Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 41 ar síns? Er leiðin sú að boða verk- fall á öllum flotanum, þegar það liggur þegar fyrir að kvótakaup með þessum hætti eru bönnuð sam- kvæmt kjarasamningum? Er hægt að komast lengra á vettvangi kjara- samninga? Þarf ekki að fara eitt- hvað lengra, annars vegar til lög- gjafarvaldsins til að breyta gildandi reglum um framsal á aflakvóta og til dómstóla til að leita réttar síns vegna brota á kjarasamningi? Dæmin um þvingum sjómanna til þátttöku í kvótakaupum eru auðvit- að skýlaust brot á kjarasamningum og tæpast sæmandi þeim, sem að þeim standa, en það eru mál dóm- stóla. Snúin vígstaða Vígstaða sjómanna í þessu máli er afar snúin. Þeir hafa samúð al- mennings og virðist útgerðin standa höllum fæti í því taugastríði sem staðið hefur yfír að undanförnu. Verkfall upp úr áramótum kemur mjög misjafnlega niður á útgerð- inni. Verst bitnar það líklega á Vestfírðingum, sem vanir eru að hefja veiðar strax upp úr áramótum og togaraútgerð almennt, en áhrifin á vertíð sunnanlands og vestan verða væntanlega lítil. Verkfall kemur sér einnig illa fyrir loðnuflot- ann, en þar er þá verið að hengja bakara fyrir smið, því „kvótabrask- ið“ á sér ekki stað á loðnuflotanum. Fyrir kvótalitlar útgerðir má jafnvel segja að verkfall sé eins konar himnasending. Þær leggja bara skipunum, losna við launakostnað og taka kvótann svo síðar á skemmri tíma en ella og með minni tilkostnaði. Mestur þrýstingur á þá sem eru ekki í kvótabraskinu Þá má segja að komi að físk- vinnslunni. Fyrir hana kemur sér væntanlega illa að fá verkfall á þessum tíma, enda er farið að gæta ákveðins þrýstings úr herbúðum hennar. Fyrir vinnsluna er bezt að búa að jöfnu hráefnisstreymi, en afurðaverð er hins vegar lágt og birgðir nokkrar, til dæmis í rækju. Söltunin þarf hins vegar á hráefni að halda á þessum árstíma, því þá stendur yfir kapphlaup milli okkar og Norðmanna um að ná mörkuðun- um í Portúgal og á Spáni. Þá er aðal físksölutíminn í upphafi árs, þegar heildsalar, veitingahús og verzlanakeðjur eru að birgja sig upp fyrir föstuna. Þá má ekki gleyma fiskverkafólki, sem stendur frammi fyrir því að missa vinnuna. Hætt er við því að það verði með blendn- um hug sem það styður sjómennina í þessari baráttu sem gæti kostað það vinnuna á tímum þrenginga og samdráttar. Það er því ljóst að samtök sjó- manna ná fram nokkrum þrýstingi, einkum á þá, sem ekki stunda hið illræmda kvótabrask. Þeir sem hafa verið að kaupa kvóta með þátttöku sjómanna verða kannski hvíldinni fegnir. XJöföar til Xlfólksíöllum starfsgreinum! Samkomulag Vinnuveitendasambands íslands og biskupsembættisins Kirkjugarðsgjald fyrirtækja. fellt niður í þremur áföngum SAMKOMULAG hefur tekist milli Vinnuveitendasambands íslands og biskupsembættisins um niðurfellingu kirkjugarðsgjalds atvinnu- fyrirtælga í þremur áföngum. Frá og með næstu áramótum, til þriggja ára, verður innheimt undir heitinu markaðsgjald vegna niður- fellingar kirkjugarðsgjaldsins og sérstakt markaðsgjald vegna fjár- mögnunar Útflutningsráðs. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, segir að við álagningu markaðsgjalds á árinu verði tekið mið af samtölu útflutningsráðsgjalds og kirkjugarðsgjalds. Upphæð- in verði þó í öllum tilfellum lægri en samtalan hafi verið. Smám saman lækkar svo gjaldið og árið 1997 er aðeins gert ráð fyrir 0,015% markaðsgjaldi á allar greinar. Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, segist sáttur við samkomulagið miðað við hvað gæti hafa orðið. Hann segir að með því sé verið að horfa til næstu ára og á þeim tíma verði fjárhagsleg málefni kirkjunnar endurskoðuð. Ríkissljórn- in féllst á að farið yrði eftir samkomulaginu á fundi sínum í gær. Þórarinn sagði að samkomulag hefði náðst um niðurfellingu á inn- heimtu kirkjugarðsgjalds um næstu áramót. „Þess í stað verður innheimt markaðsgjald af öllum greinum atvinnulífsins af virðis- aukaskattskyldri veltu. Markaðs- gjaldið kemur til með að taka mið af samtölu útflutningsráðsgjalds og kirkjugarðsgjalds