Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 27 Islensk fræði í Kanada eftir Úlfar Bragason Eins _og kunnugt er fluttu fjöl- margir Islendingar til Bandaríkjanna og Kanada á síðustu áratugum 19. aldar. Flestir Vesturfaranna héldu hópinn og fjöldi þeirra settist að í Manitoba. Þeir vildu menntast og halda í heiðri íslenska menningu og fljótlega var hafin kennsla i íslensku á öllum skólastigum. Fyrir atbeina Vestur-íslendinga og stuðning íslenskra stjórnvalda var stofnað til prófessorsembættis í íslensku og íslenskum bókmenntum við Manitobaháskóla árið 1951. Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörður gegndi stöðunni fyrstu fimm árin. Haraldur Bessason tók við af honum og var prófessor við skólann allt til ársloka 1987 þegar hann varð rektor við Háskólann á Akur- eyri. Dr. Kirsten Wolf er nú prófess- or í íslenskum fræðum þar. Auk hennar kennir stundakennari íslensku við skólann. Manitobaháskóli er eini háskólinn erlendis þar sem er sérstök íslensku- deild. Stúdentum stendur til boða Ijölbreytt nám í íslensku máli og bókmenntum. Unnt er að stunda íslensku sem aðal- eða aukafag til BA-prófs. Einnig er hægt að taka MA-próf í greininni. Margir stúdent- ar hafa numið íslensku við skólann og fer þeim fjölgandi. í upphafi þessa áratugar voru 15 til 20 skráðir í íslensku ár hvert en nú nálgast þeir 60. Þá hefur íslenskudeild Man- itoba-háskóla um nokkurra ára skeið veitt fjarkennslu í íslensku í Vancou- ver. Skólinn er sá eini í heiminum sem hefur boðið upp á námskeið í vestur-íslenskum bókmenntum. Aukin áhersla er nú lögð þar á vestur-íslensk fræði, mál og menn- ingu. Hafa Vestur-íslendingar aflað flár til þess að fá stöðu í greininni og alríkisstjórnin hefur lagt fram 800.000 kanadískra dala í því skyni. Er vonast til að efla megi rannsókn- ir á þróun íslensks máls og bók- mennta meðal landnemanna og af- komenda þeirra. íslenskudeildin við Manitobahá- skóla hefur ætíð haft mikil sam- skipti við Háskóla íslands enda var það ekki síst fyrir áeggjan prófess- ors Sigurðar Nordals að kennsla í íslenskum fræðum hófst við skólann. Fjölmargir íslenskir fræðimenn hafa heimsótt deildina og flutt þar fyrir- lestra. Aðrir hafa dvalist þar um skeið við kennslu og til að leggja stund á vestur-íslensk fræði. Þá styrkja íslensk stjórnvöld einn kanadískan stúdent af íslenskum ættum árlega til að nema við Há- skóla íslands. íslenska deildin í bókasafninu við Manitobaháskóla er sú stærsta í Kanada og aðeins Fiskesafnið í íþöku er stærra í Ameríku. Um 24.000 bindi eru í safninu. Upphaf íslenska bókasafnsins má rekja til bókagjafa frá Vestur-íslendingum. Meðal annars eru bækur, sem skáld- in Stephan G. Stephansson og Gutt- ormur J. Guttormsson áttu, varð- veittar þar. Þá hafa íslensk stjórn- völd stutt safnið myndarlega með bókasendingum og fjárframlögum allt frá árinu 1939. Síðan 1975 hef- ur Sigrid Johnson bókavörður ann- ast íslenska safnið. íslenskudeildinni við Manitobahá- skóla var komið á fót fyrir atorku Vestur-íslendinga og þeir hafa stutt hana dyggilega. Prófessorarnir í deildinni hafa einnig unnið mikið með Vestur-íslendingum að því að efla samstöðu þeirra og tengsl við heimalandið. Háskólinn hefur metið þessi góðu tengsl milli deildarinnar og Vestur-íslendinga og heiðrað Harald Bessason prófessor fyrir óeigingjarnt starf hans meðal