Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÐESEMBER 1990
32
MorgunDlaoio/PorKeii
Indriði G. Þorsteinsson, höfundur nýútkominnar ævisögu Hermanns Jónassonar, með börnum Her-
manns, Steingrími og Pálínu.
Ævisaga Hermanns Jónassonar komin út:
Set Hermann 1 fremstu röð
stjómmálamanna aldarinnar
- segir Indriði G. Þorsteinsson, höfundur bókarinnar
FYRSTA bindi ævisögu Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráð-
herra er komið út, ritað af Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi og
ritstjóra. Nefnist bókin Fram fyrir skjöldu og fjallar um árin 1896
til 1939, eða fram að myndun Þjóðstjórnarinnar svonefndu sem var
við völd þegar Þjóðveijar leituðu eftir aðstöu hér á landi og Bretar
hernámu ísland.
Þegar Indriði G. Þorsteinsson af-
henti syni Hermanns, Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra,
fyrsta eintak bókarinnar, sagði
Steingrímur við það tækifæri að fað-
ir sinn hefði ekki viljað skrifa ævi-
minningar sínar sjálfur, og talið að
þær yrðu aðeins karlagrobb. Sú
væri þó vonandi ekki raunin með
þessa bók, enda fjallaði hún um
merkilega tíma sem nauðsynlegt
væri að geyma.
í æviminningunum er fjallað um
uppvaxtarár Hermanns, starf hans
sem lögreglustjóra í Reykjavík, þátt-
töku hans í starfi Framsóknarflokks-
ins, þingmennsku og ráðherradóm,
en Hermann fór í framboð í Stranda-
sýslu árið 1934, gegn Tryggva Þór-
hallssyni fyrrverandi formanni
Framsóknarflokksins og varð sama
ár forsætisráðherra í stjórn hinna
vinnandi stétta, sem svo var nefnd.
Indriði sagði við Morgunblaðið,
að hann sjálfur setti Hermann mjög
framarlega af íslenskum stjórnmála-
mönnum á öldinni og hann hafi far-
sællega stýrt þjóðfélagi sem var illa
statt á kreppuárunum. Hann sagði
það hafa verið einkenni Hermanns
sem stjómmálamanns, að hann hafi
aldrei hugsað um skyndiávinninga
heldur eingöngu um virðingu og
hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma.
Bókin Fram fyrir skjöldu er 200
blaðsíður að stærð, gefin út af Reyk-
holti hf.
Bók um stjörnumerkin
IÐUNN hefur gefið út bók eftir
Gunnlaug Guðmundsson, stjörnu-
speking, Stjörnumerkin - Merkin
þín og þekktra íslendinga.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Þetta er þriðja bók höfundar um
þessi efni og þar er rætt um lifandi
stjörnuspeki, um stjörnumerki og um
þekkta Islendinga og merki þeirra.
Hver maður á sér mörg stjörnu-
merki. í þessari bók er fjallað um
öll merkin, um tilfinningar, hugsun,
ást, vinnu og framkomu í öllum
merkjunum. í bókinni er því til dæm-
is svarað hvemig sé að vera Rísandi
Sporðdreki, hvað það þýði að hafa
Venus í Bogamanni o.s.frv. Fjallað
er um afstöður milli pláneta, húsin,
að lesa úr stjömukortum og um eðli
mannlýsinga."
Bókin er prentuð í Odda hf.
Gunnlaugur Guðmundsson
Jólin koma í
Landsbókasafni
LANDSBÓKASAFN efnir til sýn-
ingar á frummyndum Tryggva
Magnússonar við kvæði Jóhann-
esar úr Kötlum.
Sýningin mun standa fram á
þrettándann í anddyri Safnahússins
við Hverfisgötu á opnunartíma
safnsins kl. 9-19 mánudaga til
föstudaga og kl. 9-12 á laugardög-
um.
Ein mynda Tryggva Magnússonar við Ijóð Jóhannesar úr Kötlum.
Stúdentaráð Hí sjötíu ára:
Stúdentar kunna vel að meta
núverandi stjórnarhætti
- segir Siguijón Þ. Árnason, formaður SHÍ
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands er sjötíu ára í dag, 11. desember.
Af því tilefni verður haldinn sérstakur hátíðafundur Stúdentaráðs,
þar sem fjórir fyrrverandi stúdentaráðsliðar munu segja frá veru sinni
í ráðinu. Þetta eru þeir Friðrik Sophusson alþingismaður, Höskuldur
Þráinsson prófessor, Matthías Johannessen ritstjóri og Ingi R. Helga-
son forstjóri.
Að sögn Siguijóns Þ. Árnasonar,
formanns Stúdentaráðs, hafa stúd-
entar átt með sér samtök frá því
fjórum árum eftir að Háskóli íslands
var settur á stofn. 1915 var stofnað
Stúdentafélag Háskóla Islands. I því
voru ekki aðeins stúdentar í námi,
heldur einnig eldri nemendur. „1920
var svo Stúdentaráð stofnað. Hlut-
verk þess hefur frá upphafí verið
að vera fulltrúi háskólastúdenta,
gæta hagsmuna þeirra innan Há-
skólans sem utan og fara með sam-
eiginleg málefni þeirra," sagði Sig-
urjón.
