Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 37

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 37
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. GATT-samkomulag í höfn Samkomulag náðist um nýtt GATT-samkomulag rétt áður en sá frestur sem samn- ingamenn höfðu gefið sér til að ljúka viðræðunum rann út. Þessi áfangi, sem bindur enda á hina .svonefndu Úrúgvælotu GATT- viðræðnanna er hófst árið 1986, er vissulega „sögulegur sigur“ fríverslunar í heiminum, líkt og Bill Clinton Bandaríkjaforseti orðaði það. Að mati Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) í París mun GATT-samkomulag- ið verða til að heimsframleiðsla aukist um að minnsta kosti átján billjónir króna fram til ársins 2002. Það er því ekki að ástæðulausu, sem menn hafa helst treyst á GATT til að rífa heiminn upp úr efnahagslægð síðustu ára. Að undanförnu hefur mátt sjá ýmsa útreikninga, þar sem reynt hefur verið að sýna fram á hverjir hagnist mest og hveij- ir tapi á GATT-samkomulagi. Þetta er um margt nokkuð mis- vísandi. í raun má segja að á heildina litið hagnist allir. Þeir sem „tapa“ á aukinni fríverslun eru fyrst og fremst þeir, sem vegna óhagkvæmni standast ekki utanaðkomandi sam- keppni. Gott dæmi um þetta er hrís- gijónaframleiðsla Japana. Auð- vitað „tapa“ þeir örfáu hrís- gijónaræktendur, sem framleitt hafa einhver dýrustu hrísgijón í heimi, þegar innflutningsbanni verður aflétt. Hins vegar hagn- ast japanskir neytendur, sem : brátt stendur til boða ódýrari vara. Það sama á við um allan heim og er afleiðingin sú að fjár- magn færist úr óhagkvæmum geirum yfir í hagkvæma. Þá má ekki heldur gleyma því að mörg fyrirtæki hafa á undanfömum árum hikað við að fjárfesta af ótta við að GATT-viðræðurnar færu út um þúfur og við tæki viðskiptastríð þar sem helstu iðnríki veraldar myndu skipa sér í andstæðar blokkir. Sá ótti ætti nú að vera úr sögunni. GATT mun því kannski ekki síst verða til að auka bjartsýnina á alþjóðavett- vangi. í stórum dráttum felst í hinu nýja samkomulagi að gerðir hafa verið 45 minni samningar sem munu lækka innflutnings- tolla í heiminum um að meðal- tali 50%. Aðildarríkin hafa fall- ist á að lækka almennt tolla sína um 36% eða úr 4,7% að meðaltali í 3% og draga þar að auki úr mjög háum tollum, sem beint er að einstaka vörum. Mest verða áhrifín auðvitað í þeim ríkjum þar sem tollar eru mjög háir fyrir. GATT nær nú einnig í fyrsta skipti til þátta á borð við þjónustu og landbúnað. Þá verður sett á laggirnar stofn- un sem á að hafa eftirlit með að aðildarríkin virði samkomu- lagið og grípa til aðgerða ef misbrestur verður á því. Til þessa hefur ekki verið hægt að fylgja GATT-reglum eftir. Hvað ísland varðar munu hin jákvæðu áhrif af GATT-sam- komulaginu koma í ljós mjög fljótlega. Ber þar hæst að tollar á sjávarafurðum munu lækka um 30% hjá mikilvægustu við- skiptaþjóðum okkar og einnig verða tollalækkanir á t.d. tækja- búnaði fyrir sjávarútveg. Þá munu innflutningstollar lækka eitthvað og opnað verður fyrir takmarkaðan innflutning á landbúnaðarafurðum. Stóri ávinningurinn fyrir íslendinga, sem byggja allt sitt á útflutn- ingi, felst hins vegar ekki síst í því að komið hefur verið í