Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 ★ EVRÓPUFRUMSYNING A GEGGJUÐUSTU GRINMYND ARSINS 16500 Hún er lega út algjör- í hött.. Já, auðvitað, og hver ann- ar en Mel Brooks gæti tekið að sér að gera grín að hetju Skírisskógar? Um leið gerir hann grín að mörgum þekktustu myndum síðari ára, s.s. The Godfather, Indecent Proposal og Dirty Harry. Skelltu þér á Hróa; hún er tvímælalaust þess virði. Leikstjóri: Mel Brooks. ★ ★★★ BOX OFFICE ★ ★★ VARIETY ★ ★★ L.A. TIMES Sýnd kl. 5,7,9 og 11. W| ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * BÍOMYNDIR & MYNBOND Tímarit áhugafólks um kvikmyndir ★ * DESEMBERBLAÐIÐERKOMIÐÚT.ÁSKRIFTARSÍMI 91-811280. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Jólaljós kveikt á Skagaströnd SkagastrSnd. BLÍÐVIÐRI var þegar kveikt var á jólatrénu á Hnappastaðatúni þetta ár- ið. Lúðrasveitin í Höfða- skóla spilaði, jólasveinar komu í heimsókn og geng- ið var í kringum tréð og sungið eftir að kveikt hafði verið á því. Mörgum fullorðnum finnst það orðið ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna að koma þegar kveikt er á trénu og syngja jólalögin með börnunum. Ekki er laust við að margur finni við þetta tækifæri hve stutt er í barn- ið í sjálfum sér og njóti stundarinnar á sama hátt og þau. - O.B. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Jólasveinar komu í heimsókn og gengu í kringum jóla- tréð með börnunum. SKEMMTANIR Hljómsveitin Nýdönsk leikur á Tveimur vinum. UVINIR DÓRA eru í sinni árlegri jólablúsferð um landið og spila á næstu dögum á eftirtöldum stöðum: í kvöld, fimmtu- dag leikur hljómsveitin í Sæluhúsinu á Dalvík, föstud. 17. des. Blóma- húsinu, Akureyri, laug- ard. 18. des. Biókaffi, Siglufirði, sunnud. 19. des. Kántríbæ, Skaga- strönd, mánud. 20. des. Hóteli Vertshúsi, Hvammstanga, þriðjud. 21. des. Ver-sölum, Ól- afsvi'k, miðvikud. 22. des. Hóteli Stykkishólmi, Stykkishólmi, og fimmtu- daginn 23. desember leik- ur svo hljómsveitin á Café Bóhem, Reykjavik. MGAUKUR Á STÖNG í kvöld leikur hljómsveitin Rask með Sigrfði Guðna- dóttir í fararbroddi. Föstudags- og laugar- dagskvöld leikur svo hljómsveit Rabba og Co. og Stjórnin leikur fyrir gesti Gauksins sunnudag og mánudag. Borgard- ætur leika þriðjudag og miðvikudag. MPÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRING- ARNIR leika föstudags- kvöld á veitingastaðnum Ömmu Lú. Á laugardags- kvöldið leika félagarnir í Krúsinni, ísafirði. MHÓTEL SAGA Mímis- bar verður opinn til kl. 3 föstdags- og laugardags- kvöld og leika þar lifandi tónlist þeir Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason. Jólahlað- borð verðnr í Skrúði í há- deginu og á kvöldin og eru yfir 60 réttir á hlaðborð- inu. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika fyrir matargesti á píanó og fiðlu. I Súlnasal föstu- dagskvöld er jólahlaðborð fyrir félaga í Heimsklúbbi Ingólfs. Á laugardags- kvöldið verður jóla- stemming með jólahlað- borði og skemmtidagskrá þar sem fram koma m.a. Egill Ólafsson, Örn Árna- son, Elien Kristjánsdótt- ir, André Bachman, Eliý Vilhjálms o.fl. ■ TODMOBILE leikur föstudagskvöld í skemmtistaðnum 1929, Akureyri. Sérstakir gestir það kvöld verður hljóm- sveitin Pís of keik og er miðaverð 900 kr. Þessir tónleikar eru þeir síðustu hjá hljómsveitinni á Norð- urlandi. Laugardags- kvöldið 18. des. leikur hljómsveitin í Félags- heimilinu í Hnífsdal. Það er að sjálfsögðu í síðasta skiptið í bili sem Todmo- bile leikur á Vestfjörðum. MTEXAS JESÚ heldur út- gáfutónleika í kvöld, fimmtudag, en í dag kem- ur út 13 laga snælda sem nefnd hefur verið Nammsla Tjammsla. Tónleikarnir verða haldnir í Café Bóhem v/Vitastíg og hefjast kl. 21. Auk Tex- as Jesú koma fram Pulsan og The Dumb Blonde Brunette Duet. