Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 42

Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 • • MflflK sófi Hönnuöur: Ingi Þór Jakobsson. 2ja sæta kr. 82.500,- stgr. 3ja sæta kr. 93.700,- stgr. SÍmfiíi kúnjöqn Suðurlandsbraut 54 Bláa búðin v/Faxafen, s: 682866 Afar skemmtileg og óvenjuleg viótalsbók - prýdd fjölda ljósmynda. é> ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF — góð bók um jólin Skemmtileg bók um fólk í bókinni Milli sterkra staiha segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunartdi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Gísli Haflidason, yfirvélstjóri: Þetta er svakalegt með Goðfoss, sagði armar farþeginn aflt í éinu, það hafa áreiðanlega allir farist. Á svona augnabliki nemur tíminn staðar. Allt hljóðnar innra með manni.Vitundin nemur hvert einasta atriði í umhveríinu og prentar það inn í minnið.Við vorum staddir á Laugarnesveginum, menriirnir í aftursætinu töluðu áfram um að Goðafoss hefði vist verið skotinn niður rétt við Reykjanesið og enginn vissi hvort nokkur hefði bjargast. I útvarpinu var verið að leika Stardust. Eg sagði ekki orð. Hleypti farþegunum út og keyrði heim. Mömmu höfðu borist fréttir um að það hefði orðið slys og þeir sem hefðu bjargast væru á leið í land. Við bræðumir ■fórum niður á bryggju og biðum þar fram á nótt. Haldið var leyndu til að byrja með hverjir hefðu bjargast og aðstandendur áhafnar og farþega biðu allir í sömu óvissu. Um nóttina kom Bergsveinn Olafsson læknir og sagði okkur að faðir minn og bróðir hefðu báðir ikrist." Guðni E. Guðnason, aðalbókari: „Þegar við vorum á leið út af hótelinu gengu fram hjá nokkrar danskar stúlkur, þar af ein frá Fjóni sem var kunnug frænda mínum og heilsaði glaðlega og staldraði við. - Der har vi si fætteren! sagði hún og horfði á mig sem stóð enn í tröppunni. Hafði greinilega heyrt mín getið. Augu mín mættu augum einnar stúlkunnar sem stóð þama á gangstéttinni og tíminn nam staðar. Aðeins andartak, en ég fann að eitthvað vaknaði inma með mér sem ekki hafði áður bært á sér. Þetta timalausa augnablik leið hjá, stúlkurnar héldu áfram og við fórum okkar leið. Þetta var Brita. Við munum bæði á hvaða gangstéttarhellu hún stóð þennan vorbjarta dag þegar vimnd okkar snertist eitt andartak." Landsbyggðin áttí að taka áskorun um breytingar eftir Albert Eymundsson Nú er lokið fyrsta þætti í átaki til að sameina og efla sveitarfélög- in í landinu. Átaki sem hefur það markmið að styrkja sveitar- stjórnarstigið. Með sameiningu er verið að reyna að skapa skilyrði til að færa verkefni frá ríkinu til sveit- uvex Barna- og unglingagleraugu Verð frá kr. 1.170 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum b greiddum innan 7 daga. mmuTiuFemm GLÆSIBÆ . SÍMI812922 arfélaganna og þar með frá höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggðina. Undanfarin ár hefur byggðaþró- un í landinu verið áhyggjuefni margra. Fólksflutningur ásamt fj ármagnstil færslu af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanlegur fyrir þá sem vilja standa vörð um dreifbýlið og efla byggð heima í héraði. Af þeirri ástæðu mætti ætla að áhugi væri fyrir breytingum i dreifbýlinu og að fólk væri tilbúið að reyna nýjar leiðir í varnarbaráttu byggðanna. Eftirtekja kosninganna er rýr eins og niðurstöður sýna. Það er umhugsunaréfni hvers vegna við