Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Gott er að ná tökum á tilverunni á hestbaki eftir Dóru S. Bjarnason Fátt er jafn yndislegt og að sjá barn brosandi og stolt yfir því að læra eitthvað nýtt og ryðja á brott hindrunum sem fáa hefði órað fyrir. Benedikt Hákon, sem er bráðum þrettán ára, hefur lært að sitja hest og ljómar af gleði í hvert sinn sem hann kemst á bak. Þetta væri líklega tæpast í frásögur færandi nema vegna þess að Bene- dikt er fjölfatlaður, líkami hans lætur illa að stjórn og hann tjáir sig ekki í töluðu máli. Benedikt átti því láni að fagna að dvelja um skeið með fjölskyldu sinni á Nýja Sjálandi og sækja þar skóla. Nýsjálendingar hafa um árabil starfrækt reiðskóla fyrir fatlaða og þótti sjálfsagt að Bene- dikt fengi að vera með. Þannig vildi það til að hann var skráður á reiðnámskeið að undirlagi kenn- ara sinna og sjúkraþjálfara. Reið- skólinn var rétt utan við Welling- ton og fór Benedikt þangað reglu- -lega á hverjum sunnudagsmorgni í tæpa fímm mánuði. Fyrst neitaði hann harðlega að láta troða hjálmi á höfuð sér og vildi lítið með þessi útlendu hross hafa. Starfsfólkið, sem vann af hugsjón og þekkingu, sýndi þess- um dyntum hæfílegan skilning og fyrr en varði var Benedikt kominn á bak. Fyrst framan af húkti hann líkt og poki á klámum. Með sam- stilltu átaki þriggja manna tókst að halda drengnum á baki í fáein- ar mínútur. Einn starfsmaður teymdi undir honum en tveir gengu með og studdu við þennan fúllynda og kauðslega knapa. Hann var lengi vel sármóðgaður yfir því að vera með hjálm á höfði og átti auk þess erfitt með að halda jafnvægi. Sjúkraþjálfí, sem ævinlega var með í för gekk með hestinum og hagræddi líkama drengsins og hældi honum óspart. Smám saman fór þetta að verða gaman. Benedikt sættist við hest- inn og gleymdi hjálminum að mestu. Hann lét sig þó ekki alveg og tamdi sér það að mótmæla hjálminum ákaflega í hvert sinn sem hann þurfti að setja hann upp... en öllu má venjast. Hestur- inn var gæfur og sérstaklega val- inn fyrir þetta verkefni og dreng- urinn fékk alltaf sama reiðskjót- ann. Benedikt reið berbakt með gæruskinn í stað hnakks, því þannig nýttist ylurinn frá hestin- um og því teygðist vel á hásinum í fótleggjum, en þær voru teknar að styttast. Smám saman lærði Benedikt að rétta betur úr sér og bera sig skár. Hesturinn fann að knapan- um óx ásmegin og við lok dvalar- innar á Nýja Sjálandi var reið- tíminn orðinn að heilum klukku- tíma og drengur og hestur famir að bregða á leik. Hesturinn skokk- aði varlega með reiðmanninn unga, gekk yfír tijáboli á skeiðvell- inum eða staldraði við meðan Benedikt lét bolta í körfubolta- hringi. Þetta var glæsilegar árang- ur fyrir dreng sem eitt sinn var' talinn ólíklegur til að standa eða ganga. Sjálfstraustið óx með hveijum tíma, hreyfingar drengsins urðu markvissari og jafnvægið betra. Um líkt leyti tókst barnfóstra Benedikts að kenna honum að hlaupa í grýttri fjöru Wellington- borgar. Það var brosleg en mikil- fengleg sjón, er hann tók á stökk, innskeifur og dragandi tæmar, en himinglaður innan um alla hina trimmarana meðfram sjávarkamb- inum við hafnarmynni borgarinn- ar. Þarna hlaupa vörpulegir menn og léttklæddar konur úr sér streitu borgarlífsins. Benedikt