Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 25 son, í sjónvarpsstöðvunum á þriðju- dagskvöld. Málstað sjálfstæðis- manna var Davíð auðvelt að skýra og veija. Valdafíkn Enginn þarf lengur að efast um afstöðu þingflokks sjálfstæðis- manna til bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. Deilan um hana er að baki. Við sitjum hins vegar enn uppi með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Bráðabirgðalögin voru sett af ríkisstjórninni vegna samnings sem hún gerði. Útgáfa bráðabirgðalaganna hefur verið talin bijóta í bága við stjórnar- skrána og er rekið mál fyrir dóm- stólunum vegna þess. Þá hefur ríkisstjórnin einnig verið kærð á alþjóðavettvangi vegna framgöngu sinnar gegn BHMR. Ágreiningurinn um bráðabirgða- lögin hefur dregið enn betur fram en áður, hve valdafíkn einstakra ráðherra ræður miklu um afstöðu þeirra til allra mála. Þegar á herð- ir virðast menn eins og Jón Bald- vin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson aðeins sjá þann kost, að beita völdum sínum enn frekar. Ólafur Ragnar Grímsson gerði samninginn við BHMR í maí 1989. Ráðherrann hélt hins vegar þannig á málum eftir samningana um þjóð- arsáttina í febrúar 1990, að öllum var ljóst að voði væri fyrir dyrum um mitt sumar vegna BHMR- samningsins. Þegar þingflokkur sjálfstæðismanna, sem engan hlut átti að þessum verkum leggur ekki blessun sína yfir þau og afleiðingar þeirra, segir þessi ráðherra í Morg- unblaðssamtali 1. desember: „Valið er á milli þess sem við höfum verið að gera og skemmdarverka Sjálf- stæðisflokksins.“ Fjármálaráð- herra minnir á brennuvarg sem kveikir eld, eltir síðan slökkviliðið á brunastað og kennir brunavörð- um um eldsvoðann. Jón Baldvin Hannibalsson hefur tileinkað sér þá starfshætti í ráð- herrastörfum, að það sem ekki er bannað sé honum leyfilegt. Slíkir starfshættir eru hættulegir, ekki síst þegar dómgreindarskortur kemur einnig til sögunnar. Hefur þetta komið fram hvað eftir annað í stóru og smáu. Nýjasta dæmið er að fundur utanríkisráðherra fyr- ir ungt fólk á veitingastaðnum Ömmu Lú skuli hafa verið auglýst- ur fyrir hátt í eina milljón króna á kostnað utanríkisráðuneytisins. Svo virðist sem Jón Baldvin hafi orðið fyrstur ráðherra til þess að vekja máls á því, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar gæti rofið þing, sagt af sér og endurút- gefið bráðabirgðalög sem voru ástæðan fyrir því að stjórnin fór frá völdum og rauf þingið. Jafn- framt kom það fram, að ráðherrann styddist við það sem hann kallaði „álitsgjörð" eftir mig, þar sem ég hafi komist að „þeirri niðurstöðu að starfsstjórn hafi þetta vald“, eins og segir í Morgunblaðssamtali við Jón Baldvin 1. desember sl. Hér vísar Jón Baldvin til ritgerð- ar sem ég skrifaði í Tímarit lög- fræðinga, 1. hefti 29. árgangs 1979. Þar kemst ég að þeirri niður- stöðu, að ekki verði á almennum grundvelli fordæma dregin lög- fræðileg mörk milli umboðs starfs- stjórnar og skipaðrar ríkisstjórnar. Menn séu þó almennt sammála um, að einhver munur sé að þessu leyti. Á það er bent, að störf starfs- stjórna hafi takmarkast af óeiningu á Alþingi og þingræðisreglan setji því starfsstjórnum valdmörkin. Ef ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefði hrökklast frá með þeim hætti, sem Jón Baldvin lýsti í fyrrgreindu viðtali, var það vegna þess að meginmál að hennar mati naut ekki stuðnings á þingi. Með vísan til fyrrgreindrar ritgerð- ar minnar, tel ég að þingræðisregl- an hefði sett starfsstjórn Steingríms Hermannssonar skorð- ur og hún hefði ekki getað endurút- gefið bráðabirgðalög sem voru ástæðan fyrir falli hennar. Er aug- ljóst að Jón Baldvin hefur ekki kynnt sér efni ritgerðar minnar áður en hann kaus að vitna í hana til að réttlæta valdafíkn sína og ríkisstjórnarinnar. Slík vinnubrögð eru í samræmi við annað. Hvar