landsbyggðarfólkið tökum ekki þeirri áskorun sem fólst í tillögun- um, áskorun um að takast á við okkar eigin mál og fá meira for- ræði í mörgum málaflokkum. Erum við ánægð með ástandið? Það væri alvarlegt mál ef niður- staða atkvæðagreiðslunnar yrði túlkuð sem skilaboð frá lands- byggðinni um að best sé að emb- ættismannanefndir í Reykjavík haldi áfram að semja og móta allar tillögur um þjónustu í okkar heima- byggð og skammti okkur fjármagn til þess. Fjármagn sem verður til heimafyrir en fer flókna og dýra leið gegnum milliliðakerfí ráðu- neytanna og aðeins hluti af því skilar sér til baka. Nýjustu dæmin um áhrifaleysi okkar Iandsbyggðarmanna komu upp dagana fyrir atkvæðagreiðsl- una þegar embættismannanefndir um skipan sjúkrahúsmála og sýslu- mannsembætta birtu skýrslur og tillögur um þjónustu á landsbyggð- inni. Niðurstöður nefndanna eiga ekki að koma á óvart. Þær mótast mjög af því viðhorfi að sjálfsagt og eðlilegt sé að íbúar lands- byggðarinnar sæki þjónustu suður eða um langan veg. Þessi dæmi undirstrika rækilega það sem tals- menn sameiningar hafa verið að reyna að vekja athygli á að naúð- synlegt sé að stefnumótun, frum- kvæði og framkvæmdir séu meira i höndum heimamanna. Með þessum dæmum er ekki verið að deila á eða áfellast emb- ættismenn og fólk á höfuðborgar- svæðinu. Flest er þetta fólk að vinna sitt verk samviskusamlega en það er kerfið sem leiðir okkur á þær villigötur sem við lendum í og það eru aðstæðurnar sem við sköpum sem móta viðhorfið. Sama á við um sveitarstjórnarmenn sem á margskiptum svæðum togast á um sameiginleg hagsmunamál íbú- anna og tefja þau eða jafnvel stöðva með togstreitu sín á milli. Það er núverandi kerfi sem getur algjör- lega ruglað fólk í ríminu. Nauðsynlegt að fara róttæka leið Þessar kosningar og undirbún- ingur þeirar hafa verið gagnrýndar nokkuð. það er eðlilegt ef fólk þekkir ekki vel aðdraganda málsins og skoðar það eingöngu út frá at- kvæðagreiðslunni. Aðeins hluti af allri vinnunni var vegna kosning- anna. Undirbúningsvinnan, skýrslugerðin og umræðan síðast- liðin þijú ár var nauðsynleg frum- vinna, hvaða framhald sem málið fengi. Eg er sannfærður um að miðað við umræðu og árangursleysi síð- ustu áratuga í eflingu sveitarfélag- anna þá hefði aldrei tekist að brjót- ast út úr þeirri sjálfheldu sem málið hefur verið í öðruvísi en með róttækri aðgerð á borð við þá sem nú er í framkvæmd. Það eru of margir aðilar, sem hafa áhrif á framvindu málsins, ekki tilbúnir að taka á viðfangsefninu af alvöru og festu. Óviðunandi var að láta um- ræðuna og ákvarðanatöku daga uppi í snakki og málalengingum. Kostnaður nú á seinni stigum málsins er ekki mikill ef tekið er tillit til þeirra miklu og stóru hags- muna sem eru í húfi. Til að skila þessu fjármagni til baka þarf í framhaldinu ekki nema eina skyn- samlega ákvörðun um framkvæmd I vinnunni eða heima. Við seljum léttar og meðfærilegar rafmagns hitaplötur úr plexigleri undir kalda fætur. Eftir að þeim hefur verið stungið í samband gefa þær þægilegan yl. Hitaplöturnar auka vellíðan fólks á köldum vinnustöðum og fólkið veikist síður af kvefi. Blautt gólf er engin fyrirstaða. Hitaplöturnar eru einnig viðiu-kenndar til notkunar í heimahúsum. Nýtt, öruggt og orkusparandi! Isð^jkBlÍ ilfe Nethyl 2 Ártúnsholti Sími: 689160 Grænt: 996891 Wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.