Morgunblaðið - 14.11.1991, Síða 54

Morgunblaðið - 14.11.1991, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 >• Jöklakórinn við lok tónleika í Ólafskirkju. Fremstir eru stjórnendur kórsins. Morgunbiaðið/Aifons SÖNGUR Jöklakórínn fær góðar viðtökur Jöklakórinn, samsteypa fjög- urra kirkjukóra á Snæfells- nesi, hefur nú endurvakið og aukið starfsemi sína í tilefni árs söngsins. Hefur kórinn haldið tónleika á Nesinu, nú síðast í Ólafsvík- urkirkju sl. sunnudag. Húsfyllir var og hlaut kórinn mjög góðar móttökur og þakkir. 60-70 manns mynda Jöklakór- inn og eru stjómendur hans fjór- ir: Kay Lúðvíksson, Hellissandi, Grundarfirði og Jóhanna Helgi E. Kristjánsson, Ólafsvík, Guðmundsdóttir, Stykkishólmi. Friðrik Vignir Stefánsson, Helgi- SKÓR Við fótskör kúnna sinna Stuart Weizman er „heitasti” skóframleiðandi Bandaríkj- anna um þessar mundir og það stafar ekki síst af því að margar af helstu stjörnum kvikmyndanna leita til hans æ ofan i æ og fleiri bætast við á degi hveijum. Hann selur skó fyrir 40 milljónir dollara á hveiju ári og sérgrein hans er að handsmíða samkvæmisskó eftir lýsingu viðkomandi. Það kallar hann persónulega þjónustu sem þýðir trúlega m.a. að það sé ekk- ert persónulegt er hann rukkar um ekki minna en 1200 dollara og oftast mun meira fyrir parið af slíkum skóm. En stjörnurnar gleypa við þessum manni, Elisa- beth Taylor gifti sig á dögunum í skóm frá Weizman og meðal ann- arra kúnna má nefna Paulu Abd- ul, Kim Basinger, Anjelicu Hous- ton og Barböru Walters. Þeir sem fylgjast með þessum málum vestra eru fljótir að benda á hversu forlögin eru dugleg að taka í taumana. Þannig var, að faðir Stuarts, Seymore Weizman var skósmiður og rak virt fyrir- tæki í þeim iðnaði. Hann lagði hart að Stuart að koma inn í fjöl- skyldufyrirtækið. Fyrir orð föður síns fór Stuart í viðskiptanám og útskrifaðist, en hugur hans stefndi allt annað. Og fyrir orð föður síns fór hann að vinna hjá fyrirtækinu og byijaði sem aðstoðarmaður í hönnunardeild. Þar kunni hann merkilega vel við sig og það kom honum á óvart. Það var þó ekki fýrr en að faðir hans lést árið 1965 og hann var nauðbeygður að taka við stjórn fyrirtækisins, að hann fór að gera breytingar á rekstrin- um og áherslum. Það fór hægt af stað, en smátt og smátt náðu sér- hannaðir skór hans meiri vinsæld- um og síðustu tíu árin hefur Stu- art tífaldað framleiðslu sína og veltuna í samræmi við það. Weizman-fjölskyldan er mikið skófólk, eiginkona Stuarts og dæt- ur hans tvær eiga hundruð skó- para hver um sig og þær segja að hvernig svo sem á því standi finn- ist Stuart alltaf jafn gaman að sjá konur klæðast skóm sínum. Hann fái enga ánægju út úr því að horfa á skóna í búðargluggum, en brosið þurrkist ekki af honum ef kona er nærri í skóm úr smiðju hans. Stuart Weizman, við fótskör kúnna sinna. Á morgun föstudag, opnum vlð NÝJAN UNGLINGASTAÐ í gamla Þórskaffl fyrlr þá sem faaddlr eru 1976 eða fyrr. STÓRDANSLEIKUR frákl. 21.00-00.30. Verð kr. 700 k i I I HÚSID \ r i i \ i r I » I \ II ( I I i i. M r ( l i I M ) í' 4 'WM ‘ F VÁýZ'.ý/Ý. mmm, ■ 'WA Wm, - wmm m % MMaanrn —— Hg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.