Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Reykjahlíðarkirkja Hátíðleg aðventu- samkoma Björk, Mývatnssveit. AÐVENTUKVÖLD var í Reykjahlíðarkirkju síðastliðinn sunnudag klukkan 21. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Jóns Árna Sigfússonar, ein- söngvari var Oskar Pétursson frá AkureyrL Undirleikarar voru Örn Friðriksson og Garðar Karlsson. Þuríður Helgadóttir las jóla- sögu. Sóknarpresturinn, séra Öm Friðriksson, stjómaði samkom- unni og flutti í lokin bæn sem við- staddir tóku undir og síðan bless- unarorð. Síðan sungu allir við- staddir Heims um ból. Þessi samkomustund í kirkjunni var mjög hátíðleg. Fjölmenni var. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Tvöfalt afmæli ÓLAFUR Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á lyfjadeild FSA tók fyrir 20 árum fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við sjúkrahúsið og bað Valtýr Sigurbjarnarson, formaður stjórnar sjúkrahússins, hann í tilefni af því að skera fyrstu sneið afmæliskökunnar sem boðið var upp á þegar tvöföldu afmæli var fagnað í gær, 120 ára afmæli sjúkrahússrekstrar á Akureyri og 40 ára afmæli FSA. Tvöfalt afmæli Fjórðungssjúkrahússins Miklar breyting- ar á 120 ára ferli TVÖFÖLDU afmæli í starfsemi Fjórðungssjúkraliússins á Akureyri var fagnað í gær að viðstöddu fjölmenni. Fyrsta sjúkrahúsið í bænum tók til starfa fyrir 120 árum, árið 1873 í húsi sem var gjöf Friðriks Gud- manns og kallað Gudmanns minni og er nú Aðalstræti 14. Fyrir 40 árum hófst starfsemi FSA í því húsnæði sem enn er í notkun og var handlækningadeild opnuð þar 15. desember árið 1953. Starfsemin hefur tekið miklum breytingum frá því hún hófst í Gud- manns minni fyrir 120 árum, þar voru í fyrstu 8 sjúkrarúm, en nú er sjúkrahúsið skráð með 214 rúm og vinna þar á sjötta hundrað starfs- menn. Á síðasta ári var fjöldi skráðra legudaga tæplega 45 þúsund, en sjúklingar voru 4.427. Meira verður byggt Á þeim 40 árum sem liðin eru frá þvi flutt var á núverandi stað hefur mikið verið byggt við sjúkrahúsið, en á 100 ára afmæli sjúkrahúss á Akureyri í nóvember 1973 tók Ólafur Sigurðsson sem þá var yfirlæknir á lyfjadeild fyrstu skóflustunguna að nýjum áfanga, svokallaðri þjónustu- byggingu sem er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð. Framundan eru miklar byggingaframkvæmdir sem bæta mun aðstöðuna enn frekar, en í því húsnæði sem byijað verður að öllum líkindum á næsta vor verður m.a. ný bamadeild. í tilefni af þessum tímamótum hefur verið gefið út blað þar sem ítarlega er rakin saga Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og gerð grein fyrir byggingasögu og starf- semi hinna fjölmörgu deilda þess, en það var Valgarður Stefánsson sem tók söguna saman. Þá vom sýndar fjölmargar ljós- myndir þar sem ljósi er varpað á fjöl- þætta starfsemi sjúkrahússins og gestum gafst kostur á að kynna sér sérstaklega starfsemi handlækn- inga- og röntgendeilda FSA. Mikil samkeppni á kjötvörumarkaðnum fyrir jólin Hefðbundinn j ólamatur hefur lækkað frá í fyrra JÓLASTEIKIN hefur lækkað í verði á Akureyri frá því í fyrra sam- kvæmt verðkönnun sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði á þriðjudag en verð í könnuninni er það sem gilti í verslununum kl. 13.30 þann dag. Alls var athugað verð á 42 kjöttegundum í 5 verslunum. Vilhjálmur Ingi Árnason, formað- ur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, segir að mikil harka sé á milli verslana sem keppist við að bjóða sem lægst verð á hefðbundnum jólasteikum. Hann segir að áberandi Hafnarstræti 26, Akureyri, s. 96-22551. sé hversu hart er barist um að bjóða lægsta verð á grísa- og nautakjöti. Dæmi séu þess að verð á kílói af nautalundum hafí lækkað frá því fyrir nokkrum dögum og þar til könn- unin var gerð um rúmar 700 krónur. Sami tímapunktur Verðkönnunin var gerð í 5 verslun- um, Hagkaupum, Matvörumarkaðn- um og þremur KEA-verslunum, í Hrísalundi, Sunnuhlíð og Byggða- vegi. „Þetta verð á að gilda til jóla, við sendum út til verslananna lista yfir þær vörutegundir sem kanna átti verð á um helgina," sagði Vil- hjálmur Ingi, „en síðan er greinilegt að mánudagurinn hefur verið notað- ur til að ákveða hversu langt ætti að teyja sig niður á við.