Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 FOLK ■ AMSENE Wenger, þjálfari Mónakó, fékk flest atkvæði sem næsti landsliðsþjálfari Frakka í sér- stakri atkvæðagreiðslu sem íþrótt- blaðið l’Equipe stóð fyrir á meðal 200 leikmanna úr 1. deild. Wenger fékk 73 atkvæði, Rolland Courbis, þjálf- ari Bordeaux, fékk 37 og Michel Platini, fyrrum landsliðsþjálfari, 27 atkvæði. Franska knattspyrnusam- bandið mun ákveða það í næstu viku hver fær starfíð. 9 JOHN Hansen, landsliðsmaður Dana í knattspymu sem hefur leikið tvö síðustu keppnistímabil með Ajax í Hollandi, er á heimleið. Hann er. 27 ára vamarmaður og hefur átt við þrálát meiðsli að stríða frá því hann fór til Ajax og aðeins leikið sjö leiki fyrir hollenska félagið. Hann hefur nú gert fjögurra og hálfs árs samn- ing við danska félagið OB, þar sem hann lék áður. ■ HOWARD Kendall, yfirþjálfari enska knattspyrnuliðsins Everton, sem hætti öllum á óvart eftir leik liðsins um síðustu helgi hefur enn ekki viljað gefa upp hvers vegna, en talið er að slæma fjárhagsstaða fé- lagsins hafi gert útslagið. ■ JIMMY Gabríel, þjálfari varaliðs Everton, var settur yfir aðalliðið til bráðabrigða, en Peter Reid, fyrrum leikmaður Everton og nú spilari hjá Southampton, sem var látinn fara frá Manchester City síðsumars, er orðaður sem næsti stjóri. Joe Royle hjá Oldham hefur einnig verið nefndur til starfans. VIÐURKENNINGAR Jamaíku-bömin þau bestu VORIÐ1960 fæddust í Kings- ton í Jamaíku stúlka og drengur með mánaðar millibili. Nú 33 árum seinna hafa þau verið útnefnd íþróttamenn íheimi árið 1993, í vali sem íþróttaf- réttamenn frá 50 þjóðum stóðu að. Þetta eru heimsmeistar- arnir f spretthlaupum, Melene Ottey frá Jamaíku og Linford Christie sem keppir fyrir Bret- land. Christe varð heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í Stuttg- art og Ottey varð önnur á eftir Gail Devers í 100 metra hlaupi en vann loks langþráðan sigur á HM er hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupinu. Á þessu sést að spretthlauparar eru þeir sem fá hvað mesta athygli fjölmiðlamanna, en til gamans má geta þess að Al- þjóða fijálsíþróttasambandið valdi fyrir skömmu 1.500 metra hlaupar- ann Nourredine Morceli frá Álsír sem fijálsíþróttamann ársins 1993. Þetta var í 47. sinn sem þetta kjör fer fram og var keppnin um efstu sætin í bæði karla og kvenna- flokki mjög jöfn og spennandi að þessu sinni. Bestu iþróttakonur ársins: stig 1. Merlene Ottey - hlaup (Jamaíku)...110 2. Steffí Graf - tennis (Þýskalandi).109 3. Van Almsick - sund (Þýskal.)......105 4. WangJunxia- hlaup (Kína)..........100 5. Gail Devers - hlaup (Bandar.).....85 Linford Christie - fijábær spretthlaupari Marlene Otte - fljót og falleg á hlaupabrautinni 6. Sally Gunnell - hlaup (Bretlandi).... 7. Kr. Egerszegi - sund (Ungveiial.)...33 8. AnitaWachter-skíði (Austurr.).......19 9. Hortensia - blak (Brasilíu).........16 10. Stefania Belmondo - skíði (Ítalíu).13. Bestu íþróttamenn ársins: 1. Linford Christie - hlaup (Bretl.)...113 2. Miguel Indurain - hjólreiðar (Spáni)..112 3. Michael Jordan - karfa (Bandar.)...108 4. Javier Sotomayor - hástökk (Kúbu) ....50 5. Nourredine Morceli - hlaup (Alsír).47 6. Pete Sampras - tennis (Bandar.)....46 7. Sergei Bubka - stangarst. (Úkraínu) ..46 8. Alain Prost - kappakstur (Frakkl.).34 9. R. Baggio - knattspyma (Italíu)....19 10. Moses Kiptanui - hlaup (Kenýu)....17 KNATTSPYRNA / RUSSLAND Vilja landsliðsþfaKarann burl Pórtán landsliðsmenn Rússlands í knattspymu hafa gagmýnt landsliðsþjálfara sinn opinberlega og vilja að hann verði rekinn, en Anatoly Byshovets, fyrrum landsl- iðsþjálfari, taki við. Liðið tapaði 1:0 á útivelli fyrir Grikkjum í síðasta leik forkeppni HM. Byshovets hefur ekki tjáð sig um málið, en sagt er að honum standi til boða að stjóma landsliði Suður-Kóreu í úrslita- keppni HM í