Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 60

Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 60
60 MGRGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐ.JUDAGUR ll. DESEMBER 1990 RAYMOND WEIL GENEVE L E TEMPS CRÉATEUR ASKO ASEA 0THELL0 Þunn, aðeins 3,5 mm, nútímaleg hönnun, handunnin með 18 K. gullhúð, vatnsþétt, ól úr krókódílaskinni. Verð frá kr. 57.000,-. GILBERT URSMIÐUR Laugavegi 62, sími: 14100 Mögnuð þvottavél spameytin ogþögul Nýju ASKO-ASEA þvottavélarnar nota 50% minna vatn, 25% minni sápu og spara orku. ASKO-ASEA er lika sú hljóðlátasta, aðeins 44 dB (A) meðan hún þvær. Þú velur um framhlaðnar eða topphlaðnar vélar, og ASKO ASEA nafnið tryggir fyrsta flokks vöru og sannkallaða maraþonendingu. /FO nix Hátúni 6a • Simi 91-24420 Metsölublað á hverjum degi! TÖLVUPRENTARAR SP 2000 A1 Góður fyrir ritvinnslu, nótur og gíróseðla %K°SHA ^OOOAI • 160/40 stafir á sekúndu • Sjálfvirk pappírsfærsla • Grafískur • Fjórar leturgerðir VERULEG • Sjálfþræðandi • Hlið- og raðtengi verö: 19.500.- m/vsk. stgr. VERÐLÆKKUN Sjúklingar svipt- ir rétti sínum eftir Sigurð Þór Guðjónsson Loks hafa komið fram opinber- lega rök alþingis fyrir því að breyta frumvarpi Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra um skyldu lækna til að afhenda sjúkraskrár. Frumvarpið átti að taka af öll tvímæli um það að hún væri aftur- virk frá gildistíma læknalaga 1988. En alþingi samþykkti hins vegar samhljóða í miklum flýti á síðustu dögum þingsins í vor að afhending- arskyldan væri ekki afturvirk. Rök alþings Þau komu fram í fréttaskýringar- þættinum „Hér og nú“ í Ríkisút- varpinu 20. nóvember. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings og Jón Sæmundur Siguijónsson formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar neðri deildar gerðu þannig grein fyrir þeim: Læknar töldu heil- brigðisnefnd neðri deildar trú um að fyrir gildistöku læknalaga 1988 hafi læknar fært sjúkraskrár í þeirri meiningu að engir fengju að lesa þær nema þeir sjálfir. Það væri því „komið aftan að læknum", sagði Jón Sæmundur ef sjúklingum yrði hleypt í skrámar. Skoðun landlæknis Hann staðhæfði í útvarpsþættin- um að þessi rök væru „einskis verð“. Til væri nákvæm reglugerð frá 1969 um færslu sjúkraskráa. Læknar vissu vel hvað í þeim ætti að standa og hafi lengi verið Ijóst að þær gætu hvenær sem er orðið t.d. réttarskjal. Lýsti landiæknir því yfir að með lagasetningu sinni brjóti alþingi mannréttindi á sjúklingum og að hann íhugaði að skjóta mál-. inu til mannréttindanefndar Evr- ópu. Umboðsmaður óvirtur Jón Sæmundur Sigurjónsson við- urkenndi að þingið hafi gengið þvert á álit umboðsmanns alþingis eins' og allir geta sjálfir séð með því að lesa ársskýrslu hans 1989, bls. 19-21. Guðrún Helgadóttir harðneitaði þó þessari staðreýnd. Dulið ólæsi leynist víðar en ætla mætti. Jón Sæmundur játaði að álit umboðsmanns vægi þungt á metunum en alþingi væri samt æðsta vald í þessum efnum. Um það er ekki deilt. En þingið hlýtur þó að taka mark á slíku fræðilegu áliti nema á móti því mæli mjög þung rök. Álit umboðsmanns Ég skaut máli mínu til umboðs- manns alþingis eftir að yfirlækn- arnir Hannes Pétursson og Tómas Helgason synjuðu beiðni minni um afhendingu sjúkraskráa, sem ég taldi mig eiga rétt á samkvæmt 16. gr. læknaiaga