Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 íslensk glíma og glímumenn eftirÁsgeir Víglundsson út er komin bókin „íslensk glíma og glímumenn“, útgefandi og höfundur er Kjartan Bergmann Guðjónsson. Eins og nafnið bendir til fjallar þessi bók um íslensku glímuna og þá menn sem stundað hafa þá ágætu íþrótt. Bókin telst til mestu verka sem íjallað hafa um málefni glímunnar og er vissu- íega kærkominn fengur öllum sönnum áhugamönnum um íþrótt- ina. Bókin er öll hin veglegasta, í stóru broti með hundruð mynda og er í allt 460 síður sem skiptast í tuttugu og þrjá kafla og nafna- skrá. I bókinni er birt æviágrip fjölmargra glímumanna og er hún mjög aðgengileg áhugafólki um glímuna. Meginefnið er frá þessari j5n Valgeir Jónsson, KR, og Ólafur Haukur Ólafsson, KR, sýna glímu- öld enda þekkir Kjartan það tíma- brögð. Hælkrókur á hægri fót, byrjun, rétt fyrir fall. bil best þar sem hann hefur verið áhugamaður um glímu frá sjö ára aldri eða í sjötíu og fímm ár. í fyrsta og öðrum kafla er fjall- að um uppruna þjóðaríþróttarinn- ar frá því fyrir landnám, en síðan þróun hennar fram til okkar daga. Sérstaklega skemmtilegt er að lesa um glímuiðkun í helstu skól- um þjóðarinnar áður fyrr. Þá er lýst bændaglímum sem er elsta fyrirkomulag í glímukeppni og sagt frá frægri bændaglímu eins og á Grund 1840 þegar ekki færri en 60 glímumenn voru í hvoru liði. í þriðja kafla er stutt umfjöllun um glímubúnað. Fjórði kaflinn í bókinni fjallar um „Glímubrögð og varnir". Þar er greint frá og mynd- ir sýndar af glímubrögðum og vömum í íslenskri glímu. Þá birt- ist hér mynd af Jóni Birgi Vals- syni og Ólafí Hauki Ólafssyni sýna utanfótarhælkrók, en þeir eru báð- ir kunnáttumenn í íslenskri glímu. Höfundur fjallar um nöfn á glímu- brögðum og er ég sammála höf- undi að ósæmandi sé að nota langskuðamafnið í stað utanfótar- hælkróks. Fimmti og sjötti kafli fjalla um byltuákvæði, giímulög og keppnisfyrirkomulag. Skrá er yfír alla íslandsmeistara í glímu frá 1947 tl 1991 í öllum þyngdar- flokkum, en árið 1947 gekkst Kjartan Bergmann fyrir því að til landsflokkaglímu væri stofnað en þá_ var hann framkvæmdastjóri ISÍ. Ég tel að reglugerðum um sérstök glímumót og glímulög GLÍ hefði mátt sleppa í bókinni. Sjö- undi kafli er um undirbúning í glímukennslu. Áttundi kafli er um ýmis glímufélög og Glímusamband Islands. í níunda kafla er gefíð nokkurra þekktra glímumanna sem hafa ritað um íslenska glímu „Ég sem st]'órnarmaður í stjórn glímudeildar KR þakka Kjartani Bergmann alveg sér- staklega fyrir þetta glæsilega verk.“ fyrr á tímum. Þættir sumra þess- ara manna hafa ekki veri prentað- ir en eru geymdir á Landsbóka- safninu. Ritgerðir þessar eru fróð- legar heimildir og hafa aldrei ver- ið birtar áður allar saman. Tíundi kaflinn er mjög góður en þar eru ítarlegar frásagnir um konungs- glímumar sem vora háðar 1874, 1907 og 1921 og greinar um alla þátttakendur í þeim keppnum. í ellefta kafla er athyglisverð frá- sögn og fróðleg frá Ölympíuleik- unum í London 1908 og í Stokk- hólmi 1912. í tólfta kaflanum er sagt frá Jóni Þorsteinssyni og glí- musýningarferðum hans hérlendis og erlendis. Þrettándi