Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Tímarit Vestfirska landslagið heillar Steingrímur St. Th. Sigurðsson málar við Djúp ísafirði. RÆKJUVEIÐAR og sjór vest- firsk fjöll í vetrarklæðum eru viðfangsefni Steingríms St. Th. Sigurðssonar á 75. málverka- sýningu hans sem stendur yfir þessa vikuna í verkalýðshúsinu á ísafirði. Nær allar myndirnar eru málaðar hér vestra þá tvo manuði sem hann dvaldi hér. „Eg tileinka þessa sýningu vin- um mínum í Isfirðingafélaginu í Reykjavík sem hafa verið svo vinsamlegir að bjóða mér fyrst- um listamanna dvöl í Sóltúni íbúðarhúsi sínu hér á Isafirði. Það er alveg stórkostlegur andi í þessu húsi og Guðmundur Mosdal gengur þar Ijósum log- um en í góðri sátt við íbúann. Eg hef aldrei verið jafn fullur af krafti og lífsorku og þessar vikur. Alúð og vinátta fólksins og daglegar líkamsæfingar hjá Stefáni Dan í þvi sem kallast Orkubú Vestfjarða hafa gert það að verkum að ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur á ævinni og hérna í Wild West,“ segir þessi 68 ára listamaður, sem er jafnvígur á liti, ritað orð og talað. Hann hefur milli þess sem hann málar, skrifað kafla í bók sem áætlað er að komi út á næsta ári og flutt ræður og minni á samkomum á ísfirðinga, síðast minni kvenna hjá Kiwannis við mik- inn fögnuð. Áður en Steingi’ímur hófst handa^að marki við málunina fór hann í róður á rækju með vini sínum Rafni Oddssyni og Gunn- steini syni hans og upplifði lit- brigði vetrarins við Isaijarðardjúp á Ogurvík og Skötufirði. Uppi- staða sýningarinnar eru málverk af sjónum og náttúrumyndir að vestan. Þetta er í fimmta_ sinn sem Steingrímur sýnir á ísafirði, en honum hefur jafnan verið vel tek- ið hér og selt flestar myndir sýnar. Framundan er svo undirbún- ingur sýningar í Boston í Banda- ríkjunum senmma á næsta ári. Víkingaferð til Vesturheims eins og hann kallar það, en auk sýning- arinnar í Boston er hugsanleg sýning í New York. Þá er hann að komast á fullan skrið með ritun bókar, sem hann hefur verið með í huga síðustu sjö árin, en samið hefur verið um útgáfu hennar fyrir næstu jól. Sýningin stendur frá sunnu- deginum 12. til sunnudagsins 19. desember milli klukkan 14 og 22 í gamla dómssalnum í húsi verka- lýðsfélaganna við Pólgötu. - Ulfar Ágústsson Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari hefur búið og málað í Sóltúnum, húsi ísfirðingarfélagsins á ísafirði. Með dvöl sinni þar hefur verið stigið nýtt og markvert spor í sögu félagsins þegar það býður iistamönnum timabundin afnot af þessu fallega vel- búna húsi á besta stað í bænum, en Guðmundur Jónsson frá Mosdal handavinnukennari og útskurðarmeistari byggði húsið 1930. Málverkið sem Steingrímur heldur í, kallar hann Vestfirsk sjósókn II. Minningarnar anda Martial Nardeau leik- ur íslenska tónlist Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sænsk Ijóð í þýðingu Sigurjóns Guðjónssonar. Nauðsyn hf. 1993. Sigurjón Guðjónsson gerir ekkert hlé á Ijóðaþýðingum sínum þótt ald- urinn færist yfir. Nú hefur hann sent frá sér safn sænskra ljóða í eigin þýðingu. í safninu sem er 59 blaðsíður eru gamlar þjóðvísur, ijóð