Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 MEÐ ALDRINUM missa dúnsængur þann mikilvæga eiginleika að ylja eiganda sínum. Þá er hægt að láta endumýja sængina, hreinsa dúninn, fjarlægja þann hluta hans sem farinn er að gefa sig og bæta nýjum í. munu gæsadúnssængur stund- um vera seldar sem svanadúns- sængur. Talsvert er um inn- fluttan dún og einnig eru flutt- ar inn tilbúnar sængur. Al- gengt verð á dúnsæng fyrir fullorðna er 13-20 þúsund. Karlar slíta sængum oft melra Eftir nokkura ára notkun, þæfist dúnninn smám saman, sængin þynnist og missir létt- leikann. Oft er þá tímabært að skipta um ver og hreinsa dún- inn og kostar það um 5-6 þús. kr. Einn viðmælandi sagði að Sængin skiptir þennan litla hnoðra karlmenn slitu sængum oft greinilega ekki miklu máli, enda hefur meira en konur. Þeir svitnuðu hann líklega notið hlýju hinna full- líkast til meira í svefni en kon- orðnu sem liggja beggja megin við Mikið úrval af sængum er fáan- legt, dúnsængur, fiðursængur, dún- sængur með fiðri og teppasængur svokallaðar. Dúnninn er misjafn eins og gefur að skilja, enda af ýmsum fuglum og hann er misvel hreinsaður. Það er líkast því að ganga inn í frumgskóg að spyrjast fyrir um sængur, því úrvalið er mikið og það er vanþekking hins almenna borgara á dúni sömuleiðis. Dúnn og fjaðrir af ýmsum fuglum Æðadúnsængur eru ekki mikið seldar, en þær þykja hinar fínustu. Æðadúnn er seldur á um 25 þús. kr. kílóið og segja menn að yerðið sé svona lágt því bændur sitji uppi með birgðir þar sem dúnninn hefur ekki verið fluttur út undanfarið. Gæsa-og andadúnsængur eru mest seldar, en einnig selja sumir svanadúnsængur. Meðal þeirra er Dún-og fiðurhreinsunin við Vatns- stíg og er svanadúnninn þar inn- fluttur frá Danmörku. Hann kemur frá Kína, en er hreinsaður í Dan- mörku. Svanir eru friðaðir, a.m.k. hér en að sögn nokkura viðmælenda ur og væru sennilega „meiri hann fantar við sængurnar," eins og hann komst að orði. Sagði hann sængur í afar misjöfnu ástandi þeg- ar komið væri með þær til endurnýj- unar. Ekki borgaði sig alltaf að endurnýja sæng, heldur væri oft hagstæðara að gera góðan kodda úr því sem nothæft væri úr gömlu sænginni. Dúnsængur má yfírleitt þvo í þvottavél. Þær eru þá þvegnar eins og um ullarflík væri að ræða og þurrkaðar í þurrkara í tvígang. Gott er að viðra sængurnar reglu- lega, en þær eiga þó ekki að vera í mikilli sól, því sól getur farið illa með dúninn, segja þeir sem vel þekkja til. ■ BT Svóna er kalkúnn undirbúinn, matreiddur, skorinn INGVAR Sigurðsson yfirmatreiðslumaður á Argentínu steikhúsi meðhöndlar kalkúna á hveijum degi um þessar mundir, enda eru kalkúnar þar á jólahlaðborði. Hann var fús að gefa lesendum nokk- ur góð ráð um undirbúning og matreiðslu kalkúns. „Nauðsynlegt er að draga sinar úr lærunum sé ætlunin að borða þau. Skorið er neðst við löpp fugls- ins, á þann stað sem samsvarar ökkla á okkur og draga sinar úr með töng, t.d. flísatöng." Kalkún á að elda við lágan hita, annars er hætta á að kjötið þorni. Hins vegar er fuglinn settur i 200 gráðu heitan ofn til að loka safann inni. „Hitinn er strax lækkaður í 140 gráður og fuglinn eldaður í 40 mínútur á hvert kíló. 5 kílóa kal- kúnn er því eldaður í 3 klst. og 20 mínútur. Dekrar viA fuglinn Auðvelt er að komast með hend- ur undir ham fuglsins ofan á bring- una. Þar set ég smjör til að halda kjötinu röku. Ég set smjörið í frysti svo það harðni og sker það síðan í þunnar sneiðar með ostaskera. Sneiðunum kem ég síðan fyrir á bringu kalkúnsins. Maður þarf að dekra svolítið við kalkún til að ná fram því besta. Ég sný honum við á hálftíma fresti til að safinn leki jafnt úr og hann taki allur í sig bragð úr fylling- unni. í leiðinni smyr ég hann með blöndu af smjöri og olíu sem salti, pipar og rauðu paprikudufti er hrært saman við. Paprikuduftið gefur fallegan lit. Kalkúnn er yfirleitt skorinn í þunnar sneiðar og til þess þarf flug- beittan steikarhníf. Gott er að halda við með steikargafli. Sumir losa bringuna frá beinum, skera hana í sneiðar og raða aftur upp á beinin áður en fuglinn er borinn fram. Lærin eru skorin af, tekin í sundur um liðamót og kjötið síðan skorið langsum utan af beininu." ■ Hafið frystikistuna stillta á -18 gráður á Celsíus Dúnsæng endist misvel eftir því hver hefur hana til að ylja sér Nýkomnir leöur hvíldarstólar