Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 10

Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Kvöldlokkur á jólaföstu _________Tónlist Jón Asgeirsson í nokkur ár hafa félagarnir í Blásarakvintett Reykjavíkur hald- ið tónleika í ýmsum kirkjum Reykjavíkur rétt fyrir jólin, undir yfirskriftinni Kvöldlokkur á jóla- föstu og nú varð kaþólska kirkjan fyrir valinu fyrir kvöldlokkutón- ieikana sl. þriðjudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Hummel, Gounod og Mozart. Fyrsta kvöldlokkan var oktett (fyrir 9 spilara) éftir Hummel, skemmtilegt klassískt utan-dyra- verk, fyrir tvö óbó, tvö fagott, tvö klarinett, tvö horn og eitt auka- hljóðfæri, kontrafagott (í staðinn fyrir serpent), sem gegnir því hlutverki að tvöfalda 2. fagott. Annað viðfangsefnið var Litla sinfónían í B-dúr, eftir Gounod, en til viðbótar við hina klassísku Kvöldlokkuhljóðfæraskipan bætti Gounod við flautu, sem hann gaf sérstaklega fallegar tónhendingar í hæga þættinum. Lokaverkefnið var tólfta serenaðan í c-moll, K.388, eftir Mozart, sem er gull- bryddað listaverk, með sínum sér- kennilega „kanón-menúett", auk alls annars er prýðir þetta lista- verk. Félagarnir í Blásarakvintettin- Blásarakvintett Reykjavíkur. um eru Bernhard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Jos- eph Ognibene en til samstarfs höfðu þeir fengið Peter Tompkins, Sigurð I. Snorrason, Rúnar Vil- bergsson, Bjöm Th. Árnason og Þorkel Jóelsson. Leikur félaganna var aldeilis fallega útfærður, bæði hvað varð- ar styrkleikamótun, hrynskipan og mótun tónhendinga. í raun þarf ekki mörg orð um leik og tóntúlkun þessara frábæru lista- manna, nema að leikur þeirra var ekki aðeins glæsilega útfærður frá tæknilegu sjónarmiði, heldur var hann einnig mótaður af miklu listfengi og sterkri tilfinningu fyr- ir þeim innviðum sem gerir tónist annað og meira en nótur á nótna- pappír. Samkór Kópavogs Tónlist Jón Ásgeirsson Jólatónleikar Samkórs Kópa- vogs voru haldnir í Hjallakirkju sl. mánudagskvöld undir stjórn Stefáns Guðmundssonar. Ein- söngvari var Sigurjón Jóhannes- son en undirleik annaðist Kjartan Siguijónsson. Á efnisskránni voru jólalög og ýmis andleg vers. í heild voru viðfangsefnin svipuð því sem heyra má tekin fyrir af skóla- og kirkjukórum, þegar líður að jólum, lög eins og Komið þið hirðar, dýrðarkórinn úr Judas Maccabeus, eftir Handel, sálma- lagið Fögur er foldin, í „singal- ong“ raddsetningu eftir Öhrvall, negrasálmamir þrír sem alltaf em sungnir, Go down Moses, Swing low og Deep River, og ensku jóla- lögin sem sum hver em orðin sam- gróin jólaauglýsingunum í fjölm- iðlunum. Þrátt fyrir frekar litlausa efnis- skrá var söngur kórsins oft falleg- ur og vel hreinn, svo að Stefán er á góðri leið með að gera Samkór Kópavogs vel syngjandi. Eina lag- ið sem reyndi á raddhæfni söng- fólksins var Amen eftir Gade, ágæt rómantísk tónsmíð er var, þrátt fyrir smáslys í tenórunum, þokkalega sungin. Þijú íslensk lög Samkór Kópavogs. vom á efnisskránni, Hátíð fer að höndum ein, Heyr, himnasmiður, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Góða nótt, eftir Bjarna J. Gíslason og vom þessi ágætu lög mjög vel sungin. Einsöngvari í tveimur negra- sálmum og í lokaviðfangsefninu, sem var Allheijar Drottinn eftir Franck, var Siguijón Jóhannes- son, sem hefur bjarta og lýriska tenórrödd. Hann söng ágætlega, einkum lag Francks, en hann fékk ekki tækifæri til að nýta röddina til fulls t.d. í negrasálmunum. Undirleikari með kórnum var Kjartan Siguijónsson og lék hann