Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
27
Islensk fræði í Kanada
eftir Úlfar Bragason
Eins _og kunnugt er fluttu fjöl-
margir Islendingar til Bandaríkjanna
og Kanada á síðustu áratugum 19.
aldar. Flestir Vesturfaranna héldu
hópinn og fjöldi þeirra settist að í
Manitoba. Þeir vildu menntast og
halda í heiðri íslenska menningu og
fljótlega var hafin kennsla i íslensku
á öllum skólastigum.
Fyrir atbeina Vestur-íslendinga
og stuðning íslenskra stjórnvalda var
stofnað til prófessorsembættis í
íslensku og íslenskum bókmenntum
við Manitobaháskóla árið 1951. Dr.
Finnbogi Guðmundsson landsbóka-
vörður gegndi stöðunni fyrstu fimm
árin. Haraldur Bessason tók við af
honum og var prófessor við skólann
allt til ársloka 1987 þegar hann
varð rektor við Háskólann á Akur-
eyri. Dr. Kirsten Wolf er nú prófess-
or í íslenskum fræðum þar. Auk
hennar kennir stundakennari
íslensku við skólann.
Manitobaháskóli er eini háskólinn
erlendis þar sem er sérstök íslensku-
deild. Stúdentum stendur til boða
Ijölbreytt nám í íslensku máli og
bókmenntum. Unnt er að stunda
íslensku sem aðal- eða aukafag til
BA-prófs. Einnig er hægt að taka
MA-próf í greininni. Margir stúdent-
ar hafa numið íslensku við skólann
og fer þeim fjölgandi. í upphafi þessa
áratugar voru 15 til 20 skráðir í
íslensku ár hvert en nú nálgast þeir
60. Þá hefur íslenskudeild Man-
itoba-háskóla um nokkurra ára skeið
veitt fjarkennslu í íslensku í Vancou-
ver. Skólinn er sá eini í heiminum
sem hefur boðið upp á námskeið í
vestur-íslenskum bókmenntum.
Aukin áhersla er nú lögð þar á
vestur-íslensk fræði, mál og menn-
ingu. Hafa Vestur-íslendingar aflað
flár til þess að fá stöðu í greininni
og alríkisstjórnin hefur lagt fram
800.000 kanadískra dala í því skyni.
Er vonast til að efla megi rannsókn-
ir á þróun íslensks máls og bók-
mennta meðal landnemanna og af-
komenda þeirra.
íslenskudeildin við Manitobahá-
skóla hefur ætíð haft mikil sam-
skipti við Háskóla íslands enda var
það ekki síst fyrir áeggjan prófess-
ors Sigurðar Nordals að kennsla í
íslenskum fræðum hófst við skólann.
Fjölmargir íslenskir fræðimenn hafa
heimsótt deildina og flutt þar fyrir-
lestra. Aðrir hafa dvalist þar um
skeið við kennslu og til að leggja
stund á vestur-íslensk fræði. Þá
styrkja íslensk stjórnvöld einn
kanadískan stúdent af íslenskum
ættum árlega til að nema við Há-
skóla íslands.
íslenska deildin í bókasafninu við
Manitobaháskóla er sú stærsta í
Kanada og aðeins Fiskesafnið í
íþöku er stærra í Ameríku. Um
24.000 bindi eru í safninu. Upphaf
íslenska bókasafnsins má rekja til
bókagjafa frá Vestur-íslendingum.
Meðal annars eru bækur, sem skáld-
in Stephan G. Stephansson og Gutt-
ormur J. Guttormsson áttu, varð-
veittar þar. Þá hafa íslensk stjórn-
völd stutt safnið myndarlega með
bókasendingum og fjárframlögum
allt frá árinu 1939. Síðan 1975 hef-
ur Sigrid Johnson bókavörður ann-
ast íslenska safnið.
íslenskudeildinni við Manitobahá-
skóla var komið á fót fyrir atorku
Vestur-íslendinga og þeir hafa stutt
hana dyggilega. Prófessorarnir í
deildinni hafa einnig unnið mikið
með Vestur-íslendingum að því að
efla samstöðu þeirra og tengsl við
heimalandið. Háskólinn hefur metið
þessi góðu tengsl milli deildarinnar
og Vestur-íslendinga og heiðrað
Harald Bessason prófessor fyrir
óeigingjarnt starf hans meðal landa
Úlfar Bragason
sinna vestan hafs.
