Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993
Líttu á
verðið!
Við bjóðum MARK I itsjónvarpstækin
meó fullkominni fjarstýringu ó ótrúlegu verói:
14" kr. 27.810 stgr.
20" kr. 35.910 stgr.
TAKMARKAÐAR BIRGÐIR!
Eínar
Farestvelt&Co.hff.
Borgartúni 28 ÍP 622901 og 622900
kynningartilboð
í örfáa daga
Canon
Canon
FAXB200
•Notar venjulegan pappír
•64 gráskalar
•20 bls. skjalaminni
•37 skammvalsminni
•Innbyggður faxdeilir
kynningarverð:
Kr. 99,800.-
stgr.m/vsk.
SKBIFVIUN HF'
SUÐURLANDSBRAUT 6, SÍMI 685277, FAX 689791
Astir og ástríður
Bókmenntir
Eðvarð Ingólfsson
Helgi Jónsson: Englakroppar.
Skjaldborg 1993.
Helgi Jónsson er einn af fáum
íslenskum höfundum sem skrifar
eingöngu fyrir unglinga. Fjórða
og nýjasta skáldsaga hans heitir
Englakroppar. Hún fjallar um 18
ára bandaríska stúlku sem gerist
„au-pair“ hjá íslenskri fjölskyldu
á Akureyri. Bókin er kynnt sem
„gamansaga“ en hefur samt alvar-
legan undirtón. Hér eru ástir og
ástríður aðalviðfangsefnið og áður
en yfir lýkur sitja nokkrir eftir í
sárum.
Margt gott má segja um þessa
sögu. Hún er vissulega fyndin á
köflum og rík af frásagnargleði.
Gagnrýni sögumanns á yfirborðs-
mennsku og hégóma fullorðna
fólksins hittir oft í mark þó að hún
sé stundum nokkuð einfeldnings-
leg. Og Helgi er laginn við að
skapa spennu, halda huga lesand-
ans föngnum. Hinum gráa fiðringi
heimilisföðurins lýsir hann
skemmtilega og á trúverðugan
hátt.
Helsti galli sögunnar er aftur á
móti persónusköpunin. Aðalper-
sónurnar eru dregnar ansi ljósum
dráttum, eru of einhliða, og þar
gætir jafnvel ósamræmis, t.d. í
lýsingunni á Kristófer Erni sem
er sagður vera „sjúklega feiminn“
og eiga í mestu erfiðleikum með
að tjá sig um einföldustu hluti (sbr.
bls. 21) — en hikar þó ekki við
að játa aðalsöguhetjunni, Michelle,
ást sína í síðari hluta sögunnar
og kveðst vilja giftast henni — án
þess að vita hvort hún hefur nokk-
urn áhuga á honum. Það þarf
ansi kjarkaðan pilt, að ég held, til
að bera slíkar tilfinningar á torg.
Einnig má finna að því að Mich-
elle er svo að segja eingöngu met-
in að verðleikum eftir útliti sínu
en ekki innræti. Þar hefði sögu-
maður þurft að veita henni upp-
reisn æru til samræmis við aðra
gagnrýni á hismi.
Þó að auðvitað megi finna galla
á Englakroppum eins og flestum
öðrum sögum þá er víst að mörg-
Helgi Jónsson
um unglingum á eftir að líka hún
vel. Hún er nokkuð „villt“ og
óbeisluð á köflum. Það má kannski
segja höfundi til hróss að hann
þorir að fara ótroðnar slóðir í verk-
um sínum, bæði hvað varðar mál-
far og efnistök, þó að hann beini
sjónum sínum fullmikið að „líkam-
anum“. Og hafi hann verið að
hugsa fyrst og fremst .um að rita
afþreyingarsögu verður ekki ann-
að séð en hann hafí náð því
markmiði — auk þess sem hún
skilur eftir sig, þegar allt kemur til
alls, nokkur atriði til umhugsunar.
BARA VINIR
Bókmenntir
Anna G. Ólafsdóttir
MacLeod Trotter, Janet (þýð.
Sigríður Rögnvaldsdóttir): Bara
vinir. Iðunn, Reykjavík, 1993.
