Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 69 —•> - Davíð eða Golíat Frá Sigurði Helgasyni: Agæti Víkveiji. Þakka þér fyrir marga góða pistía þar sem þú hefur vikið orði að Flug- leiðum, oft hlýlegum og stundum til áminningar. Mér þykir leitt að þú gast ekki setið ágæta ráðstefnu Reykjavíkurborgar um ferðamál í síðustu viku. Þú vitnar í brot úr ræðu minni þar í pistli þínum í gær og mér sýnist það vera tilvitnun í . frétt Morgunblaðsins af fundinum. í Moggafréttinni vantar kanski svolítið samhengi við aðra þætti ræðu minnar og því læt ég þessar línur fýlgja. I þessum tilvitnaða hluta ræðunn- ar ræddi ég um hættuna sem ís- lenskri ferðaþjónustu stafar af því að ferðaskrifstofukeðjur, ferðaheild- sölur og leiguflugfélög í Evrópu eru að safnast saman í risavaxnar fyrir- tækjasamsteypur. Við eigum það á hættu að erfitt verði að koma ís- landi á framfæri í sölukerfum þess- ara risafyrirtækja, sem eru að ná yfirburðum á markaðinum. Það gæti reyndar líka verið tvíbent að koma íslandi inn hjá þessum keðjum. Fái þær raunverulegan áhuga á íslands- sölu gætu þær náð undir sig öllum stigum framleiðslu og sölu og hlutur íslendinga í ferðamannaþjónustu hér gæti þá orðið harla lítill. Þú bendir mér vinsamlega á að líta mér nær og íhuga stærð Flugleiða og umsvif á markaðinum hér heima. Því er til að svara að ég hef gert það og íjallaði reyndar um þennan þátt í ræðunni. Til þess var hins vegar ekki vitnað í Mogganum. Ég leiddi að því rök að vegna smæðar íslensku ferðaþjónustunnar á al- þjóðavettvangi væri nauðsynlegt að fyrirtæki hér heima efldust og styrktust enn. Flugleiðir eru örsmátt flugfélag á alþjóðamælikvarða og það er fyrst og fremst á alþjóðamark- aðinum sem félagið er að slást. Þetta lykilfyrirtæki íslensku ferðaþjón- ustunnar þarf því enn að efla. Við þetta bætti ég svo og lagði mikla áherslu á eftirfarandi: Gullið tækifæri Frá Baldri Ingólfssyni: Stundum eru menn að naga sig 5 handarbökin yfír því að hvorki skuli vera til ljósmynd né teikning af Hjálmari Jónssyni, bónda og skáldi í Bóli í Skagafírði, þó að hann lifði fram á ljósmyndaöld á -íslandi og kynntist Sigurði málara, eins og segir í formála Kristjáns Eldjárns fyrir bókinni „Hagleiks- verk Hjálmars í Bólu“. Nú vill svo vel til að það hillir undir þann möguleika að hæglega i megi bæta úr þessu því að hinn 23. nóvember er sagt frá því í „Morgun- blaðinu" að væntanleg sé til lands- | ins kona frá útlöndum, gædd þeim einstæða miðilshæfileika að geta teiknað myndir af látnu fólki sem hún kemst í samband við. Hér gefst íslendingum gullið tækifæri til að fá milliliðalaust teikningar af Hjálmari. og fleirum sem tilfínnan- lega vantar myndir af, til dæmis Snorra og Agli, einnig Melkorku og Helgu fögru, svo maður tali nú ekki um fólk sem er okkur nær í tímanum. Það tekur alltaf dálítinn tíma að gera vandaða teikningu og því hlýt- ur að koma upp sú spurning hvort ekki væri auðveldara fyrir miðilinn að gera myndbandsupptöku af merkisfólki fyrir handan. Kannski opnast seinna sá möguleiki að fá látna til að tala inn á hljómband, en það kann að hafa verið reynt þó að mér sé ekki kunnugt um það. Umfram alla muni: Látum ekki íslenskan sofandahátt verða þess valdandi að þetta einstæða tækifæri til að eignast mynd af Hjálmari fari forgörðum. BALDUR INGÓLFSSON, Fellsmúla 19, Reykjavík. „Það er ekki nóg að Flugleiðir stækki og dafni. Við hlið Flugleiða þurfa önnur íslensk ferðaþjónustu- fyrirtæki að stækka og styrkjast og saman þurfa öflug fyrirtæki í grein- inni að mynda skjól fyrir hvers konar nýgræðing og stuðla að því að fólk með nýjar hugmyndir og nýja þjón- ustu fái tækifæri til að þróa hana og fullkomna og koma henni á alþjóð- legan markað." Ágæti Víkveiji. íslenska ferða- þjónustan aflar nú um 10%-12% gjaldeyristekna þjóðarinnar og hefur nær tvöfaldast að umsvifum á tólf árum. Þar eiga margir hlut að máli en ég held að á engan sé hallað þeg- ar ég segi að þetta má að töluverðu leyti þakka umsvifum Flugleiða, sem veija á hveijum virkum degi allt árið um kring um þremur og hálfri millj- ón króna til að kynna og selja ís- lenska ferðaþjónustu erlendis. Þetta er rúmlega einn milljarður króna á ári. Það vilja vitaskuld allir efla þetta starf en á sama tímá