“ Bónus og KEA-Nettó eru ekki með í þessari verðkönnun og segir Vil- hjálmur Ingi að skýringin sé sú að þar sé takmarkað vöruúrval í boði, ákveðið hafi verið að kanna verðið í þeim verslunum þar sem er kjötborð eða mikið úrval lqótvöru á boðstólum. Af þeim 42 vörutegundum sem verðkönnunin nær til er verðið lægst á 20 vöruflokkum í Hagkaupi og 13 vöruflokkum í Hrísalundi, en að sögn Vilhjálms Inga er verðsamkeppnin hörðust á milli þessara verslana. Þannig eru Hagkaup með lægsta verð á flestum tegundum fuglakjöts, en í Hrísalundi er nautakjötið oftast á lægsta verðinu. Fj ár hagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt Breytingatillögur minnihlutans felldar Ný glæsileg gjafavara á einstöku verði Fæst í Blómahúsinu á Akureyri eins og margt annað faliegt Baráttu-, Þessi bók er fyrir ungt fóik á öllum aldri, sem hefur gaman af átakanlegum, spennandi og ævintýralegum söguþræði, í flóknu samspili sem gerist í heimi manna og álfa. ísey útgáfan Símar 985-34078 & 96-23445 FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrarbæjar fyrir árið 1994 var samþykkt að lokinni síðari umræðu í bæjarstjórn Akureyrar á þriðjudag. Breyt- ingartillögur minnihlutans við fjárhagsáætlunina voru felldar. spennu- og œvintýrasaga. stöfuníir en áður á meðan framlög til annarra málaflokka eru hækkuð. Verðskuldar stuðning „íþróttahreyfíngin stendur illa íjárhagslega og þar munar vissu- lega um hveija krónu. Þessi hreyf- ing skilar ómældu sjálfsboðastarfí til samfélagsins og verðskuldar meiri stuðning bæjarfélagsins," segir í greinargerð Þórarins og Gísla Braga, en þar er lagt til að fénu verði að mestu varið til íþrótta- félaganna tii að greiða tímaleigu í íþróttahúsum. Önnur tillaga frá sömu aðilum þar sem lagt var til að framkvæmd- um við byggingu leikskóla í Gilja- hverfí verði frestað um eitt ár var einnig felld, Áætlað er að veita 40 milljónir króna í það verkefni á næsta ári. Sigurpáll er 19 ára og býr með afa sínum á stóru kuabúi hans. En nú kemur vofa fortíöarinnar og heimtar uppgjör við gamla manninn. Líf gamla mannsins er að veði. Hann hafði með lífsvilja og krafti sfnum sem ungur maður snúið á dauðaálögin. Nu þarf hann meíra en kraftar hans megna. Hvað geta ást og kraftar unga mannsins áorkað miklu, þegar allt er lagt undir í baráttu upp á líf og dauða. ■4 Þeir Gísli Bragi Hjartarson, Al- þýðuflokki, og Þórarinn E. Sveins- son, Framsóknarflokki, gerðu til- lögu um að lækka framlög í liðinn önnur mál um 6 milljónir en hækka framlög um til íþrótta- og tóm- stundamála um sömu upphæð. Fram kemur í greinargerð með til- lögunni að þessum málaflokki sé ætlað mun minna fjármagn til ráð- Krummarnir JOLAMYNDIN Fasteign til sölu Til sölu erfasteignin Hafnarbraut 7 á Dalvík. í fasteign- inni hefur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Haraldur hf. rekið fiskverkun. Fasteignin er á tveimur hæðum, samtals 1.510 mz. Á efri hæð eru skrifstofur og kaffistofa, auk veiðar- færageymslu. Til greina kemur að selja eignina í einu lagi eða hlutum. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, í símum 96-61318 eða 96-26600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.