Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 17 „Þaö er alls staöar léttur blær yfir frásögninni.:. Þaö er viljandi gert að víkja ekki meira inn í frásögn Róberts af leikferli hans, sem er þó hreint heillandi aö lesa. ...Tveir ágætir menn hafa lagt metnaö sinn í að gera þessa ævisögu sem best úr garði og þeim sýnist hafa tekist þaö. ...Einstæð ævisaga, falleg útgáia." Jenna Jensdóttir, (Mbl. 14.12X DeLonghi JÓLATILBOÐ Róbert - ævisaga listamanns - skráð af Eðvarð Inqólfssyni Einn dáðasti leikari okkar segir hér frá mörgu athyglisverðu og skemmtilegu innan leiksviðs og utan, hérlendis og í V-Þýskalandi; uppvaxtarárunum á Eskifirði, harmóníkuleik í áratugi, fyrstu ástinni, síldarævintýri fyrir norðan, hálfbróður sínum og móðurfólki sem var lokað inni í A-Þýskalandi og raunum sínum þegar hann eignaðist son sem var öðruvísi af Guði gerður en önnur börn. Róbert - ævisaga listamanns - er bók sem lætur engan ósnortinn. SÆLKERAOFNAR P-71_______9.980,- stgr. Litli sælkeraofninn, sem getur allt - steikt og grillað, bakað kökur og ristað brauð. Og nú getur þú eldað pizzu á hinn eina og sanna ítalska máta. W-81S 10.220,-stgr. 12,5 Itr. nettur borðofn með yfir- og undirhita og grilli. Einnig gerð W-91 Lux með tímarofa á 12.310,- og X-19SB með eldunarhellu ofaná á 14.230,- EQ-280_____19.940,- stgr. 28 Itr. ofn með yfir- og undir- hita og grilli. Einnig gerð EO-289CMR með blæstri á 24.890,-. borðofnar tilvalin jólagjöf til sælkera /?onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMl (91 )24420 Fólska fuglafé- lagið gegn Hörpu Ný ljóðabók Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitta. H. Hajldórsdóttir: Ör- lagadansinn. Skáldsaga. Bóka- útgáfan Skjaldborg 1993. Það er fyrir löngu orðinn fastur liður að Birgitta H. Halldórsdóttir sendi frá sér spennusögu fyrir jól- in. Birgitta hefur lært mikið og margt síðan hún sendi fyrstu bók- ina, „Inga“, frá sér fyrir mörgum árum. Hún skrifar af meiri fag- mennsku án þess þó að það bitni á frásagnargleðinni sem er besti kostur hennar sem höfundar. í nýju sögunni, Örlagadansin- um, vantar ekki æsilega atburði frekar en fyrri daginn. Bókin hefst á því þegar skelfilegur glæpamað- ur og eiturlyfjadreifari — sem er einn af betri borgurunum og eng- inn mundi nokkurn tíma gruna um græsku — og gæðablóðið Albert eru að ræðast við. Albert hefur komist á snoðir um hvað fyrirtæk- ið flytur raunverulega inn og vill ekki taka þátt í þessum óþverra og hótar hvítflibbanum öllu illu. En glæponinn sér að öllu er stefnt í voða ef Albert fer að blaðra og þá er auðvitað ekki nema eitt ráð, hann verður að koma honum fyrir kattarnef. Albert á sæta og elskulega fósturdóttur, Hörpu, og verður hún nú aðalpersóna sög- unnar. Hún og Albert búa saman og fær glæponinn kynferðisglæpa- mann til að reyna að hafa ofan af fyrir henni meðan hann gengur frá Albert. En Harpa sleppur frá hinum óttalega manni og kemur heim í sömu mund og glæponinn hefur lokið verki sínu. Albert gefur upp öndina í örmum fósturdótturinnar og hvíslar að henni lykilsetning- unni, hvorki meira né minna: Það voru fuglarnir. Það var Öminn sem skaut. Geirmundur rannsóknarlög- reglumaður hefur einmitt verið að reyna að hafa upp á þessu fuglafé- lagi, þar sem félagarnir ganga sem