Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 61

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 61 I í í J ( Í i < i i ( i i Sigurður Þór Guðjónsson „Hverjum manni hlýtur nú að vera ljóst að laga- setning alþingis, sem meinar sjúklirigum að- gang að sjúkraskrám sem færðar voru fyrir 1988, er hörmuleg mis- tök. Réttur sem lengi var viðurkenndur er tekinn af mönnum á til- búnum forsendum.“ þessu mikilvægi er það út í bláinn að tönnlast á því, eins og Guðrún Helgadóttir gerði í þingræðunni, að hlutverk umboðsmanns alþingis sé ekki það að skipa þingmönnum fyr- ir verkum hvernig landslög eigi að vera. Heilbrigðisnefnd blekkt Það er ekki að furða þó landlækn- ir telji rök alþingis „einskis verð“. Þau stangast á við raunveruleikann. Landlæknir segir í grein í DV 24. október: „Fjölmargir læknar hafa um lengri tíma „leyft“ sjúklingum að kynna sér eigin sjúkraskrár . . .“ Og kemur þetta öldungis heim og saman við álitsgerð umboðsmanns- ins. En með nýju lögunum er þessi réttur sjúklinga til að kynna sér sjúkraskrár sínar beinlínis afnumin með lagaboði. Þingið fórnaði þannig hag almennings fyrir þrönga hags- muni fámenns hóps meðal lækna. Landlæknir skrifar í DV-greininni: „Afstaða alþingismanna í fyrr- nefndu máli er að mínu áliti byggð á skammsýnum viðhorfum sem því miður hafa m.a. fengið meðbyr stjórnar Læknafélags íslands og nokkurra yfirlækna". Mistök alþingis Hveijum manni hlýtur nú að vera ljóst að lagasetning alþingis, sem meinar sjúklingum aðgang að sjúkraskrám sem færðar voru fyrir 1988, er hörmuleg mistök. Réttur sem lengi var viðurkenndur er tek- inn af mönnum á tilbúnum forsend- um: Afurvirkninni var hafnað, af því að nokkrir læknar töldu heil- _brigðisnefnd trú um að þeir hefðu fært öðruvísi skrár, ef þeir hefðu vitað að sjúklingarnir kæmust í þær, þegar-staðreyndin var sú, eins og m.a. álit umboðsmanns og vitnis- burður landlæknis sýnir, að sjúkl- ingar höfðu haft aðgang að skýrsl- unum um árahil. Mistök reist á blekkingu. Ættu þingmenn að hafa hugrekki og heiðarleika til að viður- kenna þau og bæta fyrir afglöp sín. Eða hvað segja hinir óbreyttu sam- viskusömu læknar þegar sjálfur landlæknir fullyrðir að alþingi bijóti mannréttindi á sjúklingum þeirra? Geta þeir látið eins og ekkert sé? Og er ekki kominn tími til að sam- tök sjúklinga komi úr felum og gæti hagsmuna sinna? Til hvers eru þessi félög? Þess skal þó getið, sem dæmi um vinnubrögð alþingis, að heilbrigðisnefnd neðri deildar leitaði ekki umsagna þeirra um frumvarp- ið. Landlæknir getur ekki skotið málinu til mannréttindanefndar Evrópu, af því að hann hefur ekk- ert dómsmál til að byggja á. En full ástæða yrði auðvitað til að leita til nefndarinnar ef íslenskir dóm- stólar virða ekki þau mannréttindi sem eru í húfi. Skyldi þá aldrei vera nema ég taki af landlækni ómakið. Höfundur er rithöfundur. Nýborg-# Ármúla 23, sími 83636 Leikl öia föng og favara VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. j» ffpJM * Metsölublaó á hverjum degi! MARK útvarpsverkjari MARK útvarp kr. 5.860 SINGER saumavélar kr. 36.900 «v.> >.\' MARK HUÓMTÆKJASETT með geislaspilara kr. 39.377 $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SIMI 68 55 50 V» MIKLAGARD - ^ leaBÍ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.