Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 16. DESEMBER 1993 Tourette-sjúkdómiir (TS) eftir Sigurð Thorlacius Sjúkdómur þessi er kenndur við frankan taugalækni, Gilles de la Tourette, sem starfaði við Salpétriére-sjúkrahúsið í París og varð árið 1885 fyrstur til að lýsa einkennum sjúkdómsins skipulega. Taldi hann að um arfgenga veilu í taugakerfinu væri að ræða, en þar sem taugaspenna ýfir upp einkenn- in var sjúkdómurinn síðar lengi vel flokkaður sem geðsjúkdómur. I dag er vitað að þetta er arfgengur sjúk- dómur í taugakerfinu, sem einkenn- ist af kækjum, bæði snörpum, ósjálfráðum hreyfingum og ýmiss konar ósjálfráðum hljóðum. Ein- kennin koma yfirleitt í ljós í bernsku eða á unglingsárum og valda oft verulegri röskun í tilveru þess sem hefur sjúkdóminn og hafa oft einn- ig veruleg áhrif á félagslegt um- hverfi, svo sem í fjölskyldp og skóla. Þetta er í sjálfu sér meinlaus sjúk- dómur, þótt einkenni hans geti ver- ið mjög hvimleið og truflandi. TS var þar til nýlega talinn sjaldgæf- ur, þar sem menn greindu aðeins augljósustu tilfellin, en með vax- andi þekkingu hefur komið í ljós að þetta er einn af algengustu erfðasjúkdómum manna og margir sem ekki hafa nein sjúkdómsein- kenni eru samt arfberar hans. Erfðamynstur TS er enn óljóst. Eftir því sem meira hefur verið fjall- að um TS í læknatímaritum og öðrum fjölmiðlum og læknar og almenningur hafa áttað sig betur á sjúkdómnum, hefur hann verið greindur oftar. Tíðni TS hefur ekki verið könnuð hér á Iandi, en erlend- ar rannsóknir benda til að tíðnin sé u.þ.b. 5 af hveijum 1.000, þann- ig að búast má við að rúmlega 1.200 Islendingar hafi TS. Sagan geymir mörg dæmi um þekkta einstaklinga sem taldir eru hafa haft TS. Má þar nefna tón- skáldið Wolfgang Amadeus Mozart og dr. Samuel Johnson, en hann er álitinn á meðal merkustu menn- ingarfrömuða Bretlands á átjándu öldinni. Sumir telja að sjúkdómnum fylgi minnkaðar hömiur og þar með aukin sköpunargáfa. Einkenni TS einkennist eins og fyrr sagði af kækjum sem kom í ljós í bemsku eða á unglingsárum (algengast er að þeir komi fram á aldrinum tveggja til níu ára og sjaldgæft er að þeir birtist eftir að 15 ára aldri er náð). Þetta byijar gjarnan með síendurteknum kippum eða fettum í andliti, svo sem að blikka augun- um, ranghvolfa augunum, „hrista hár frá augunum", glenna upp aug- un eða munninn, reka út úr sér tunguna, sleikja sífellt varirnar, fitja upp á nefið eða gretta sig, en síðan geta komið kækir í hálsi, bol og útlimum, svo sem að yppta öxl- um, reigja höfuðið eða sérkennilegt göngulag. Oftast verða kækimir útbreiddir, en eru þó stundum bundnir við einn líkamshluta. Hreyfingarnar em ósjálfráðar og geta verið flóknar og náð til alls líkamans, svo sem spörk, stapp eða hopp. Annað megineinkenni TS em raddkækir (ósjálfráð hljóð). Þetta geta verið margbreytilega hljóð, t.d. Sigurður Thorlacius „Rannsóknir benda til þess að sjúkdómurinn stafi af efnafræðilegu ójafnvægi í heilanum.“ að vera stöðugt að sjúga upp í nef- ið, stynja, stama, öskra, hvæsa, ræskja sig, gelta, blístra, fnæsa eða hnussa. Meðal raddkækjanna geta verið orðakækir, sem geta meðal annars lýst sér sem sorakjaftur (að segja ósjálfrátt dónaleg orð) og getur síðarnefnda einkennið komið fólki í verulega klípu, en þetta ein- kenni er þó sjaldgæft. Þeir sem hafa TS finna gjarnan fyrir óþægilegum pirringi eða spennu í einhveijum líkamshluta og finnst þeir verða að hreyfa hann til og losa um spennuna (eða ræskja sig til að draga úr pirringi í koki). Greining TS dregst oft á langinn, jafnvel árum saman. Taugaspenna eykur gjarnan einkenni sjúkdóms- ins verulega og því er vandamálið oft ranglega greint sem taugaveikl- un. Einkenni frá augum, nefi og öndunarfærum (augum blikkað, sogið upp í nefið, hósti, ræskingar) leiða oft til greiningar ofnæmis og árangurslausrar meðferðar við því (m.a. með augndropum). Vert er að leggja áherslu á að þetta eru ósjálfráðir kækir, sem viðkomandi ræður ekki við! Vissu- lega getur dregið úr kækjunum, t.d. á meðan bam einbeitir sér að einhveiju sem það hefur ánægju af og það getur með viljaátaki bælt kækina