Hann sagði að Stúdentaráð hefði
snemma hafíð rekstur ýmissar þjón-
ustu við stúdenta. „Þar má nefna
mötuneyti stúdenta, sem var rekið
1921-1929, bóksölu, vinnumiðlun og
kaffísölu. Stúdentaráð beitti sér fyr-
ir byggingu stúdentagarða, rak les-
stofu stúdenta um árabil og hafði
um skeið umsjón með Lánasjóði
íslenzkra námsmanna, sem var
stofnaður á vegum SHI. Þá má ekki
gleyma því að fyrir forgöngu Stúd-
entaráðs var 1. desember gerður að
hátíðisdegi stúdenta 1922 og var
haldið upp á daginn með sérstaklega
glæsilegum hætti nú á afmælisár-
inu,“ sagði Sigutjón.
Siguijón sagði að meðal þeirra
verkefna, sem stúdentaráð hefði nú
með höndum væri rekstur Atvinnu-
miðlunar námsmanna og húsnæði-
smiðlunar og hefði starfsemi beggja
þessara fyrirtækja verið efld mjög á
seinustu þremur árum. Þá veitir
Stúdentaráð upplýsingar uia. Lána-
sjóð íslenzkra námsmanna og starf-
rækir Réttindaskrifstofu stúdenta,
en þangað geta þeir stúdentar ieitað
sem telja sig órétti beitta. SHÍ gefur
út símaskrá og handbók stúdenta,
Studiosus, og fréttablaðið Háskól-
ann/Stúdentafréttir, sem kemur út
á tveggja til þriggja vikna fresti og
flytur fréttir af vettvangi félags-
starfs og hagsmunabaráttu stúdenta
og háskólans almennt.
„í samvinnu við Háskólann og
menntamálaráðuneytið reka stúd-
entar Félagsstofnun stúdenta, sem
er mjög öflugt fyrirtæki," sagði Sig-
uijón. „Þar er starfrækt Bóksala
stúdenta, sem er ein stærsta bóka-
og ritfangaverzlun landsins, Ferða-
skrifstofa stúdenta, sem er í mikilli
sókn, auk kaffistofa í flestum bygg-
ingum Háskólans, þar sem kennsla
fer fram. Þá hefur FS með höndum
byggingu og rekstur stúdentagarða,
og fyrir rúmu ári var lokið við bygg-
ingu nýrra hjónagarða, sem bættu
mjög úr þörf stúdenta með börn
fyrir ódýrt leiguhúsnæði. Markmiðið
með rekstri FS er að tryggja stúd-
entum lágt verð, og það er óhætt
að segja að bæði Bóksala stúdenta
og Ferðaskrifstofa stúdenta eru í
algerum sérflokki hvað verð varðar,
og kaffið hefur ekki hækkað í tvö
ár hjá kaffisölunum," sagði Sigur-
jón.
Siguijón situr í Stúdentaráði fyrir
Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, sem haft hefur stjórn SHÍ með
höndum í tæp þijú ár. Vökumenn
hafa nú sextán fulltrúa í Stúdenta-
ráði en Röskva, samtök félags-
hyggjufólks, fjórtán. „Ég held að
stúdentar kunni vel að meta þá
stjórnarhætti, sem Vaka hefur við-
haft í Stúdentaráði undanfarin þijú
ár,“ sagði Sigurjón. „Það kom
ákveðið millibilsástand í starfsemi
ráðsins undir stjórn vinstrimanna,
Sigurjón Þ. Árnason, formaður
SHÍ.
þar sem stúdentaráð vakti meiri at-
hygli fyrir stórkarlalegar yfirlýsing-
ar um innanlandspólitík og utanrík-
ismál en fyrir að vinna að hagsmun-
um stúdenta. Stefna Vökumanna
hefur verið sú að ýta pólitíkinni út
úr Stúdentaráði og einbeita kröftun-
um þess í stað að hagsmunabaráttu
stúdenta. Það hefur líka sýnt sig að
sú barátta hefur borið margvíslegan
árangur. Það má nefna að það hefur
fengizt í gegn að stúdentar eigi sitt
jólafrí eins og aðrir með því að færa
próf frá janúar til desember, og eins
hefur náðst í gegn mjög brýnt hags-
munamál, sem er könnun á gæðum
kennslu í öllum deilduin Háskólans."
Ný stjórn
Kvikmynda-
sjóðs
Menntamálaráðherra hefur
skipað í stjórn Kvikmyndasjóðs
Islands tii næstu þriggja ára.
Formaður stórnar sjóðsins er
Ragnar Arnalds alþingismaður
en aðrir stjórnarmenn eru: Lárus
Ýmir Óskarsson tilnefndur af
Félagi kvikmyndagerðarmanna,
Hrafn Gunnlaugsson tilnefndur
af Sambandi íslenskra kvik-
myndaframleiðenda, Friðbert
Pálsson tilnefndur af Félagi
kvikmyndahúsaeigenda og Edda
Þórarinsdóttir tilnefnd af Banda-
lagi íslenskra listamana.
Varamaður formanns er Þórunn
J. Hafstein deildarstjóri en aðrir
varamenn eru: Jón Hermannsson
tilnefndur af Félagi kvikmynda-
gerðarmana, Ágúst Guðmundsson
tilnefndur af Sambandi íslenskra
kvikmyndaframleiðenda, Grétar
Hjartarson tilnefndur af Félagi
kvikmyndahúsaeigenda og Erlingur
Gíslason tilnefndur af Bandalagi
íslenskra listamanna.
Þegar fjallað er um málefni Kvik-
myndasafns taka þátt í stjórnar-
störfum: Árni Björnsson tilnefndur'
af Þjóðminjasafni íslands og Karl
Jeppesen tilnefndur af Námsgagna-
stofnun. Varamenn þeirra eru: Gróa
Finnsdóttir tilnefnd af Þjóðminja-
safni íslands og Anna G. Magnús-
dóttir tilnefnd af Námsgagnastofn-
un.