Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 35 Grímseyingar á fundi með sjávarútvegsráðherra; Grímsey er á söluskrá með öllu sem henni fylgir - segir Helgi Haraldsson, sem gerði ráð- herra grein fyrir stöðu mála í eynni í kjölfar fyrirsjáanlegrar kvótaskerðingar á næsta ári GRÍMSEYINGAR voru ómyrkir í máli er þeir lýstu fyrir Halldóri Ásgr- ímssyni sjávarútvegsráðherra á fundi á sunndag afleiðingum fyrirsjáan- legrar kvótaskerðingar eyjabúa á næsta ári. Upp var dregin dökk mynd af ástandinu, mönnum væri ekki gert kleift að reka eigin út- gerð með þeim veiðihcimildum sem þeir hefðu til ráðstöfunar og gætu þar af leiðandi ekki framfieytt fjölskyldum sínum. Mörg dæmi voru nefnd á fundinum um kvótaskerðinguna og nefndi einn sjómanna 76% skerðingu á kvóta á sínum bát. Grímseyingar sögðust vera að berjast fyrir lífi byggðarlagsins er þeir óskuðu eftir því við ráðherra að hann beitti sér fyrir því að kvótaskerðingin tæki ekki gildi. íbúarnir tóku fálega hugmyndum um aðstoð úr Hagræðingarsjóði sem lausn á vandan- um. Ráðherra kvaðst viðurkenna sérstöðu eyjarinnar, sem væri útvörð- ur byggðar í landinu, og var hann tilbúinn að skoða vandamál Grímsey- inga innan þeirra marka sem lögin settu honum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Kristján Skarphéðinsson déildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Orn Pálsson framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeigenda. Grímseyingar fylgjast vel með umræðum, fremst eru tvö af þeim sem töluðu máli heimamanna, Hólmfríður Haraldsdóttir húsmóðir og Óli Bjarni Ólason skipstjóri. Halldór Ásgrímsson hafði fram- sögu á fundi með Grímseyingum sem haldinn var á sunnudagsmorgun. Auk hans voru með í för þeir Kristj- án Skarphéðinsson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Örn Pálsson formaður Landssambands smábátaeigenda. Eyjarbúar eru mjög uggandi vegna skerðingar á kvóta sem til kemur um áramót í kjölfar tilraunaúthlutunar á veiðiheimildum til smábáta fyrir næsta ár. í máli Halldórs kom fram að heildarkvóti Grímseyinga hefði á síðustu árum verið um 2.000 tonn í þorskígildum talið og færi niður í um 1.700 tonn, Þá kom einnig fram að á tíu ára tíma- bili frá 1980-90 hefði afli Grímsey- inga verið um hálft prósent sem hlut- fall af heildarafla landsmanna. Aflas- amdráttar hefði gætt hvarvetna á landinu, en ráðherra sagðist fúslega viðurkenna að Grímseyingar gætu ekki hlaupið í aðra vinnu. Þeirra sér- staða væri því mikil og um það hefði verið rætt hvort rétt væri að einstök byggðarlög nytu sérstakrar meðferð- ar við úthlutun kvóta vegna sérstöðu sinnar og væri Grímsey það byggðar- lag sem oftast væri nefnt í því sam- bandi. Halldór sagðist engu geta lofað Grímseyingum varðandi lausn á þeirra vanda, en kvaðst tilbúinn að líta á hann innan þeirra marka sem lögin settu. Hann benti á að hiuti vandans væri sá hvað fyrir fiskinn fengist og sagðist þess fullviss að unnt væri að auka verðmæti aflans þar sem annars staðar. „Staðreyndin sú að Grímsey er á söiuskrá“ Helgi Haraldsson sjómaður gerði á fundinum grein fyrir stöðu mála í Grímsey og sagði menn hafa lifað þokkalegu lífi í eynni án þess að moka peningum í óarðbærar stórút- gerðir eða bruðla með sitt fé eins og víða virtist tíðkast. „Menn hafa róið og fiskað og þrátt fyrir að fiskur- inn sé ekki á fiskmarkaðsverði hafa menn komist af án þess að leita ásjár hjá opinberum stofnunum eða að lifa á styrkjum," sagði hann og bætti við að með sífelldum skerðingum á veiði- heimildum væru stjórnvöld að gera eyjarbúa að 'bónbjargamönnum, „gera okkur sem fram undir þetta höfum getað litið kinnroðalaust framan í fólk að þurfalingum á fram- færi hins opinbera." Helgi taraði um brask með veiðiheimildir sem ylli því að heilu byggðarlögin væru á útsölu og sagði staðreyndina vera þá að Grímsey væri á söluskrá með öllu því sem henni fylgdi. „Sú framtíð sem nú blasir við okkur er ekki glæsi- leg, það er skerðing á skerðingu ofan ár eftir ár, á stað þar sem ekkert getur komið í staðinn." „Eigum við að flytja og þá hvert?