landa Úlfar Bragason sinna vestan hafs. Aðrir háskólar í Kanada en Man- itobaháskóli hafa ekki sinnt íslenskukennslu og íslenskum fræð- um að nokkru marki en nú virðist orðin þar breyting á. Dr. Richard Beck, sem lengi kenndi íslensk fræði við háskóla í Bandaríkjunum, og Margrét kona hans arfleiddu Vikt- oríuh áskólann í Kanada að húsi sínu og bókasafni. Bókasafninu hefur verið komið fyrir í háskólasafninu og er stærsti hlutinn af íslenskum bókakosti þess. Andvirði húseignar- innar rann hins vegar í sjóð til að styrkja íslensk fræði við skólann. Umsjármenn sjóðsins eru John Tuc- ker prófessor í ensku og William D. Valgardson prófessor í ritlist og þekktur vestur-íslenskur rithöfund- ur. Með tilstyrk sjóðsins hefur mörg- um fræðimönnum og rithöfundum verið boðið að flytja fyrirlestra um íslensk fræði og íslenska menningu við skólann á undanförnum þremur árum, m.a. Finnboga Guðmundssyni landsþókaverði, Vésteini Ólasyni prófessor í íslensku við Óslóarhá- skóla, Vilhjálmi Árnasyni ritstjóra Skírnis, Aðalsteini Ingólfssyni menningarritstjóra Dagblaðsins og rithöfundunum Sigurði A. Magnús- syni og Böðvari Guðmundssyni. I sumar styrkti sjóðurinn þriggja vikna námskeið við Viktoríuháskól- ann í íslensku máli að fornu og nýju, íslenskum samtímabókmenntum og kvikmyndagerð. Kennarar voru þau Maureen Thomas, sem um árabil hefur kennt íslensku í Lundúnum og Cambridge á Englandi, Böðvar Guðmundsson og Árni Þórarinsson ritstjóri. Um 60 stúdentar sóttu þessi námskeið og voru þeir mjög ánægð- ir. Allt skipulag námskeiðanna þótti til slíkrar fyrirmyndar að það hlaut sérstaka viðurkenningu frá samtök- um um sumarnámskeið sem 85 há- skólar á vesturströnd Norður- Ameríku mynda, m.a. Kaliforníuhá- skólarnir í Los Angeles og Berkeley. Þá stóð sjóðurinn að sýningum á tíu íslenskum kvikmyndum í Vikt- oríu í sumar. Meira en 1700 manns sóttu kvikmyndahátíðina. Kvik- myndirnar hafa síðan verið sýndar „Aðrir háskólar í Kanada en Manitobahá- skóli hafa ekki sinnt íslenskukennslu og íslenskum fræðum að nokkru marki en nú virðist orðin þar breyt- ingá.“ víðar í Kanada. Fyrir atbeina umsjármannanna og ósérplægni hefur höfðingleg dán- argjöf Margrétar og dr. Richards Beck þegar orðið mikil lyftistóng íslenskum fræðum og kynningu á íslenskri menningu í vestanverðu Kanada. Stöðugt fleiri Vestur- Islendingar hafa sest þar að á um- liðnum árum. Samstarf háskólans í Viktoríu og þeirra gæti því orðið til þess að koma á varanlegri kennslu í íslensku við skólann. Samskipti Háskóla íslands og Viktoríuháskóla ættu einnig að stuðla að hinu sama. Þar með væri háskólinn orðinn sá fjórði á vesturströnd Ameríku þar sem lögð væri stund á íslensk fræði að marki. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. HÓTEL LOFTLEIDIR R E Y KJ A VtKURFLUGVELLI, IOI R E Y K J A V I K SlMI: 9 1 - 2 2 3 2 2 Afbragistæki fyrir öll eldhús! Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústœkja. Hér eru viðurkennd tæki áferðinni, fallega hönnuð, bœði fjölhœf og auðveld í notkun. Tefal er í dag með söluhæstu framleiðendum á sviði smærri heimilistækja og leiðandi í hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tækjum verða eldhússtörfin tilhlökkunarefni! iu'-e master BRÆÐURNIR ORMSSON HF Umboðsmenn um land allt. Lágmúla 8. Sími 38820
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.