vel á litla orgelið í kirkjunni, t.d. í Alhéijar'Drottinn. Tónleikunum lauk með því að kórinn og kirkju- gestir sungu saman Heims um ból og lauk þar með fallegum pg þokkafullum jólatónleikum Sam- kórs Kópavogs. MENNING/LISTIR Hönnun Islensk listhönnun og nytja,list Sýningin Form ísland II, sem staðið hefur í Norræna húsinu síðan 20. nóv- ember sl., lýkur nk. sunnudag 19. desember. Á sunnudaginn kl. 17 munu nokkr- ir af hönnuðunum sem verk eiga á sýningunni vera á staðnum, en kl. 20 munu eftirtaldir sýnendur halda lit- skyggnuerindi; Arkitektastofan Gláma, Halldór Gíslason, Jóhannes Þórðarson og Sigurður Halldórsson, arkitektar. Ingibjörg Jónsdóttir textíl- listamaður, Kristinn Brynjólfsson inn- anhúsarkitekt, Þorbergur Halldórsson gullsmiður og Borghildur Óskarsdóttir leirlistamaður. Allir áhugamenn um hönnun eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að fræðast um viðhorf og viðleitni sem felst að baki verka hönnuðanna. Dagskráin er undirbúin af dag- skrárnefnd Arkitektafélags íslands, Form ísland og Norræna húsinu. Myndlist Guðmundur Rúnar sýnir í kaffistofu í Hafnarborgar Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er nú um stundarsakir búsettur í Rotter- dam í Hollandi við framhaldsnám í myndlist. Þær myndir sem hann sýnir í kaffistofu Hafnarborgar eru ljós- þrykk eða ljósgrafík eins og hann kýs að kalla það. Þetta er röð þijátíu mynda, en af þeim eru aðeins ellefu sýndar hér. Myndimar sýna útigangs- menn í sambandi við myndir úr lista- sögunni og myndir sem tengjast reynslu Guðmundar Rúnars af dvölinni í Rotterdam. Guðmundur Rúnar hefur áður sýnt í Hafnarborg og víða annars staðar. Heidi Kristiansen hefur opna vinnustofu Heidi Kristiansen hefur opna vinnu- stofu sína milli kl. 12 til 18 á laugar- dögum í desember og einnig virka daga kl. 16 til 18. Vinnustofan er við Njálsgötu 34b, bakhús. Til sýnis og.sölu eru mynd- verk unnin í applikation og quilt og margs konar smámunir og nytjalist. Jón og Þórður gefa út grafíkmöppur Nýlega gáfu myndlistarmennimir Jón Reykdal og Þórður Hall út tvær grafíkmöppur með 6 grafíkmyndum í hvorri möppu, 3 myndir eftir hvorn þeirra. Myndirnar, sem eru unnar að öllu leyti af listamönnunum, eru allar í lit og þrykktar af þeim í takmörkuðu uppplagi, 30 eintökum. Jón Reykdal og Þórður Hall stunduðu báðir mynd- listarnám hér á landi og erlendis og hafa starfað að myndlist um árabil, haldið einkasýningar hérlendis og er- lendis og tekið þátt í fjölda samsýn- inga um allan heim. Auk þess hafa þeir fengist við myndlistarkennslu og tekið virkan þátt í félagsmálum mynd- listarmanna. Þeir eiga verk á helstu söfnum og stofnunum á Islandi og víða erlendis. Möppur Jóns Reykdals og Þórðar Hall hafa verið seldar áskrifendum en nokkrum eintökum er ennþá óráðstaf- að. Verð hverrar möppu er 30.000 krónur. Grafíkmöppur eftir Jón Reykdal og Þórð Hall. Jóhann G. Jóhannsson sýnir í Listhúsinu Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- og myndlistarmaður sýnir um þessar mundir í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru uip 50 verk flest unn- in á árinu, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. I tilefni þess að um þessar mundir á Jóhann 30 ára starfsafmæli sem tónlistarmaður verður nýr geisladiskur með tónlist hans, Gullinn sax, fáanleg- ur á sýningunni á sérstöku sýningar- verði ásamt áður útgefinni tónlist hans. Einnig verða nokkrar eftirmynd- ir af áður útgefnum verkum hans fá- anlegar sérstaklega tölusettar og árit- aðar í tilefni sýningarinnar. Jóhann