Hin sautján ára gamla Lulu Lew-
is lifir fremur kyrrlátu og öruggu
lífi þegar fótunum er skyndilega
kippt undan tilveru hennar. Bestu
vinir hennar, Sally og Sid, bytja
saman og allt í einu virðist fátt
geta glatt hjarta hennar. Hún lætur
þó ekki við svo búið sitja og ákveð-
ur að venda kvæði sínu í kross,
leggja fótboltaskóna á hilluna og
fara í jóga, breyta um fatastíl og
hárgreiðslu. Með þessu móti eignast
hún Qöldann allan af nýjum vinum
og ekki líður á löngu þar til Vince
Volpi, einn eftirsóttasti ungi maður-
inn í bænum, fer á fjörurnar við
hana.
Þótt hratt sé farið yfir sögu er
frásögn Janet MacLeod langt frá
því að vera flókin. Inntakið er á
sama hátt fremur klisjukennt, „ekki
er allt gull sem glóir“, og persónu-
sköpunin grunn. Aðeins Lulu nær
því að verða áhugaverð og kemur
þannig í veg fyrir að lesandinn
missi áhuga á þræðinum. Hún er
DSEfsDBNŒRAMICA
=T=- -T-
\íp
VI'
- LL
StórhiMOa 17 vl» GuUlöbrti, síral 67 4« 44
ráðagóð og fyndin, þeirri gáfu gædd
að geta gert svolítið grín að sjálfri
sér. Rod, litli bróðir hennar, er á
sama hátt áhugaverð aukapersóna
og þjónar vel þeim tilgangi að varpa
ljósi á hvernig Lulu breytist úr hálf-
gerðri strákastelpu í konu. Hins
vegar vantar herslumuninn á að
foreldrar systkinanna verði áhuga-
verðir og hefði að ósekju mátt blása
meira lífi í fleiri persónur, t.d. Sid,
Lennon og vinahóp Vince.
Sagan er engu að síður þokkaleg
afþreying fyrir ungt fólk og gerir
ágætleg skil á þeim þroska sem
Lulu tekur út í sögunni. Eins er
gaman að fylgjast með því hvernig
viðhorf hennar til Vince tekur
breytingum. Lulu sér aðeins spjátr-
ung í upphafi en áhugi hans veldur
því að tilfinningar hennar breytast.
„Hvernig get ég sagt henni að sam-
bandið við Vince sé það stórkostleg-
asta sem hefur hent mig síðan
Hartburn vann deildarmót héraðs-
ins fyrir fjórum árum? Já, reyndar
það besta sem nokkru sinni hefur
gerst“ (bls. 92), útskýrir hún fyrir
Rosie sem trúlega hefur sömu til-
finningar gagnvart Vince, sem nú
er orðinn að grískum guði. Fallið
verður þess vegna hátt þegar blekk-
ingar hans eru afhjúpaðar og Lulu
stendur eftir sem sigurvegari.
Þrátt fyrir ýmsa annmarka bók-
arinnar er gaman að sjá loks röska
og úrræðagóða stelpu í aðalhlut-
verki og ekki er ókostur að hún er
ögn eldri en margar aðalpersónur
íslenskra unglingasagna. Ekki virð-
ist heldur skemma fyrir að þjóðfé-
lagið er annað enda sammannlegir
hlutir á ferðinni. Stíll bókarinnar
er fremur flatur en þýðingin er
gerð af vandvirkni og frágangur til
sóma.
Valdlmar Lárusson.
Ljóðabók eft-
ir Valdimar
Lárusson
ÚT ER komin ný ljóðabók, eftir
Valdimar Lárusson og nefnist
hún Laust og bundið.
Í bókinni eru 33 ljóð, rímuð og
órímuð.
Árið 1990 kom út eftir Valdi-
mar ljóðabókin „Rjálað við rím og
stuðla“.
Útgefandi er höfundur. Bók-
in er tæpar 50 bls. í kiljubroti
og kostar 1.000 krónur. Bókin
er til sölu hjá höfundi sjálfum
og í bókaversluninni Vedu,
Hamraborg 5 Kópavogi.