veg fyrir alþjóðlegt viðskiptastríð. Eitt mikilvægasta hagsmuna- mál okkar er hagstæður að- gangur fyrir útflutningsafurðir okkar að erlendum mörkuðum líkt og nú hefur verið tryggt með nýju GATT-samkomulagi og ekki síður samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði, sem tekur gildi um áramót. Við munum einnig hagnast á því ef hagvaxtarspár OECD vegna GATT rætast, en lágt verð á erlendum fiskmörkuðum undanfarin ár hefur ekki síst mátt rekja til hinnar alþjóðlegu efnahagslægðar. Efnahagskerfi einstakra ríkja eru orðin mjög samtvinnuð og myndi aukinn hagvöxtur í löndunum í kring- um okkur hafa mjög jákvæð áhrif hér á landi. Allt fram á síðustu stund ríkti mikil óvissa um hvort sam- komulag næðist vegna deilu Evrópubandalagsins (fyrst og fremst Frakka) og Bandaríkja- stjómar. Það má segja að Frakkar standi uppi sem sigur-. vegarar í þeirri deilu. Þeir náðu að semja upp á nýtt um land- búnaðarmál, þó svo að Banda- ríkjamenn hefðu áður lýst því yfir að slíkt kæmi ekki til greina, og þeim tókst að knýja í gegn undanþágu varðandi menningarmál. En það era ekki bara Frakk- ar, sem hafa ástæðu til að fagna sigri. Til lengri tíma litið munu nær allir hafa hag af því sam- komulagi, sem náðist í Genf í gær, rétt eins og allir hefðu tapað, ef viðræðurnar hefðu runnið út í sandinn. BLAÐAMANNAFUNDUR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA UM SKÝRSLU RÍKISENDURSKOÐUNAR UM GREIÐSLUR TIL LÆKNA Laun lækna skoðuð Morgunblað.#/Svemr GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra skoðar skýrslu Ríkisendurskoðunar um laun lækna ásamt Guðjóni Magnússyni skrifstofustjóra og Jóni H. Karlssyni aðstoðarmanni sínum. Formaður Læknafélagsins styður breytingar á samningnm lækna Föst laun hækkuð en aukastörf skert SVERRIR Bergmann, formaður Læknafélags íslands, segist vera fylgjandi breytingum á kjarasamningum lækna þannig að til dæmis spítalalæknar hefðu hærri föst laun en reistar væru meiri skorður við annarri vinnu þeirra. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segist ekki taka til sín spurningar Ríkisendurskoðunar um ábyrgð og eftirlit stjórnenda með störf- um lækna utan stofnana. Sverrir sagði að skýrsla Ríkis- endurskoðunar hefði ekki verið kynnt fyrir sér og heilbrigðisráð- herra hefði reyndar aldrei skýrt Læknafélaginu formlega frá því að þessi vinna færi fram. Hann sagð- ist því ekki geta lagt mat á niður- stöður hennar. Varðandi-350 þús- und króna meðalmánaðarlaun lækna og að 124 læknar væru með yfír 500 þúsund kr. mánaðarlaun Verulegnr launamunur lækna samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar Laun utan stofnunar óeðli- lega há í mörgum tilvikum eftir starfsstoðvum Dvalarheimilf—i Skólar- Heilsu gæsla -Annað 3%j%___ rSiúkrahús Lækna- stofur Samsetning LYFLÆKNAR Hlutur sjúkiinga Verk- taka Föst laun Auka- vinna SÉRFRÆÐINGAR A HEILSUGÆSLUSTÖÐ Hlutur sjúklinga Föst laun Verk- taka Auka- vinna KANDIDATAR Verktaka — 3% r- Föst laun Auka- vinna MEGINÞORRI lækna þiggur laun á mörgum stöðum í heilbrigðiskerf- inu. Ríkisendurskoðun telur að i mörgum tilvikum þar sem læknar gegna aðalstarfi á sjúkrastofnun séu laun þeirra utan stofnunar óeðlilega há. Það veki spurningar um ábyrgð og eftirlit sjúkrastofnana. I skýrslu um laun lækna á árinu 1992 sem Ríkisendurskoðun hefur gert fyrir heil- brigðis- og tryggingaráðherra kemur fram að verulegur munur er á hæstu og lægstu launum lækna. Lægstu laun eru ein milljón á árinu, eða 83 þúsund á mánuði, og hæstu laun 11,5 milljónir sem samsvarar 958 þúsund krónum á mánuði. 