Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 47

Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 47 Hvolsvöllur: Rotarymenn bjóða öldruðum til fagnaðar Hvolsvelli. ROTARYFÉLAG Rangæinga bauð öldruðum Rangæingum til kaffisamsætis fyrir nokkru í Hvolnum á Hvolsvelli. Þetta er 25. árið sem Rotarymenn hafa efnt til einhverrar dagskrár fyrir aldraða hér í sýslunni. Að þessu sinni var mikið um tón- listarflutning á samkomunni. Agnes Löve fagnaði gestum með píanóleik. Þá setti Ólafur Ólafsson forseti rot- Prufu-hitamælar * 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. J^L & ©@ M. aryklúbbsins samkomuna. Séra Sigurður Jónsson í Odda flutti ræðu og talaði m.a. um ellina. í máli hans kom fram að sú mynd sem fjölmiðlar gefa af ellinni er tæpast mjög jákvæð og kom hann með nokkur smellin dæmi úr auglýsinga- heiminum. Hann taldi miður að öll alvöru umræða um ellina væri oft neikvæð. Hann minnti á að langlífi væri merki um blessun guðs. Rotaryklúbbur Rangæinga hefur nú starfað í aldarfjórðung. Hann hefur látið margt gott af sér leiða gegnum tíðina og m.a. lagt hönd á plóginn í landgræðslumálum. Hefur klúbburinn m.a. gróðursett við ræt- ur Heklu og nú hin seinni ár í Þórs- mörk. S.Ó.K.- Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Sigurður Haraldsson les Ijóð við undirleik Agnesar Löve. Tryggvi Gislason skólameistari. • • •• Orn og Orlygur: Islensk til- vitnunarbók í smíðum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur ákveðið að gefa út til- vitnunarbók, Orð í tíma töluð, sem hefur að geyma tilvitnanir á íslensku. Ritsljóri þess er Tryggvi Gíslason skólameistari. í fréttatilkynningu frá Erni og Örlygi segir m.a.: „Bókin Orð í tíma töiuð hefur að geyma fleyg orð eða tilvitnanir í sigildar bókmenntir ís- lenskar og þekkt rit en einnig eru í bókinni erlendar tilvitnanir sem unnið hafa sér þegnrétt í íslensku. Með tilvitnun er átt við orð þekktra' manna eða setningar úr þekktum ritum sem mörg hver eru orðin að spakmælum, málsháttum eða orð- tökum og fengið hafa fasta merk- ingu sem flestir þekkja. í bókinni er skýrður uppruni tilvitnanna, hver sagði og hvenær tilgreind sambæri- leg orðtök eða tilvitnanir úr skyld- um málum og merking skýrð eftir því sem þurfa þykir.” Bókin Orð í tíma töluð verður um 1.000 blaðsíður með yfir 10.000 tilvitnunum og orðtökum sem raðað er eftir atriðsorðum með millivísun- um. Auk þess verða í bókinni skrár um höfunda, safnrit og einstök verk. 'Vosluisíitu 16 -Slmai 14680-132» SJONVARPIÐ MEÐ 14 AF 16 VINSÆLUSTU ÞÁTTUNUM NR: ÞÁTTUR: STÖÐ: ÁHORF: 1 HEMMI Sjónvarpið 56% 2 FRÉTTIR ^ Sjónvarpið 48% 3-4 LOTTÓ <0 Sjónvarpið 43% 3-4 MANSTU GAMLA DAGA 0 Sjónvarpið 43% 5 ÓSKASTUND QsfJt? 39% 6 FOXTROT 0 Sjónvarpið 38% 7 COSBY 0 Sjónvarpið 37% 8 GULL í GREIPAR ÆGIS 0 Sjónvarpið 35% 9 ÁSTIR OG ALÞJÓÐAMÁL 0 Sjónvarpið 34% 10 FRÉTTIR 19:19 QíllK 33% 11-12 KASTLJÓS O Sjónvarpið 32% 11-12 SJÓNVARPSDAGSKRÁ 0 Sjónvarpið 32% 13-15 MATLOCK 0 Sjónvarpið 31% 13-15 FÓLKIÐ í LANDINU 0 Sjónvarpið 31% 13-15 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 0 Sjónvarpið 31% 16 ÍÞRÓTTIR 0 Sjónvarpið 28% Tilgreint er hæsta mælda áhorf hvers þáttar Þetta er niðurstaða í nýgerðri fjölmiðlakönnun Gallups, á notkun liósvakamiðla á íslandi ö: Tf SJÓNVARPIÐ Fjórtán : tvö Könnun þessi var gerð vikuna 14-20 október s.I. og iniðast við allt landið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.