einhveija stund, en þeir bijótast að lokum fram (og þá gjarnan af margföldum þunga ef þeim hefur verið haldið kröftuglega niðri). Sumir bregða á það ráð þeg- ar þeir finna að þeir geta ekki bælt kækina lengur að hlaupa í felur (t.d. inn í baðherbergi), þar sem þeir geta í næði sleppt lausum hljóðunum (eða hreyfingunum) sem þeir hafa haldið niðri. Barn reynir e.t.v. að bæla kækina í skólanum, en slakar svo á þegar heim kemur. Þess vegna virðast kækir oft verri heima við en í skólanum. Stundum fylgir sjúkdómnum ár- áttu-þráhyggju hegðun, svo sem að þurfa stöðugt' að vera að snerta hluti eða þefa af þeim, síendurtekn- ar hugsanir og hreyfingar, að þurfa að vera að bijóta hluti eða þurfa stöðugt að vera að aðgæta hvort dyr séu læstar eða slökkt hafi verið á eldavélinni. Fram geta komið bergmálsfyrirbæri, svo sem að end- urtaka orð annarra eða sín eigin eða herma eftir hreyfingum ann- arra. TS geta fylgt mikil geðbrigði og virðast sum börn sem hafa sjúk- dóminn eiga mjög erfitt með að hemja skap sitt. Reiði þeirra fer að litlu tilefni úr böndunum og verður að æðiskasti. Þau geta einnig feng- ið köst með óviðráðanlegum hlátri eða kjánalegri hegðun. TS hefur sem slíkur ekki áhrif á greind og veldur ekki andlegri hnignun. Greindarvísitala þeirra sem hafa TS er ekkert frábrugðin því sem gengur og gerist í þjóðfé- laginu. Hins vegar geta sum lyfj- anna sem notuð eru við sjúkdómn- um valdið sljóvgun og þannig hugs- anlega dregið úr námsárangri og sum barnanna eiga, auk Tourette- sjúkdómsins, að stríða við ofvirkni og/eða námsörðugleika. Stundum eru bön með TS skilin út undan í skólanum. Þeim er oft strítt, þau eru uppnefnd og hermt er eftir þeim og þau eru jafnvel hreinlega lögð í einelti. Því er afar mikilvægt að kennarar þekki eðli sjúkdómsins og geti brugðist rétt við honum. Allir sem hafa TS hafa ósjálfráð- ar hreyfingar og einhvers konar raddkæki, en önnur einkenni sem hér hafa verið rakin þurfa ekki að fylgja sjúkdómnum. Þótt ósjálfráð hreyfing sé yfirleitt fyrsti kækurinn getur raddkækur verið fyrsta ein- kennið eða hreyfing og hljóð byijað samtímis. Með tímanum aukast eða dvína einkennin á víxl. Nýir kækir koma í stað gamalla eða bætast við þá sem fyrir voru. í sumum tilvikum geta einkenni sjúkdómsins horfið um tíma og jafnvel horfið alveg eftir að fullorðinsaldri er náð, en oft fylgja einkennin einstaklingnum þó alla ævi. Orsök Á þessari stundu er orsök TS óþekkt. í dag er þó vitað að TS stafar ekki af taugaspennu eða óheppilegum uppeldisaðferðum. Rannsóknir benda til þess að sjúk- RANNSOKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR AUGLYSING UM STYRKI ARID 1994 Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki úr Rannsóknasjóði til rannsókna- og þróunar- starfsemi. Þrenns konar styrkir verða veittir árið 1994: ★ Rannsókna- og þróunarverkefni. ★ „Tæknimenn f fyrirtæki". ★ Forverkefni. Umsóknareyðublöð fyrir allar tegundir styrkja fást hjá skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Laugavegi 13, sími 621320. Rannsókna- og þróunaverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni, vöru eða aðferðum. Að uppfylltum kröfum um gæði verkefnanna og hæfni umsækjenda skulu að jafn- aði njóta forgangs verkefni, sem svo háttar um að; ★ niðurstöður gætu leitt til umtalsverðs efnahagslegs ávinnings; ★ vísinda- og tæknileg þekkingaröflun gæti stuðlað að nýsköpun og auk- inni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs; ★ fyrirtæki hafa frumkvæði um og leggja fram umtalsvert framlag til verk- efnis; ★ samvinna innlendra og/eða erlendra fyrirtækja og/eða stofnana er mikil- vægur þáttur í að leysa verkefnið og hagnýta niðurstöður. „Tæknimenn í fyrirtæki" Um er að ræða nýjan flokk styrkja, sem Rannsóknaráð hefur samþykkt að taka upp. Um styrk geta einungis sótt fyrirtæki. Veittir verða 5 styrkir á árinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Styrktarupphæð nemur hálfum launum sérfræðings með meistaragráðu. Miðað er við launaflokk BHMR 150 og 40 tíma fasta yfirvinnu á mánuði ásamt launagjöldum. Tæknimaðurinn skal ráðinn í fullt starf hjá viðkomandi fyrirtæki, sem