13 læknar eru með yfir 8 milljóna króna laun á árinu. Meðallaun lækna eru 4,2 milljónir, eða 350 þúsund á mán- uði. Heilbrigðisráðherra ætlar að skipa starfshóp á næstu dögum til að fara betur ofan í málið og gera tillögur um breytingar. Hiutverk hans er m.a. að móta skýrar starfsreglur um vinnu lækna innan og utan sjúkrastofnana. Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra óskaði eftir því í júlí að Ríkisendur- skoðun gerði sérstaka úttekt á greiðslum til heilsugæslu- og sjúkra- húslækna. Guðmundur Árni sagði á blaðamannafundi í gær þegar skýrsia Ríkisendurskoðunar var kynnt, að til- drögin hafi verið umræða um iauna- kjör lækna. Hafi ítrekað komið fram ábendingar um að greiðslur til lækna komi frá fleiri en einni stofnun á sama tíma án þess að á einum stað væri yfirlit yfir heildartekjur. Hæstu laun 958 þúsund á mánuði Könnun Ríkisendurskoðunar nær til allra lækna sem starfa á sjúkra- stofnunum, heilsugæslustöðvum, sjálfstætt starfandi lækna og emb- ættislækna. Heildargreiðslur til 854 lækna á árinu 1992 námu 4,3 millj- örðum króna. Dreginn var frá áætlað- ur rekstrarkostnaður til að fá fram laun læknanna. Heildarlaunin reynd- ust 3,6 milljarðar króna. Það sam- svarar því að hver læknir hefði að meðaltali 4,2 milljónir króna í laun í fyrra eða um 350 þúsund krónur á mánuði. Föst laun eru 1,1 milljarður króna en aukavinha 1,3 milljarðar, samtals tæplega 66% af heildarlauna- greiðslum. Launaþáttur verktaka- greiðslna nemur liðlega 1 milljarði eða um 28% af heildarlaunum. Greiðslur sjúklinga til lækna hema 203 milljón- um eða tæplega 6% af heildarlauna- greiðslurn. Fram kemur að verulegur munur er á hæstu og lægstu launum lækna. Hæstu laun sem þekkjast í sérgrein- um eru laun rannsóknalæknis er nema 11,5 milljónum króna, sem sam- svarar 958 þúsund krónum á mán- uði, og lyflæknis er nema 10,5 millj- ónum króna en lægstu laun í úrtakinu er hjá kandidötum að fíárhæð um 1 milljón króna en það samsvarar um 83 þúsundum á mánuði. 124 læknar eru með yfir 6 milljónir króna í heild- arlaun á síðasta ári, þar af 13 með yfir 8 milljónir. Hins vegar eru 108 læknar með innan við 2 milljónir í heildarlaun. Lægstu meðallaun lækna, að kanditötum, sérfræðingum með erlend sérfræðileyfi og lækna- nemum frátöldum, eru um 2,9 milljón- ir króna hjá almennum læknum, það eru um 240 þúsund krónur á mán- uði, en hæstu meðallaunin eru hjá hjá þvagfæraskurðlæknum, um 5,3 milljónir króna sem samsvarar 440 þúsund króna mánaðarlaunum. í ein- stökum sérgreinum geta hæstu laun numið tvöföldum meðallaunum. Betur greitt fyrir verktakavinnu Ríkisendurskoðun segir að mis- munandi vinnuframlag sé talin ein meginskýringin á miklum launamun innan læknastéttarinnar, auk þess hafi komið í ljós nokkur atriði sem bendi til þess að veruleg fylgni væri á milli launafjárhæðar og eðlis eða