Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Óbreytt
verö á jóiabókunum
Bókaútgefendur
Jólatréð er komið á sinn stað á Austurvelli.
Morgunblaðið/Sverrir
Kveikt á jólatrénu á
Austurvelli á morgun
KVEIKT verður á jólatrénu á
Austurvelli á morgun, sunnu-
daginn 12. desember kl. 16.
Tréð er gjöf Oslóarborgarbúa
til Reykvíkinga.
Athöfnin hefst að loknum leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendi-
fulltrúi Noregs á Islandi, Öyvind
Stokke, mun afhenda tréð en
Markús Örn Antonsson, borgar-
stjóri, veitir trénu viðtöku fyrir
hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur
með því að Dómkórinn syngur
jólasálma.
Askasleikir, foringi jólasvein-
anna, og jólasveinarnir birtast í
fullum skrúða þegar kveikt verður
á jólatrénu. Munu þeir koma fram
á þaki Nýja kökuhússins við hom-
ið á Landsímahúsinu eftir athöfn-
ina við jólatréð. Þegar skemmtun
jólasveinanna lýkur mun dagskrá-
in flytjast yfir á Ingólfstorg en
þar mun hljómsveitin Gleðigjafar
ásamt Ellý Vilhjálms, Móeiði Jú-
níusdóttur, trúðinum Jóga og jóla-
sveininum Hurðaskelli og Kerta-
sníki skemmta fólki með söng og
leik.
Forstjóri Landssambands lífeyrissjóða
Innheimtustofnun sveitarfélaga
5-600 milljónir vantar
vegna bamsmeðlaga
INNHEIMTUSTOFNUN sveitarfélaga hefur aldrei þurft að sækja
jafn mikið til Jöfnunarsjóðs vegna vangoldinna barnameðlaga og á
þessu ári. Árni Guðjónsson, forstjóri Innheimtustofnunar, áætlar að
hana vanti á bilinu 5-600 milljónir til að standa við skuldbindingar
sínar gagnvart Tryggingastofnun ríkisins allt árið. Árið 1991 var
mismunurinn 192 milljónir og árið 1992 var mismunurinn 266 milþ'-
ónir. Fjármálaráðherra hefur lagt fram breytingartillögu við
fjáraukalög upp á 250 milljónir til Jöfnunarsjóðs vegna vangoldinna
barnsmeðlaga.
Ámi sagði að aldrei innheimtist
meira en í desember enda væri
venja margra að gera upp skuldir
sínar um áramót. Engu að síður
væri nokkuð ljóst að stofnunina
vantaði 5-600 milljónir til að standa
við skuldbindingar sínar á þessu
ári. Sú upphæð hefði aldrei verið
hærrri og væm ástæðumar vænt-
anlega fyrst og fremst tvær, þ.e.
hækkun bamsmeðlaga um síðustu
áramót, úr 7.551 kr. í 10.300 kr.
(rúm 36%), og slæmt atvinnu-
ástand.
Erfið innheimta
Hann sagði að alltaf hefði reynst
erfitt að innheimta meðlagsskuldir.
„Ef við skoðum þetta sjáum við að
fólk greiðir skatta af því það hefur
tekjur eða á eignir. En menn eiga
ekki síður að greiða meðlög þó þeir
hafi hvorki tekjur né eigi eignir, sem
sagt af einhveijum ástæðum stundi
ekki vinnu o.s.frv. Það er dálítið
stór hópur okkar viðskiptavina sem
ekki hafa tekjur af ýmsum ástæð-
um.“
ALLT UM
Þúsundir íslenskra
knattspyrnumanna og kvenna á
öllum aldri koma við sögu.
Frásögn af leikjum,
einstaklingum og liðum, sagt
frá úrslitum. Hundruð mynnda
og auk þess litmyndir af öllum
sigurliðum frá 6. flokki og til
meistaraflokks.
Engin bók geymir betur
upplýsingar um íslenska
knattspyrnu frá ári til árs.
Bókin er ómissandi handbók og upplýsingarit fyrir þau
tugi þúsunda sem áhuga hafa á íslenskri knattspyrnu
Ármúla 23
Sími 91-67 24 00
Lífeyrissjóðirnir eiga
3,5 milljarða í bönkum
Yeltiinnlán sem bera mjög lága vexti
Sárgrætilegt ef útfar- [
arkostnaður hækkar!
- segir biskup íslands um niðurstöðu Héraðsdóms >
ÓLAFUR Skúlason biskup ís-
lands segir að dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur, þar sem
Kirlq'ugarðar Reykjavíkur eru
dæmdir til að greiða Líkkistu-
vinnustofu Eyvindar Árnasonar
tæpar 15 milljónir króna í skaða-
bætur fyrir að hafa valdið hruni
í viðskiptum fyrirtækisins, sé
mikil vonbrigði og hann trúi ekki
öðru en að honum verði áfrýjað
til Hæstaréttar. Hann segist telja
að hið opinbera eigi að bjóða
Kirkjugörðum Reykjavíkur gjaf-
sókn í málinu þar sem um sé að
ræða grundvallaratriði sem
snerti fleiri en málsaðUa. „Það
sem síðan er sárgrætilegast í
þessu öllu er ef útfararkostnað-
urinn fer hækkandi við þetta,"
sagði biskup í samtali við Morg-
unblaðið.
