Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 33 Hvað er verðið á Þorláksmessuskötunni í ár? SUMUM finnst skötuilmurinn ómissandi á Þorláksmessu, aðrir þola ekki lyktina og flýja jafnvel hús á meðan verið er að sjóða fiskinn. Það gengur jafnvel svo langt að eiginmenn eru sendir með primus út á svalir til að sjóða góðgætið. Hinsvegar er þessi vestfirski sið- ur orðinn algengur hér fyrir sunn- an og mörgum sem finnst það til- heyra að fara með fyrirvara og tala við fisksalann sinn um jóla- skötuna. Mörg veitingahús bjóða skötu á Þorláksmessu, mis- munandi kæsta, skötu- stöppu og hnoðmör. Úlfar Eysteinsson, sem er með veitinga- húsið sitt við Bald- u- rsgöt- una, hef- ur í mörg ár fengið til sín sömu við- skiptavinina sem gæða sér hjá honum á skötu og á Þorláks- messu í fyrra heimsóttu hann 250 manns. „Ég býð alltaf upp á nokkra styrkleika því þeir sem eru vanir og miklir skötumenn vilja helst standa á öndinni þegar þeir eru að borða.“ Úlfar segist einnig bjóða skötu- stöppu og síðan ráðleggja fólki með styrkleika þegar það komi til sín. En hvernig á að velja sér góða skötu í soðið? „Fara og láta fisksalann aðstoða sig. Skatan er til kæst, söltuð og útvötnuð, kæst og þurrk- uð, kæst og nætursöltuð og svo framvegis. Margir eru líka farnir að kjósa tindabikkjuna. Þeir sem ætla að borða venju- lega kæsta, saltaða og útvatnaða skötu þurfa að fullvissa sig um að hún sé ekki of sölt og þegar heim er komið á skatan aldrei að bullsjóða. Hnoð- mörinn á allt- af að bræða í vatns- baðk“ En hvernig á að búa til góða skötustöppu? „Soðin skatan er tekin af bijóski og roðið fjarlægt," segir Úlfar. Kjötið er sett með hnoðmör í hrærivél og blandan þeytt upp. Þessa kæfu má hafa kalda og skera í sneiðar. Ef stapp- an á að vera heit er fiskur og hnoðmör hrært í skál og stöpp- unni haldið heitri í vatnsbaði. Það eru ýmis húsráð í gangi þegar kemur að blessuðum skötu- ilminum. Margir hafa brugðið á það ráð að kveikja á mörgum kertum í eldhúsinu til að losna við lyktina, sumir skera niður lauk og hafa hann við hliðina á pottin- Hvað kostar Þorláksmessuskatan? í nokkrum fiskbúðum í Reykjavík Kr. hvert kíló Skata, kæst/söltuð útvötnuð Vestfirsk skata, kæst og þurrkuð Tindabykkja, röðflett Fiskbúðin Arnarbakka4-6 550 590 - Fiskbúðin Skaftahlíð 24 550 - - Fiskbúð Hafliða, Hverfisgötu 123 590 650 350 Fiskbúðin Nethyl 2 590 640 350 Fiskbúðin Vör, Hringbraut 119A 590 690 450 Stjörnufiskbúðin, Sörlaskjóli 42 590 - - um í örlitlu vatni. Þá væta sumir þunnan klút í ediki og leggja yfir pottinn áður en lokið fer ofaná og einhveijir hafa sett horn á klúti sem búið er að væta í ediki ofan í pottinn. Að lokum má benda á að ef hangikjötið er soðið að loknu skötuáti og loftað vel út hverfur ilmurinn að mestu. Við hringdum í nokkrar fiskbúð- ir og forvitnuðumst um verðið á skötu þetta árið. Margir fisksalar voru ekki farnir að verðleggja sköt- una í gær en sögðu að það myndi gerast næstu daga. ■ grg Jólaplöturnar eru á 1.590 krónur í versluninni F&A JÓLAPLÖTUR, geisladiskar og hyóðsnældur þeirra íslensku tón- listarmanna sem ákváðu í ár að gefa tónlist sína út sjálfir, verða til sölu á 1.590 krónur í versluninni F&A við Fossháls fram að jólum. Friðrik G. Friðriksson annar eig- andi verslunarinnar sagðist kaupa plöturnar á almennu heildsöluverði en hann hafi ákveðið að halda smásöluálagningu í lágmarki. Þá kvaðst hann einnig hafa til sölu nýjar og eldri bækur frá Fjölvaútg- áfu og selja þær á bókaforlags- verði sem væri um 15-20% lægra en almennt smásöluverð. Meðal þeirra geisladiska sem til eru í versluninni eru Desember Sigríðar Beinteinsdóttur, ÖrÆvi þeirra Sverris Stormskers og Bjarna Ara, Að mestu sem Rúnar Þór gaf nýlega út, GuII Harðar Torfasonar, Being Human, sem Herbert Guðmundsson gaf út fyrir skömmu, Undir hömrunum háu með Halla og Barnabros. ■ Fyllingar og sauðahangikjöt ÞESSA dagana er verið að setja fram í matvöruverslanir Hag- kaups nýjar vörur. Tvær kalkúnafyllingar Meistarinn framleiðir tvær kalk- únafyllingar sem seldar eru í Hag- kaupi. Önnur er eplafylling að franskri fyrirmynd sem inniheldur epli, brauð, rjóma, lauk og krydd. Hin er hakkfýlling að bandarískum hætti sem inniheldur svínahakk, brauð, rjóma, hvítvín, lauk og krydd. Þessar fyllingar eru seldar frosnar og eru alveg tilbúnar. Það eina sem þarf að gera er að láta þær þiðna og fylla síðan kalkúninn. Svínahakksfyllingin kostar 859 kr. kílóið en eplafyllingin er á 638 kr. kílóið. Hangikjöt af veturgömlum sauðum Nýverið kom í sölu hjá Hagkaupi sérverkað sauðahangikjöt sem Fjallalamb á Kópaskeri verkar fyrir Hagkaup. Hráefnið er fengið af veturgömlum sauðum sem gengið hafa á óábornum Hólsfjallaheiðum. Kjötið er saltað með gamla laginu en ekki sprautusaltað. Síðan er það reykt meira en venjulegt hangikjöt við blöndu af úrvals taði og íslensku birki. ■ Mozartskinka komin á markað MOZART-SKINKA frá Kjötum- boðinu kom á almennan markað í gær, en að sögn Helga Óskars- sonar frkvstj. Kjötumboðsins tók þróun skinkunnar langan tíma. „Við vorum lengi að ná fram þeim gæðum sem við vildum varð- andi bragð og útlit. Samkvæmt drögum um gæðaflokka skinku, fer Mozart-skinkan í úrvalsflokk. Þetta er innanlærisvöðvi sem er hægt að borða heitan eða kaldan eftir því sem hentar. Skinkuna er hægt að hita í ofni og borða sem aðalrétt, eða hafa kalda með ostabakka eða á köldu borði,“ segir Helgi. Skinkan verður seld í 'h kg. og 1 kg. pakkningu og er kílóverð í kringum 2.600 krónur. ■ Nýjungar frá Matvörum hf Matvörur hf. hafa sent frá sér nýjungar. Graflaxsósa og piparrótarsósa eru þar á meðal og víðast kosta þær 210 krónur. Þá hefur fyrirtækið sett á mark- að bökunarkakó á 210 krónur, ka- kómalt á 280 krónur og súkkulaði- drykk á 320 krónur. ■ DPIfl ALLA DAGA FBA Kl. 16:00 ö Í>1®. y v Gildir til 31. desember 1993 vÖV oV Gildir til 20. desember ‘93. iT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.