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Sigurður Óli Pálmason söngvari, Jón Ó. Erlends- son, trommuleikari, Einar Jónsson, gítarleikari, Lára Magnúsdóttir Lilli- endahl, trompetleikari, Sverrir Ásmundsson, bassaleikari, og Marteinn Vilhjálmsson, hljóm- borðsleikari. MSTJÓRNIN leikur sitt síðasta ball í Sjallanum, Akureyri, nk. föstudags- kvöld. Einnig verður loka- dansleikur hljómsveitar- innar í Þotunni, Keflavfk, á laugardagskvöld. MTVEIR VINIR í kvöld, fimmtudagskvöld, verða útgáfutónleikar hljóm- sveitarinnar Sigtryggs dyravarðar. Þessa sveit skipa m.a. Jóhannes Eiðsson, söngvari og Jónsi, kenndur við Stjórn- ina stundum. Nýdönsk ætlar að sjá um föstu- dagskvöldið og leikur efni af nýrri plötu sinni Hun- ang í bland við eldra efni. Útgáfutónleikar Nýdan- skrar sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu þann 30. nóv. verður sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu annað kvöld. Á laugardagskvöld- ið verður í umsjá Bifhjóla- samtaka lýðveldisins, Sniglanna dansleikur og er það hljómsveitin Sniglabandið sem skemmtir að sjálfsögðu. Þetta er árlegur góðgerð- ardansleikur samtakanna og nú ætlar þau að safna leikföngum og skal greitt inn á dansleikinn með leikföngum sem síðan verða gefin þeim sem á þurfa að halda. MDANSBARINN Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveit Rúnars Þórs. MÁSLÁKUR - SVEI- TAKRÁ Helgina 17. og 18. des. leikur dúettinn 66 sem skipaður ,er þeim Birgi Haraldssyni söngv- ara og Karli Tómassyni trommara en þeir eru báðir meðlimir Gildrunn- ar. I bland við gamla og nýja slagara leika þeir einnig ný lög sem vænt- anleg eru á geislaplötu. MCAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Örkin hans Nóa leikur um helgina föstudags- og laugar- dagskvöld. MINDIE-KVÖLD er orðinn fastur punktur á Veitinga- staðnum 22. Þau hafa verið haldin á u.þ.b. tveggja mánaða fresti allt þetta ár. Lokavöld ársins 1993 verður í kvöld, fimmtudagskvöld. Skífu- þeytir verður DJ - Skugga Baldur, betur þekktur í gervi útvarpsmannsins Baldurs Bragasonar en hann hefur verið í þátta- gerð á ýmsum útvarps- rásum síðustu sex ár. Vegur Indie-tónlistar hef- ur líklega aldrei risið eins hátt og þetta ár. Það má nefna Suede, Depeche Mode, Auteurs, Björk og New Order sem dæmi um listamenn úr óháða geir- anum er sendu á árinu frá sér sterkar breiðskífur. Enskjóla- messa í Hallgríms- kirkju SÚ HEFÐ hefur skapast siðustu þrjá áratugi hér í Reykjavík að halda guðs- þjónustu fyrir enskumæl- andi fólk, fjölskyldur þeirra og vini. Nú í ár verð- ur guðsþjónustan haldin sunnudaginn 19. desember kl. 16 í Hallgrimskirkju. í messunni verður jólasag- an rakin í tali og tónum. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Harðar Askelssonar, organista og farið verður eft- ir hinu hefðbundna formi níu lestra og söngva. Daði Kol- beinsson leikur á óbó og sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar. Sendiráð Bandaríkjanna býður kirkjugestum að þiggja léttar veitingar í Menningarstofnun Banda- ríkjanna, Laugavegi 26, eftir guðsþjónustuna. Þeir sem þessa tilkynningu lesa eru beðnir að segja enskumælandi vinum sínum frá guðsþjónustunni. Wterkurog k/ hagkvaimur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.