Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 27

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Nám í sjáv- arútvegs- fræðum KENNSLA í sjávarútvegsfræðum á vegum Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands hefst í jan- úar nk. Námið tekur heilt ár en skipulagið miðast við að fólk utan af landi geti stundð það samhliða vinnu. Markmiðið er að sameina fræðilega og hagnýta þekkingu á þessu sviði og verður leitast við að miðla nýjustu aðferðum, hug- myndum og rannsóknarniður- stöðum eins og þær liggja fyrir hverju sinni. Námið er ætlað stjómendum í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, einkum þeim sem lokið hafa háskóla- eða tækniskólaprófí, en það hentar öllum vel sem hafa góða almenna menntun og starfsreynslu í íslensk- um sjávarútvegi, s.s. framkvæmda- stjórum, fjármálastjórum, fram- leiðslustjórum, verkstjórum og út- gerðarstjórum, auk aðila sem starfa hjá opinberum stofnunum og hags- munasamtökum. Helstu námsgreinar verða: Rekstrarhagfræði, efna- og örveru- fræði, gæðastjórnun, fískiðnaðar- tækni, fjármálastjórnun, markaðs- fræði og utanríkisviðskipti, fram- leiðslustjórnun í fiskiðnaði, físki- fræði, fískihagfræði, rekstrarum- hverfí sjávarútvegsfyrirtækja, stefnumótun og stjórnun. Gísli S. Arason, lektor við við- skipta- og hagfræðideild HÍ, er kennslustjóri í sjávarútvegsfræðum. Að undirbúningi námsins störfuðu Valdimar K. Jónsson, prófessor, Sig- urjón Arason, aðstoðarforstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Ágúst Einarsson, prófessor, og Rögnvaldur Ólafsson, dósent. Kenn- arar verða frá Háskóla íslands og stofnunum sjávarútvegs, auk sér- fræðinga úr atvinnulífinu. Kennt verður í þijá daga í senn, fimmtudaga til og með laugardaga, einu sinni til tvisvar í mánuði. Alls verða kenndir 330 klukkutímar. Að mati undirbúningshópsins samsvarar nám í sjávarútvegsfræðum tólf og hálfrar einingar námi á háskólastigi. ----------......—..- Sjálfstæðismenn á Selljarnarnesi Prófkjör 22. janúar 1994 SJÁLFSTÆÐISMENN á Seltjarn- arnesi efna til opins prófkjörs 22. janúar næstkomandi vegna vænt- anlegra sveitarstjórnarkosninga. í fréttatilkynningu frá Fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna á Seltjam- arnesi eru tilgreindir tólf einstakling- ar sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Þeir eru: Erna Nielsen, Barðaströnd 11, Guðmundur Jón Helgason, Vest- urströnd 8, Gunnar Lúðvíksson, Bol- lagörðum 119, Hildur Jónsdóttir, Melabraut 52, Jens Pétur Hjaltested, Nesbala 33. Jón Hákon Magnússon, Látraströna 6, Jón Jónsson, Barða- strönd 25, Jón Sigurðsson, Selbraut 10, Petrea I. Jónsdóttir, Vallarbraut 6, Sigurgeir Sigurðsson, Miðbraut 29, Sveinn H. Guðmarsson, Barða- strönd 23 og Þröstur Eyvinds, Bolla- görðum 27. Allir núverandi bæjar- fulltrúar, nema Ásgeir Ásgeirsson, bjóða sig fram í prófkjörinu. Norðmannsþinur, jólatré sem ber sitt barr Jólatrén okkar eru óvenju falleg í ár. Komið í jóla- s I jólatré við bestu aðstœður. Ódýrar skreytíngar fyrir alla. Kertaskreytingar Verð frá 895,- Hýasintuskreytingar Verð frá 595,- Opið til kl. 22 öll kvöld tiljóla. b: I ö : fj; nlCllLI DESlGNSIn AMERISK RUM rúmunum eru hinar vönduðu amerísku Sfjringwair dýnur sem kírópraktorar mæla með. Þær eru byggðar upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan stuðning og beinan hrygg í svefni. p. @

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.