sumar. Ráðgjafi forseta Rússlands í íþróttamálum hefur beðið Knatt- spymusamband Rússlands um að taka á málinu, sem á sér ekki for- dæmi í landinu, og koma í veg fyr- ir að það bitni á landsliðinu í úrslita- keppni HM í Bandaríkjunum næsta sumar. Frétt þessa efnis birtist í kjölfar viðtala við þijá lykilnemm landsliðs- ins, sem sögðu að Pavel Sadyrin, landsliðsþjálfari, væri hreinlega ekki nógu góður þjálfari. Igor Kolyvanov, leikmaður hjá Foggia á Ítalíu, sagði að 14 leik- menn hefðu skrifað Tarpitsjchev og farið fram á þjálfaraskipti. „Við viljum ekki vinna lengur með Sa- dyrin og sjáum aðeins Byshovets sem arftaka. Þetta er það sem við sögðum í bréfínu,“ sagði hann og bætti við að hann neitaði að spila framar undir stjórn Sadyrins. Sergei Kiryakov, leikmaður Karlsmhe í Þýskalandi, ásakaði Sadyrin um óverðskuldaða gagn- rýni á leikmenn og sagði hann * skjóta sér undan ábyrgð, þegar lið- inu gengi illa. „Að mínu mati hugs- ar Sadyrin ekki um leikinn sem slík- an. Æfíngamar eru tóm vitleysa og undirbúningur fyrir hvem leik tekur í mesta lagi fimm mínútur. Hvers konar leikaðferð er það? Þetta er aðeins „sækjum og sigr- um“ og búið, en eftir leik er annað hljóð í skrokknum — öllum er um að kenna nema honum sjálfum." Igor Shalimov, fyrirliði Rúss- lands og leikmaður Intemazionale á Italíu, sagði að Sadyrin væri ekki slæmur maður og góður þjálfari fyrir félagslið, „en það nægir aug- Ijóslega ekki fyrir landslið." Hann ásakaði þjálfarann um að standa ávalit með stjórnarmönnum gegn leikmönnum í viðkvæmum málum. Shalimov sagði að „möppudýr" réðu ferðinni í knattspymunni í Rússlandi í engu samhengi við það að ná árangri í úrslitakeppni HM næsta sumar. „Eins og staðan er nú, er rússneska liðið dæmt til að ganga illa,“ sagði hann. Samaranch til Sarajevo FORSETI alþjóða ólympíu- nefndarinnar (IOC), Juan An- tonio Samaranch, segist stefna á að heimsækja borgina Sarajevo í Bosníu, meðan á vetrarólympíuleikunum í Lille- hammer stendur í febrúar á næsta ári. Allsheijarþing Sameinuðu Þjóð- anna samþykkti í haust, að áeggjan IOC, stuðning við það að 1994 yrði ár íþrótta og í samskonar ályktun studdi allsheijarþingið að Jiinn gamla gríski siður um ólympíu- grið yrði endurvakinn; að menn leggðu niður vopn frá því viku áður en ólympíuleikar hefjast og meðan á þeim stendur. Samaranch lýsir yfir ólympiugrið 25. janúar í höfuð- stöðvum IOC í Lausanne í Sviss og taka þau gildi 5. febrúar, viku fyrir leikana í Lillehammer. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Það verður nærri útilokað að griðin verði haldin, en þið megið vita að við gerum okkar besta,“ sagði Samar- anch á blaðamannafundi í Lausanne í vikunni. Forsetinn sagði að IOC hygðist hafa beint samband við Bosníu- serba, Króata og Múslima fyrir febrúar og reyna að sannfæra þá um nauðsyn griða. Samaranch myndi síðan halda til Sarajevo, þar sem Vetrarólympíuleikamir fóru fram 1984, en þar hefur ríkt stríðs- ástand lengi. Aðspurður neitaði Samaranch því að siðurinn um ólympíugrið væri endurvakinn í þeirri von að IOC yrði úthlutað Friðarverðlaunum Nóbels á næsta ári. „Ef við fáum verðlaunin einhvern tíma, verðum við mjög stolt og mjög ánægð,“ sagði hann. „En höfum það alveg á hreinu: við höfum lifað í hundrað ár án verðlaunanna og getum auð- veldlega gert það í önnur hundrað." Sameining Óí og ÍSÍ? Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: „Vegna viðtals við forseta ÍSÍ í Morgunblaðinu 9. desember um samþykktir frá formannafundi sér- sambanda viljum við undirrituð, sem sátu þann fund, vekja athygli lesenda Morgunblaðsins á því sem samþykkt var á fundinum. Tillagan sem samþykkt var ‘á fundinum var eftirfarandi: „Fundur formanna og fulltrúa sérsambanda haldinn þriðjudaginn 7. desember lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd Milliþinganefndar að sérsamböndin fái jafnan atkvæðis- rétt á við héraðssambönd og íþróttabandalög á íþróttaþingum enda_ sé það forsenda þess að ÍSÍ og Óí verði steypt saman undir eina stjórn. Er þá gengið út frá því að fulltrúar, kosnir af sérsam- böndum, hafi meirihlutavald þegar ólympíumálefni eru til ákvörð- unar.