Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 n.lla framkomu ömmu. Hún fetaði í fótspor Krists. Þannig kynntist hún auðmýkt, hlýðni, fyrirgefningu og kærieika. Hún leitaðist við að breyta samkvæmt vilja Guðs um hið góða, fagra og fullkomna í öllu sínu lífi. Kristur hefur heitið því að sá sem fylgir honum hér á jörð, óskum hans og boðorðum, muni þegar þar að kemur fylgja honum til himna og ganga við hlið hans. Því veit ég að amma gengur nú í ljósi Krists og er umvafin kærleika hans og náð. Amma forðaðist allt illt í hvaða mynd sem var. Hún leitaðist við að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram- ganga í lítillæti frammi fýrir heilög- um Guði. Hún var hógvær og af hjarta lítillát, og mat aðra meira en sjálfa sig. Eigingirni eða hégóma- girnd var ekki til í henni. Hún leitað- ist ætíð við að vera fyrri til að veita öðrum virðingu. Hún hugði ekki að eigin hag heldur að hag annarra: eiginmanns og barna, og loks tengdabarna, barnabama og annarra afkomenda og vina. Hún var í stöð- ugri fyrirbæn fyrir öllum sínum, oft heilu næturnar. Hún var ákaflega gestrisin og tók í kærleika á móti gestum sínum. Hún vildi allt fyrir þá gera svo að þeim mætti líða vel. Hún var fljót til að heyra, sein til að tala, sein til reiði. Hún var ákaf- lega varkár í tali um aðra og aldrei heyrði ég hana lastmæla nokkrum manni. Hún lét sér hvorki háðsyrði né niðrandi orð um munn fara og umbar ekki slíkt í návist sinni. Hún var langlynd við alla og þolinmóð. Aldrei vissi ég til að amma lenti í deilum við nokkurn mann. Hún var ákaflega friðsöm og friðelsk kona, ástundaði frið og keppti eftir honum. Hún leitaðist við af fremsta megni að baka sér ekki óvild nokkurs manns og forðast allar deilur. Hún var frið- flytjandi alls staðar þar sem hún kom. Steinunn amma gekk á hinum mjóa vegi dyggðarinnar og hefur þegar gengið inn um þrönga hliðið, sem liggur að ljóssins ríki. Hún lifði í vitund um hina komandi dýrð sem hún vissi að var henni búin. Hún var glöð í voninni um það sem beið henn- ar á himnum. Þessi lágvaxna kona, sem tók lífið svo alvarlega og vand- aði sig við að lifa því, tók ögun lífs- ins með þolgæði og æðruleysi og var okkur afkomendum sínum sönn fyrir- mynd í orði og verki. Guð blessi minn- ingu þessarar perlu sem Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir var. Megi minning hennar lifa um ókomin ár. Sigríður Halldórsdóttir, Akureyri. Nú er hún amma mín búin að kveðja, tæplega 97 ára gömul, og því langar mig að minnast hennar i fáeinum orðum. Amma bjó um fimm ára skeið hjá okkur mömmu í Vesturberginu og þrátt fyrir háan aldur var hún hress og minnug. Við nöfnurnar urðum brátt góðar vinkonur og styttum hvor annarri stundir með því að spila á spil og spjalla saman. Amma mín var mikill viskubrunnur, hún kunni feiknin öll af sögum, ljóðum og vísum og hafði einnig gaman af því að yrkja sjálf. Hún átti það til að koma með eina og eina stöku um eitthvað sem ég var að gera þá stundina og höfð- um við báðar gaman af. Eins og einatt er með þá sem hafa nóg að gera allt sitt líf, þá þurfti hún amma alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Hún las mikið, saumaði út meðan hún var enn fær um það og dundaði sér við að leggja kapal. Það var alltaf gott að koma inn til ömmu í litla herbergið henn- ar. Það var eitthvað svo hlýtt og notalegt hjá henni og svo gott and- rúmsloft, enda leitaði ég þangað oft. Amma var mörgum kostum gædd og einn var sá að hún var ákaflega jafnlynd. Ég minnist hennar ekki öðruvísi en í góðu skapi og alltaf tók hún á móti manni með sama vin- gjamleikanum og hlýjunni. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari merku, gömlu konu og hafa gengið í gegnum unglingsárin með hana við hlið mér. Þannig fékk ég að njóta þeirra góðu áhrifa sem hún hafði á alla í kringum sig. Ég mun alltaf varðveita minning- una um ömmu mína og þær frjöl- mörgu góðu stundir sem við áttum saman. Guð blessi minningu elsku ömmu minnar. Steinunn Kr. Zóph. Stefán Krisijáns son - Minning Fæddur 6. maí 1932 Dáinn 11. desember 1993 Okkur langar í örfáum orðum að kveðja góðan samferðamann. Stefán var giftur móðursystur okk- ar Kristínu. Fjölskyldur okkar Stebba og Stínu bjuggu í sama húsi þegar við vorum börn og stóð þeirra heimili okkur alltaf opið í þá daga og æ síðan. Alltaf fengum við jafn hlýjar móttökur og ekkert síður hjá Stebba, sem var sérlega geðgóð- ur og glaðlyndur maður og alltaf til í smá sprell. Stefán var góður harmonikuleik- ari og lék á böllum í mörg ár. Það voru góðar stundir er maður var einhvers staðar nálægt Stebba, þeg- ar hann var að æfa sig á nikkuna. Stundum spurðum við: Kanntu lag- ið sem byijar svona? Og rauluðum nokkra tóna einhvers staðar úr lag- inu og éftir smástund var lagið komið. Stebbi og Stína höfðu unun af ferðalögum og ferðuðust mikið hér innanlands. Þau gengu líka mikið og á ein undirrituð ljúfar minningar úr sinni fyrstu gönguferð, sem far- in var með þeim og fleirum upp á Skjaldbreið, forðum daga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Stína, Gústi og Bára, ykk- ar missir er mikill, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna Sigríður og Esther. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að trúa því og sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. En ég veit að þú ert kominn á æðra tilverustig þar sem þú hefur fengið lækningu á þínum sjúkdómi sem háði þér um árabil. Þar færðu að hitta Ágústu móður þína sem þér þótti svo vænt um og dóttur sem aldrei leit dagsins ljós í þessu lífi. Nú færðu líka að gera það sem þér þótti skemmtilegast en það var að spila á harmonikuna og hlusta á tónlist. Við vissum að uppskurðurinn sem þú þurftir fara í fyrir nokkrum vik- um var upp á líf og dauða. Hann gekk svo vel og batinn kom hægt og sígandi. Þú varst einstaklega duglegur að gera allt sem þú gast til að endurheimta þinn fyrri styrk og útlitið var gott. Mamma annaðist þig líka eins og sjáaldur auga síns. Betri umönnun var ekki hægt að hugsa sér. Þið voruð sem eitt, svo samrýnd voruð þið. Það var alveg sama hvað þið tókuð ykkur fyrir hendur, þið voruð alltaf samtaka. Skyndilega ertu tekinn frá okkur þegar síst varir. Ég vissi ekki að hægt væri að gráta svona sárt, svona lengi. Söknuðurinn er svo ótrúlega sár. Okkar samband var líka frá fyrstu tíð alltaf einstaklega náið. Enginn faðir getur verið betri við sitt eigið barn en þú varst við mig, pabbi, þó að ég væri ekki þín eigin dóttir. Það þurfti ekki að við- hafa nein orð, snerting, augnatillit, það var nóg. Þú varst alltaf svo góður og blíður, umhyggjusamur og þolinmóður. Alltaf í góðu skapi. Aldrei nokkurn tímann kom frá þér styggðaryrði. Aldrei varstu þreyttur á því að keyra og sækja mig af æfingunum sem ég stundaði þó um árabil. Þolinmæði var eiginleiki sem þú áttir nóg af. Það er svo margt sem ég gæti rifjað upp, en ég ætla að gera það með sjálfri mér. Þér fannst óþarfi að láta hrósa þér, þér fannst sjálfsagt að gera allt sem þú gast fyrir hvem sam var. Ég veit að það er kominn tími fyrir aðra að njóta góðmennsku þinnar og allra þinna ótal kosta. Þú lagðir áherslu á það að við skyld- um halda áfram að lifa okkar lífi hvað sem fyrir kæmi og það ætla ég að gera eins og mamma og Gústi bróðir. Þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur og