Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Mamma! Ég* vil deyja með þér! Kafli úr bókinni Lífsstríðið, ævisögu Margrétar Róbertsdóttur, sem Eiríkur Jónsson skráði Þegar hersveitir Adolfs Hitler réðust inn í Pólland 1. september 1939 lék Margarete Ida Martha Marten sér í ávaxtagarði foreidra sinna á búgarði í Glansee í Pomm- ernhéraði í Þýskalandi. Hún vissi ekki af innrásinni enda aðeins 7 ára gömul. Hitler stjórnaði hersveitum sínum í næsta nágrenni við heimili Margarete en eftir ósigurinn í Afríku og vonlausa herför-Þjóðveija austur á bóginn komu Rússarnir. Margarete lenti í fangabúðum Rússa aðeins 13 ára gömul, heimiii hennar var lagt í rúst, sveitungar hennar fluttir nauðugir til allra átta og Pólveijum var skipað niður í Pommem. Margarete varð eitt af fómar- lömbum þeirrar nýju ríkjaskipunar sem varð í kjölfar seinni heimsstyij- aldarinnar og varaði í skugga hins kalda stríðs stórveldanna. Hún var nær dauða en lífí af þrælkun og vosbúð löngu eftir að styrjaldar- átökunum lauk í Evrópu. Til að losna úr vonleysinu í Þýskalandi sóttí hún ásamt hundruðum Þjóð- veija um að komast sem vinnukona til Islands og þóttist lánsöm að ráð- ast á sveitabæ í Fljótshlíðinni. En þrengingar Margarete voru ekki fyrir bí því fyrstu ár íslandsdvalar- innar reyndust ótrúlega erfið. Að lokum fann Margarete þó hamingjuna. Hún giftist Islendingi, tók sér nafnið Margrét Róbertsdótt- ir og settist að í Þorlákshöfn. Eiríkur Jonsson hefur skráð ævi- sögu Margrétar, sem nefnist Lífs- stríðið, en bókin kom út fyrir skömmu hjá Fróða hf. Hér á eftir birtist kafli úr Lífsstríðinu. Þar er komið sögu að fjóðveijar hafa gef- ist upp vorið 1945 og Rússarnir eru að koma til Glansee. Margarete, sem er 13 ára, og sveitungar henn- ar búa sig undir hið versta. Hvítur fáni, tákn uppgjafar, blakti við hún á gömlu skólabygg- ingunni í Glansee að morgni 4. mars 1945 þegar Margarete og fé- lagar hennar mættu í skólann. Kennarinn var á bak og burt og myndirnar af Hitler og Göring lágu í brotum á gólfi kennslustofunnar. Rússarnir voru komnirtil Glansee. — Það verður frí í dag, kennar- inn hljóp út í skóg, hrópuðu strák- amir og kættust yfir atburðarás- inni. Þeir höfðu mætt snemma, séð kennara sinn draga hvíta fánann að húni og hraða sér að því búnu út úr þorpinu í átt til skógar. Kenn- arinn hafði verð eini íbúinn í Glansee sem klæddist einkennis- búningi Nasistaflokksins daglega, enda skikkaður til þess af yfirvöld- um. Hann greip til þess ráðs að láta sig hverfa þegar Rússarnir komu; fór frá konu og fimm börnum í von um að halda lífi. Margarete hélt heim á leið með skólatösku sína og ósnert nesti þennan svala marsdag og hafði ekki hugmynd um að skólagöngu hennar væri endanlega lokið. Að- eins þrettán ára, með fléttur og í þykkum sokkabuxum undir nýja sumarkjólnum sínum. Rússamir höfðu komið óvænt, eins og hendi væri veifað, og íbúarnir í Glansee höfðu ekki nokkuð ráðrúm til að flýja vestur á bóginn. Engar viðvar- anir höfðu verið gefnar enda ekkert þýskt herlið í þorpinu til varnar. Rússamir óðu yfir akrana eins og þeir ættu þá. — Hvað em Rússarnir að gera hérna? Margarete vildi fá skýringar Margarete (t.v.) ásamt móður sinni, Heidwig, í Glansee á stríðsárun um. Á fimmtugsafmæli sínu 1982 ásamt eíginmanni sínum, Ingimundi Guðjónssyni, sem nú er látinn. Flóttamannabúðirnar í Liibeck átta árum eftir lok stríðsins en þá voru búðirnar enn þéttskipaðar flótta- fólki. þegar hún snaraðist inn í stofu heima hjá sér. Hún kom að móður sinni þar sem hún var að skríða undir rúmið. — Ertu að skúra? Móðir hennar leit upp, náhvít í andliti og það vottaði fyrir táram í augunum. — Nei, nú höfum við um annað að hugsa en þrifnað. Ég ætla að geyma harmonikkuna og fíðluna hans pabba þíns hér undir rúminu svo Rússarnir fínni þær ekki. — Eru Rússarnir að leita að hljóðfærum? — Þeir eiga eftir að taka allt af okkur ef við felum það ekki vand- lega. Heidwig hvarf aftur