Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 JOLASKINKA Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Eg skrapp í helgarferð til Þýskalands í byijun jólaföstu til að upplifa erlenda jólastemmn- ingu og borða þarlendan jólamat. Þar á meðal borðaði ég mikið af skinku í ýmsum útgáfum. Mikið langaði mig til að henda öllu úr töskunum og fýlla þær af heims- frægum, Ijúffengum þýskum bjúgum og skinku. En slíkt gerir maður ekki. Þegar heim kom var mér gengið inn í ljúfmetishorn Hagkaups í Kringlunni og við mér blöstu stórar gimilegar skinkur. Mér fannst ég vera horfin aftur til útlanda. Þarna var jólaskinkan, komin, það stóð meira að segja Jólaskinka á pakkanum, einmitt það sem mig vantaði á jólaborðið, en á mínu heimili er aðeins heitur matur á aðfangadagskvöld, hina dagana er eingöngu borðaður kaldur matur, sem allan er búið að útbúa fyrir jól. Mig langaði til að fræðast um þessa girnilegu skinku og var vísað á Kjötvinnslu Sigurðar Ólafssonar á Smiðjuveg- inum og þar fékk ég allar upplýs- ingar um þessa nýjung á íslandi. Lærið er úrbeinað og skankinn tekinn af og allar sinar hreinsaðar úr. Fitukransinn er að mestu skor- inn frá undir pörunni og teknir fleygar í jaðarinn í kring. Skinkan er sett í sérstakan kryddpækil, barbecuepækil eða einiberjapækil. Þar stendur kjötið í tvo sólar- hringa, en er síðan soðið undir pressu í 12 tíma við 67°C hita. Skinku þessa er skemmtilegt að bera fram heila og þá kalda en líka má skera tíglamunstur í pör- una og setja í vel heitan bakara- ofn, 250°C, og hafa þar í 30 mínútur. Skinkan hitnar þó ekki í gegn, og það má hún ekki, þá fer safi að renna úr henni. En hún fær mjög fallega mahognýlitaða áferð við þessa meðferð. Einnig má sneiða skinkuna niður og setja fallega á fat. Skinkan er í lofftæmdum umbúðum og geymist í nokkrar vikur í kæliskáp, en ef hún er fryst rennur mikill safi úr henni og hún verður ekki góð. Ekki er sama hvernig skinkan er borin fram, en fallegt er að skera hluta hennar í þunnar sneið- ar, raða síðan skinkunni í sneiðum og rúllum á fat. Einnig má leggja hveija sneið saman. Fallegt er að setja ávexti með á fatið, t.d. vín- ber eða melónur. í rúllumar má setja einhvers konar salat. Græn- meti er best að hafa heitt og setja í skál eða á annað fat. Með svona góðum mat þarf gott meðlæti, en hér em uppskriftir af því. Kartöflustappa (mús) er mjög góð með skinku, en ekki er sama hvernig sú stappa er. Tilbúin stappa í pakka er ekkert lostæti. Hér er upp- skrift af kartöfl- ustöppu með asp- as, en hana má búa til fýrirfram, setja í skál og stinga í bakara- ofninn eða ör- bylgjuofninn fyrir notkun. Kartöflustappa með aspas 1/2 kg bökunar- kartöflur 1 dós niðursoðinn aspas, 400-500 g 1 egg 1/8 tsk. múskat (má sleppa) 1 msk. smjör 1. Opnið dósina og látið safann renna vel af aspasnum. Setjið saf- ann í pott. 2. Afhýðið hráar kartöflurnar, skerið í þunnar sneiðar og sjóðið í aspassoðinu. Sjóðið fýrst helming kartöflusneiðanna, takið upp úr soðinu með spaða og sjóðið síðari helminginn. 3. Setjið kartöflur og soð í hrærivél og hrærið vel sundur. Einnig má nota kartöflustappara. Setjið múskat, egg og smjör sam- an við og hrærið vel saman. 4. Skerið aspasinn í smá bita og setjið saman við. Setjið í skál og bakið strax eða síðar í 20 mín- útur í bakaraofni eða í um 5 mín- útur í örbylgjuofni. Piparrótar/eplasalat 1 dós sýrður ijómi 1 dl þeyttur ijómi 3 epli smábiti fersk piparrót 1. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, rífið gróft. 2. Afhýðið piparrótina og rífið fínt með rifjámi. Setjið í skál ásamt sýrðum ijóma. Blandið vel saman og látið bíða í nokkrar klukkustundir. 3. Þeytið ijómann og blandið saman við um leið og þetta er borið fram. Athugið: Fallegt og gott er að búa til rúllur úr skinkunni og setja þetta salat inn í þær. Rúllurnar má festa saman með tannstöngl- um. Ávaxtasalat með granateplum 2 meðalstórar melónur væn grein græn vínber 1 kíwí 2 granatepli safi úr 1 sítrónu eða límónu 1 msk. hunang 1/2 dl matarolía 1/8 tsk. múskat (má sleppa) 1/8 tsk. coriander (má sleppa) 1. Skafið melónukjötið upp með skeið og setjið í skál. Notið ekki safann sem myndast. 2. Skerið vínberin í tvennt langsum og takið úr þeim steina, setjið með í skálina. 4. Takið granateplin í sundur, bijótið síðan í bita og takið steina og aldinhlaup úr, setjið í skálina. 