Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 35 Mikil verkefni bíða Flóttamannahjálpar SÞ Lok kalda stríðsins leystu vandamál en sköpuðu einnig ný Fagnaðarefni ef Islendingar gætu tekið við fleiri flóttamönnum LOK kalda striðsins hafa haft í för með sér að tekist hefur að binda enda á fjölmörg staðbundin átök og að fjölmargir flótta- menn geta nú snúið aftur til síns heima. A þetta m.a. við um Mósambík, Mið-Ameríku, Kambódíu og Víetnam. Er meðal annars áætlað að um ein og hálf milljón Mósambíkbúa geti snúið aftur. Vandamálið er hins vegar að þessi ríki eru mörg hver í rúst eftir margra ára átök og því mikil þörf á aðstoð við uppbyggingu. Þá hafa endalok kalda stríðsins einnig orðið uppspretta nýrra átaka og ber þar hæst átökin í fyrrverandi Júgóslavíu. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem þær Christina Linnér og Maria Sands- tröm, frá Flóttainannahjálp Sameinuðu þjóðanna, héldu i gær, en þær eru hér staddar til að ræða við íslensk stjórnvöld. Fyrir tveimur árum, þegar fram- kvæmdastjóri SÞ fól flóttamanna- hjálpinni yfirumsjón með aðstoð við stríðshijáða íbúa fyrrum Júgóslavíu var áætlað að um hálf milljón manna þyrfti á aðstoð að halda. Nú er talið að um 4,2 milljónir þurfí á aðstoð að halda. Þær sögðu að á sama tíma og þörfín fyrir flóttamannahjálp hefði ekki verið meiri í mörg ár væri orðið erfíðara að fá aðstoð stjórnvalda, ekki síst vegna erfíðs efnahagsástands í heiminum. Þá hefðu mörg ríki tekið upp á því að krefjast vegabréfsárit- unar af íbúum Bosníu, sem gerði þeim nánast ókleyft að yfírgefa landið. Er starfsfólk á vegum Flótta- mannahjálpar SÞ nú að finna í um hundrað ríkjum og talið að um 1,3 milljarð dollara þurfí til að fjár- magna starfsemina á næsta ári. „Það eru geysilega erfið verkefni framundan. Þó að kalda stríðinu sé lokið eru átök ekki liðin undir lok. Það er ljóst að það mun ekki draga úr þörfmni fyrir aðstoð á næstu árum,“ sagði Christina og lagði áherslu á að Flóttamannahjálpin væri þakklát fyrir framlag íslend- inga. Aðspurðar um hvort Flótta- mannahjálpin myndi fara þess á leit við íslendinga að taka við flótta- mönnum í auknum mæli sögðu þær að að sjálfsögðu yrðu SÞ þakklátar ef íslendingar væru fúsir til þess. Það væri mikilvægt að ríki skiptu með sér byrðunum. Þær væru hins vegar ekki hingað komnar til að setja fram neinar sérstakar kröfur. Þær sögðu það_ í sjálfu sér ekki mjög skrýtið að íslendingar hefðu til þessa ekki tekið við mörgum flóttamönnum er leituðu að póli- tísku hæli. ísland væri landfræði- lega afskekkt og fólk yrði fyrst að fara í gegnum önnur ríki til að komast þangað. Flóttamannahjálp- in teldi það mjögjákvætt að nýlega hefði verið skipuð nefnd til að móta stefnu íslendinga í flóttamannamál- um og yrði fylgst með útkomu þess starfs. Aðspurðar um hvort að Flóttamannahjálpin hefði gagnrýnt stefnu íslendinga til þessa var svar- ið að skrifstofa stofnunarinnar í Stokkhólmi væri í reglulegum sam- skiptum við íslensk stjómvöld og að ef eitthvað hefði þótt gagnrýnis- vert hefði eflaust verið fundið að því. Jackson vill eng- ar myndatökur Los Angeles. Reuter. LÖGMENN poppsijörnunnar Michaels Jacksons hafa hafið samningaviðræður við sak- sóknara í Los Angeles og sett skilyrði fyrir því að hann komi heim til Bandaríkjanna vegna rannsóknar á kæru 13 ára pilts sem segir Jackson hafa misnotað sig kynferðislega. Frá þessu skýrði sjónvarps- stöð I Los Angeles. Að sögn sjónvarpsstöðvarinn- ar hefur lögreglan aflað sér heimildar til skoða líkama Jack- sons og hyggst ljósmynda kyn- færi hans til þess að sannreyna fullyrðingar 13 ára piltsins sem lýst hefur ýmsum kennileitum á þeim og kynfærasvæðinu. Jackson hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og sagði einn lögmanna Jacksons í samtali við sjónvarpsstöðina að alltof langt væri gengið ef ætlunin væri að ljósmynda kynfæri söngvarans. Hermt er að lögmenn hans hafí sett það skilyrði fyrir því að hann snúi heim úr meðferð við verkjalyfjafíkn að fallið verði frá því að leita á honum og ljós- mynda einstaka líkamshluta. LaToya Jacksons, systir popp- stjörnunnar, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC í gær, að móður þeirra hefði mislíkað vin- fengi hans við unga pilta og oft talað um son sinn sem „bölvaðan kynvilling." Foreldrar og systk- ini LaToyu hafa vísað fullyrðing- um hennar síðustu daga á bug sem ómerkilegum lygum er sett- ar hefðu verið fram til þess að hún kæmist sjálf í sviðsljósið. Jólaljósin tendruð BILL Clinton Bandaríkjaforseti faðmar dóttur sína, Chelsea, að sér er forsetafjölskyldan hefur kveikt ljósin á bandaríska þjóðarjólatrénu sem stendur í Washington. Notaði Clinton tækifærið og hvatti alla Bandaríkja- menn til að takast á við glæpaölduna sem riðið hefur yfír landið. Til vinstri stendur forsetafrúin Hillary Rodham Clinton. dag opnar Hótel Saga GULLNÁMU í vistlegri stofu inn af MÍMISBAR. har bjóðum við gestum okkar upp á hressingu og ijúfa tónlist í þægilegu umhverfi á meðan þeir taka þátt í nýju spennandi happdrætti sem gefur möguleika á milljónum í vinninga. Opið: Sunnud. - fimmtud. kl. 16.CX) - 24.00 föstud. og laugard. kl. 16.00 - 03.00 Aldurstakmark 18ára. -lofar góðu! V / HAGATORG SlMI 29900 r 3 1 Metsölublað á hverjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.