nr. 53/1988. Um- boðsmaðurinn felldi úrskurð sinn 29._ desember 1989. { álitsgerð hans stendur: „Tel ég að fara beri með allar beiðnir um afhendingu sjúkraskráa eftir ákvæðum 16, gr. læknalaga nr. 53/1988. Skiptirþví ekki máli hvort skrár hafa verið færðar fyrir eða eftir gildistöku læknalaga nr. 53/1988. Er ég sömu skoðunar og landlæknir og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið um þetta álita- efni“. En í bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaraðuneytisins til um- boðsmanns, 15. desember 1989, var þetta orðað svo: „Ráðuneytið telur óhjákvæmilegt að 16. gr. læknalaga verði afturvirk og álítur að það hafi verið vilji löggjafans". Og lög- gjafinn er auðvitað alþingi sjálft! Alþingismönnum, er undirbjuggu lög um þetta efni á fyrri þingum var einnig fullljóst, að réttur sjúkl- inga til að komast í sjúkraskrár hafði verið til um langan aldur í reynd. Hann varð ekki til við gildis- töku læknalaga 1988. Kemur sú staðreynd mjög skýrt fram í niður- stöðu umboðsmanns alþingis: „Hér er um nýmæli að ræða í lögum en ekki í framkvæmd", vitnar álits- skýrsla hans til greinargerðar, sem fylgdi frumvarpi til læknalaga á 109. löggjafarþingi. Ennfremur segir umboðsmaður alþingis: „Við undirbúning læknalaga var þannig gert ráð fyrir því, að nýmælin um afhendingu sjúkraskráa væru í samræmi við fyrri framkvæmd. Er það og álit mitt, að þegar fýrir gildi- stöku læknalaga nr. 53/1988 hafi sú meginregla gilt, að einstaklingar ættu rétt á að kynna sér þær upp- lýsingar, sem stjórnvöld hefðu skráð um einkahagi þeirra, nema mikilvægir almannahagsmunir eða hagsmunir einkaaðila mæltu því í gegn sbr. til hliðsjónar 10. gr. laga nr. 30/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálaefni“. Hártoganir þingforseta í ljósi þessara skírskotana til laga og réttarreglna í landinu og undir- búnings löggjafans að læknalögum, sem fram koma í áliti umboðs- manns alþingis, er það hreinn útúr- snúningur þegar forseti sameinaðs alþingis fullyrti í þingræðu 20. nóv- ember, að þingið hafi ekki hafnað áliti hans, af því að það hafi aðeins átt við lög nr. 53/1988, en ekki við lagabreytinguna nr. 50/1990, þar sem ákvæðið um afhendingu var beinlínis gert óafturvirkt. En álits- gerð umboðgmannsins segir blátt áfram það, að skipti sá réttur manna sem um er rætt einhveiju máli hefjist hann ekki við ákveðna dagsetningu, úr því ýmis lög og reglur hafa fest hann í sessi um árabil. Á þennan hátt hafnar al- þingi ekki aðeins áliti umboðs- manns, heldur einnig þeirri undir- stöðu sem það hvílir á: stöðugri viðleitni stjórnvalda til að tryggja þegnunum eðlileg mannréttindi. Og höfnunin byggist á rökum sem ná blátt áfram engri átt. Gagnvart Seinnabindið erkomið út MYLLU KOBBI, forlag Skemmuvegur6L, 200Kópavogur SÍMI: 91-7 47 99 — sígildar sagnaperlur Stefáns Júlíussonar. í tilefni af 75 ára afmæli Stefáns Júlíussonar og 50 ára afmæli Kára íitla hafa Kárabækurnar þrjár verið endurútgefnar. Þetta eru bækurnar Kári litli og Lappi, Kári litli í skólanum og Kári litli í sveit. Af sama tilefni eru Kárabækurnar nú einnig boðnar í fallegri öskju. Kárabækurnar hafa margsannað gildi sitt sem „tæki til að létta börnunum lestramám“, eins og höfundur stefndi að. ÆSKAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.