Aðrir háskólar í Kanada en Man-
itobaháskóli hafa ekki sinnt
íslenskukennslu og íslenskum fræð-
um að nokkru marki en nú virðist
orðin þar breyting á. Dr. Richard
Beck, sem lengi kenndi íslensk fræði
við háskóla í Bandaríkjunum, og
Margrét kona hans arfleiddu Vikt-
oríuh áskólann í Kanada að húsi sínu
og bókasafni. Bókasafninu hefur
verið komið fyrir í háskólasafninu
og er stærsti hlutinn af íslenskum
bókakosti þess. Andvirði húseignar-
innar rann hins vegar í sjóð til að
styrkja íslensk fræði við skólann.
Umsjármenn sjóðsins eru John Tuc-
ker prófessor í ensku og William
D. Valgardson prófessor í ritlist og
þekktur vestur-íslenskur rithöfund-
ur.
Með tilstyrk sjóðsins hefur mörg-
um fræðimönnum og rithöfundum
verið boðið að flytja fyrirlestra um
íslensk fræði og íslenska menningu
við skólann á undanförnum þremur
árum, m.a. Finnboga Guðmundssyni
landsþókaverði, Vésteini Ólasyni
prófessor í íslensku við Óslóarhá-
skóla, Vilhjálmi Árnasyni ritstjóra
Skírnis, Aðalsteini Ingólfssyni
menningarritstjóra Dagblaðsins og
rithöfundunum Sigurði A. Magnús-
syni og Böðvari Guðmundssyni.
I sumar styrkti sjóðurinn þriggja
vikna námskeið við Viktoríuháskól-
ann í íslensku máli að fornu og nýju,
íslenskum samtímabókmenntum og
kvikmyndagerð. Kennarar voru þau
Maureen Thomas, sem um árabil
hefur kennt íslensku í Lundúnum
og Cambridge á Englandi, Böðvar
Guðmundsson og Árni Þórarinsson
ritstjóri. Um 60 stúdentar sóttu þessi
námskeið og voru þeir mjög ánægð-
ir. Allt skipulag námskeiðanna þótti
til slíkrar fyrirmyndar að það hlaut
sérstaka viðurkenningu frá samtök-
um um sumarnámskeið sem 85 há-
skólar á vesturströnd Norður-
Ameríku mynda, m.a. Kaliforníuhá-
skólarnir í Los Angeles og Berkeley.
Þá stóð sjóðurinn að sýningum á
tíu íslenskum kvikmyndum í Vikt-
oríu í sumar. Meira en 1700 manns
sóttu kvikmyndahátíðina. Kvik-
myndirnar hafa síðan verið sýndar
„Aðrir háskólar í
Kanada en Manitobahá-
skóli hafa ekki sinnt
íslenskukennslu og
íslenskum fræðum að
nokkru marki en nú
virðist orðin þar breyt-
ingá.“
víðar í Kanada.
Fyrir atbeina umsjármannanna
og ósérplægni hefur höfðingleg dán-
argjöf Margrétar og dr. Richards
Beck þegar orðið mikil lyftistóng
íslenskum fræðum og kynningu á
íslenskri menningu í vestanverðu
Kanada. Stöðugt fleiri Vestur-
Islendingar hafa sest þar að á um-
liðnum árum. Samstarf háskólans í
Viktoríu og þeirra gæti því orðið til
þess að koma á varanlegri kennslu
í íslensku við skólann. Samskipti
Háskóla íslands og Viktoríuháskóla
ættu einnig að stuðla að hinu sama.
Þar með væri háskólinn orðinn sá
fjórði á vesturströnd Ameríku þar
sem lögð væri stund á íslensk fræði
að marki.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.
HÓTEL LOFTLEIDIR
R E Y KJ A VtKURFLUGVELLI, IOI R E Y K J A V I K
SlMI: 9 1 - 2 2 3 2 2
Afbragistæki fyrir öll eldhús!
Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústœkja. Hér eru
viðurkennd tæki áferðinni, fallega hönnuð, bœði fjölhœf og auðveld í notkun.
Tefal er í dag með söluhæstu framleiðendum á sviði smærri heimilistækja
og leiðandi í hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið
ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tækjum
verða eldhússtörfin tilhlökkunarefni!
iu'-e master
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Umboðsmenn um land allt.
Lágmúla 8. Sími 38820