greiði helming launanna. Forgangs skulu njóta umsóknir sem svo háttar um að; ★ umsækjandi er fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun og ekki hefur vís- inda- eða tæknimenntað starfsfólk í þjónustu sinni; ★ stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; ★ verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. Forverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til forverkefna. Hlutverk forverkefna er að kanna nýjar hugmyndir og skilgreina tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil r og þ verkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Styrkir þessir eru einnig ætlaðir til minni rannsókna- og þróunarverkefna. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 1.000.000 krónum. Umsóknarfrestur er opinn. dómurinn stafi af efnafræðilegu ójafnvægi í heilanum. í flestum til- vikum er sjúkdómurinn greinilega arfgengur, en í öðrum tilvikum geta vísindamenn enn sem komið er ekki sagt til um hvernig hann er til kom- inn. Það er vel þekkt að fleiri en einn í sömu fjölskyldu hafi TS eða einfalda kæki og verið er að fram- kvæma erfðafræðilegar rannsóknir. Meðferð í flestum tilvikum má draga verulega úr einkennum TS með lyfj- um. Þeir sem hafa væg einkenni þurfa þó ekki á slíkri meðferð að halda. Þá dugar að læknirinn sem greinir sjúkdóminn útskýri eðli hans og gefi ráðleggingar um hvernig hægt sé að bregðast við þeim vandamálum sem fylgja honum, t.d. á heimili, í skóla eða á vinnustað. Ef þeir sem umgangast einstakl- inga sem hafa TS átta sig á eðli sjúkdómsins, getur það orðið til þess að draga úr því aðkasti sem þeir' verða fyrir. Ef þörf er á lyfjameðferð verður læknir sem þekkir vel þau lyf sem beitt er að fylgjast náið með með- ferðinni, einkum til að byija með, meðan verið er að kanna virkni lyfs- ins á sjúklinginn og finna rétta skammtinn. Það er mjög einstakl- ingsbundið hve gefa þarf stóran skammt af hinum ýmsu lyfjum. Lyfjameðferð læknar ekki TS, en getur haldið einkennunum í skefj- um. Tourette-sjúkdómur er arfgeng- ur og einkenist af kækjum — ósjálfráðum hreyfingum og hljóðum. Ef þeir sem umgangast þá sem hafa Tourette-sjúkdóm átta sig á eðli sjúkdómsins, getur það orðið til þess að draga úr því aðkasti sem þeir sem hafa sjúk- dóminn verða fyrir. Fræðsla um sjúkdóm Tourettes Tourette-samtökin á íslandi eru samtök áhugamanna, sem sjálfir hafa TS, ættingja þeirra, vina og annarra sem áhuga hafa á þessu málefni. Markmið samtakanna er' að fræða fólk um TS og bæta grein- ingu sjúkdómsins og meðferð og að styðja við bakið á þeim sem hafa TS og fjölskyldum þeirra. Samtökin hafa gefið út ýmsa bækl- inga um sjúkdóminn og vandamál sem honum fylgja, meðal annars bækling fyrir kennara — „Er barn í bekknum þínum með Tourette- sjúkdóm?“ — sem fjallar um hvem- ig kennarar geta tekið á vandamál- um sem geta fylgt því ef nemandi í bekk þeirra hefur TS. Mennta- málaráðuneytið styrkti útgáfu bæklingsins og sá um dreifingu hans. Landlæknisembættið og Tryggingastofnun ríkisins gáfu út bækling með upplýsingum fyrir for- eldra bama sem hafa TS, en hann er hægt að fá á heilsugæslustöðv- um. Ríkissjónvarpið mun á næst- unni sýna stutta fræðslumynd um TS. Ef þú hefur áhuga á að fá frek- ari upplýsingar um TS eða Tour- ette-samtökin getur þú skrifað sam- tökunum. Heimilsfangið er: Tour- ette-samtökin á íslandi, pósthólf 3128, 123 Reykjavík. Höfundur er læknir og sérfræðingur í heila- og tHugasjúkdómafræði. -------» ♦ ♦------- ■ KÓR Fjölbrautaskólans í Breiðholti heldur jólatónleika í Seljakirkju föstudaginn 17. des- ember kl. 21. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir. ■ STYRKUR, samtök krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur jólafund í boði Kiw- anisklúbbsins Esju í Brautarholti 26 fimmtudaginn 16. desember kl. 20.30. ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna heldur fund laugardaginn 18. desember kl. 15 þar sem Gylfi Páll Hersir verður frummælandi um efnahagskreppu, fríverslun og verkalýðsbaráttu. Fundurinn er öll- um opinn og kaffiveitingar á boð- stólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.