forms á greiðslum. í þessu sambandi nefnir stofnunin að eftir því sem læknar fái stærra hlutfall af launum sínum sem verktakar þeim mun hærri laun hafi þeir að jafnaði. Meginþorri lækna þiggur laun á mörgum stöðum í heilbrigðiskerfinu og segir Ríkisend- urskoðun að athuganir sýni nokkra fylgni á milli fjölda greiðslustaða og heildarlauna einstakra lækna. Þannig komi fram ótvíræðar vísbendingar um að eftir því sem greiðslustaðir séö fleiri því hærri væru laun lækna að jafnaði. Þá telur Rikisendurskoðun að í mörgum tilvikum þar sem lækn- ar gegna aðalstarfi á sjúkrastofnun séu laun þeirra utan stofnunar óeðli- lega há. Það veki spurningar um ábyrgð og eftirlit stjórnenda viðkom- andi sjúkrastofnana. Fram kemur að enginn launamunur virðist vera milli karla og kvenna í læknastétt. Ríkisendurskoðun segir að launa- og gjaldskrárkerfi lækna sé flókið og margbrotið, þegar á heildina sé litið. Ætla megi að heilbrigðisyfirvöld hafi af þessum sökum skort þá heildaryfir- sýn sem nauðsynleg sé til þess að sinna stjórnunar- og eftirlitsskyldu sinni með þessum útgjaldaþætti heil- brigðisþjónustunnar. Skýrslunni fylgt eftir Guðmundur Árni Stefánsson sagði að niðurstöður skýrslunnar sýndu að full þörf hefði verið á að vinna þetta verk. Benti hann á að í mörgum tilvik- um væru læknar í fullu starfi en þó væri meirihluti launa þeirra fyrir önn- ur störf. Ekki væri óalgengt að þeir fengju laun á 3-5 stöðum í einu og allt upp í 11. Hann sagði að það kæmi á óvart í hve miklum mæli þetta væri. Hann sagði að engum blöðum væri um það að fletta að í sumum tilvikum væri þessi viðbótar- vinna utan þess ramma sem kjara- samningar heimiluðu. Heilbrigðisráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp á næstu dögum með fulltrúum stærstu sjúkrahús- anna, Tryggingastofnunar og fleiri aðila til að taka frekar á þessum málum og gera tillögur um breyting- ar. Hlutverk starfshópsins verður að móta skýrar starfsreglur um vinnu lækna utan og ekki síður innan þeirra stofnana sem þeir vinna hjá og fara yfir greiðslur, með það í huga að skipulagið verði afdráttarlausara. Ráðherra segir að markmiðið sé að bæta þjónustuna og lækka útgjöldin. Guðmundur Árni vakti athygli á mismunandi launum milli starfs- greina og innan þeirra. Hann sagði að það vekti spurningar um kjör lækna. í því sambandi sagði hann að margir læknar vildu geta unnið ein- göngu á sínu sjúkrahúsi og aðrir á einkastofum úti í bæ en teldu að launa- kerfið kæmi í veg fyrir það. Hann sagði að nú væri orðið tímabært að gera verkaskiptinguna skýrari. sagði Sverrir að við mat á þessum tölum yrðu menn að hafa nokkrar staðreyndir í huga. í fyrsta lagi stutta starfsævi lækna, í öðru lagi' mikinn kostnað við nám og þá bæri sérstaklega að hafa í huga að þjóðfélagið kostaði ekki sérnám lækna og í þriðja lagi ábyrgð og kröfur í starfi. Sverrir benti á að föst laun lækna væru ekki há, 120 til 165 þúsund á mánuði á sjúkra- húsum, auk bílastyrks, þannig að föstu tekjurnar næðu í hæsta lagi 200 þúsund krónum. Allar tekjur umfram þetta væru fyrir vinnu sem kæmi til viðbótar venjulegum vinnutíma. Tekið verði á brotum Hann sagði að verulegar tekjur fyrir aukastörf gætu verið fullkom- lega