eftir höfuð- skáld á borð við Verner von Heid- enstam og Gustaf Fröding til þeirra Gunnars Ekelöfs og Tomasar Tranströmers og annarra samtíma- skálda. Með valinu sýnir Sigurjón lesand- anum fjölbreytni sænsks skáldskap- ar. Hann hefur tekið sérstöku ást- fóstri við þá Tomas Tranströmer og Bo Setterlind, en á hinn síðar- nefnda hefur löngum verið litið sem kristið skáld og það var honum Nýjar bækur I ÚT er komin bókin „Máttug- ar meyjar — íslensk fornbók- menntasaga" eftir Helgu Kress. í bókinni fjallar Helga um þátt kvenna í íslenskum fornbókmennt- um. Um völvur, tröllskessur, skáld- konur og aðrar sterkar konur. Um tungumál þeirra og tal, spádóma, skáldskap, drauma, hlátur og grát. Um viðfangsefni Helgu segir á bók- arkápu: „Konur íslenskra fornbók- mennta eru ekki fijálsar, en þær eru sterkar og styrkur þeirra felst í því að þær neita að láta kúga sig. Sú barátta milli karla og kvenna sem af þessu skapast er eitt megin- viðfangsefni íslenskra fombók- mennta og drifkraftur í frásögn þeirra. Bókin veitir nýja sýn inn í heim íslenskra fombókmennta. Hún er ögrandi framlag til endurskap- andi umræðu um þessar bókmennt- ir og vísar á spennandi leiðir í túlk- un þeirra.“ Höfundur bókarinnar, Helga Kress er prófessor í al- mennri bókmenntafræði við Há- skóla Islands. Bókin „Máttugar meyjar — is- lensk fornbókmenntasaga" ' er 231 bls. Hún er gefin út af Há- skólaútgáfunni, en um prentun sá Steindórsprent - Gutenberg. Bókin kostar 2.440 krónur í bókaverslunum. ekki á móti skapi. Setterlind er nú látinn, en Tranströmer lifir í viðjum sjúkdóms eftir alvarlegt áfall. Fyrir nokkm komu út endur- minningar Tranströmers, lítil bók. heitið sækir hann í Ijóð sem Sigur- jón þýðir, Minningarnar sjá mig: Júnímorgun einn þegar of snemmt var að vakna en of seint að sofna aftur. Varð ég að hverfa út í græna"grÓ2kuna sem er þéttsetin minningum, og þær fylgja mér með augun- um. Þær eru ósýnilegar, þær renna alveg saman við bakgrunninn, eru fullkomin kameljón. Þær eru svo nærri að ég heyri þær anda, þó að fuglasöngurinn sé yfirþyrmandi. Þetta er vel heppnuð þýðing. Þó er ég ekki viss um að „yfirþyrm- andi“ fyrir „bedövande“ sé rétt orð á þessum stað, þrátt fyrir fugla- sönginn hljómar til að mynda betur. Tomas Tranströmer verður ekki tómlæti að bráð þegar íslenskir ljóðaþýðendur eru annars vegar. Við hæfi er þó að minna á að Tranströmer er afar vandþýddur. Bo Setterlind varð á sínum tíma fyrir nokkru hnjaski í Svíþjóð. Kristin lífsmynd hans þótti ekki í anda tímanna. Hann var líka of Nemendaleikhúsið Sigurjón Guðjónsson afkastamikill að margra dómi. I ljóðinu Hver ert þú? sem Sigur- jón þýðir beinir Setterlind orðum sínum að þeim sem hafa snúið baki við Guði: „Hver ert þú,/ sem telur þig nógu voldugan/ til að gera lítið úr kærleikanum" Siguijón nær ágætlega einfald- leika ljóða Setteriinds eins og til dæmis I skáldahimni og Eins og þegar bók fellur vitna um. Það er ljóst að Setterlind er skáld sem vinnur á. Hljómdiskar Oddur Björnsson Martial Nardeau, flauta. Örn Magnússon, píanó. Islensk tón- verkamiðstöð — RÚV. Martial Nardeau settist að á ís- landi