Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 16

Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 „AÐ VERA ER AÐ SJÁST“ Bókmenntir Jón ÖzurSnorrason Sindri Freysson: Ósýnilegar sög- ur. Smásagnasafn, 121 bls. For- lagið, 1993. „Úr djúpunum er saga þessi dregin, einkennileg og ótrúleg sem þau. Eg hef fellt hana saman úr dagbók hringjarans, fréttum af þeim atburðum sem ég greini síðar frá, og viðtölum við menn sem muna og telja sig hafa þekkt hringjarann lítillega. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir sög- unni, ég hlýt að gera það vegna þeirra tilviljana er kusu mig til að koma henni á Tramfæri. Eg verð að trúa eigin sköpun, af hvaða furðu sem hún sprettur, því annars dreg ég sjálfan mig í efa.“ Með þessum orðum hefst frá- sögn sögumannsins í Dagbók hringjarans sem er ein þrettán smásagna í nýútkominni bók Sindra Freyssonar. Þetta er önnur bók höfundar en í fyrra kom út hjá sama forlagi ljóðabókin Fljótið sofandi konur. Ofangreind tilvitnun getur talist dæmigerð fyrir nokkur helstu einkenni þessara sagna. Margar draga þær upp mynd af framandi og víðu sjónarsviði, þær eru allar sagðar með nokkuð sér- stökum en þó líkum hætti, sumar þeirra eru felldar saman úr ólíkum efniviði og um leið reyna þær mjög á trúgirni lesandans og trúmennsku sögumannsins og áreiðanleika. Einnig má túlka þessar sögur sem staðfestingu á skáldgáfu höfundar- ins. í þeim er innprentuð ákveðin vissa, sterk trú á eigin sköpun sem þær svo sannarlega standa undir. Sögurnar eru vel upp byggðar og mynda sannfærahdi heild. Heiti bókarinnar vísar til tilfínninga og lýsir innri reynslu, enda eru sögurn- ar duldar og óræðar, draga upp mynd af huglægum og afmörkuð- um heimi sem hver um sig lýtur eigin lögmálum. Tengingu á milli einstakra sagna má einkum finna í endurtekinni notkun tákna eins og teningi, spili, kiukku og lykli. Frásagnaraðferðin ræðst öðru fremur af skipulagðri og útreikn- aðri notkun tungumálsins, meðvit- aðri beitingu skáldamálsins enda er mikið fært í stílinn og víkja þess- ar frásögur sem mest frá mæltu máli. í því efni greinir Sindri Freys- son sig frá öðrum íslenskum skáld- um af yngri kynslóð. Hann reynir ekki að einfalda mál sitt heldur gengur í þveröfuga átt og marg- faldar það á sinn sérstæða hátt undir sterkum barokkáhrifum. Viðfangsefni þessara sagna er af ýmsum toga og spannar vítt svið. Reykvísk nútímafjölskylda er sýnd á kaldhæðinn hátt í sunnu- dagsspegli, sagt er frá Erlendi sem „tregar hið týnda“, illa haldinn af fortíðarþrá og sérkennilegri söfnunaráráttu, seilst er aftur í aldir til horfíns stafrófs sem veldur gerningaveðri, lýst er hvernig klukku er komið fyrir í heilabúi konu sem síðar breytist í gagnsæj- an tening og gengur þannig í erfð- ir til ónefndra ættingja. Einnig má nefna sögu af manni og konu sem aka fram á hálfbyggða brú yfir straumhörðu flóti og undir skýlaus- um himni. Inngangssagan Eftir fallið gæti verið táknræn útlegging á æviske- iði einstaklings frá sköpun til eyð- ingar þar sem lífið er lesið sem teningur í hendi spilamanns. í loka- sögunni, Spil, er byggingin brotin upp með reglubundnum hætti. Þar er hliðarsögu og „athugasemdum frá útgefanda", sem beinast ekki síður að lesandanum en aðalpersón- unni, skotið inn í meginsöguna. Þetta gefur sögunni margræða merkingu og afhjúpar það sem henni er ætlað að lýsa. Sagan / sunnudagsspegli er að efni til raunsæ vandamálasaga. í henni er dregin upp mynd af ein- mana húsmóður og ömurlegu heim- ilislífí en sögð með þeim hætti að útkoman verður undarleg blanda af upphöfnum stíl og hversdags- legu raunsæi. Fyrir vikið fær sagan írónískt yfírbragð. Sagan Horfna stafrófiðer byggð upp sem rammafrásögn sem á að treysta sannleika frásögunnar. Þar lýsir sögumaður sem haldinn er Sindri Freysson pappírsást „raunverulegum atbúrð- um“ sem gerðust á 17. öld, segir frá frænda sínum Jakobi Illugasyni sem nefndi sig Flaccus á heimsvísu og sigldi til Austur-Indíú. Jafn- framt því að vera ættfærsla sögu- manns er sagan skrifuð inn í hefð ferðalýsinga og reisubóka þar sem íjarlægur og ókennilegur heimur rúnastafrófs opnast lesandanum sem þó erfítt reynist að raða saman aftur og loka. Dagbók hringjarans er sett sam- an úr tveimur frásögum. Hún er samklippa og útvarpað í gegnum sögumann sem fínnur dagbók of- stækisfulla hringjara í maga hvals á skurðarborði, „óhreinan pinkil" sem minnir á fóstur í kviði, nokk- urs