öll árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Eg veit að við eigum eftir að hitt- ast aftur. Bára. Nú mótar vetrarandi umhverfið og aðeins finnast döpur hélublóm. Við kveðjum dreng, sem lagði góðu lið og lífið gæddi björtum, fögrum hljóm. (J.B.) Sjaldan hefur skammdegið orðið mér jafn svart fyrir augum og síð- asta laugardag þegar mér barst andlátsfregn Stefáns Kristjánsson- ar. Ég hafði þó í 17 ár borið ugg í brjósti um líf og heilsu Stefáns, en árið 1977 varð hann fyrir alvarlegu hjartaáfalli, sem aldrei greri um heilt. Með ótrúlegum hetjuskap reis hann upp úr þeim veikindum og hélt áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ásamt konu sinni Kristínu Ólafsdóttur hjúkrun- arkonu, sem vakti yfir heill hans og heilsu, ferðaðist hann hvert sum- ar. Þau nýttu ferðirnar innanlands bæði til að byggja upp heilsu Stef- áns og að njóta þess unaðar sem íslensk náttúra af auðlegð sinni veit- ir. Þó hlaut að koma að því að þessi sólskinsbörn héldu á vit sólarlanda, en þar veiktist Kristín illa fyrir ' nokkrum árum og síðan barist við skerta heilsu. Ég get ekki sleppt að minnast á harmonikuleik Stef- áns, sem um árabil lék á dansleik- um. Það er mér í fersku mihni hve einstaklega vel og líflega hann spil- aði. En af nær óskiljanlegri hlé- drægni fékkst hann ekki til að koma fram í útvarpsþáttum mínum, né gera alvarlegar tilraunir til að leika á hljómplötu. Hann saknaði fyrri krafts en ákafinn var samur og í t Móðir mín, SVAVA MAGNÚSDÓTTIR, Hafnargötu 65, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 14. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Judy Westley. t EINAR GEORG PETERSEN frá Kleif, andaðist 8. desember slíðastliðinn í Dalbæ, Dalvík. Jarðsett verður frá Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 17. desem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja, Sveinn Jónsson. 61 byrjun þessa árs hóf hann nám hjá Braga Hlíðberg og hugðist stunda það áfram. Ekki trúi ég öðru, en öllum þeim sem kynntust Stefáni Kristjánssyni hafí af þeim kynnum hlotnast sönn og mannbætandi reynsla. Ég kveð með þessum fátæklegu línum þann mann, sem mér hefur á fullorðinsár- um þótt vænst um og metið svo mikils í leik og starfi í nær fjóra áratugi. Kristínu, Ágústi og Báru sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Högni Jónsson. „Þá kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið,“ er haft eftir Jóni helga Ögmundarsyni um fóstra hans, Isleif biskup Gissurar- son. Þau orð leita fyrst á huga minn þegar ég minnist Stefáns Kristjáns- sonar mágs míns sem andaðist að- faranótt síðastliðins laugardags og borinn er til grafar í dag. Betri manni og vammlausari hef ég aldrei kynnst enda sagði ein frænka mín um hann látinn: „Hann stráði perl- um á veg sinn hvar sem hann fór.“ Stefán fæddist á Hrófá í Stein- grímsfírði 6. maí 1932, einn þriggja sona Ágústu L. Jónsdóttur og Krist- jáns Eyjólfssonar. Hinir synimir voru Þórhallur sem látinn er fyrir alllöngu og Ragnar sem á heima á Hólmavík. Ágústa móðir þeirra bræðra lést í ágúst 1967, en Krist- ján lifir enn, kominn hátt á tíræðis- aldur. Þegar Stefán var nálægt ferm- ingaraldri fluttist fjölskylda hans til Hólmavíkur og hélt þaðan suður 1959. Hann var fyrst um tíma í Grindavík, en fluttist eftir skamma hríð til Reykjavíkur þar sem hann hóf skósmíðanám. Hann rak síðan um skeið skóvinnustofu í Kópavogi og síðar í Reykjavík, en hóf störf hjá Rafveitu Reykjavíkur í janúar 1967 og gegndi þeim síðan meðan heilsa hans leyfði. Konuefni sínú, Kristínu Ólafs- dóttur hjúkrunarfræðingi, kynntist hann vorið 1960 og gengu þau í hjónaband 24. júlí 1965. Kristín átti