréttindi sín utan þéttbýlissvæða. Þegar jarða- nefnd og sveitarstjórnir meta hvort samþykkja beri fyrirhugaða ráð- stöfun eða sölu eignar, á matið samkvæmt jarðalögum að miðast við það hvort fyrirhuguð ráðstöfun teljist andstæð hagsmunum sveitar- félagsins eða ekki. Hér er ekki um raunhæfa viðmiðun að ræða og í raun furðulegt að lægra settum stjórnvöldum hafi verið falið svo víðtækt vald án þess að settar hafi verið nákvæmari reglur um það hvenær til afskipta megi koma. Þetta fyrirkomulag kallar á spill- ingu þar sem einstaklingunum sem sitja í viðkomandi stjórnum og jarðanefnd er gert mögulegt að stjórna því hveijir kaupa fasteignir og hveijir ekki. Þannig geta sveitar- stjómarmenn eða lagsmenn þeirra sölsað undir sig heilu sveitirnar í skjóli þess að verið sé að hugsa um hagsmuni bænda. I greinargérð með frumvarpinu er sagt, að líkja megi núgildandi lagaákvæðum við það ef íbúðareig- endur í íjölbýlishúsum yrði gert að skyldu að leita samþykki húsfélags eða annarra nágranna fyrir sölu íbúða sinna. Það þætti andstætt öllum eðlilegum viðskiptareglum ef íbúar í Reykjavík gætu ekki selt fasteignir sínar án þess að leita eftir samþykki borgarstjórnar. Eðli- legur fasteignamarkaður væri úr sögunni og stjórnmálamennirnir gætu ráðskast með fasteignir íbú- anna að eigin vild nánast án nokk- urra skilyrða. Umrædd ákvæði jarðalaga draga úr líkum á því að seljendur fái sann- virði fyrir eignir sínar og það eru því öfugmæli sem segir í jarðalög- um að umræddar reglur séu í sam- ræmi við hagsmuni „þeirra er land- búnað stunda“. Gunnar Jóhann Birgisson „Því er eðlilegt að þeir sem það kjósa geti selt jarðir sínar og að þeir sem áhuga hafa geti keypt þær í eðlilegum viðskiptum án afskipta opinberra gæslu- manna.“ Hagsmunir bænda Það hlýtur að vera mikið hags- munamál fyrir alla bændur og eig- endur bújarða að geta selt eignir sínar með þeim hætti er þeir kjósa án afskipta opinberra nefnda og skapað þannig raunhæfan fast- eignamarkað úti á Iandsbyggðinni. Þær miklu þjóðfélagslegu breyting- ar sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum árum kalla á breyt- ingar á þessu sviði. Þeim fer fækk- andi er stunda hefðbundinn land- búnað og ekki er ólíklegt að frek- ari skipulagsbreytingar í fram- léiðslu verði til þess að fleiri vilji koma jörðum sínum í verð. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir jörðum úti á landi aukist og á örugglega eftir að aukast í framtíðinni. Stétt- arfélög, hagsmunasamtök, hesta- mannafélög og skógræktarfélög keppast við að koma sér upp að- stöðu fyrir félagsmenn sína. Því er eðlilegt að þeir sem það kjósa geti selt jarðir sínar og að þeir sem áhuga hafa geti keypt þær í eðlileg- um viðskiptum án afskipta opin- berra gæslumanna. Verði umrætt frumvarp sam- þykkt mun það verða til þess að auðvelda eigendaskipti á bújörðum. Slíkt er löngu orðið tímabært. Það er gott til þess að vita að á Alþingi sitji menn sem enn gefa sér tíma til þess að vinna að framgangi mála er snerta hagsmuni margra, vinni að lagasetningu sem er lög- gjafanum til sóma, í stað þess að kafna í léttvægu dægurþrasi sem engu máli skiptir. Höfundur er lögmuður í Reykjavík. Ljóðabók eftir Normu E. Samúelsdóttur ÚT ER komin Ijóðabókin Gangan langa - og 62 aðrar - eftir Normu E. Samúelsdóttur. Á baksíðu stendur: „í þessari ljóðabók leitast höfundur við að lýsa lífsgöngu miðaldra konu sem geng- ur ein í snjónum. Fótur er veikur og hún hugleiðir göngu lífsins. Berst áfram, sættir sig oft við líf sitt, oft ekki.“ Þetta er fjórða bók höfundar, áður hafa komið út ein skáldsaga og tvær ljóðabækur, og verður til sölu hjá Máli og menningu, Lauga- vegi og Síðumúla, Hjá Eymunds- son, í markaði Hlaðvarpans og hjá höfundi í síma 91-611605. Kápa er hönnuð af DÓSLU. Bók- in er prentuð hjá Fjölritun Sigur- jóns. Norma E. Samúelsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.