eðlilegar. Maður í fullu starfi mætti samkvæmt kjarasamningum vinna 9 klukkustundir á viku utan sjúkrahúss við lækningar sem hið opinbera greiddi. Þá væru engar hömlur settar á það hvað læknar í hlutastarfi mættu vinna mikið utan sjúkrahúsa. Þá gætu menn einnig verið að afla tekna utan heilbrigðis- kerfísins. Sverrir sagði að forystu- menn lækna hefðu alltaf verið sér meðvitandi um að einhver frávik kynnu að vera frá þessu, menn ynnu meira en kjarasamningar heimiluðu. Starfandi væru nefndir sem ættu að sjá til þess að samning- arnir héldu og ef menn sæju misfell- ur koma í ljós bæri að taka á þeim málum eins og oft hefði verið gert. Það væri engum greiði gerður með því að láta slíkt viðgangast því slík dæmi væru alltaf notuð sem heild- arniðurstaða könnunar sem þessar- ar. Sverrir lýsti þeirri skoðun sinni sem hann sagði að margir félagar sínir styddu að eðlilegra væri að læknar hefðu hærri laun sem spít- alalæknar en síðan yrðu reistar meiri skorður við því hvað þeir gætu unnið utan vinnutímans. Hann sagðist vera ánægður ef þetta vekti fyrir ráðherranum. Sverrir Bergmann sagði að mik- 01 launamunur í lasknastétt skýrðist af ýmsu. Hann sagði að föstu laun- in væru ekki há en sérgreinar gæfu mönnum mismunandi tækifæri tii reksturs utan stofnana, vakta og útkalla. Sum svið væru svo þröng að hægt væri að vinna þau í dag- Sverrir Bergmann vinnu inni á sjúkrahúsunum. Þá færu launin einnig eftir því hvað menn væru duglegir að vinna. Eldri læknar gætu til dæmis hætt á vökt- um ef þeir vildu. Mikið eftirlit Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagðist ekki taka það til sín þegar Ríkisendurskoðun benti á að óeðlilega há laun sumra lækna utan sjúkrastofnana vektu upp spurningar um ábyrgð og eftir- lit stjórnenda viðkomandi stofnana. Hann sagði að sér virtist sem laun lækna á Ríkisspítölunum væru þau lægstu á stóru sjúkrahúsunum. Þar hefði verið viðhaft mikið eftirlit með launum iækna og það meðal annars gert með því að nota stimpil- klukku til að fylgjast með viðveru þeirra. Hann sagði að það gerði eftirlit erfiðara að samkvæmt kjarasamn- ingum hefðu læknar heimild til að vinna mörg störf. Hann sagði að Ríkisspítalarnir hefðu nokkrum sinnum á undanförnum árum lagt til við heilbrigðisráðuneytið að gerðar yrðu breytingar á reglum um vinnutilhögun lækna utan sjúkrahúsanna. Davíð sagði einnig að laun tekju- hæstu lækna á Ríkisspítölunum hefðu verið skoðuð en þar hefði ekkert það komið fram sem talist gæti ámælisvert. Hann sagði að vitað hefði verið að laun lækna væru 400-500 þúsund á mánuði en það hefði komið sér óvart að sjá í skýrslu Ríkisendurskoðunar að ein- hveijir væru með miklu hærri laun en það. Áðspurður hvort hann teldi að aukastörf lækna bitnuðu á vinnu þeirra á spítölunum sagðist Davíð ekki treysta sér til að meta hvaða vinnuálag væri á bak við tekjur utan spítalanna. Þá vakti hann at- hygli á því að störf utan stofnunar- innar væru miklu betur borgnð. Forstjóri Ríkisspítalanna sagði að skýrsla Ríkisendurskoðunar yrði skoðuð og athugað hvort eitthvað af því sem sneri að Ríkisspítölum og starfsmönnum þeirra teldist óeðliiegt. Skipting launa eltir tekjuhópum Fjögur stærstu sjúkrahúsín