sem borið er niður í mál- flutningi ráðherra til að réttlæta gjörðir þeirra vegna samningsgerð- arinnar við BHMR og afleiðingar hennar standa menn frammi fyrir því, að reynt er að beita blekking- um. Þeirri skoðun vex fylgi að setja þurfi skorður við útgáfu bráða- birgðalaga. Það staðfestir enn að síður en svo er þjóðarsátt um beit- ingu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar á valdinu til útgáfu á bráðabirgðalögum. Hugmyndir ráðherra um að í starfsstjórn geti þeir gert það, sem þeir hafa ekki vald til í skipaðri ríkisstjórn, sýna að einnig er þörf á stjórnarskrárá- kvæði um starfsstjórnir. Skýrar reglur eru nauðsynlegri en ella þegar siðgæði stjórnarherra er á því stigi, að þeir telja sig mega allt sem ekki er bannað. Við þær aðstæður er jafnframt brýnt að stjórnarandstaða standi fast á móti, þingflokkur sjálfstæðismanna brást ekki þeirri skyldu sinni vegna bráðabirgðalaganna á BHMR. Loks skal minnt á gildi þriðja arms ríkis- valdsins, dómstólanna, dómarar hafa einnig verið kallaðir til í því skyni að draga mörkin á milli þjóð- arsáttar og bráðabirgðalaga ríkis- stjómarinnar á BHMR. Höfundur er aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Sigurbjörn Þorkelsson sem þú átt. Þau verðmæti verða aldrei metin til fjár, en innihald bókarinnar skiptir sköpum í lífi hvers manns. Hún segir okkur sannleikann um okkur sjálf og það sem meira er hún segir okkur sann- leikann um Guð og tilgang lífsins. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3:16. Lampi og ljós Er ekki upplagt að finna Nýja testamentið okkar núna fyrir jólin og koma því fyrir á náttborðinu okkar, svo það verði okkur auðveld- ara að teygja okkur í það. „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ — Sálm. 119:105. Láttu ekki fara fyrir þér eins og manninum sem þurfti að fara út í myrkur. Hann hélt að það væri nú í góðu lagi að fara út í myrkrið, því að hann væri með vasaljós með sér. Hann áttaði sig ekki á því að vasaljósið hafði hann haft í vasan- um þar sem það kom ekki að neinu gagni. Þannig er það nefnilega með Guðs orð, það þarf að vera lesið til þess að orðið geti verið okkur sem lampi fóta okkar og ljós á lífsleið okkar. Hvar er Nýja testamentið eða Biblían þín? Úpplagt er að nota tímann um jólin á meðan við fögn- um komu Frelsarans í heiminn til þess að hefja lestur í bók bókanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. fci. hm í I E' / .. . ■. iíy' Jk. ' W J engleg verk góðra höfunda m LUNA segir frá. Isabel Allende hefur þegar öðlast hylli íslendinga fyrir litríkar sögur sínar. Hér eru á ferðinni tuttugu og þrjár splunkunýjar smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Þetta eru sögur sem ýmist eru sóttar beint í furðulegan veruleika Suður-Ameríku eða framkaliaðar með óþrjótandi ímyndunarafli skáldkonunnar, litríkar og töfrandi. Tómas R. Einarsson þýddi úr spænsku. ÞJÓFURINN eftir Göran Tunström. Skemmtileg, sorgleg og umfram allt áhrifarík frásögn um mann, sem á sér þann draum æðstan að stela gamalli bók. Göran Tunström hlaut Bókmenntaverðlaún Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Jólaóratoríuna. Þjófurinn gefur því verki hvergi eftir enda hefur sagan notið fádæma vinsælda í heimalandi höfundar. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. ÓDAUÐLEIKINN eftir Milan Kundera. Eins og í bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar er það aðalsmerki höfundar að tengja fjörlega frásögn við djúpar hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann - mannlegt hlutskipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Meðal þeirra sem leiddir eru fram á sjónarsviðið í þessari glænýju skáldsögu eru Goethe og Hemingway - bæði lífs og liðnir! Friðrik Rafnsson þýddi á íslensku. Mál Ijjl og menning Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.