sagt undir fuglanöfnum og em í leynifélagi og aðalglæponinn og sá sem drap Albert er sjálfur Örn- inn. Á leiðinni heim frá þeim brengl- aða er Harpa svo stálheppinn að glæsimennið Ágúst — sem er líka lögga — tekur hana upp í bíl sinn og styður hana og styrkir næstu daga þegar augljóst er að hún er í hinni mestu hættu því fuglafélag- ið hlýtur að vilja koma henni fyrir líka. Hefst svo æsispennandi elting- arleikur og heilasellurnar í Geir- mundi og Ágústi starfa svo brakar og brestur í. En Örninn virðist ætla að smjúga þeim úr greipum lengi vel og virðist fylgjast með hvetju fótmáli lögreglunnar. Það veikir þráðinn hve lítið hún undirbyggir gmnsemdir til þeirra ÆSKAN Hvítamyrkur Birgitta H. Halldórsdóttir seku. Það væri langtum sniðugra ef Örninn væri leiddur fram og gerður persóna í sögunniTrekar en spretta fram eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Andúð hennar á Ágústi bjargvætti er líka dálítið ósannfærandi. Hún hefur hann ekki grunaðan, maðurinn lítur heldur þokkalega út og er ósköp vænn í viðmóti en fer þessi ósköp í taugarnar á Hörpu, eiginlega alveg út í bláinn. Það á náttúrlega og sem betur fer eftir að breytast. Eins og vera ber hjá Birgittu fer allt vel að lokum og ósköp er það alltaf fínt að geta verið viss um það. NÝ LJÓÐABÓK er komin út eft- ir Ingimar Erlend Sigurðsson, en nærri áratugur er liðinn frá út- komu ljóðabókar eftir hann. Hin nýja ljóðabók ber heitið Hvíta- myrkur, og er eins konar speglun af yrkingum Ingimars Erlendar á sl. áratug. í tilkynningu frá útgefanda segir: „Nafn bókarinnar er táknrænt; þeg- ar vissum áfanga er náð í andlegum skilnaði mannssálar við myrkrið, tekur við annars konar myrkur: sú ofbirta sem byrgir mennskum sjón- um fulla sýn að uppsprettu ljóssins, þar sem eðli og sannleikur, sam- hengi heims og himins og manns og guðs, eru fólgin líkt og opinn leyndardómur. Ljóð Ingimars Erlendar eru hlað- in af merkingu, sem er ljós og lukt í senn; hann er á heimavelli í hinu stundlega sem hinu eilífa; ljóð hans eru ekki afkvæmi tóms og tilgangs- leysis, heldur borin til lífs og ástar, trúar og vonar. Hvítamyrkur er jafnframt mikil ádeilubók; þar er deilt á innihalds- leysi og gervimennsku samtímans: menningartildrið fær sinn skell í Ingimar Erlendur Sigurðsson þessum skörpu ljóðum, sjálfmiðuð göfgun nýaldarmanna, yfírborðs- mennska hjartfólginnar kirkju og bókmenntabraskið, svo eitthvað sé tínt til.“ Bókin er 215 blaðsíður og er tólfta ljóðabók Ingimars Erlend- ar Sigurðssonar. Útgefandi er Sigurjón Þorbergsson. Bókin kostar 1.850 krónur. VZterkur og k J hagkvæmur auglýsingamiðill! \m „Það fer ekki á milli mála ad Róbert Arnfinnsson er talinn í fremstu röð islenskra leikara á seinni hluta þessarar aldar. Hér er sagt frá manni sem þjóðin þekkir, flestum þykir vænt um og eru stoltir af. ...Við hljótum að bjóða Róbert Arnfinnsson velkominn í hóp þeirra manna, sem á undan honum eru komnir á bók.“ l Halldór Kristjánsson (Tíminn 10.12.) „Samstarf þeirra Eðvarðs og Róberts virðist mér hafa tekist með ágætum. Það heföi verið skaði ef saga þessa eins okkar allra besta leikara hefði ekki verið skráð“ Gunnlaugur A. Jónsson (DV 9.12.) „Einstæð ævisaga, falleg útgáfa" HSi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.