hefur haldið fjölda einka- sýninga í Reykjavík og víðar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 23. desember og er opið daglega kl. 10-18 nema á laugardaginn frá kl. 10-22 og sunnu- daga kl. 14-18 og Iengur er nær dreg- ur jólum í samræmi við aðra starfsemi hússins. Jóhann G. Jóhannsson. Elín Magnúsdóttir sýnir í Listhúsinu í Laugardal Elín Magnúsdóttir myndlistarkona sýnir í Listhúsinu í Laugardal. Elín sýnir vatnslitamyndir og akrílmálverk. Sýningin stendur til 23. desember og er opin á vefslunartíma kl. 10-18 í miðri viku en kl. 14-18 sunnudaginn 19. desember. Góði hirðirinn í Þingejgarsýslu __________Bækur______________ Pétur Pétursson Jóhanna Á. Steingrímsdóttir: Fjalla-Bensi Skjaldborg 1993, 80 bls. Það fer víst ekki fram hjá nein- um að aðventan er tími bókanna. Kannske gleyma menn bráðum að aðventan er upphaf kirkjuársins og markar tímarnót hjálpræðissög- unnar þegar Jesúbamið er að koma í heiminn. Ein sterkasta líking sem notuð er yfir Jesú er góði hirðir- inn, smalinn sem yfirgefur sauðina sem eru komnir í hús og fer eftir hinum eina, týnda, til að bjarga honum einnig. Gunnar Gunnarsson skáld skrifaði á sínum tíma sögu um slíkan fjárhirði og sagan heitir einmitt Aðventa. Þessi íjárhirðir átti sér fyrirmynd í Benedikt Sig- urjónssyni sem var fæddur árið 1876 í Mývatnssveit í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þetta er hugljúf saga um vinnumann sem óbeðinn leggur á sig hvers konar hrakningar og mannraunir til að leita uppi fé á öræfum og afréttum sem öðrum hefur sést yfir eða skilið eftir. Hann notar gjarnan aðventuna til þessarar fórnfúsu þjónustu og er þá kominn til byggða þegar hátíð- in gengur í garð og menn og dýr njóta þess friðar sem frelsarinn færði heiminum. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir hefur tekið hér saman hugljúfa sögu um þennan dýravin sem undi sér best í faðmi fjalla fjarri manna- byggð. Hundurinn er hans tryggi vinur og hjálparhella og einnig er getið um forustusauðinn Eitil sem fór í þessa björgunarleiðangra með Bensa á meðan hans naut við. Höfundur segir að þetta sé sönn saga að mestu leyti. Hann byggir á bókinni Ódáðahraun eftir ðlaf Jónsson og frásagnir samtíðar- manna Fjalla-Bensa. Hann lætur litla stúlku sem heitir Heiðbjört og kindina hennar, Glókollu, koma við söguna. Frásögnin er mjög við hæfi barna og unglinga,- en eins og góðra sagna er háttur þá er hún fyrir fólk á öllum aldri. Lýsing- arnar eru mjög lifandi og eðlileg- ar. Náttúrulýsingar eru mjög vel Jóhanna Á. Steingrímsdóttir unnar og á góðu máli. Þær eru lausar við tilgerðarlegt barnamál og höfundur notar kjarnyrt ís- lenskt alþýðumál. Þannig gefur hann lesendum innsýn í líf og til- veru sveitafólks áður en vélvæð- ingin lagði undir sig sveitirnar. Fjalla-Bensi er laus undan þeim hlekkjum hugarfarsins sem eitruðu íslenska bændamenningu í aldar- aðir ef marka má nýlega sjónvarps- þáttaröð. Hann er fulltrúi bestu mannkosta íslenskrar bænda- menningar þar sem látleysi, mann- úð og æðruleysi sitja í fyrirrúmi hvað svo sem á bjátar. Sem allra flest íslensk börn ættu að fá að kynnast þessum heimi þó ekki væri nema í söguformi. Nóg er af bijáluðu ofbeldisefni frá útlöndum sem ausið er yfir börnin okkar og skaðar þau andlega hvað svó sem yfirborðsleg tölfræði um samband milli ofbeldis og afbrota segir. Fjalla-Bensi er tilvalið viðfangsefni fyrir íslenska sjónvarpskvik- myndagerð. P ft i ft l ft ft r i i « i i i i t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.