kafli skýrir frá tildrögum að upphafí íslands- glímunnar á Akureyri 1906 og greint frá öllum þeim sem hafa orðið handhafar Grettisbeltisins, glímukappar íslands. Fjórtándi kafli greinir frá framkvöðlum Ár- manns og Skjaldarglímu þeirra sem hófst 1908. í fímmtánda og sextánda kafla segir frá íslensku glímunni í KR og Víkveija og greinir frá sigurvegurum í innan- félagsglímum. Sautjándi kaflinn fjallar um skjaldarhafa Skarphéð- Sniðglíma á lofti með hægra fæti, ins. Átjándi kaflinn segir frá nokkram minnisstæðum glímu- mönnum eins og Sverri Runólfs- syni, stofnanda glímufélags í Reykjavík 11. mars 1873 og Glímu-Gesti sem var einn af glæsi- legustu íþróttamönnum á 19. öld og varð frægur fyrir glímu við þá Bessastaðamenn. Afburða- skemmtilegar eru frásagnir höf- undar af Benedikt Siguijónssyni eða öðru nafni Fjalla-Bensa og Guðna Albert Guðnasyni kónga- bana frá Súgandafirði. Síðustu kaflar eru um íslensku glímuna í Borgarfírði, Snæfellsnesi, Dala- sýslu, Norðurlandi, Austurlandi og í Vestmannaeyjum. byijun, og við lok útfærslu. Á þeim áram sem Kjartan Berg- mann var framkvæmdastjóri íþróttasambands íslands mun sú hugsun hafa vaknað hjá honum, að nauðsynlegt væri að semja sögu íslensku glímunnar. Hann hafði viðað að sér miklum fróðleik á ferðum sínum um landið í viðtölum við gamla glímumenn, sem verið höfðu þátttakendur og glímuiðk- endur fyrir og eftir aldamótin 1900. Sumir þeirra höfðu, verið þátttakendur í fyrstu Íslandsglí- munum á Akureyri. Kjartan Bergmann var ritstjóri Árbókar íþróttamanna um skeið og skrifaði í Árbókina urti íslenska glímu, einnig í Iþróttablaðið og dagblöðin. Hann var einn af höf- undum Glímubókarinnar, sem út kom 1968 og er kennslubók í glímu. Kjartan aflaði sér upplýs- inga eftir því sem hægt var og skráði úrslit glímukeppni allt frá 1888. í árbók íþróttamanna, sem kom út á vegum ÍSÍ á tímabili, birtist á árinu 1947 fyrsti þáttur Kjart- ans um málefni íslensku glímunn- ar undir nafninu „Ágrip af sögu glímunnar". Þar var einnig upphaf á frásögn hans um „Minnisstæða glímumenn". Ég sem stjórnarmaður í stjórn glímudeildar KR þakka Kjartani Bergmann alveg sérstaklega fyrir þetta glæsilega verk og er þess alveg fullviss að bókin sé nauðsyn- leg eign öllum þeim sem áhuga hafa á glímu og íslenskri menn- ingu. Að lokum langar mig að minnast á samtal sem ég átti við hann rétt áður en bókin kom út. Ég spurði Kjartan hvort bókin væri ekki dýr, þá svaraði hann því til að hann væri orðinn 81 árs gamall og væri ekki ríkur maður en áhugi sinn fyrir málefnum ís- lensku glímunnar væri svo mikill að hann horfði ekki í kostnaðinn. Þetta lýsir öllu sem þarf að lýsa, hverskonar hugðarefni glíman er fyrir honum. Bókin er prentuð í prentsmiðj- unni Odda og hefur ekkert verið sparað til verksins, enda er bókin mjög falleg og vel unnin. Bókin fæst í bókabúðum Eymundssonar og bókaforlagið Þjóðsaga sér um dreifingu. Höfundur er gjaldkeri glímudeildar KR. lElUKINM Selurinn Snerri • og Palli var einn í heiminum hafa verið þýddar á tugi tungumála íöllum heimsálfum. Sígildar jólagjafir til islenskra barna. Bókaútgáfan Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.