á þessu ári en verður þó í öllum tilfellum lægra en samtala þessara gjalda var,“ sagði Þórarinn og nefndi sem dæmi að aðilar í verslunarrekstri væru nú að greiða sem svarar 0,02% af veltu en myndu á næsta ári greiða 0,015%. Aðilar í fiskvinnslu Var með of smáa möskva Stykkishólmi. VARÐSKIP stóð togarann Þuríði Halldórsdóttur GK 94 að veiðum með of smáa möskva í poka um 18,5 mílur norðvestur af Öndverðar- nesi í fyrradag. Samkvæmt reglugerð mega möskvar í poka skipsins vera 155 millimetrar en mældust innan við 140 mm að sögn Landhelgisgæslu. Skipið var fært til hafnar í Stykkishólmi og þar var réttað í málinu. Að sögn Daða Jó- hannessonar ' fulltrúa sýlu- manns hlaut skipstjórinn 125 þús. kr. sekt en til vara 35 daga varðhald. greiddu 0,061% af veltu og myndu greiða 0,049% og útgerðarmenn greiddu 0,039% og myndu greiða 0,035% á næsta ári. Þrír áfangar Atvinnúfyrirtæki hafa hingað til greitt 1,5% gjald á aðstöðugjald vegna reksturs kirkjugarða og er um aö ræða um 75 milljónir króna á ári. Umrætt samkomulag gerir ráð fyrir að hlutfallið haldist óbreytt á næsta ári. Árið 1995 fái kirkjugarðarnir hins vegar tvo þriðju hluta galdsins, eða um 50 milljónir, og árið 1996 einn þriðja, eða um 25 milljónir. Frá og með árinu 1997 falli greiðslur fyrir- tækja til kirkjugarða svo endan- lega niður. Þórarinn minntist þess að fyrir lægi að samtök atvinnurekenda hefðu talið óeðlilegt að skattleggja framleiðslukostnað fyrirtækja í þágu kirkju og kirkjugarða. „Við höfum verið þeirrar skoðunar að það væri óeðlilegt að atvinnulífið greiddi sérstaklega skatt til kirkju- garðanna. Þeir eru eðli málsins samkvæmt málefni einstakling- anna. Við leituðum þess vegna eft- ir því við kirkjuna þegar aðstöðu- gjaldið féll niður hvort ekki væri V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! JOLATILBOÐ 20% afsláttur í dag af tvískiptum útigöllum. Þýsk gœðavara. Stœrðir 80-110. DIMMALIMM Bankastmti 4, 101 Reykjavík, sími 11222. hægt að komast hjá ágreiningi um málið. Við buðum fram samkomu- lag um aðlögun, það var ekki gerð krafa um að gjaldið félli niður strax og kirkjunnar menn urðu sammála um að þetta væri skynsamleg nálg- un enda þyrfti að skoða stöðu kirkjugarðanna í framhaldi af því. En við fögnum mjög að takast skyldi að ná sáttum um þetta milli kirkju og atvinnulífs. Okkur fannst það mikils virði að geta leyst þetta mál án þess að það yrði ágreinings- mál og án þess að það þyrfti að fara sem deilumál á hinn pólitíska vettvang," sagði Þórarinn. Horft til næstu ára Hr. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, sagði að með niðurfellingu aðstöðugjalds hefði blasað við tölu- verð hætta vegna kirkjugarðanna. „En með þessu samkomulagi erum við að horfa til næstu ára og á þeim tíma, og því aðeins skrifaði ég undir samkomulagið, verða fjár- hagsleg málefni kirkjugarðanna endurskoðuð. Þannig að ef þeir - ekki þola þá skerðingu sem núna verður sennilega lögfest á Alþingi, sem er 20% skerðing almennra kirkjugarðsgjalda með þeirri skerðingu sem verður á aðstöðu- gjöldunum, er ríkið búið að lofa að endurskoða ijármál garðanna. Við höfum sem sé þennan umþótt- unartíma og skilning hins opinbera á því að það er ekki hægt að ganga að görðunum sí og æ án þess að tryggja tekjustofna." 10 KRÓNUR Það er alveg rétt, að til eru ódýrari dýnur en DUX-dýnur. Munurinn finnst líka á endingunni. Venjulegar dýnur endast í 5 - 8 ár. DUX-dýnur endast ofi: í 30 - 40 ár. Við hjá DUX leggjum nefnilega aðaláhersluna á gæði og endingu. Þegar dæmið er reiknað til enda kemur því í ljós að DUX-dýnur eru ekki dýrari en aðrar dýnur. Miðað við 30 ára endingu, kostar DUX-nóttin 10 krónur. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig Á Dux-dýnu liggur hryggsálan bein ÍSLENSK MYNDLIST TIL GJAFA? LEITAÐU ÞÁ FYRST OG SÍÐAST TIL OKKAR HVERGI MEIRA ÚRVAL AF ÍSLENSKRI MYNDLIST. Ásgeir Smári Einarsson OPIÐ LAUGARDAG KL. 10.00 • 18.00 SUNNUDAG KL. 13.00 - 18.00 AUSTURSTRATI 3 S Í M I 1 0 4 0 0 Einar Már Guðvarðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.