Mikiö úrval - Margir litir Teg. ARI kr. 15.900 stgr. Teg. GAS kr. 25.000 stgr. V erð á kalkúnum er lægra nú en fyrir 5 árum SEGJA MÁ að verð á kalkúnum VANHIRT og illa stillt frystikista eða frystiskápur notar mun meira rafmagn en vel hirt og vel stillt frystigeymsla. Kista, sem stillt er á -24 gráður á Celsíus, notar 30% meira rafmagn en kista sem stillt er á -18 gráður, eins og nægilegt er að hafa hitastigið á kistunni. Þetta kemur m.a. fram í bæklingnum „Ráð til rafmagnssparnaðar" sem Rafveita Akraness hefur gefið út. Hlutverk frystikistunnar er að fjarlægja hita úr geymslurýminu, svo þar sé hægt að geyma fryst matvæli. Ryk sem sest á kæliristina hefur sömu áhrif og einangrun. Því er nauðsynlegt að ryksuga í kring- um kæliristina nokkrum sinnum á ári og gott er að láta lofta vel allt í kringum kistuna, helst á köldum stað, en fyrir hveija gráðu sem loft- hitastigið er lægra sparast um 5% rafmagns. Áríðandi er að þéttilistinn með lokinu þétti vel. Opnið kistuna ekki að óþörfu og munið að tóm frysti- kista notar sama rafmagn og full. Slökkvið því á kistunni ef hún þarf að standa tóm. Morgunblaðið/RAX Jón Magnús á Reykjum. Bak við hann er hópur kalkúna á vappi erlendis. Af hverju'! „Smæð markaðarins hér miðað við bandarískan til dæmis, gerir að verkum að verð okkar getur ekki verið sambærilegt. Þá er fóður þrisvar sinnum dýrara en í Banda- ríkjunum og auk þess er megin- áhersla þar lögð á sölu á kalkúna- hlutum eða unnum afurðum úr kalkúnakjöti. Heill kalkúnn er seld- ur þar á mjög lágu verði, sem er ekki í nokkru samræmi við verð á kalkúnahlutum. Þess má einnig geta að í Banda- ríkjunum og Evrópu nota bændur vaxtaörvandi lyf, sem bönnuð eru hér. Þetta eru fúkalyf sem minnka fóðurnotkun til muna.“ Afgangar af kalkúni Þessa dagana stendur yfir upp- skriftasamkeppni sem er samstarfs- verkefni Reykjabúsins, Bylgjunnar og veitingahússins Argentínu. Lögð er áhersla á að fá góðar uppskriftir til að nýta afganga af kalkúnum og eru verðlaunauppskriftirnar síð- an matreiddar af matreiðslumeist- urum Argentínu og hafðar með öðrum réttum á jólahlaðborði. Jón Magnús á Reykjum segir að vinsælastir séu 4-5 kílóa kalkúnar og þeir nægi fyrir 8-10 manns. Þar sem margir eigi afganga daginn eftir kalkúnaveislu, hafi Argentína ákveðið að uppskriftasamkeppnin væri um uppskriftir með afgöngum. Kalkúnar eru holdmikil dýr, enda nýtast milli 75 og 80% af heilum fugli. Ólafur Reykdal hjá RALA sagði við Daglegt líf að í kalkúna- kjöti væru aðeins 64 mg af kólester- óli í 100 g. Til samanburðar væru 75 mg af kólesteróli í hveijum 100 g af kjúklingakjöti, sem þó er ekki álitið blóðfituríkt kjöt. Jón Magnús á Reykjum var spurður hvers lags verðlagning yrði á kalkúnahlutum á nýju ári og kvaðst hann ekki geta svarað því nákvæmlega. Þó mætti gera ráð fyrir að kílóverð á kalkúnabringum yrði um 1.700 kr. Það yrði innan við 600 kr. á lærum, leggjum og vængjum. ■ BT Það veldur miklu álagi á frysti- búnaðinn þegar mikið af ófrosnum vörum er sett í kistuna í einu. Til að dreifa álaginu er hyggilegt að setja hraðfiystinguna á nokkrum klukkustundum áður og setja síðan nýju vörumar í hana í nokkrum skömmtum á 2-3 tíma fresti. Notið hraðfrystinguna helst ekki nema í 18-24 klst. í einu og á það sérstak- lega við eldri kistur. ■ hafi lækkað um tæp 37% frá 1988 miðað við framfærsluvísitölu, en kílóverð hefur einnig lækkað í krónum á þessum árum. Útsölu- verð úr búð er um 1.000 krón- ur,“ segir Jón M. Jónsson kjúkl- inga-og kalkúnabóndi að Reykj- um í Mosfellsbæ. Kalkúnar eru aðeins seldir heilir, nema til veit- ingahúsa sem aðallega kaupa kalkúnabringur. Má gera ráð fyrir að kalkúnahlutar komi á almennan markað eftir áramót. Kalkúnn er talsvert algengur á jólaborðum okkar, en þó ekki jafn vinsæll og um áramót. Eftir að Jó- hannes í Bónus gerði tilraun til að flytja inn soðna kalkúnleggi hófst heilmikil umræða um hátt verð á kalkúnum hér miðað við erlendis. —Þó verð hafí lækkað, eru kalk- únar ennþá miklu dýrari en víðast Ný sending Stelpuskórnir vinsælu Stærðir 31-37 Verð kr. 2.990,- Skóverslun Kópavogs Skór og sportvörur Teg. KIMA kr. 34.600 stgr. Teg. TILLY kr. 25.000 stgr. □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Opið: Föstud. 17. des. 9-19 Laugard. 18. des. 10-22 Sunnud. 19. des. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.