Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 16. DESBMBBR '1993 15 Heiðurshjón Bækur Pétur Pétursson Aðalbjörg og Sigurður. Vígslu- biskup’Shjónin frú Aðalbjörg Hall- dórsdóttir og séra Sigurður Guð- mundsson frá Grenjaðarstað segja frá. Bragi Guðmundsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg. 1193, 320 bls. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup í Hólastifti lét sjötugur af embætti fyrir tveimur árum eftir langan og farsælan starfsdag. Hann útskrifaðist úr guðfræðideild Há- skóla íslands árið 1944 og þurfti þá að fá undanþágu til að taka vígslu, enda ekki orðinn 25 ára. Hann vígð- ist til Grenjaðarstaðs í Suður-Þing- eyjarsýslu og þar var starfsvett- vangur hans og Aðalbjargar eigin- konu hans þar til hann flutti sig um set innan biskupsdæmisins og settist að á Hólum. Þá sáu Norðlendingar langþráðan draum um endurreisn biskupsstólsins rætast. Bæði eru þau hjón Eyfirðingar og Sigurður næstum því Akur- eyringur, en hann fæddist á Naust- um rétt fyrir utan Akureyri. Fjöl- skyldan flutti til Akureyrar þar sem faðirinn stundaði almenna verka- mannavinnu. Lýsingarnar frá æskuárum Sigurðar á Akureyri og skólaárunum þar eru með því eftir- tektarverðasta í bókinni, að minnsta kosti finnst gömlum Akureyringi það og hefði þessi þáttur bókarinnar mátt vera viðameiri. Frásagnirnar af kjörum alþýðunnar eru næmar og raunsæjar og minna stundum á hinar alþekktu lýsingar Tryggva Emilssonar, enda sögusviðið sums staðar það sama. Þetta er saga um gáfaðan og harðduglegan dreng sem með góðra manna aðstoð brýst til náms á kreppuárunum og þar á eft- ir, þegar margt var til að hindra ungt og efnilegt fólk úr alþýðustétt til að svala námsþrá sinni. Brugðið er upp lifandi myndum af skólalífinu í Menntaskólanum á Akureyri. Arin í háskólanum eru einnig at- hyglisverð. Þessi tími markaði að mörgu leyti tímamót í kirkjulífi og menningarlífi almennt og tekist var á um guðfræðileg efni. Þar skipaði Sigurður sér í sveit sem af sumum var auðkennd sem íhaldssöm. í Reykjavík varð hann fyrir áhrifum frá Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti, séra Sigurði Pálssyni á Selfossi og Sigurbirni Einarssyni sem þá var prestur í háskólanum. Sigurður seg- ir skilmerkilega frá mönnum og málefnum þessa tíma en fer nokkuð hratt yfir sögu. Sigurður er heill, einarður og sam- kvæmur sjálfum sér í guðfræðileg- um efnum sem öðrum og leggur í bókinni áherslu á að grundvallar skoðanir hans í trúmálum séu þær sömu og áður. En ekki varð hann settur á bás í guðfræði enda nálgað- ist hann ekki menn og málefni út frá fyrirframgefnum flokkslínum. Þetta sést m.a. af því að einn mesti velgerðarmaður hans var séra Frið- rik Rafnar vígslubiskup á Akureyri, en hann var fremur kenndur við fijálslyndu stefnuna en hina íhalds- sömu. Þeir sem þekkja séra Sigurð vita að hann er allra manna jákvæðastur og fómfýsi hans er við brugðið. Þetta á einnig við um Aðalbjörgu en umhyggju hennar og gestrisni hafa margir fengið að reyna. Um þetta vitna umsagnir samferða- manna þeirra sem teknar eru með í bókina og fléttaðar eru á smekkleg- an hátt inn i frásögn þeirra. Það voru áðurnefndir eiginleikar séra Sigurðar ásamt þrautseigjunni sem gerðu hann að svo miklum skólamanni sem raun ber vitni. Hann þekkti af eigin raun hvað það var að beijast til náms. Á námsárum sínum í háskólanum aflaði hann sér tekna með einkakennslu. Hann varð máttarstólpi skóla- og fræðslumála í héraði sínu og ráku þau hjón bæði barnaskóla og unglingaskóla með heimavist á Grenjaðarstað. Um tíma var fast eftir því leitað að hann yfir- gæfi prestskap og tæki að sér skóla- stjórn, en úr því varð ekki og var það kirkjunni mikið happ. Hin margvíslegu félagsmálastörf Sigurðar hafa ekki hindrað það að hann yrði einnig máttarstólpi kirkju sinnar á Norðurlandi. Það er undra- vert hve virkur hann hefur yerið á mörgum sviðum og minnir það helst á gömlu prestana hér áður fyrr sem voru nánast allt í öllu fyrir sveit sína. Óvenjulegt starfsþrek og traust samstarfsmanna gerðu það að verk- um að á hann hlóðust ábyrgðar- störf. Hann varð prófastur og vígslu- biskup varð hann 1982. í veikinda- forföllum biskupsins yfir íslandi axl- aði hann það ábyrgðarmikla emb- ætti og skilaði því með sóma. Augljóst er að séra Sigurður hefði ekki getað sinnt öllum þessum Vígsludagur á Hólum 27. júní 1982. störfum ef hann hefði ekki notið samhentrar eiginkonu sem létti honum störfin í embættinu. Þau hjón hafa eignast fimm börn og kom uppeldi þeirra mikið í hlut Aðal- bjargar og eru afkomendur þeirra hjóna nú á þriðja tug. Hún sá einn- ig um heimavist á prestsetrinu og síma- og póstþjónustu fyrir sveit- unga sína um tíma. Einnig hafði hún umsjón með byggðasafni hér- aðsins sem er í gamla bænum á Grenjaðarstað. Skrásetjaranum tekst vel að flétta frásagnir þeirra hjóna saman enda er ferill þeirra samofinn og óaðskilj- anlegur. Ekki er vafi á því að þessi bók verður kærkomin lesning hinum mörgu vinum og samstarfsmönnum þeirra hjóna. í bókarlok er nafna- skrá yfir alla einstaklinga sem getið er um í bókinni og er hún löng. Þar er einnig að finna niðjatal vígslubisk- upshjónanna. A □ Nýir íslenskir geisladiskar. Stgr. verb 1590! □ Bækur frá Fjölva/vasaútgáfa á forlagsverði! □ Margar tegundir af útvörpum og samstæðum á F&A verði! □ Nýjar sendingar af pólskum kristal, nýjar gerðir af vösum, kertastjökum, skálum o.fl. með vetrarbrautarskurðinum. □ Ný sending af leikföngum. □ Mackintosh 2 kg. stgr. kr. 1.589! □ Ath. sælgæti, leikföng og kristall frá okkur í F&A fást í Austurstræti 8. I l I I I I I I I I Auka opnunartímar til jóla: Laugard. 18/12 til kl. 22.00 Þribjud. 21/12 til kl. 22.00 Miðvikud. 22/12 til kl. 22.00 Fimmtud. Þorláksmessu til kl. 22.00 Lokað á aðfangadag I I I l l I I I l l □ Nýir korthafar! Verslun F&A er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldri. Ný kort eru gefin úr endurgjaldslaust. Vib erum sunnan vib Ölgerbarhús Egils og norban vib Osta- og smjörsöluna. A Birgðaverslun F&A Fossháisi 27, 110 Reykjavík, sími 683211, fax 683501. Op/ð alla virka daga frá kl. 12.00-19.00. Laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.