“ í seinni hluta viðtalsins var vitn- að_ til tillagna milliþinganefndar ÍSÍ. Þær tiliögur hafa fengið tak- markaðar undirtektir og voru ekki samþykktar á umræddum form- annafundi. í þessu sambandi er rétt að það komi fram að fyrir liggja, bæði skriflega og munnlega, aðrar tillögur en tillögur milliþing- anfndar varðandi sameiningamál innan íþróttahreyfingarinnar. Til þess að skýra það atriði hvernig sameining geti orðið þá þarf fyrst að breyta vægi atkvæða á ÍSÍ þingi mili sérsambanda og héraðssambanda þannig að sér- sambönd ráði að minnsta kosti helmingi atkvæða á íþróttaþingi. Samkvæmt ólympíusáttmálanum þurfa sérsambönd ólympískra greina að hafa meirihluta atkvæða í forseta og stjómarkjöri og meiri- hluta atkvæða í framkvæmdastjóm hins nýja Ólympíu- og íþróttasam- bands. Við teljum nauðsynlegt að ofan- greint komi fram til viðbótar við viðtal við forseta ÍSÍ. Undirrituð sitja í framkvæmda- stjórn Ólympíunefndar íslands. Margrét Bjarnadóttir, forma. Fimleikasambands íslands. Kolbeinn Pálsson, form. Körfu- knattleikssambands íslands. Sigurður Einarsson, form. Skíðasambands íslands." UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur 1. deild kvenna: . Austurberg: Fylkir - Víkingur.....14 Kaplakriki: FH - KR..............16.30 Valsheimili: Valur - Grótta......16.30 Vestm.eyjar: IBV - Fram..........16.30 2. deild karla: Kaplakriki: HK - Völsungur..........18 Sunnudagur 1. deild karla: Garðabær: Stjaman - ÍR..............20 Laugard.höll: KR - Selfoss..........20 Kaplakriki: FH - IBV.............. 20 Valsheimili: Valur - KA.............20 Varmá: UMFA - Haukar................20 2. deild karla: Iþr.hús. Strandg.: ÍH - Vöisungur...16 Körfuknattleikur Sunnudagur Úrvalsdeild: Borgames: Skallgr. - ÍA.............16 Grindavík: UMFG - Tindastóll........16 Iþr.hús. Strandg.: Haukar-KR........14 Keflavík: ÍBK-Valur.................20 Borðtennis Fyrri hluti íslandsmótsins verður í Laugar- dalshöl! í dag; keppt verður í 2. deild karla og kvennadeild og auk þess í flokkakeppni unglinga. Keppni hefst kl. 13. Keila Keiluliðið Læriingar heldur jólamót í Keilu- höllinni f Öskjuhlíð í dag, þar sem öllum er heimil þátttaka. Keppt verður í fimm flokkum, þannig að allir eiga að finna flokk við sitt hæfi, hvort sem þeir em byijendur eða lengra komnir. Keppni fer fram í tvennu lagi og fólk ræður í hvort skiptið það kem- ur; kl. 16 eða kl. 18.30. Úrslit hefjast svo kl. 20.30 en þangað komast fimm efstu í hverjum flokki. I verðlaun er matur ýmiss- konar að verðmæti 10-15 þúsundum króna f hveijum flokki. Þátttökugjald er 1.100 krónur. Knattspyrna Búnaðarbankamótið í innanhússknatt- spymu verður haldið á Selfossi í dag. Keppni hefst kl. 10.30 með leik Selfoss og KR. Auk þeirra taka þátt Fram, ÍA og Ægir. Keppni stendur frá 10.30 til 14.40 er verð- launaafhending fer fram. Leikið er eftir reglum KSf; 5 leikmenn í hveiju liði, þar af einn markvörður, og leiktíminn er 2x10 mínútur. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full- orðna en 16 ára og yngri frá frítt inn. DIGRANES LOKAÐ íþróttahúsið Digranes f Kópavogi verður lokið um helgina, vegna bilunar í húsinu. Öllum kappleikjum sem áttu að fara þar fram, hefur því verið frestað, nema leik HK og Völsungs f 2. deild karla í hand- bolta sem verður í Kaplakrika, eins og get- ið er um hér að ofan. FELAGSLIF Jólaknall Breiðabliks Jólaknall knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið í Alþýðu- flokkssalnum í Hamraborg í kvöld kl. 20.30. Allir Blikar velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.