Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 ÚRSLIT Körfuknattleikur Promotion Cup á Kýpur: Sviss - ísland...................61:67 Annar leikur íslands í Promotion Cup sem _ fram fer á Kýpur: _^^5angur leiksins: 5:5, 10:6, 16:9, 30:23, 34:30, 44:43, 47:48, 55:58, 60:59, 61:60, 61:67. Stig íslands: Björg Hafsteinsdóttir 15, Anna María Sveinsdóttir 14, Linda Stefáns- dóttir 12, Svanhildur Káradóttir 9, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 8, Anna Gunnarsdótt- ir 4, Olga Færseth 3, Ásta Óskarsdóttir 2. ■Þetta var mikill baráttuleikur þar sem liðin skiptust á um að leiða þó munurinn yrði aðeins einu sinni mikill, þegar Sviss náði 9 stiga forystu f fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn og munurinn að- eins 1-2 stig en á síðustu mínútunum gerði Islenska liðið 6 stig gegn engu og sigraði. íslensku stelpumar léku mjög góða vöm og ágætan sóknarleik. Bestar voru Björg Hafsteinsdóttir, Anna María Sveinsdóttir ög Linda Stefánsdóttir. NBA-deildin Þriðjudagur: Cleveland — Atianta............92:103 ■Atlanta vann þar með 14. sigurinn í röð. Mookie Blaylock var mikilvægur í lokin fyrir Atlanta og gerði þá sex af 22 stigum sínum á þeim kafla er Atlanta gerði 17 á móti fjórum stigum heimamanna. Stacey Augmon gerði 23 stig fyrir Atlanta og var stigahæstur. John Williaihs var stigahæstur heimamanna með 18 stig, en þess má geta að Mark Price lék ekki með vegna meiðsla. Lenny Wilkins, sem þjálfaði Cleveland í átta ár áður en hann fór yfir til Atlanta fyrir þetta tímabil, fagnaði sigri í sinni fyrstu heimsókn til Clevelands eftir að hann hætti þar. Við starfi Wilkins hjá Cavs tók Mike Fratello, sem þjálfaði Atlanta Hawks _ frá 1983 til 1990. Miami — Houston.................88:97 ■Vemon Maxwell gerði 16 af 25 stigum sínum í síðasta leikhluta fyrir Houston, þar af þrjár þriggja stiga körfur í röð. Hakeem Olajuwon gerði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Houston, sem hefur unnið 20 leiki og tapað aðeins einum og er það næst besta byijun frá upphafi i deildinni. New York Knicks á metið — vann 23 af 24 fyrstu leikjunum tímabilið 1969 -1970. Detroit — LA Lakers.............93:99 ISam Bowie gerði 21 stig og Sedale Thre- att 20 fyrir Los Angeles Lakers. Joe Dum- ars var stigahæstur heimamanna með 21 stig. 20.236 áhorfendur mættu á leikinn og er það í fyrsta sinn sem ekki er uppselt á leik í Palace of Aubum Hills síðan húsið var byggt 1988, en nú vora 1.236 miðar óseldir. Indiana — Washington...........106:87 ■Rik Smits gerði- 22 stig fyrir Indiana og Reggie Miller gerði 21 fyrir Indiana. Þetta var áttunda tap Washington í röð. Rex Chapman gerði 18 sig fyrir Bullets. New York — Denver...............93:84 ■Patrick Ewing gerði 20 stig og John Starks 18 fyrir New York sem hefur for- ystu í Atlantshafsriðlinum — 14 sigrar og 4 töp. Laphonso Ellis var stighæstur í liði Denver með 21. Dallas — Portland..............93:100 ■Dallas var með forystu lengst af en Port- land náði að jafna á síðustu sekúndum og því þurfti að framlengja. Clyde Drexler gerði sex af 25 stigum sínum í framlenging- unni sem vó þungt. Cliff Robinson gerði 23 stig og Terry Porter 20. Hjá Dallas var Derek Harper bestur með 21 stig. Dallas hefur unnið einn leik I vetur, en tapað 19. Frá 1. mars 1992 hefur liðið aðeins unnið 17 en tapað 111! Seattle — Orlando.............124:100 ■Ricky Pierce gerði 24 stig, Gary Payton kom næstur með 18 og Shawn Kemp gerði 16 fyrir heimamenn. Stjarna Orlando, Shaquille O’Neal, var rekinn af leikvelli fyrir Ijót brot á Shawn Kemp í þriðja leik- hluta. Kemp meiddist og kom ekki inná aftur. , Charlotte — Minnesota..........101:85 ■Dell Curry gerði fimm þriggja stiga körf- ur í röð í síðari hálfleik og alls 26'stig í leiknum fyrir Charlotte. Larry Johnson kom næstur með 23. Micheal Williams gerði 22 stig fyrir gestina og átti auk þess sjö stoð- sendingar, Christian Leattner gerði 18 stig tók 11 fráköst. Alnafnar Öm Steinsen, formaður Handknattleiks- deildar KR, hafði samband við blaðið í gær og vildi koma því á framfæri, að Stefán Amarson, þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik væri ekki hætturþjálfun. Örn sagði að frétt blaðsins í gær um að Stefán Amarson væri hættur þjálfun, hafi valdið misskilningi, þar sem þjálfarar meistara- flokks kvenna í körfu- og handknattleik væra alnafnar. í kvöld " Handknattleikur 2. deild karla: Digranes: UBK-ÍH........kl. 20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Kennarahásk.: ÍS - Léttir.kl. 20 Blak 1. deild karla: Digranes: HK - Þróttur R. ...kl. 21.30 HANDKNATTLEIKUR /BIKARKEPPNI HSI Hallgrímur frábær - þegar Selfyssingar sigruðu Aftureldingu 30:24 í Mosfellsbæ Stórleikur Hallgríms Jónassonar markvarðar Selfoss og Jóns Þóris Jónssonar hornamanns skópu öruggan sigur Sel- [var fyssinga^ _ gegn Benediktsson UMFA í átta liða skrifar úrslitum bikar- keppni HSÍ í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 24:30 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 10:13. Hallgrímur varði 23 skot og mörg þeirra úr dauðafærum og Jón Þórir gerði 11 mörk og þar af 7 í síðari hálfleik þegar UMFA tók tvo Selfyssinga úr umferð. í upphafi gætti mikils taugatitr- ings meðal leikmanna beggja liða og var mikið um mistök. Jafnt var á öllum tölum allt þar til staðan var 9:9 en þá gerðu gestimir þrjú mörk í röð. Það hafði mikil áhrif á leik heimamanna á þessum tíma að Gunnar Andrésson meiddist á ökla og varð að fara af leikvelli. UMFA byrjaði vel í síðari hálf- leik og gerðu tvö fyrstu mörkin. Allt leit út fyrir spennandi leik og enn jók á spennuna þegar UMFA janfaði 15:15. En þá hrökk Hall- grímur í gang og fór að verja eins og berserkur alls sem að markinu kom. Við þetta náðu selfyssingar forystu 15:20 og þá datt allur botn úr leik Aftureldingar, gestimir gengu á lagið og rúlluðu yfír heima- menn. Selfyssingar náðu mest tíu marka forystu, 19:29, þegar þrjár mínútur vom eftir en slökuðu að- eins á klónni undir lokin og heima- menn klómðu þá í bakkann. Viktor B. Viktorsson tók Sigurð Sveinsson úr umferð allan tímann og gerði kappinn aðeins eitt mark, og það úr vítakasti. Hallgrímur og Jón Þórir stóðu uppúr hjá Selfyssingum. Trylltur fögnuður Morgunblaðið/Bjami JÓN Þórir Jónsson (t.h.), hornamaðurinn knái í liði Selfyssinga, fagnar með tilþrifum eftir að hafa gert eitt af ellefu mörkum sínum í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson er.til vinstri og Einar Gunnar Sigurðsson fyrir miðri mynd. iramieng- ingu gegn Gréttu KNATTSPYRNA Amór gerði tveggja ára samning við Örebro Hlynur Stefánsson ákvað í gær að vera áfram hjá félaginu Arnór Guðjohnsen, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, gerði í gær tveggja ára samning við sænska fyrstu deildar félagið Örebro. Amór fór til Svíþjóðar á mánudaginn til að líta á aðstæður og til frekari við- ræðna og í gærmorgun skrifaði hann undir tveggjá ára samning. „Eg er mjög ánægður með þetta og ég tel að Örebro eigi að vera ofar í deildinni en það var í fyrra. Liðið leikur skemmtilegri knattspyrnu en Hácken að mínu viti en það vantaði festu og meiri leikgleði í fyrra. Von- andi breytist það á næsta tímabili og ég á von á að við eigum eftir að gera þokkalega hluti í deildinni," sagði Arnór í samtali við Morgun- blaðið