í Reykjavík Heíldarlaun II Þar af launa- _ greiðslur sjúkrahúss -12 m.kr. 10 - 8 - .6 a I I I I I I 1-2 millj. kr. 2-3 3-4 T E 4-5 J U 5-6 H Ó P 6-7 A R 7-8 8 og yfir Launagreiðslur til lækna 1992 eftir sérgreinum, árslaun n 9 . R Læknanemar Sérfræðingar m. erl. sérfr. leyfi Kandídatar Almennir læknar Húðsjúkdómalæknar Lýtalæknar Heilsugæslulæknar Embættislæknar Heimilislæknar án sérgreinar Augnlæknar Geðlæknar Orku- og endurhæfingalæknar Rannsóknalæknar Barnalæknar Sérfræðinemar Sérfræðingar á heilsugæslustöð Öldrunarlæknar Háls-, nef- og eyrnalæknar Kvenlæknar Skurðlæknar Taugalæknar Bæklunarlæknar Svæfingalæknar Heimilislæknar með sérgrein Röntgenlæknar Lyflæknar Krabbameinslæknar Þvagfæraskurðlæknar 8 10 milljónir króna - MEÐALLAUN ALLRA LÆKNA -• Lægstu laun |-« Meðallaun -+Hæstu laun -»-«► ■ Er í 100% starfi á sjúkrahúsi og eru laun hans þar 3.170.102, sem er 30,2% af heildarlaunum hans. Af launum hans þar er auka- vinna 1.194.354. Launagreiðendur hans eru: Aðalvinnustaður 3.170.102 Tryggingast. ríkisins 980.136 Greiðslur sjúklinga 360.895 Tvær opinberar stofnanir 94.702 Sjúkrastofnun 9.595 Fýrirtæki í læknaþj. 5.875.070 Heildarlaun hans frá 7 aðilum eru því samtals 10.490.500 ■ Er í 75% starfi hjá sjúkrahúsi og eru laun hans fyrir það 2.329.282, sem eru 31,0% af heild- arlaunum hans. Af launum hans hjá sjúkrahúsinu eru 1.086.710 aukavinna. Launagreiðendur hans eru: Aðalvinnustaður 2.329.282 Tryggingast. ríkisins 351.645 Greiðslur sjúklinga 36.891 Skóli 61.915 Sjúkrastofn. (stöðug. 45%) 2.065.323 Sjúkrastofn. (stöðug 60%) 2.673.000 Heildarlaun hans frá 6 aðilum eru því samtals 7.518.056 ■ Er í 100% starfi hjá heilsu- gæslustöð og eru laun hans þar 1.360.694 sem er 18,1% af heildar- launum hans. Af launum hans þar er aukavinna 325.842. Launa- greiðendur hans eru: Nokkur dæmi um laun lækna HER á eftir fara nokkur dæmi um heildarlaun lækna sem tilgreind eru í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni eru laun lækna mjög mismun- andi, eða frá einni milljón á árinu til 11,5. Dæmin eru um tekjuhærri læknana Aðalvinnustaður 1.360.694 Tryggingast. ríkisins 2.865.015 .Greiðslur sjúklinga 62.915 Þijár opinb. stofnanir 475.733 Tvö fyrirt. í læknaþjón. 12.437 Fær stjúkrastofnanir (stöðugildi 45% hjá annarri) 2.735.370 Heildarlaun hans frá 10 aðilum eru þvf samtals 7.512.164 ■ Er í 100% starfi hjá stofnun og eru laun hans þar 2.162.614 sem er 30,0% af heildarlaunum hans. Af launum hans þar er aukavinna 1.116.174. Launagreiðendur hans eru: Aðalvinnustaður 2.162.614 Tryggingast. ríkisins 3.001.319 Greiðslur sjúklinga 243.428 Opinber stofnun 49.297 Sjúkrastofnun (100% stöðug.) 1.813.390 Sjúkrahús 190.215 Heildarlaun hans frá 6 aðilum eru því samtals 7.460.263 ■ Er í 100% starfi hjá stofnun og eru laun hans þar 1.631.206, sem er 22,8% af heildarlaunum hans. Áf launum hans þar er aukavinna 65.730. Launagreiðendur hans eru: Aðalvinnustaður 1.631.206 Tryggingast. ríkisins 3.303.266 Greiðslur sjúklinga 618.217 Tvær opinberar stofnanir 215.363 Sjúkrahús 1.343.547 TVær sjúkrastofnanir 44.184 Heildarlaun hans frá 8 aðilum eru því samtals 7.155.783

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.