dóttur, Báru, sem var fjögurra ára þegar Stefán og Kristín kynnt- ust og gekk hann henni þegar í föðurstað af þeim kærleika og alúð sem aldrei bar skugga á. Bára gift- ist síðar Eiríki Haraldssyni húsa- smíðameistara og eignuðust þau tvö börn, Önnu og Gunnar, sem að sjálf- sögðu litu á Stefán sem afa sinn og unnu honum heitt. Stefán og Kristín eignuðust dótt-< ur 1966, en misstu hana. í október 1968 fæddist þeim sonur, Ágúst, sem er nú við menntaskólanám og starfar jafnhliða því. Hjónaband þeirra Stefáns og Kristínar var með afbrigðum far- sælt. Þau voru svo samrýnd að eftir- tekt vakti og áhugamál þeirra féllu mjög í sama farveg. Þau höfðu yndi af útivist og gönguferðum og fóru víða um landið. Um nágrenni Reykjavíkur áttu þau marga göngu- ferðina og mátti segja að þau þekktu þar hvern stein og þúfu. Síðustu gönguferð sína fóru þau í Búrfells- gjá í september sl., í blíðskapar- veðri, logni og sólskini, og nutu til fulls þeirrar fegurðar sem útivist í heillandi umhverfí á besta að bjóða. Dans iðkuðu þau saman og náðu mikilli leikni í honum enda bæði létt á fæti og samstiga þegar sem annars staðar. Stefán hafði næmt eyra fyrir tón- list og hóf að leika á harmoniku innan við tvítugt. Var hann eini harmonikuleikarinn í fæðingarsveit sinni og lék mikið fyrir dansi þar og eftir að hann fluttist hingað suð- ur, ýmist einn eða með öðrum. Högni Jónsson harmonikuleikari, náinn vinur hans, sagði Stefán hafa náð mikilli leikni á þetta hljóðfæri og hefði blíðlyndi hans og mildi ein- kennt leik hans. Stefán veiktist af kransæðastíflu í janúar 1977 og var honum ekki hugað líf í þijá sólarhringa. Samt náði hann sér en heilsa hans var viðkvæm ævinlega síðan. í októberlok sl. vor var svo kom- ið að ekki var lengur hægt að fresta aðgerð. Var hún gerð 1. nóvember og virtist hafa tekist vel þótt hún væri mikil og hættuleg. Hann komst á fætur og fór heim og gættu hann og kona hans þess að hann fengi næga en létt hreyfíngu. Rómaði hann mjög þá frábæru umönnun sem hann hefði notið á hjartaskurð- deild Landspítalans og gjörgæslu- deild hans, svo og alla þá læknis- hjálp sem honum hefði verið veitt. Er aðstandendum hans ljúft að flytja því fólki öllu þakkir hans. Ennfrem- ur þakkar ekkja hans vinnufélögum hans þá samúð og hlýju sem þeir hafa sýnt henni í sorg hennar. Það er ávallt sárt þegar kær vin- ur okkar hverfur yfir landamærin inn á landið ókunna og því sárara sem sá vinur var betri og okkur kærari. Vinur sem öllum tók með brosi og hjartahlýju, aldrei mælti styggðarorð til nokkurs manns og niðraði aldrei neinum. Vinur sem aldrei tranaði sér fram, en vildi gjarnan vera með góðu fólki, frekar hlédrægur og ávallt mildur og bros- hýr, eins og hann biði færis að láta gott af sér leiða. Þá fyrst, þegar slíkur maður hverfur úr hópnum, fínnum við hversu mikils virði hann var okkur og hversu erfitt er að skipa sæti hans með sóma. Ékkju hans, börnum, tengdasyni og barnabörnum vottum við dýpstu samúð okkar og um leið og við tök- um þátt í harmi þeirra þökkum við Guði fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Blessuð sé minning hans. Torfi Ólafsson. t Móðir okkar ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánudaginn 13. desember. Ástbjörg Ögmundsdóttir, Bergþóra Ögmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar-rtengdamóðir og amma, HALLA HERMÓÐSDÓTTIR, Strandaseli 8, sem andaðist á heimili sínu mánudaginn 13. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30. Hermann Þór Jónsson, Ástríftur Steinólfsdóttir, Kristján Karl Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Sigurður Hjartarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.