undir rúmið og hagræddi hljóðfæranum í horni við vegg. Margarete var orðlaus. Hvers konar menn voru þetta? Það rifjuðust upp fyrir henni orð kenn- arans síðustu kennsludagana en þá hafði honum orðið tíðrætt um Rúss- ana og hvað bæri að varast ef og þegar þeir kæmu. Reyndar hafði hann sagt það umbúðalaust að Rússinn væri skepna sem engu þyrmdi. Ef börnin ættu skartgripi skyldu þau fela þá og alls ekki ganga með eyrnalokka því Rússarn- ir myndu slíta þá úr eyram þeirra án þess að losa þá fyrst. Sérstak- lega varaði hann stúlkurnar við því að Rússarnir myndu sækjast eftir kvenfólki og þá væru ungar skóla- stelpur ekki í minni hættu en aðrar eldri. Margarete gekk að glugganum og horfði út á hlað. Tvær gæsir vögguðu bísperrtar í átt að hlöð- unni og í túninu stóð dráttarklárinn og reif í sig heytuggu. Eplatrén bærðust vart í hægum vindinum og enn var snjór yfir öllu.. — Þurfum við líka að fela dýrin okkar? — Ef það væri hægt þá myndi ég gera það. Margarete leit nú snöggt á móð- ur sína því óbærilegri hugsun hafði skotið niður í koll hennar: — Hvað með ferminguría mína? Fæ ég ekki að fermast af því að Rússarnir eru komnir? — Jú ... kannski,... lengra komst Heidwig ekki. Hún settist á rúmið og grét. Margarete skreið uppí-til hennar og reyndi að hughreysta hana með því að lofa að segja éng- um hvar hljóðfæri pabba hennar væru geymd. Þessa dagana stöðvaðist sókn Rússa í vestur við Ódrufljót, í að- eins 70 kílómetra fjarlægð frá Berlín. Úr öllum öðrum höfuðáttum streymdu herfylki Vesturveldanna með Bandaríkjamenn í broddi fylk- ingar. Hitler hafði yfirgefið stjórn- stöð sína í Úlfsbælinu í Austur- Prússlandi og var kominn til Berlín- ar þar sem hann barðist um á hæl og hnakka og sá svikará í hvetju horni. En þrátt fyrir vonlausa stöðu varðist þýski herinn af miklum móð og olli andstæðingum sínum stór- felldu tjóni. Grimmd styijaldarinnar hafði aldrei verið meiri. Sjálfs- morðsflugsveitir Þjóðveija helltu sér yfir Rússa sem æddu áfram til landvinninga undir herhvöt rúss- neska rithöfundarins, Ilja Ehren- burg sem hvatti menn sína til að drepa og drepa og ráðast á þýskar konur hvar sem þeir næðu til þeirra. Herfarar Hitlers inn í Rússland skyldi hefnt og engu eirt. Sjálfur var foringinn kominn ofan í neðan- jarðarbyrgi undir kanslarahöllinni við Wilhelmsstræti í Berlín og kom sjaldan út undir bert loft. í Glansee þorði fólk heldur ekki út úr húsum sínum af ótta við Rússana sem nú voru að koma sér fyrir í þorpinu. Hann reif upp hurðina og stökk inn á stofugólf með vélbyssu í ann- arrí hendi og skammbyssu í hinni. Skítugur kósakki á miðjum aldri. — Ég vil konur, hrópaði hann á bjagaðri þýsku og beindi byssu- hlaupum sínum að heimilisfólkinu sem sat stjarft af skelfingu í stof- unni. Þarna var Margarete ásamt móður sinni og bróður auk annarrar fjölskyldu sem leitað hafði skjóls á heimili þeirra. Þama voru einnig nokkrir flóttamenn sem sest höfðu að á heimilinu. Kósakkinn renndi augunum nokkrum sinnum yfir hópinn en staðnæmdist svo við Margarete. Barnið tók þéttingsfast j hönd móð- ur sinnar þegar það sá að bæði augu og byssuhlaup Rússans beind- ust að sér. — Þú ert kona, þú kemur með mér! Margarete ríghélt í móður sína og þær hríðskulfu báðar. Rússinn gekk upp að þeim og beindi skamm- byssunni að höfði Margarete. — Ég skýt af þér hausinn ef þú kemur ekki. Margarete gekk þá út með kalt byssuhlaupið í hnakkanum. Hún heyrði grátinn í móður sinni alla leið út á hlað. Rússinn lagði frá sér vélbyssuna og reif hárband úr hári Margarete þannig að flétturnar féllu slegnar niður á axlir. Að því búnu bjó hann sig undir að rífa utan af henni nýja sumarkjólinn. — Mamma!Égvildeyjameðþér! Margarete ætlaði að hrópa en orðin umbreyttust í lágvært hvísl. Rússinn hló framan í hana og Marg- arete fann ódauninn leggja frá hon- um. Það vantaði í hann báðar fram- tennurnar. Er Rússinn þrýsti þrett-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.