árið 1983 eftir frækilegan feril í Frakklandi, þar sem hann var fast- ráðinn við Lamoureux-Sinfóníuhljóm- sveitina í París (1979-82), og hafði þá unnið til margra verðlauna og við- urkenninga fyrir flautuleik sinn. Hann starfar sem flautuleikari við íslensku óperuna og kennir við Tón- listarskólann í Reykjavík og Tónlist- arskóla Kópavogs. Hann hefur víða komið fram sem einleikari, hérlendis sem erlendis. Einnig er hann tónsmið- ur og djassisti góður. Það er því hið besta mál og ekki seinna vænna að hafa leik hans í ís- lenskum nútímatónsmíðum á geisla- diski. Martial Nardeau er frábær flautuleikari, tónninn e.t.v. frekar „kaldur" eða kannski öllu heldur ekki mjög blæbrigðaríkur, samt þéttur og fínn og hentar vel þeirri tónlist er hér um ræðir. Tæknin pottþétt sem og tilfinningin fyrir tónlistinni. Örn Magnússon leikur með honum á píanó í nokkrum verkanna. Ég hef áður skrifað um þann ágæta og e.t.v. ■ Fjórða hefti Tímarits Máls og menningar er komið út. Meðal efnis má nefna nýtt ljóð eftir Þor- stein frá Hamri, óbirta þýðingu Hannesar Péturssonar á ljóði eft- ir Höderlin, grein eftir Helga Hálfdanarson sem ber yfirskrftina „Erlendur bragur á íslensku ljóði“ og létterótíska smásögu eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Megas. I þessu hefti birtist viðtal við tékkneska heimspekinginn Karel Kosik þar sem hann varpar nýju ljósi á markaðsdýrkun og sýndar- mennsku. Kosik er líkast til eini hugsuðurinn sem hefur afrekað það að vera fyrst rekinn frá störfum í tíð kommúnista 1968 og svo aftur í stjórnartíð Havels árið 1990. Af öðru erlendu efni má nefna grein eftir skáldsagnahöfundinn Milan Kundera, sögur eftir og grein um Nóbelsskáldið Elias Canetti og ljóð eftir eitt af höfuðskáldum sem ort hafa á þýska tungu á öldinni, Paul Celan. Tvær greinar um bókmennt- ir birtast í þessu hefti. Önnur er eftir Ástráð Eysteinsson og hin eftir Torfa H. Tulinius. Loks má nefna tvær ádrepur eftir þau Soffíu Auði Birgisdóttur, um stöðuna i femíniskri umræðu, og Guðberg Bergsson um bókmenntagagnrýni. Tímaritið er 112 bls., unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Forsíð- una prýðir höfuðmynd frá Delos í_ Grikklandi frá því um 80 f. Kr. Ársáskrift að TMM er nú 3.363 krónur. Ritsljóri TMM er Friðrik Rafnsson. nokkuð sérstæða (í góðri merk- ingu) píanista, sem hefT ur verið ötull að kynna ís- lenska tónlist, yngri og eldri — hér og erlendis. Verkin á þessum hljómdiski eru eftir Árna Björnsson, Mist Þorkelsdóttur, Atla Ingólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Kjartan Ólafsson og Jónas Tómasson. Að Árna undanskildum er þetta sú íslenska nútímamúsík (með hvers- kyns blæstri og öðrum nettum búk- hljóðum) sem við höfum átt að venj- ast gegnum tíðina, flest mjög knappt og leitandi í sínum tónelskustríða míkrókosmos, en ekki lengur sérlega ögrandi. Reynir auðvitað mjög á færni flautuleikarans. Svo kom Dim- malimm litla hans Atla Heimis, sem mjög elskulegur (ef ekki út í hött) endapunktur á Tuttugu og eina tóna- mínútu fyrir einleiksflautu, sem er reyndar fjölbreytt og hin merkasta gartíta, — kannski til að ríma á