5. Hitið hunangið örlítið, t.d. í örbylgjuofni, setjið í hristiglas ásamt sítrónu- eða límónusafa og matarolíu. Setjið múskat og cor- iander saman við. Hristið saman og setjið yfir salatið. Blandið sam- an með tveimur göfflum. Líklega vilja margir hafa anan- as með skinkunni. Hér er upp- skrift. af uppáhaldsvetrarsalatinu mínu, sem hefur margoft birst í þætti þessum. Hvítkáls/ananassalat 1/2 meðalstór hvítkálshaus 1 hálfdós kurlaður ananas 2 dósir sýrður ijómi Skerið hvítkálið smátt. Síið an- anasinn og setjið saman við ásamt sýrðum ijóma. Blandið vel. Villa var í uppskrift af finnsku kaffíbrauði í þættinum 11. desem- ber sl. Þar stóð 200 g hveiti en átti að vera 400 g. Er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Gleðileg jól. RAÐAUG/ ÝSINGAR Atvi n n utækif ær i Vegna mikillar vinnu undanfarið vantar okkur greiðabíla. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Sendibílastöðvarinnar hf., Borgartúni 21. Kópavogur - vesturbær Einbýlishús til leigu eða sölu Nýlegt, stórt og glæsilegt einbýlishús á út- sýnisstað. Húsið er hið vandaðasta. Inn- byggður bílskúr. Lúxus eign. Uppl. veitir: Fasteignamarkaðurinn Óðinsgötu 4. Símar 11540 og 21700. FJÖLBRAUTASKÚUNK BREIOHOLTI Skólaslit Fjölbrautaskólans íBreiðholti verða í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Allir nemendur dag- og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára braut- um, eiga að koma þá og taka á móti próf- skírteinum. Foreldrar, aðrir ættingjar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. Skata Fiskkaupmenn - innkaupastjórar Til sölu kæst tindaskata. Upplýsingar hjá fiskvinnslunni, Grandatröð 4, Hafnarfirði, sími 650516. Skrifstofuhúsnæði óskast Þjónustufyrirtæki óskar eftir 100-150 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. sem fyrst, merktar: „H - 13059." I- I: I. A (i S S T A H F Hafnarfjörður Framboðsfrestur vegna prófkjörs Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur ákveðið að opið prófkjör skuli fara fram fyrir val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor, eins og fyrr hefur verið auglýst. Prófkjörið mun fara fram dagana 29. og 30. janúar 1994. Hér með er minnt á, að framboðum skal skila til kjörnefndar Sjálr- stæðisflokksins, Strandgötu 29, Hafnarfirði, milli kl. 16.00 og 19.00, föstudaginn 17. desember 1993, en þann dag rennur framboðsfrest- ur fyrir prófkjörið út. Framboð í prófkjöri skal vera stutt af 10 flokks- mönnum búsettum í Hafnarfirði og staðfest skriflega af frambjóð- anda. Nánari upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, formaöur kjör- nefndar, í vinnusíma 50565 eða heimasíma 53219. Kjörnefnd St. St. 5993121619 VII I.O.O.F. 5 = 17512168V2 = Jv. I.O.O.F. 11 = 1751216872 = JV Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenna samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 16. desember. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. VEGURINN Krístiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn lækningasamkoma kl. 20.00 i kvöld á Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennt verður um guð- lega lækningu og beðið fyrir sjúkum. „Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottinn." §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Fimmtudagur kl. 20.30: Ljósvaka í umsjá unglingana. Veitingar og happdrætti. Verið velkomin á Her. Flóamarkaðsbúðin er opin í dag og á morgun, föstudag, kl. 13-18. Komið og gerið góð kaup. 'singor Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir! Ath.: Svante Rumar kennir annað kvöld. FREEPORT KLÚBBURINN Freeportklúbburinn Aðventufundur verður haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30 Gestur okkar verður hr. Sigur- björn Einarsson biskup, og mun hann flytja okkur aðventuhug- leiðingu. Við hvetjum félaga til að koma og taka með sér gesti. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Áramót í Þórsmörk 4 daga ferð með brottför 30'12 kl. 8.00. Farmiöa þarf að panta og staðfesta strax á skrifstof- unni Mörkinni 6, sími 682533, því pláss er takmarkaö. Göngu- ferðir, kvöldvökur, áramóta- brenna, flugeldar, blysför. Munið Esju um vetrarsólstöður sunnudaginn 19.des.kl. 10.30. Ferðafélag l’slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.