Biskup sagði að Kirkjugarðar
Reykjavíkur hefðu staðið að starf-
seminni í góðri trú og talið sig vera
að framfylgja því sem ákveðið hefði
verið í upphafi; að bjóða ódýrari
útfarir sem valkost og það hefði
alla tíð verið gert án þess að mót-
mæli kæmu fram. Fyrir árið 1976
hefðu Kirkjugarðarnir eingöngu
annast útfarir sem fram fóru í Foss-
vogskirkju, en eftir því sem kirkjum
í borginni hefði fjölgað hefði fólk
ekki viljað una því.
„Þá tilkynntu Kirkjugarðarnir
Líkkistuvinnustofunni að þeir ætl-
uðu að annast útfarir í öllum kirkj-
um hér eftir, og því var heldur ekki
mótmælt. Svo kemur þetta atriði
fram núna upp á síðkastið við það
að hlutdeild Líkkistuvinnustofunnar
fer svona hrapandi, að þeir fara að
leita einhverra skýringa og fínna
hana í þessu að Kirkjugarðarnir
hafi veitt þjónustu umfram það sem
samkeppnisaðilinn hafði getað gert,
og því hljóti að hafa kumið þama
framlag úr kirkjugarðasjóði. Ég er
ekki að deila við dóminn, en það
sem vekur spurningar er hvernig
þessi §öldi athafna er fenginn, sem
þeir segja að Líkkistuvinnustofan
hafí misst af á þessu tímabili, og
hins vegar kostnaðurinn sem þessi
fjöldi er margfaldaður með, svokall-
aðar niðurgreiðslur Kirkjugarð-
anna. Þetta hlýtur að vera einhver
æðri stærðfræði. Hin spurningin
sem dómurinn vekur er sú hvort
þetta verður ekki til þess að fleiri
fylgja á eftir. Getur til dæmis ekki
leigubílstjórafélagið Hreyfill farið í
mál við Strætisvagna Reykjavíkur?
Það er sannanlega niðurgreidd
þjónusta sem Strætisvagnarnir
bjóða fólki til að komast á milli
bæjarhverfa en leigubílstjórar taka
fullt gjald fyrir,“ sagði biskup.
Getur varðað fleiri
Atli Gíslason lögmaður Kirkju-
garða Reykjavíkur sagðist vera
ósáttur við dóm Héraðsdóms ^
Reykjavíkur þar sem menn hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur hefðu
talið sig hafa farið að lögum. Þetta |
væri fyrsta mál sinnar tegundar,
þannig að það væri eðlilegt að á
það yrði látið reyna fyrir Hæsta- |
rétti.
„Þetta getur líka varðað fjölmörg
önnur svipuð og sambærileg tilvik,
og í því sambandi dettur mér til
dæmis í hug deila garðplöntufram-
Ieiðenda og skógræktarfélaga sem
verið hefur í fréttum, en það er
víðar sem ríkisstofnanir, fyrirtæki
og félagasamtþk eru með í skjóli
iaga rekstur sem ekki er skattskyld-
ur. Þessi dómur er nýmæli og það
þarf að áfrýja honum að mínu
mati,“ sagði Atli.
Arnór Pálsson formaður fram-
kvæmdastjómar Kirkjugarða
Reykjavíkur sagði að fjallað yrði
um málið á fundi framkvæmda- |
stjómarinnar næstkomandi þriðju-
dag, en síðan yrði tuttugu manna
aðalstjórn Kirkjugarðanna kölluð )
saman innan tíðar til að ákveða
hvort málinu yrði áfrýjað til Hæsta-
réttar eða ekki. Sjálfur sagðist hann )
telja eðlilegt að dóminum yrði áfrýj-
að, bæði vegna þess um hve háa
fjárhæð væri að ræða og eins vegna
þess að hliðstæður fyrir dóminum
lægju ekki fyrir til viðmiðunar.
Sjóðimir em langtíma-
fjárfestar
„Lífeyrissjóðimir eru langtíma-
fjárfestar og liggja ekki með pen-
inga í bönkum til langframa, þann-
ig að þetta era einhveijar sögusagn-
ir,“ sagði Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða.
Hrafn sagði að það skipti út af
fyrir sig ekki máli vegna útboðsins
á húsnæðisbréfum á þriðjudag
hvort lífeyrissjóðimir hefðu átt pen-
inga til ráðstöfunar. Menn hefðu
ekki séð ástæðu til að bjóða í bréf-
in þegar því hafi verið lýst yfír fyr-
ir uppboð bréfanna að ríkið tæki
ekki tilboðum í þau nema með 5%
ávöxtun en aðrir pappírar með betri
kjörum hafí verið í boði á eftirmark-
aði.
ÞORGEIR Eyjólfsson, forstjóri
Landssambands lífeyrissjóða,
segir að því fari víðs fjarri að
lífeyrissjóðimir geymi fé sitt í
bönkum eins og fram kom í máli
viðskiptaráðherra í frétt Morg-
unblaðsins á fimmtudag. Sagði
hann að innstæða lífeyrissjóð-
anna í bönkum væri um 3,5 m'.llj-
arðar króna en heildarinnlán í
viðskiptabönkum og sparisjóðum
væru hins vegar um 155 miHjarð-
ar kr. og því væru fjármunir líf-
eyrissjóðanna i bönkunum um
2-2V2% af heildarinnlánum
bankakerfisins.
Sagði Þorgeir að að stærstum
hluta væri um að ræða veltiinnlán
sem bæra mjög litla vexti. Því væra
ummæli ráðherra úr lausu lofti grip-
in.