í gær. -Nú skýrðu sænskir fjölmiðlar frá því á þriðjudaginn að þú værir með tilboð frá Örebro sem gerði þig að Iaunahæsta knattspyrnumanninum í Svíþjóð. Er þetta rétt? „Eg hef aldrei gefið neitt upp um mína samninga og launamál og ætla ekki að gera það núna, en þessi tala sem framkvæmdastjóri Hácken nefndi er alveg útí hött. Ég hef ekki hugmynd um hvort ég er launahæst- ur í Svíþjóð, veit ekki hvað aðrir eru með í laun og kemur það í rauninni ekkert við. Ég er bara ánægður með minn samning,“ sagði Arnór. Hann sagðist ekki búst við að nein vandamál yrðu á millifélaganna vegna félagaskiptanna. „Ég held að þessar yfirlýsingar Hácken séu bara svekkelsi yfir að ég er að fara. Það Arnór Guðjohnsen bjuggust allir við að ef ég-færi þá færi ég úr landi en ekki til annars liðs í Svíþjóð." Hlynur áfram hjá Örebro Hlynur Stefánsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu frá Vestmannaeyj- um, ákvað endanlega í gær, eftir að ljóst varð að Arnór Guðjohnsen hefði gert tveggja ára samning við Örebro, að leika áfram með sænska félaginu. „Það er aðeins spurning hvort ég geri eins eða tveggja ára samning. Það er freistandi að vera hjá Örebro í tvö ár eins og Arnór. Það hafði auðvitað áhrif á afstöðu mína að Arnór er kominn í hópinn," sagði Hlynur er Morgunblaðið færði honum þær fréttir í gær að Arnór Hlynur Stefánsson hefði skrifað undir samning við Örebro. Hlynur sagði að forráðamenn Örebro hefðu gert sér ágætt tilboð þegar þeir heimsóttu hann hingað til lands í lok nóvember. „Ég vildi bíða með að skrifa undir og sagði þeim að félagið yrði að fjárfesta í sterkum leikmanni ef þeir ætluðu að fá mig og eiga einhverja mögu- leika í toppbaráttuna. Nú hafa þeir gert það og þá er ekki eftir neinu að bíða með að gera upp hug sinn,“ sagði Hlynur, sem hafði einnig verið orðaður við IBV. Hann fer til Sví- þjóðar í byijun janúar og reiknar þá með að skrifa undir samning við félagið. Sænska deildarkeppnin hefst í apríl. FH-ingar komust sannarlega í hann krappann gegn 2. deild- arliði Gróttu á Seltjarnarnesi, en tryggðu sér þó Sf,apti áframhaldi þátttöku- Hallgrímsson »*étt í bikarkeppninni skrlfar með sigri 29:23, eftir framlengingu. Jafnt var, 22:22, eftir venjulegan leiktíma og var spennan gríðarleg á lokamín- útunum og stemmningin í húsinu eftir því. Leikurinn reis aldrei sérlega hátt að gæðum, til þess voru mistökin of mörg. Varnir beggja liða voru Iengi slakar og sóknarleikurinn ekki alltaf upp á það besta. Þó sáust lag- legir kaflar á báða bóga. FH-ingar voru reyndar talsvert frá sínu besta, en Gróttumenn komu á óvart með skemmtilegum tilþrifum. Liðið lagði mikið upp úr línuspili, sem gekk vel. Það verður þó að segjast eins. og er, að oft var ótrúlegt hvað liðið komst upp með gegn FH. Spennan bætti upp það sem á gæðin vantaði. Jafnt var á öllum tölum síðustu niu og hálfa mínút- una, frá 18:18 í 22:22. Grótta gerði síðasta markið; leikmenn liðsins gerðu tilraun til þess að gera sirkus- mark er tæp hálf mín. var eftir, en brotið var illa á Ólafl Sveinssyni sem var í þann veginn að stökkva inn í teiginn og vítakast dæmt. Hann skoraði sjálfur úr því, er 14 sek. voru eftir og FH-ingum tókst ekki að bæta við marki. Framlengingin varð ekki eins spennandi og leikurinn sjálfur; FH gerði tvö mörk í fyrri hálfleiknum án þess að Gróttu tækist að svara og Hafnfirðingar gerðu þriðja mark sitt í röð strax eftir hlé. Þá voru úrslitin ráðin og sigur, sem telja verður sanngjarnan, í höfn — en þó mátti ekki miklu muna. Með örlítið yfirvegaðri leik undir lokin hefðu Gróttumenn átt möguleika á hinu ótrúlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.