gatsleit einu skópari á viku í trimminu, en hlaupið gat hann í fyrsta sinn á ævinni. Þegar heim kom að lokinni þess- ari miklu ævintýraferð fór móðir Benedikts að leita að einhveijum sem gæti haldið áfram þar sem frá var horfið í Wellington. Síðast- liðið vor datt Benedikt aftur í luk- kupottinn, því hann kynntist ung- um konum sem höfðu brennandi áhuga á að stofna reiðskóla fyrir fatlaða hér á landi og starfrækja skólann allt árið. Þessar konur höfðu mikla reynslu af því að vinna með fötluðum knöpum og hestum á Reykjalundi, en áttu sér þann draum að gefa fleiri fötluðum bömum og unglingum tækifæri til að njóta hestaíþróttarinnar. Þann- ig vildi það til að Benedikt gat Fjölfatlaður drengur á hestbaki. „Þetta væri líklega tæp- ast í frásögur færandi nema vegna þess að Benedikt er fjölfatlað- ur, líkami hans lætur illa að stjórn og hann tjáir sig ekki í töluðu máli.“ farið að stunda reiðmennsku aftur í vor og sumar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Hann situr nú hest hnarreistur og öruggur. Hann sækir sjálfur hjálminn sinn og setur hann á höfuð sér þegar tilefni gefst, þótt hann fáist ekki með neinu móti til að bera höfuð- fat að öðru jöfnu, enda skrifaði hann sjálfur á tölvuna sína í fyrra „Ég Hata Húfu“... En þetta gildir bersýnilega ekki um hjálminn. Benedikt þarf nú ekki lengur að hafa fólk til að styðja sig og kemst af með einn aðstoðarmann sem teymir undir honum. Hann hefur náð góðu jafnvægi á hestbaki og hreyfir sig mjúklega í takt við reiðskjótann. Sem stendur er hann að læra að halda sjálfur í tauminn og stjórna hestinum. Hvort það tekst til fullnustu er óljóst enda skiptir það ekki höfuðmáli, heldur hitt að Benedikt er glaður og ljóm- ar af sjálfstrausti á hestbaki. Hann deilir ýmsum áhugamálum með vinum sínum, en getur ekki tekið þátt í þeim öllum vegna fötlunar sinnar. Hann hefur nú líka eignast áhugamál sem hentar honum vel. í kaupbæti fær hann nauðsynlega líkamsþjálfun og góða teygju á hásinarnar sem stöðugt verða stríðari með örum vexti unglings- áranna. Sú hugmynd að Benedikt yrði hestamaður sýndist með öllu frár leit fyrir örfáum árum en nú gegn- ir öðru máli. Sú lexía sem draga má af þessari hvunndagssögu er sú að vanmeta aldrei getu fatlaðs fólks, barna og unglinga, til þess að takast á við tilveru og sjálft sig um leið. Allir geta lært ef það er gaman og námið hefur tilgang. Góður kennari væntir sér mikils af nemanda sínum og vinnur kunnáttusamlega út frá áhuga hans og styrk. Benedikt hefur verið þessa aðnjótandi hjá dugm- iklum kennurum beggja vegna hnattarins. Höfundur er dósent við Kennaraháskóla íslands. JÓLABÓK ALLRA Viltu verða betriÉaðir? Uppeldi til árangurs eftir Áma Sigfósson Flestir feður hafa samviskubit því þeir vilja geta sinnt bömum sínum betur en þeir hafa gert. í bókinni Uppeldi til árangurs fjallar Ámi um hvemig tryggja megi að fjölskyldan hafi forgang þráttfyrir annriki og mikilvæg verkefni sem I foreldrar sinna á öðrum sviðum. Jólin nálgast - nýttu jólafríið og framtíðina til að bæta samskiptin við barnið þitk Eignastu bókina Uppeldi til árangurs og orðið faðir öðlast að mörgu leyti nýja merkingu“. Porgrimur Þráinsson, rithöfundur. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.