konar hugarfóstur, sem sögu- maður tekur á móti og eykur við með fréttum og viðtölum að eigin sögn. Þráður þessara sagna liggur með einum eða öðrum hætti milli sköp- unar og eyðingar og má fullyrða að meginstef þeirra sé fólgið í sam- spili þessara andstæðna. Oft renna þessar andstæður saman í eina heild og kalla fram hliðstæður á víxl, enda felur öll sköpun í sér eyðingu sem aftur er uppspretta nýrrar sköpunar. Smásögur Sindra Freyssonar eru sérstæðar og kraftmiklar, „hlaðnar orðum“ af ýmsum stærðum og gerðum, lýsingum, líkingum, myndhverfíngum, táknum og stíl- brögðum sem gera vakandi kröfu til lesandans, að það sem hann upplifir við lesturinn þurfí ekki endilega að vera vel þekkt eða auðskilið enda er ekki allt sem sýn- ist. Hið undarlega er miðlægt við- fangsefni þessara sagna og birtist það í ýmsum og ólíkum myndum en óræð lýsing þess gæti falist í einkunnarorðum þessarar bókar: „Að vera er að sjást.“ Með Ósýni- legum sögum er ljóst að Sindri Freysson hefur tekið sér sæti innar- lega á íslenskum skáldabekk. KASSÍÓPELA Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Þórunn Sigurðardóttir: Klukk- an Kassíópeia og húsið í daln- um. Mál og menning 1993. Höfundur hefur skapað sér orð fyrir söguleg leikrit sín þar sem hún mótar sannfærandi persónur úr löngu liðnum frásögnum. Nú veitir hún börnum hlutdeild í list sinni og hefur sent frá sér mjög vandaða sögu sem sagt er að sé samin jafnhliða leikriti sem nú þegar hefur verið flutt. Sagan er nútímasaga. Reykja- víkurbörn hafa sín viðhorf og skoðanir á sveitinni. Halla er á óræðum barnsaldri, vill alls ekki fara í sveit og fínnst hún finna sveitalykt við tilhugsunina eina saman. Foreldrar hennar eru dæ- migert nútímafólk þjakað af lífs- gæðakapphlaupinu. Heimilisfaðir- inn æðir um bæinn á jeppanum sínum með bílasímann og veltir fyrir sér hvort hann eigi að flytja inn íþróttaskó eða gúmmíhanska. Systkinin Kári og Þórey eru bestu vinir hennar og uppi á lofti hjá þeim býr langafi þeirra Þórhallur sem safnar klukkum. í sveitinni að Ytra-Vallholti kynnumst við best Asmundi sem er eins konar fósturbróðir húsmóðurinnar Guð- laugar, og þar býr einnig gömul kona, Eyrún. Áður en Halla fer í sveitina fínna vinir hennar afrit af gömlu bréfi þar sem gefín er vísbending um að í nágrenni Ytra-Vallholts sé eyðibýli og þar sé falin dýrmæt klukka. í sveitinni er mikil ótrú á þessu eyðibýli, Kvíslarhóli, og orð fara af að þar sé reimt. Það hræð- ir samt ekki Höllu frá því að reyna að komast þangað í könnunarleið- angur. Höfundur sækir skírskotanir Þórunn Sigurðardóttir víða. Stjörnumerki sem ekki eru daglega á vörum fólks verða kunn- ingjar svo sem Kassíópeia og Kef- eifur sem gefa sögunni framandi blæ. Klukkan er frá Portúgal og skipið sem strandaði í flæðamálinu er frá Hollandi. Smátt og smátt er söguþráður- inn rakinn og þær spurningar sem bréfíð gulnaða vöktu finna sína skýringu. Ásmundur á sér leynd- armál ekki síður en Eyrún og Þór- hallur gamli og allt kemur þetta upp á yfirborðið í sögulok. Sagan er vel skrifuð og faglega unnin. Yfir sögunni er heiðríkja þrátt fyrir leyndardóminn og því finnst mér myndir Katrínar Sigurðar- dóttur full stífar og dökkar. Einn- ig sýna teikningar af Höllu og hinum börnunum of ung börn mið- að við söguna og afrek Höllu. Kápan er einnig of unglingsleg til að höfða til barna. Oft er textinn prentaður yfír mynd og fellur þá ekki fallega á síðu. Þessir hnökrar skrifast á reikning umbrots því slíka yfirprentun hefði mátt gera af meiri lagni en hér er gert. Nýjar bækur Fyrsta stálskip smíðað á íslandi nefnist ný bók eftir Hjálmar R. Bárðarson. í kynningu útgefanda segir: „Hér er rakin í máli og myndum upphaf smíði stálskipa á Islandi, frá fyrstu hugmyndum um þá iðn- grein mannsaldri áður en iðnvæð- ing landsmanna var komin á það stig að slík smíði gæti hafist og þar til stálskipasmíði hafði náð að þróast víða um land.“ Sagt er frá smíði Magna, fyrsta stálskipsins. Að lokum eru hugleið- ingar um framtíð stálskipaskipa- smíðaiðnaðar á íslandi. Fyrsta stálskip smíðað á ís- landi er 108 blaðsíður með fjölda mynda. Útgefandi er höfundur. Hann hefur einnig séð um hönn- un bókarinnar. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Bókin kostar 2.785 krónur. og gret Handunnar íslenskar vörwr: Bóka- og plötumarkaður Kaffi og veitingar |mjy)yAftpp) VE STURGÖTU 8, SÍMI 19055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.