Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 35 Andreotti Andreotti staðinn að lygnm Róm. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu varð fyrir miklu áfalli í gær er hann var staðinn að ósann- indum við tólf stunda langa yfirheyrslu saksóknara en hann er sakaður um tengsl við mafíuna. Er fullyrt að lögregl- an hafi sýnt Andreotti ljós- mynd þar sem hann tekur í hendur Nino Salvo, sem sagð- ur er tengdur mafíunni nán- um böndum. Hafði Andreotti áður neitað því- að hafa nokkru sinni hitt Salvo. Ljósmyndarinn sem tók mynd- ina segist hafa gert það árið 1979 í Palermo á Sikiley en gleymt henni. Ljósmyndin kom í leitirnar er lögreglan bað ljós- myndarann um allar þær myndir sem hann ætti af Andreotti. Salva, sem lést á síðasta ári, var talinn tengiliður mafíunnar og stjórnmálamanna. Hann var skattheimtumaður á Sikiley og var sakaður um að hafa ásamt frændum sínum byggt upp ólög- legt veldi og hafi stýrt stjórn- kerfi Sikileyjar á bak við tjöldin. Andreotti er einnig sakaður um að hafa hitt Salvatore „Toto“ Riina, mafíuforingjann sem nú er fyrir rétti á Sikiley, sakaður um fjöldamörg morð og glæpa- starfsemi. Fullyrðir einn af upp- ljóstrurum lögreglunnar að Andreotti hafi árið 1987 komið til fundar við Riina og kysst hann á báðar kinnar í kveðju- skyni. Bæði Andreotti og Riina neita því að hafa hist. Signr Zhírínovskíjs í rússnesku kosningunum ekki eins stór og talið var Umbótasinnar með mikla forystu í eiimienningskj öri IV^oskvu. Reuter. HATTSETTUR aðstoðarmaður Borísar Jeltsíns Rússlands- forseta sagði í gær að Valkostur Rússlands, sem styður umbótastefnu forsetans, væri með mikla forystu í einmenn- ingskjördæmunum í kosningunum til dúmunnar, neðri deildar þingsins, á sunnudag. Þegar talið hefði verið í 209 kjördæmum af 225 hefðu 24% þeirra sem náðu kjöri í ein- menningskjördæmunum verið annaðhvort frambjóðendur Valkosts Rússlands eða stuðningsmenn flokksins. Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur þjóðernisöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskíjs, hefði aðeins fengið um 4% þingsæt- anna í einmenningskjördæmunum. Kosningarnar til dúmunnar alþjóðlegum samningum sem hún skiptast í tvennt; annars vegar fá fær til staðfestingar." 225 þingmenn sæti á þinginu í hlutfallskosningum landslista flokkanna en jafn margir ná kjöri í einmenningskjördæmum. Að- stoðarmaður Jeltsíns greindi ekki frá því hvernig skipting þingmanna væri eftir talningu atkvæða í 209 kjördæmum. Þegar talið hafði ver- ið í 187 af 225 kjördæmum í gær var staðan hins vegar þannig (fyrst fylgi landslista í hlutfallskosning- unum og síðan þingmannatala í einmenningskjördæmunum): Flokkur Zhírínovskíjs 23,93% 5 Valkostur Rússlands 14,48% 23 Kommúnistar 13,59% 7 Bændaflokkurinn 8,96% 16 Konur Rússlands 8,48% 2 Yabloko (Javlínskíj) 7,35% 6 PRES (Shakhraj) 6,66% 3 Lýðræðisflokkurinn 5,51% 1 Aðrir flokkar 12 Óháðir 107 Af þessum 187 þingmönnum eru 107 óháðir, eins og sjá má á töfl- unni, og þeir verða líklega í oddaað- stöðu. Olíklegt er að styrkur fylking- anna verði ljós fyrr en dúman kem- ur saman í janúar. Sergej Shakhraj, leiðtogi Flokks rússneskrar einingar og sáttar (PRES), spáði því í gær að engin helstu fylkinganna gæti myndað starfhæfan meirihluta á þinginu. „Næstu tvö árin munu lýðræðisöflin yfírleitt geta komið í veg fyrir ólýð- ræðislegustu ákvarðanimar, en það verður ómögulegt eða illmögulegt að koma á lýðræðisumbótum,“ sagði hann. „Dúman mun hafíia öllum Shakhraj kvaðst hyggja á nána samvinnu við leiðtoga umbótaflokk- anna, Jegor Gajdar og Grígoríj Javl- ínskíj, og vera reiðubúinn til sam- starfs við kommúnista og Bænda- flokkinn í einstaka málum. Hann útilokaði hins vegar algjörlega sam- vinnu við Zhírínovskíj. Ljóst varð í gær að tveir atkvæða- miklir ráðherrar í ríkisstjóminni, Andrej Kozyrev utanríkisráðherra og Borís Fjodorov fjármálaráðherra, náðu kjöri í einmenningskosningun- um. Reuter Zhírínovskíj færður til STARFSMAÐUR í vaxmyndasafninu í Moskvu setur ernisöfgamanninn Vladímír Zhírínovskíj, sem kóm á ingunum í Rússlandi á sunnudag. Vaxmyndin af færð á meira áberandi stað eftir kosningasigurinn hálsbindi á þjóð- óvart í þingkosn- Zhírínovskíj var Milli húsa um helgar 10 mínútna símtal innanbæjar um helgar kostar aðeins & * fcl r ; PÓSTUR OG SÍMI Sjá nánar í símaskránni bls. 9. Það er fráLært aá vera unglingur ef maður }mrf ekki aá kuráast meá vandama 1 fullorána fólksins Hvolpaivit EFTIR ÞORSTEIN MARELSSON Hér fá unglingarnir loks í hendur framhald af hugsanaflœöi mínu um unglingavandann. Niöurstaöan er raunar sú aö hann sé ekki til, en ef þig langar í framhald af bókinni Miili vita þá er bara aö suöa smá í ömmu og þú fœrö bókina í jólagjöf. Kœr kveöja, Þrándur Hreinn. Mál IMl og menning LAUGAZEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍPUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.