“ Hólmfríður Haraldsdóttir húsmóð- ir afhenti ráðherra undirskriftalista sem á höfðu ritað nöfn sín allar hús- mæður í eynni, en hún sagði að þær vildu vekja athygli ráðherrans á sér- stöðu eyjarinnar. Grímseyingar hefðu stundað sjóinn frá ómunatíð og möguleikar á annarri vinnu ekki fyrir hendi, atvinnuleysisbætur væru hlutur sem ekki þekktust í Grímsey. „Með fyrirhuguðum takmörkunum á veiðiheimildum er lífsbjörginni kippt út úr höndunum á okkur,“ sagði Hólmfríður. Hún benti á að á síðustu 15 árum hefðu risið 14 ný íbúðarhús í eynni og væri því hlutfall nýrra húsa hátt, því alls væru íbúðarhúsin 32. Tvær nýjar fískverkanir hefðu verið byggðar frá árinu 1981, og á síðustu tveimur árum hefðu risið vélaverkstæði og veiðarfæra- geymsla. Þetta sýndi glögglega dugnað og vilja fólksins til að byggja eyjuna, auk þess sem byggðarlagið ætti framtíðina fyrir sér því meðal- aldur íbúanna væri liðlega 29 ár. „Ef fyrirhuguð kvótaskerðing verður að veruleika eru valkostir engir fyrir fólkið hér. Fæstir munu geta rekið eigin útgerð eða fram- fleytt fjölskyldu. Eigum við þá að flytja og hvert eigum við að flytja? Hvað verður um eigur okkar hér, sem við eðlilegar kringumstæður eru selj- anlegar á matsverði? Fasteignir munu hríðfalla í verði og verða óselj- anlegar. Við erum bókstaflega að beijast fyrir lífi þessa byggðarlags," . sagði Hólmfríður. „Stefna ráðherrans að koma öllum pungum fyrir kattarnef“ Margir tóku til máls á fundinum og lýstu sjómenn ástandi mála fyrir sjávarútvegsráðherra með einstökum dæmum um kvótaskerðingu báta þeirra og sagði Óli Bjarni Ólason skipstjóri á Björgu II, að hann hefði á þessu ári veitt 308 tonn, en fyrir næsta ár væri búið að úthluta honum 73 tonnum. Sigfús Jóhannesson sagðist hafa keypt bát á liðnu vori fyrir um 20 milljónir, hann hefði vit- að að þorskkvóti hans væri ekki mikill eða um 80 tonn, en hugmynd- in hefði verið að gera út á kola. Nú hefði verið settur kvóti á kolann, án þess nokkur hefði haft um það hug- mynd og eingöngu bátar, sem áður hefðu stundað slíkar veiðar, fengið úthlutað kvóta. „Ég hefði aldrei keypt bátinn ef þetta hefði verið ljóst í vor, það gengur aldrei upp að gera bátinn út á þessi þorsktonn," sagði Sigfús. Henning Jóhannesson og Gylfí Gunnarsson sögðu einnig frá sinni reynslu, en Henning leigði á síðasta ári bát af fjárfestingarfélagi er hann hafði klárað sinn kvóta. Hann fékk um 9Ó tonn seinni hluta árs og vildi gjaman að sú reynsla myndi nýtast byggðarlaginu, en staðreyndin væri sú að hann hefði fært fjárfestingarfé- laginu aflareynslu bátsins og gæti félagið eflaust selt bátinn fyrir um 10 milljónir króna. Gylfí var harðorð- ur í garð ráðherra og sagði það stefnu hans „að koma öllum pungum fyrir kattamef, það er það eina sem maður sér. Það væri hreinlegra af ráðherra að segja okkur það og veita okkur náðarhöggið í eitt skipti fyrir öll.“ Halldór Ásgrímsson ítrekaði að aflanum yrði að skipta og að í framt- íðinni yrði að takmarka sókn í af- lann, það yrðu menn að skilja. Hann sagðist ekki taka undir þau sjónar- mið sem fram hefðu komið í máli heimamanna, að þeir vildu ekki þurfamenn vera. í því sambandi benti hann á nýgerða bátahöfn í eynni, hún hefði verið byggð af almannafé, en það hefði ekki verið gert nema vegna þess að landsmenn litu svo á, að Grímsey væri hluti landsins. lllll Islenska óperan 11111 RIG Frumsýning o 26. desember • Miöapantanir í síma 621077

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.