móti Árna Björnssyni? Verk Mistar er á sinn hátt hugmyndaríkt og elskulegt; Atli kraftmikill og djarfur fremur en frumlegur í verki sínu Berging, en kannski horfði málið öðruvísi við fyr- ir tíu árum. I Þrem andrám sýnir hann á sér aðra hlið og öllu mildari. Verk Kjartans Ólafssonar (og tölv- unnar hans), Calculus, þótti mér að sumu leyti áhugaverðast — ferskt og að sjálfsögðu „rökrétt“ i tónmáli og úrvinnslu (þrátt fyrir tölvuna, eða vegna hennar), enda nýjast af nál- inni. „Öðruvísi", eins og maður segir. Tónlist Jónasar Tómassonar fer yfir- leitt mjög vel í mínar taugar, enda einhvem veginn tengd náttúrunni, vatnslindum, veðri og flugi fugla . . . Þó öguð og tær, og langt frá því að vera „prógram-músík“. Frekar að skáldskapurinn leysist úr læðingi með næstum „pedantískum" aðferðum, sem vísa bæði aftur í tímann — og fram . . . Með öðrum orðum hinn merkasti hljómdiskur. Draumur, konur o g stríð UNGU leikaraefnin í Nemenda- leikhúsi Leiklistarskóla íslands eru nú að æfa þijú grísk leikrit, sem áætlað er að frumsýna í byrj- un janúar í leikhúsi Frú Emelíu í Héðinshúsi við Seljaveg. Þetta eru harmleikirnir „Antígóna" eft- ir Sófókles og „Föníkíu-meyjar“ eftir Evrípídes í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og gleðileikurinn „Lýsistrata" eftir Aristófanes í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Leikstjóri og höfundur leikmyndar heitir Marek Kostrzewskí og er pólskur leikhúsmaður, sem er bú- settur í Svíþjóð og starfar við Leik- listarháskólann í Malmö. Honum til aðstoðar er leikkonan María Árna- dóttir, sem einnig er komin frá Malmö, þar sem hún hefur starfað í fjölda ára við góðan orðstír. Þessir 2400 ára gömlu harmleikir fjalla um sömu fjölskylduna; afkom- endur og venslafólk Odípúsar kóngs í Þebuborg og tekur „Antígóna“ við þræðinum þar sem „Föníkíu-meyj- um“ sleppir. Þannig rekja þessir tvö leikrit aðdraganda og eftirmála blóð- ugrar styijaldar þar í borg sem stofnað er til af bræðrunum Eteók- lesi og Pólineikesi sem beijast um völdin, ekki ýkja Iangt frá, um 600 km, þar sem barist er nú og heitir Bosnía. Gleðileikurinn Lýsistrata fjallar um lyktir styijaldar og þá hvernig konum tekst með samtakamætti sín- um að binda enda á stríð og knýja karlpeninginn til friðargerðar. Ekki er ætlunin að bræða verkin saman heldur verða þau flutt sitt í hvoru lagi, en þó nokkuð stytt. Þó sérstaklega „Lýsistrata“ og „Fön- ikíu-meyjar“ þannig að leiksýningin sem frumflutt verður í byijun næsta árs verður innan eðlilegs sýningar- tíma. Nemendaleikhúsið frumsýndi 12. október sl. -„Draum á Jónsmessu- nótt“ eftir William Shakespeare í leikstjórn Guðjóns Pedersen við góð- ar viðtökur. Þeirri sýningu hefur nú verið boð- ið á Norrænu leiklistarhátíðina (Mik- kelý) í Helsinki í lok janúar, og þyk- ir það mikill heiður, en verið er að kanna hvort unnt sé að taka því boði. Hins vegar neyðist leikhópurinn til að hætta sýningum hér á landi, fyrir fullu húsi, nú í byijun desem- ber vegna æfinga og undirbúnings á gríska þríleiknum, sem hlotið hef- ur heitið: „Konur og stríð!"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.