vefjast umsvif Flugleiða hér heima á íslandi fyrir mörgum. íslenski innanlandsmarkaðurinn er örsmár í alþjóðlegu samhengi og því miður verður trauðla bæði sleppt og haldið. Ef við viljum kröftug ferðaþjónustufyrirtæki með öfluga sölu- og markaðssókn á alþjóðlegum markaði er óhjákvæmilegt að þau fyrirtæki verði nokkuð stór á íslensk- an mælikvarða. En þessi íslenski Golíat verður fljótt að litlum Davíð þegar alþjóðlega __ mælikvarða er brugðið á hann. I samtökum evr- ópskra áætlunarflugfélaga eru Flug- leiðir næst minnsta fyrirtækið og ef 'dð berum okkur saman við evrópsk leiguflugfélög væru Flugleiðir í átj- ándan sæti í þeim hópi. Ég lýsti á fundinum áhyggjum af því að þessi erlendu stórfyrirtæki væru að renna saman við risavaxnar ferðaskrif- stofukeðjur og ferðaheildsala og þá gæti farið svo að allur styrkur Flug- leiða dygði vart til að tryggja íslensk ítök í ferðaþjónustu á Islandi. SIGURÐUR HELGASON. Pennavinir Tvítug Ghanastúlka með áhuga á sundi, ferðalögum og póstkortum: Queenly Ivy Thompson, P.O. Box 1942, Kumasi, Ghana. Finnsk 21 árs stúlka vill skrifast á við 18-28 ára drengi eða stúlkur. Hefur áhuga á dýrum og tónlist hljómsveitarinnar Queen: Tarja Rainio, 24 Latola, 91760 Sáraisniemi, Finland. Þrítugur Tanzaníumaður með áhuga á tónlist, ferðalögum, körfu- knattleik og tungumálum: Oswald L. Mwita,- Box 8089, Arusha, Tanzania. LEIÐRÉTTIN G AR Rangt nafn dóm- ara í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær urðu mistök við vinnslu blaðs- ins til þess að rangt var farið með nafn Jóns Finnbjörnssonar héraðs- dómara. Rangt föðumafn í frétt í Morgunblaðinu í gær, á bls. 44, var sagt frá nýju heimili fjölfatlaðra bama á Selfossi. Þar var Margrét Margeirsdóttir, deild- arstjóri í málefnum fatlaðra í fé- lagsmálaráðuneytinu, rangfeðruð. Morgunblaðið biðst velvirðingar á því. Hver er Jón? í frétt um rekstur Jámblendi- verksmiðjunnar, á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, féll niður föðumafn og starfsheiti Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra verksmiðjunn- ar. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI FIÐLUKENNSLA FYRIR MÁLVERK? IRZIA hringdi og hana langar til að læra á fíðlu. Hún vill gjama skipta á fíðlukennslu og málverki, eða jafnvel vinna fyr- ir kennslunni með húsþrifum. Allar upplýsingar veittar í síma 26767. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust KARLMANNSGLERAUGU í dökkri málmumgjörð töpuðust sl. föstudagskvöld, líklega á Laugavegi. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 91-667169 eftir kl. 17. Orðsending til foreldra í Mosfellsbæ MAX-galli i stærð medium var tekinn í misgripum í æfínga- húsnæði í Álafossi í Mosfellsbæ fyrir nokkra. I staðinn var skil- inn eftir gamall galli. Gallinn er auðþekkkjanlegur því búið var að sauma hann saman á öðru hnénu. Viti einhver hvað af gallanum hefur orðið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 629144. Linda og Bjössi. Barnaskór tapaðist SVARTUR og rauður leður- skór, nr. 20, af hægri fót, tap- aðist. Skórinn er með rauðum sóla sem á stendur b3. Fundar- laun. Sími 29338. Hanski fannst KVENHANSKI fannst á bfla- stæði Fjarðarkaups í Hafnar- fírði fyrir nokkra. Upplýsingar í síma 51130. GÆLUDÝR Köttur óskast ÓSKA eftir köttum, helst ang- óra eða síams. Upplýsingar í síma 628725. í D A G 10-1832 KRINGMN Ókeypis löglræðiaðstoð ó hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 ísímo 11012 ORATORf félug laganema Nýjar sendingar af glæsilegum leðursófasettum og hornsófum. Litir: Svart, brúnt, rautt, grænt, blátt, hvítt og bleikt. Yalhusgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. *- UOVERS’ GU©6 3 Ad gt-ra ástoríeikinn ástndufyUri DR anðrew Ð TENDRA ASTARBLOSSANN H LOVERS’ GUIDE 3 AÐ GERA ASTARLEIKINN ASTRIÐUFYLLRI Þetta myndband, það þriðja í röðinni, Að tendra ástarblossann“, er skipt í þrjá kafla, fyrir hann, fyrir hana og fyrir bæði fjallað er um leyndardóma fullnægingarinnar. Lengd: 90 mín. Islenskur texti. Verðkr.2.299,- PÖNTUNARSÍMI: 991880 A-N KRINGLUNNI SIMI: 600930 - STORVERSLUN tAUGAVEGI 26 SIMI: 600926 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORGI SÍMI: 612160 SKÍFAN/BOGART
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.